Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 19 K O R T E R Nýkomin sending af í leðri og áklæði Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávísun á staðgreiðslu Stór glæsilegum sófasettum Mikið úrval af sófasettum, stökum, sófum og hornsófum frá heimsþekktum framleiðendum n.eilersen a/s ofSwitzerland Sófasett , hornsófarog sófasett3+2 Sími 581-2275 568-5375 Fax 568-5275 REKSTRARTEKJUR Vélavers hf. á síðasta ári voru 1.016 milljónir króna og hafa aukist um 6,5% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 959 milljónir og jukust um 4,8% á sama tíma. Inni í þessum rekstrartekjum er ekki sala á notuðum vélum, en samkvæmt upplýsingum frá félag- inu nam sala á þeim 220 milljónum króna á árinu. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta var 57 milljónir króna en 39 milljónir árið áður og hefur því auk- ist um 46%. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 27 milljónir en 5 millj- ónir árið áður. Þessi hækkun fjár- magnsliða skýrist fyrst og fremst af gengistapi félagsins á síðustu mán- uðum ársins líkt og margra annarra fyrirtækja. Hagnaður eftir fjár- magnsliði og skatta var því 19 millj- ónir en 23 milljónir árið áður. Langtímaskuldir félagsins eru nánast að verða uppgreiddar en þær nema þrem milljónum króna. Eigið fé í lok árs var 186 milljónir og eiginfjárhlutfall 37%. Arðsemi eig- infjár var 11,2%. Veltufé frá rekstri var 33 milljónir í árslok en 39 millj- ónir árið áður. Stefnt að nýbyggingu í Reykjavík Vélaver hf. er almenningshluta- félag stofnað í árslok 1994. Rekstur félagsins hefur ávallt skilað hagnaði og hefur hluthöfum félagsins verið greiddur árlega 10–12% arður. Fyr- irtækið rekur starfsemi í Reykjavík og á Akureyri en hjá fyrirtækinu vinna um 40 manns. Aðalfundur Vélavers hf. verður haldinn á Hótel Sögu 10. apríl nk. og leggur stjórn félagsins til að hluthöfum verði greiddur 12% arður. Að sögn Magnúsar Ingþórssonar, framkvæmdastjóra Vélavers, er mjög þrengt að starfsemi fyrirtæk- isins í Lágmúlanum í Reykjavík. Húsnæðið er orðið of lítið og að- koma að fyrirtækinu erfið. „Þetta hefur að undanförnu kom- ið í veg fyrir að við gætum bætt við starfsemi okkar vöru sem krefst aukins lagerrýmis eða bætt við okk- ur starfsfólki til að sinna nýjum við- fangsefnum. Vélaver hf. hefur í hyggju að byggja yfir starfsemi sína sem fyrst. Í þeim tilgangi sendi fyrir- tækið inn umsókn um byggingarlóð hjá Reykjavíkurborg á miðju ári 1998. Fyrirtækið hefur ekki fengið neina úrlausn en forsvarsmenn þess, og ekki síður starfsfólk, vænta þess að Vélaver hf. fái úthlutað byggingarlóð á næstunni,“ segir Magnús. Hagnaður Vélavers 19 milljónir króna í fyrra !   " ! #          $ %" & ' () !  &          *#& +, -"      #  "+, +%   *# + %."+ /&  # + %  "+ %."+               0    1 $%!  0 $%!  2  2 0                  !  "  !  "  !  "                   FJÖGUR fjármálafyrirtæki spá verðbólgu á bilinu 0,5-0,6% í síðasta mánuði. Samkvæmt því hefur verð- bólga síðustu 12 mánaða verið um 3,8%. Búnaðarbankinn spáir 0,5-0,6% verðbólgu milli mánaða. Bankinn segir grænmetisverð og hækkun á fötum og skóm vegna út- söluloka hafa mest áhrif. Þá er gert ráð fyrir áhrifum af gengislækkun krónunnar og launahækkunum. Íslandsbanki-FBA spáir því að verðbólga hafi verið 0,6% í mars. Sem ástæðu fyrir hækkuninni nefn- ir bankinn hækkun á fatnaði vegna loka vetrarútsalna og gengislækk- un krónunnar sem komi fram í verði á bensíni og öðrum innflutt- um vörum og innlendri framleiðslu. Íslandsbanki-FBA gengur út frá því að verð á húsnæði hafi staðið í stað. Kaupþing spáir 0,5% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Helstu forsendur eru hækkað verð á bensíni um mánaðamótin, hækk- un matvöru og veiking krónunnar á síðustu mánuðum. Ætla megi að gengisþróun síðustu daga ýti enn frekar undir það að gengisáhrifa taki að gæta í ríkari mæli í al- mennu verðlagi. Kaupþing gerir ekki ráð fyrir mikilli breytingu á húsnæðislið vísitölunnar. Úr eftirspurnarverðbólgu yfir í kostnaðarverðbólgu Landsbankinn spáir 0,59% hækk- un á vísitölu neysluverðs milli mars og apríl. Helstu forsendur spári- nnar eru að veiking krónunnar skili sér að nokkur leyti inn í verðlag á innfluttum vörum, en um leið er varað við að mikil óvissa sé um í hversu miklum mæli veikingin skili sér inn í verðlagið. Landsbankinn gerir ekki ráð fyrir mikilli hækkun húsnæðisliðar milli mánaða og seg- ir hækkun bensíns hafa óveruleg áhrif. Landsbankinn segir að síðustu tvö ár hafi hækkun milli mars og apríl verið 0,5-0,6%, en þá hafi hús- næðisverð haft mest áhrif og því hafi verið um eftirspurnarverð- bólgu að ræða. Gangi spá bankans eftir sé hins vegar um kostnaðar- verðbólgu að ræða og því séu ekki sömu forsendur fyrir að halda vöxt- um jafn háum hér á landi og raun beri vitni. Spáð er 0,5–0,6% verðbólgu í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.