Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN
42 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MENNT samstarfs-
vettvangur atvinnulífs
og skóla hefur verið
starfrækt frá árinu
1998. Stofnendur
MENNTAR eru sam-
tök atvinnurekenda,
launafólks og skóla á
framhalds- og háskóla-
stigi. Hlutverk
MENNTAR er að:
Annast söfnun og
miðlun upplýsinga
um þekkingu og
framboð á menntun
fyrir atvinnulífið
Vera framkvæmda-
og þjónustuvett-
vangur fyrir fyrir-
tæki, félög, samtök, skóla og
aðrar fræðslustofnanir
Vinna að gagnkvæmri yfirfærslu
þekkingar og færni milli at-
vinnulífs og skóla
Taka þátt í innlendum og erlend-
um samstarfsáætlunum og verk-
efnum
Taka þátt í þróunarverkefnum á
sviði starfsmenntunar
Samstarfsvettvangur atvinnulífs,
stéttarfélaga og skóla byggist á
mikilli samvinnu milli aðila. Mark-
hópur MENNTAR er fjölbreyttur
og fer eftir viðfangsefninu hverju
sinni. Þannig er sumum verkefnum
ætlað að ná eingöngu til félagsaðila,
öðrum til fagaðila um menntun og
enn öðrum til einstaklinga.
Getur MENNT verið
þjónustuaðili fyrir þig?
MENNT er þjónustuaðili í verk-
efnum sem Evrópubandalagið deilir
út til aðildarlanda sinna og EFTA-
landanna. Einnig er MENNT verk-
taki fyrir menntamálaráðuneytið í
ákveðnum verkefnum. Verkefnin
sem um ræðir eru:
Leonardo da Vinci II er starfs-
menntaáætlun Evrópubandalags-
ins. MENNT þjónustar þá sem
vilja sækja um verkefnastyrki eða
nemendaskipti. Einnig hefur
MENNT það hlutverk að kynna
áætlunina fyrir almenningi, stofn-
unum og fyrirtækjum bæði hvað
áætlunin hefur upp á
að bjóða og einnig ein-
stök verkefni sem unn-
in hafa verið á vegum
Leonardo. Einstak-
lingar geta ekki einir
sótt um verkefnastyrki
eða nemendaskipti.
Skilyrði er að lögaðili,
þ.e. fyrirtæki eða
skóli, sæki um fyrir
hönd viðkomandi ein-
staklings.
CEDEFOP er mið-
stöð á vegum Evrópu-
bandalagsins um þró-
un í starfsmenntun.
CEDEFOP úthlutar
til MENNTAR átta
styrkjum á ári sem ætlaðir eru til
námsferða fyrir íslenska stjórnend-
ur í starfsmenntun. Með þessu
gefst íslenskum aðilum sem vinna
að þróunarmálum í starfsmenntun
gott tækifæri að fara til valins Evr-
ópulands og kynna sér hvernig
staðið er að starfsmenntun þar.
Einstaklingar geta ekki sótt um
heldur verður lögaðili að sækja um
fyrir sína starfsmenn. Einnig safn-
ar CEDEFOP saman upplýsingum
um starfsmenntun í allri Evrópu og
kemur þeim fyrir í gagnabanka. Að-
gangur að þessum upplýsingum er
opinn og er vefslóðin www.-
cedefop.eu.int eða www.training-
village.gr
Europass er starfsvegabréf.
Nemendur í starfsnámi geta tekið
hluta af starfsþjálfun sinni í öðru
landi í Evrópu og er starfsþjálfunin
MENNT fyrir
atvinnulíf,
skóla og ein-
staklinga
Stefanía K.
Karlsdóttir
Menntun
Samstarfsvettvangur
atvinnulífs, stéttar-
félaga og skóla, segir
Stefanía K. Karlsdóttir,
byggist á mikilli
samvinnu milli aðila.
LANDSPÍTALI –
háskólasjúkrahús (LH)
varð til fyrir tæpu ári.
Fagleg markmið
sjúkrahússins eru auk-
in sérhæfing þjónustu,
rannsókna og kennslu.
