Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 53
MÚSÍKTILRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 53 FJÓRÐA og síðasta undanúrslita- kvöld Músíktilrauna er í kvöld. Að vanda eru hljómsveitir utan af landi í aðalhlutverkum þetta kvöld til að spara þeim sem komast áfram ferðakostnað suður, en úr- slit verða svo annað kvöld. Tilraunirnar að þessu sinni eru þær nítjándu frá því fyrsta keppn- in fór fram 1982 og rétt að geta þess að þetta ár fara tilraunirnar fram á nýjum stað, enda Tónabær fluttur. Sá nýi staður er Fram- heimilið sem var, Safamýri 28, en úrslitin verða í íþróttahúsi Fram á föstudagskvöld. Fyrsta tilraunakvöldið var 21. mars síðastliðinn og á þeim þrem- ur undanúrslitakvöldum sem hald- in hafa verið hafa átta hljómsveitir ólíkrar gerðar unnið sér sæti í úr- slitum. Í kvöld bætast svo að minnsta kosti tvær við, ein sem salurinn velur og ein eða fleiri sem sérstök dómnefnd velur. Sigursveitir Músíktilrauna fá hljóðverstíma, 28 tíma í Sýrlandi fyrir 1. sæti og 28 í Grjótnámunni fyrir 2. sæti. Efnilegasta hljóm- sveitin fær 25 hljóðverstíma. Tóna- búðin verðlaunar besta söngvarann með Shure-hljóðnema og Tóna- stöðin gefur þeim efnilegasta Sennheiser-hljóðnema. Hljóðfæra- hús Reykjavíkur gefur besta bassaleikaranum gjafabréf og besta hljómborðsleikaranum einn- ig, Samspil besta trommuleikaran- um vöruúttekt, Rín besta gítarleik- aranum gjafabréf, en sá fær líka gjafabréf frá Tónastöðinni. Japis gefur sigursveitunum geisladiska og verðlaunar besta rapparann með gjafabréfi. Tölvumenn fá verðlaun líka, sá besti fær dag í hljóðveri Thule-útgáfunnar, hljóð- kort frá Nýherja og gjafabréf frá Tónastöðinni. Gestasveitir leika fyrir tilrauna- gesti áður en keppnissveitirnar byrja hvert kvöld og síðan á meðan atkvæði eru talin í lokin. Í kvöld leika sænska rokksveitin Dispiri- ted og Mínus, Svíarnir hita upp fyrir tilraunirnar, en Mínus leikur á meðan atkvæði eru talin. Landsbyggðarrokk á Músíktilraunum Síðasta undanúrslitakvöld Músíktilrauna Tóna- bæjar er í kvöld. Árni Matthíasson segir frá þátt- tökusveitum, sem allar eru utan af landi. Input Önnur Grundarfjarðarsveit á Músíktilraununum að þessu sinni kallar sig Input. Hana skipa Kristófer Eðvarðsson söngvari, Eyþór Rafn Sigurjóns- son gítarleikari, Rúnar Sveinsson trommuleikari og Ólafur Hrafn Magn- ússon slagverksleikari. Þeir eru allir á fjórtánda árinu og spila rokk. Berrassaðir Úr Grundarfirði er hljómsveitin Berrassaðir sem leikur þungarokk með hljómborðsívafi. Liðsmenn hennar eru Aðalsteinn Valur Grétarsson söngv- ari og bassaleikari, Axel Björgvin Höskuldsson og Örn Eiríksson, sem leika á gítara, Þorkell Máni Þorkelsson leikur á hljómborð og Gústav Alex Gúst- avsson sem leikur á trommur. Þeir eru á aldrinum þrettán til sextán ára. Lame Excuse Heimir Ingimarsson, Þrándur Helgason, Stefán Jakobsson og Ólafur Hauk- ur Árnason skipa akureyrsku rokksveitina Lame Excuse. Heimir leikur á hryngítar og syngur, Þrándur á bassa, Stefán á trommur og Ólafur Haukur á spunagítar. Hann er á sautjánda árinu en hinir komnir yfir tvítugt. Prozac Frá Dalvík kemur Prozac, sem einnig var með á síðustu tilraunum. Í henni eru Jón Helgi Sveinbjörnsson gítarleikari, Heiðar Brynjarsson trommu- leikari, Magnús H. Felixson bassaleikari, Steinar Sigurpálsson söngvari, Matthías Ö. Friðriksson gítarleikari og Andri M. Jóhannesson söngvari. Þeir eru frá sautján niður í fjórtán ára og leika frekar þungt rokk. Rufuz Rufuz er að austan, nánar tiltekið frá Neskaupstað, og leikur venjulegt rokk að því þeir félagar segja. Sveitina skipa Jón Hafliði Sigurjónsson bassaleikari, Orri Smárason trommari, Hlynur Benediktsson gítarleikari og Róbert Þór Guðmundsson sem syngur. Meðalaldur þeirra er tuttugu ár. Do what thou wilt ... Tríóið Do what thou wilt shall be the whole of the Law tekur heiti sitt frá furðufuglinum Aleister Crowley og er frá Húsavík. Sveitina skipa Þórir Georg Jónsson gítarleikari og söngvari, Ágúst Guðmundsson bassaleikari og Ásgeir Logi Ólafsson trommuleikari. Meðalaldur þeirra er um sextán ár. Þeir leika yfirleitt indie-rokk. Bimbó Bimbó heitir hljómsveit frá Ísafirði og úr Kópavogi. Í henni eru gítarleik- ararnir Kjartan Baldursson og Friðlaugur Jónsson, Hörður Steinbergsson bassaleikari, Telma Björg Kristinsdóttir söngkona og Jón Mar Össurarson trommuleikari. Hljómsveitin leikur poppað rokk og liðsmenn eru frá sext- án til nítján ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.