Morgunblaðið - 04.04.2001, Side 24

Morgunblaðið - 04.04.2001, Side 24
EFTIR rólega byrjun í upphafi þessa fyrsta árs nýrrar aldar var mikið um að vera um helgina, nokkr- ar mikilsháttar sýningar voru opn- aðar og stemmning í loftinu. Líkast sem hin vel upp byggða sýning frá Litlu höllinni í París hafi hreyft dug- lega við fólki, þannig mun metað- sókn vera hér líkt og annars staðar í heiminum, óskipta heild en ekki sitt lítið af hverju. Í Norræna húsinu var mikil hátíð að kvöldi laugardags, opnun sýning- ar fimm listamanna, þarnæst hlað- borð með sælkeraréttum frá Norð- urbotni og loks áhrifamikill gjörningur úti á grasflöt í formi tón- ræns skúlptúrs fyrir slagverk og eld. Hugmynd og skúlptúr; Dan Lest- ander, Ricky Sandberg og Ian-Erik Falk, en slagverk og tónlist: Anders Åstrand Global Percussion Net- work. Allt fór mjög vel fram og mun verða mörgum minnisstætt. Hlað- borðið í samkomusalnum sjónrænt augnayndi, sem ekki gaf listaverk- unum í kjallaranum eftir, auk þess sem maturinn sem Tommy Skare sá um var hið fjölþættasta lostæti. Þetta er mjög kærkomin heim- sókn frá landsvæði sem er á sömu norðlægu breiddargráðum og íbúar álíka margir og á Fróni, er þó helm- ingi stærra að flatarmáli. Þar eru töluð þrjú tungumál, samíska, finnska og sænska og hafa hinar ólíku menningarhefðir skapað sér- stök skilyrði fyrir listsköpun með rætur jafnt í þjóðtrú sem borgar- menningu. Þessar upplýsingar eru úr rituðu máli um sýninguna, jafn- framt, að Norðurbotn og nyrstu hlutar Norðurlanda hafa borið ýmis nöfn í aldanna rás, sem maður kann- ast vel við; Bjarmaland, Lappland, Finnmörk, Samaland, Norðurkolla og Barentshafssvæðið. Áður mun þessi heimshluti hafa þótt hinn ógn- vænlegasti í Evrópu, bólstaður óvætta, trölla, galdramanna og hirð- ingja. Dulúð norðursins verður hvorki lýst með jarðbundnum né andlegum orðum; staður seiðkarla og skálda, skapandi listamanna og þeirra sem standa vörð um myrk- ustu leyndarmál, eins og Nikolaj Terebikin, prófessor í Pamor-há- skóla í Arkangelsk, orðar það. Enn- fremur; því norðar sem farið er því óljósari verða útlínur og svipmót á lifandi verum, stokkum og steinum, og mörk alheimsins í tíma og rúmi mást út. Rýmið leysist upp og hverf- ur. Tíminn hægir einnig á sér og í vanmætti sínum að ná ystu mörkum stöðvast hann og rennur inn í eilífð- ina … Þetta allt og einkum hið síðasta þekkjum við Íslendingar heldur bet- ur, þótt landsvæðin séu um margt frábrugðin, Norðurbotn skógi vax- inn, dýralíf annað og lifnaðarhættir aðrir. En skyldleikinn er samt fyrir hendi, ekki aðeins um fjarlæg nor- ræn blóðbönd, felst einnig í þeirri skaphöfn og þrautseigju sem er sam- fara því að lifa á þessum breiddar- gráðum. Einnig sérstæðum matar- venjum og átthagaást, þrátt fyrir allan kulda og harðbýli. En senni- lega hafa gestirnir vinninginn í að viðhalda arfleifðinni í handverki, þó svo að listasagan sé um sumt keim- lík. Hófst slitrótt um aldamótin 1900, en oftast um að ræða sjálfmenntaða listamenn með rætur í alþýðulist. Það var svo seint sem uppúr 1960 að ungt fólk gat sótt fjölbreytta mennt- un á lýðskólum og myndlistarskólum í helstu borgum á svæðinu eða í öðr- um borgum og í dag er mikil gróska í öllum listgreinum og tjáningarmát- inn margvíslegur. Aðdáunarvert við þessa sérstöku framkvæmd, hve hún opinberar vel háttinn sem lista- og listiðnaðarfólk- ið sækir til hefðarinnar og í þann efnivið sem það hefur handa á milli, tengist daglegu lífi og nánasta um- hverfi. Hér er ekki leitað langt yfir skammt og skilar sér í áþreifanleg- um verðmætum. Mikil breidd er á sýningunni og verst að almenningur fékk ekki tækifæri til að líta listilegt hlaðborðið í samkomusalnum sem hvarf í maga gestanna. En í kjallara er innsetning með