Rekstrarmarkmiðin
eru hlutfallsleg aukn-
ing þjónustu miðað við
útgjöld, t.d með því að
forðast tvöföldun þjón-
ustu. Markmiðin fara
ekki endilega alveg
saman, en þar sem lög-
bundið opinbert hlut-
verk LH er að veita
sérhæfða læknishjálp
þá hljóta faglegu sjón-
armiðin að hafa forgang fram yfir
hin hagfræðilegu við útfærslu
sjúkrahússins.
Vandamál aðskilnaðar
sérgreina
Mörg fagleg vandamál snúa að
rekstri hinnar sameinuðu stofnanar.
Það stærsta er sú staðreynd að bráð-
astarfsemin er sitt hvorum megin við
Öskuhlíðina, í Fossvogi og við Hring-
braut. Vegna þess hefur sameining
sérgreina reynst afar flókin. Eftir
sameininguna hefur verið reynt að
flytja sérgreinar til (á milli húsa)
þannig að aðstaða þeirra verði fyrst
og fremst öðru hvorum megin. Því
fylgja því miður stór læknisfræðileg
vandamál þótt hagfræðilega megi
e.t.v. sjá á því flöt. Nýlega var t.d.
ekki unnt að sinna á einum stað
bráðum veikindum kornabarns sem
var í öndunarvél við Hringbrautina,
en barnið þarfnaðist þjónustu sér-
greinar, sem hafði áður en ekki leng-
ur sérhæfða aðstöðu við Hringbraut.
Stóra vandamálið er því þetta: því
aðeins verður fullkominn ávinningur
af sameiningu sjúkrahúsanna að all-
ar sérgreinar geti veitt bráðaþjón-
ustu á einum og sama stað. Ekki þarf
endilega að kaupa ráðgjafa að utan
til að komast að þeirri niðurstöðu því
kalla má að allir sérmenntaðir
læknar sjúkrahússins séu „erlendir
ráðgjafar“. Læknarnir hafa allir sótt
menntun sína austur eða vestur um
haf. Lög (t.d. 29. og 32. greinar laga
um heilbrigðisþjónustu) gera einmitt
ráð fyrir að stjórnendur nýti sér
þekkingu læknanna á sjúkrahúsun-
um.
Þarf að byggja hús?
Í nýlegri grein forstjóra LH í
Morgunblaðinu nefnir hann, að að-
staða til bráðaþjónustu sé ófullnægj-
andi í Fossvogi. Það á ekki síður við
núverandi aðstöðu við Hringbraut.
Sá kvittur gengur um sjúkrahúsið að
byggja eigi við slysadeildina í Foss-
vogi með nýbyggingu. Sumir hafa
gælt við hugmyndina um að byggja
nýtt sjúkrahús frá grunni, t.d. í sveit-
inni (á Vífilsstöðum). Aðrir deila um
það hvort byggt skuli nýtt sjúkrahús
frá grunni í Fossvogi eða við Hring-
brautina. Sá sem þetta ritar telur
ekki að byggja eigi nýtt sjúkrahús
frá grunni, en að byggja eigi við-
byggingar við Landspítalann við
Hringbraut strax og flytja bráð-
astarfsemi allra sérgreina þangað.
Það er dýrt og óþarft að byggja
nýtt hús frá grunni. Sú fjárfesting
sem liggur í núverandi húsum verð-
ur þá lítils virði. Reynslan er víða sú,
að risastórar opinberar nýbyggingar
af þessu tagi er gjarna orðnar „gaml-
ar“ og „úreltar“ þegar þær eru loks
tilbúnar meira en áratug eftir hönn-
un. Því er betur farið með almannafé
með því að byggja smærri og ódýrari
viðbyggingar eftir þörfum („eininga-
spítala“). Rífa (úrelda) ætti í leiðinni
þær byggingar sem þjóna ekki leng-
ur hlutverki eða liggja undir
skemmdum.
