Morgunblaðið - 29.03.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 29.03.2001, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 27 K O R T E R Nýkomin sending af í leðri og áklæði Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávísun á staðgreiðslu Stór glæsilegum sófasettum Mikið úrval af sófasettum, stökum, sófum og hornsófum frá heimsþekktum framleiðendum n.eilersen a/s of Switzerland Sófasett , hornsófar og sófasett 3+2 Sími 581-2275 568-5375 Fax 568-5275 UNDANFARIÐ hefur börnum á höfuðborgarsvæðinu, á aldrinum 9 og 10 ára, gefist kostur á að sjá leikritið Heimsókn á geymsluloftið í Borgarleikhúsinu. Leikritið er eftir Vigdísi Gunnarsdóttur og er sérstaklega samið fyrir börnin til kynningar á leiklist en undanfarin ár hefur Borgarleikhúsið kynnt leiklist fyrir börnum á höfuðborg- arsvæðinu í samstarfi við skóla- málaráð Reykjavíkur og er þessi kynning á starfsemi leikhússins orðin fastur liður í starfi hússins. Fröken Fýlu er illa við leikhús Í leikritinu verður leikhúsið sjálft vettvangur óvæntra atburða sem bæði tengjast leikhúsinu og áhorfendunum sjálfum. Leitast er við að svara spurningunni um hvernig leikrit verði til, m.a. hverjir það séu sem vinni bak við tjöldin, hvernig leikari undirbúi sig og í hverju starf leikstjórans er fólgið. Til að fá svar við þessum spurn- ingum hitta börnin leiklistargyðj- una Thalíu sem hrífur börnin með inn í leikhúsheiminn um leið og þau stíga fæti inn fyrir dyr leik- hússins. Á ferð sinni um Borgar- leikhúsið hitta börnin fjölmarga skrítna fulltrúa leikhússins, m.a. fröken Fýlu en henni er meinilla við leikhúsið og vill helst láta loka því. Í lokasenu upphefst atburða- rás, þar sem börnin taka virkan þátt í átökum Thalíu og fröken Fýlu, með óvæntum endalokum... Leikarar í sýningunni eru Soffía Jakobsdóttir, Katla Margrét Þor- geirsdóttir og Halldór Gylfason en leikstjóri er Gunnar Gunnsteins- son. Í heimsókn sinni í leikhúsið, og á geymsluloftið, fá grunnskóla- börn að fylgjast með á lifandi hátt hvernig leiksýning verður til. Að- aláhersla er lögð á leikinn í leik- húsinu, töfra leikhússins og þá upplifun sem leikhúsferð er. Í leiknum er leikgleði frumskilyrði, hvort heldur talað er um svið leik- hússins eða svið lífsins, og er frök- en Fýla sú eina sem á erfitt með að finna leikgleðina. Í lok heimsóknarinnar fá börnin svo að leika sér, sminka og klæða sig í búninga. Síðasta sýning verður 6. apríl. Kynning á leiklist í Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/Ásdís Thalía, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, heldur börnunum hugföngnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.