Staðsetning
háskólasjúkrahúss
Nú er orðið ljóst að NA-SV flug-
braut Reykjavíkurflugvallar verður
lögð niður og sömuleið-
is stendur til að flytja
Hringbrautina suður
fyrir Læknagarð. Þess-
ar skipulagsbreytingar
gefa svigrúm til veru-
legrar uppbyggingar á
Hringbrautarlóð Land-
spítalans. Lóðin er í
hjarta Reykjavíkur-
borgar sem er þýðing-
armikið m.t.t. mannlífs
í miðborginni ef stærsti
vinnustaður landsins
verður þar með yfir
4000 launaða starfs-
menn. Inni á sjúkra-
húsinu starfar líka mik-
ill fjöldi nema og á
lóðinni Háskóli Íslands, þ.e. Lækna-
garður (lækna- og tannlæknadeildin)
og Eirberg (hjúkrunarskólinn). Á
lóðinni eru einnig 3 nýjustu bygg-
ingar bráðaþjónustunnar í Reykja-
vík, þ.e. geðdeildin, K-byggingin og
hinn nýi barnaspítali sem rís hratt
þessa dagana. Hvernig er hægt að
réttlæta byggingu barnaspítalans ef
ný ákvörðun felur í sér uppbyggingu
hins sameinaða sjúkrahúss annars
staðar í bænum?
Forsendur sameiningar
á einn stað
Á LH við Hringbraut eru mörg
hús sem eru nú þegar samtengd eða
auðvelt væri að samtengja. Gamli og
nýi spítalinn og tengibyggingin
standa vel fyrir sínu sem og kvenna-
deildin og K-byggingin sem hýsir
geislalækningar og rannsóknastofur
núna. Barnaspítali Hringsins verður
samtengdur eldri byggingum með
undirgangi. Sáraauðvelt væri að
tengja geðdeildarbygginguna t.d. við
tengibygginguna eða við eldhús-
bygginguna með „yfirgangi“ yfir nú-
verandi bílaplan (eða í gegnum bíla-
geymsluhús sem reist væri í leiðinni
og ekki vanþörf á). Til þess að koma
allri bráðaþjónustu LH undir eitt
þak kæm eftirfarandi lausn til
greina:
1. Byggð verði ný bráðamóttaka/
slysadeild, röntgendeild, göngu-
deild, skurðstofur og rannsókna-
stofuhús og þyrlupallur. Þessi þjón-
usta þarf öll að vera í návígi, því hún
myndar „hjarta sjúkrahússins“ og
henni væri auðveldlega hægt að
koma fyrir á Landspítalalóðinni með
því að rífa s.k. kringlu (núverandi
gesta- eða aðalinngang) og byggja
4–6 hæða hús þar (á milli tengiálmu
gamla og nýja spítalans og kvenna-
deildar). Þyrlupallur gæti verið á
þakinu.
2. Byggð verði ný legudeildabygg-
ing og rannsóknastofuhús með teng-
ingu niður í Læknagarð. Þeir sem
aka Hringbrautina taka eftir því að
norðurgafl Læknagarðs er ófrá-
genginn. Það er vegna þess að for-
sjálir menn ætluðu sér eitt sinn að
tengja læknadeildina við Landspít-
alann. Nú er tækifærið komið. Suður
úr hinni nýju bráðaþjónustubygg-
ingu væri byggt hús sem tengdist við
Læknagarð. Þar með væri orðið inn-
angengt um allt sjúkrahúsið og
læknadeild. Þessi bygging gæti verið
4–6 hæðir og gæti hýst annars vegar
legudeildir, og hins vegar rann-
sóknastofur og skrifstofur sérgreina
(t.d. sýklafræði, veirufræði, ónæm-
isfræði, vefjameinafræði, blóðbanka
og e.t.v. einnig efnameinafræði og
blóðmeinafræði). Þrjár síðasttöldu
sérgreinarnar ættu að vera nálægt
bráðamóttökunni en með þessari
byggingu væri e.t.v. hægt að losa nú-
verandi húsnæði þessara sérgreina í
K-byggingu til annarra nota.
3. Bílageymsluhús og tengiálma
yfir á geðdeild (sjá ofar).
Lokaorð
Á ofangreindan hátt væri bráða-
þjónustu allra sérgreina LH með til-
tölulega ódýrum hætti komið fyrir á
einum stað. Þetta mætti vinna hratt
með skynsamlegri fjármögnun. Þar
með væri orðinn til öflugur vinnu-
staður á réttum stað miðað við mið-
borg og háskóla. Og þá mætti kalla
stofnunina aftur Landspítalann með
greini.
Háskólasjúkrahúsið
verði við Háskólann
Páll Torfi
Önundarson
Háskólasjúkrahús
Því aðeins verður full-
kominn ávinningur af
sameiningu sjúkrahús-
anna, segir Páll Torfi
Önundarson, að allar
sérgreinar geti veitt
bráðaþjónustu á einum
og sama stað.
Höfundur er yfirlæknir blóðmeina-
fræði á Landspítalanum og dósent
við læknadeild Háskólans.
UNDIR þessari yfir-
skrift birtist grein í
Morgunblaðinu 10.
þ.m. eftir Ingólf Aðal-
steinsson. Kærar þakk-
ir fyrir greinina en
bæði ég og aðrir
reyndu að gera þessu
máli skil fyrir þrem
tugum ára.
Einarskattur er
eignaupptaka og fast-
eignaskattur er það
einnig og hann er
meira en það, hann er
rán. Þessi (fast)-eigna-
skattur er miðaður við
matsverð, íbúðar/húss,
Fasteignamats ríkis-
ins, eins og það er á hverjum tíma án
tillits til staðar, aldurs og ástands
húsnæðis og án tillits til veðbanda
húsnæðisins. Matið er endurskoðað
á hverju ári og getur húseigandi ósk-
að endurskoðunar hvenær sem er.
Að auki er svo bruna-
bótamat sem miðast við
þau verðmæti húseign-
arinnar sem brunnið
geta. Miðað við bruna-
bótamat er svo lagt á:
Viðlagatryggingar-
gjald, Ofanflóðagjald
og Umsýslugjald. Allt
þetta verða húseigend-
ur að greiða án tillits til
þess hvað þeir skulda í
húsnæðinu. Því dýrara
sem húsnæðið er þeim
mun hærri er skattur-
inn. Utan höfuðborgar-
svæðisins getur sölu-
verð íbúðar verið
aðeins brot af fast-
eignamati og það eru dæmi þess að
íbúðir eru verðlausar, óseljanlegar.
Þar sem fasteignagjöldin renna til
sveitarfélaganna þá er það þeirra til-
hneiging að halda fasteignagjöldun-
um háum enda veitir þeim ekki af
tekjunum. Það eru því húseigendur
sem borga þessi gjöld en ekki þeir
sem aldrei byggðu þrátt fyrir sömu
tekjur og sömu möguleika. Allir
íbúðareigendur eru að greiða þessi
gjöld alla ævi, af sömu eigninni sem
þeir eru löngu búnir að eignast með
afborgunum, eigin vinnu og greiðslu
aðflutningsgjalda. Ekki verður af
öðrum tekið en þeim sem spara, og í
þessu tilfelli lít ég svo á að ef nokkuð
brýtur gegn stjórnarskránni þá er
það þessi gjaldtaka. Allavega er hún
óréttlát og í raun er hún refsiskattur.
Margir hafa beint og óbeint tapað
íbúðum sínum vegna þessarar
ósanngjörnu gjaldtöku.
Brunabótamat, vátryggingargjald
eignarinnar, er oftast notað í dag
sem viðmiðun fyrir lánveitingu og er
algengt að lánafyrirgreiðsla sé mið-
uð við 60% til 65% af brunabótamati.
Síðast liðið eitt og hálft ár hefur verð
fasteigna verið mun hærra en bruna-
bótamat, á höfuðborgarsvæðinu, og
hafa því fasteignasalar oft verið
beðnir um mat á söluverði íbúðar til
þess að auka möguleika á lánafyr-
irgreiðslu. Þetta háa verð á íbúðar-
húsnæði leiðir til þess að íbúðareig-
endur/kaupendur fara fram á
hækkað brunabótamat til þess eins
að fá meiri/hærri lán. Hærra bruna-
bótamat – hærri skattar.
Um víðan völl
Í upphafi þessa stjórnarsamstarfs
talaði forsætisráðherra um að lækka
skatta, afnema öll skattfríðindi og að
minnka afskipti hins opinbera. Það
var lag til að byrja á þessu, sameina
og einfalda innheimtuna, fækka op-
inberum starfsmönnum án þess að
skerða velferðarkerfið. Það er ekki
nóg að selja opinberar eignir og að-
Er fasteign eðli-
legur skattstofn?
Haukur
Sveinbjarnarson
Skattar
Eignaskattur er eigna-
upptaka, segir Haukur
Sveinbjarnarson, og
fasteignaskattur er það
einnig og hann er meira
en það, hann er rán.