kökum og brauði, sem gæti átt heima í hvaða núlistasal sem er, að ekki sé talað um slæð- urnar eða bakpokana tvo, Stefnumót þeirra sem eru sama sinnis, allt eftir sama listamann, Lenu Ylipää. Eftir að hafa lært málmsmíði í Listiðnað- arskólanum í Stokkhólmi fluttist hún aftur til fæðingarþorpsins Lainio í Tornedal, segir lífið þar mun til- breytingarríkara en í stórborginni og ekki laust við að vera þversagna- kennt, þar búi fólk sem hefur finnsku að móðurmáli en á Svíþjóð að föð- urlandi! Í þetta samfélag sem ein- kennist af áherslu á dyggðir eins og fjölskyldusamheldni, vinnusemi og trúrækni leitar hún fanga, og það líkt og skín út úr vinnubrögðum hennar. Rose-Marie Huuva, sem er fædd norðan við Kiruna, menntaði sig snemma í hefðbundinni samískri list- hefð, lærði undirstöðuatriði í verkun skinna og einnig smíðar, sneri sér síðan að málverki. En þótt henni gengi vel í málverkinu fannst henni myndlistin ekki nógu gefandi og þeg- ar hún hlaut vinnustyrk frá Nor- ræna Samaráðinu fyrir fimmtán ár- um flutti hún aftur í heimahaga og sneri sér að hefðbundinni samískri „Að brjóta ísinn“ Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Brita Weglin: Bæn Bólvíðar, grafík. Morgunblaðið/Halldór Áhrifamikill gjörningur úti á grasflöt í formi tónræns skúlptúrs fyrir slagverk og eld verður mörgum minnisstæður, segir í umsögninni. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Erik Holmstedt: Skip og bílhræ í og við höfnina í Murmansk, ljósmynd. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Rose – Maria Huva: Skál úr hreindýraskinni. handiðn, en víkkaði út sviðið með hugmyndaheim núlista að leiðarljósi. Á sumrin verkar hún skinn á hefð- bundinn hátt og vinnur svo úr þeim er hallar að vetri. Auðsjánlega um vel menntaða listakonu að ræða og afar meðvitaða um það hlutverk sitt, að færa samískar hefðir nær nútíma- num. Hún fæst einnig við skriftir og ljóðasafn eftir hana var tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Eva-Stina Sandling, sem er frá þorpinu Parsi í nágrenni Luleå, sótti menntun sína til Listiðnaðarskólans í Stokkhólmi, en hélt að því loknu heim í átthagana. Fornleifarann- sóknir staðfesta að á þeim slóðum hefur verið byggð í 6000 ár og Sand- ling sem oftsinnis hefur verið virk á vettvanginum sækir sér efnivið í forna hluti sem færa henni mikilvæg skilaboð yfir móðu aldanna. Eins og svo margar veflistakonur á seinni tímum notast hún við fleiri efnivið en sjálfan vefinn, til að mynda hrein- dýrshorn og náttúruformanir, svo sem steina og kjarrskóginn í ná- grenninu, og svo er hún ágætur teiknari. Brita Weglin sem er grafíklista- maðurinn í hópnum býr og starfar í Luleå en kemur frá Helsingjalandi. Hún nam við Listiðnaðarskólann í Stokkhólmi, en hafði áður lokið BA- prófi í fornleifafræði frá Stokk- hólmsháskóla og sækir hugmyndir sínar ekki svo lítið í þann reynslu- heim. Weglin er mjög uppnumin af jarðsögunni, einkum eins og hún birtist henni við endamörk þriggja kílómetra jarðganga í gegnum gran- ítberg á leiðinni til norsku eyjunnar Magerøya 800 kílómetra norðan við heimskautsbaug þar sem Nord- kappsbjargið er ysti oddinn. Lifunin sem hún varð fyrir þegar hún var á ferð með sýningu í Nordkappsafnið í Honningsvåg er sögð hafa staðið fyr- ir endurfæðingu í list hennar. Mynd- mál runnið frá eldfornum goðsögn- um og frumhugmyndum mann- kynsins hefur gagntekið hana síðan. Meginveigur myndmáls Wegelin eru stór og tjárík form, sem á stundum nálgast hið skreytikennda. Rúsínan á pylsuendanum eru svo ljósmyndir Eriks Holmstedt frá námubænum Malmberget mitt í Norðurbotni. Byggðarlagið skiptist í tvennt um ógnarlega 200 metra holu í bergið. Áhrif frá námavinnslunni, hinu forgengilega og iðnaðarsam- félaginu, ganga eins og rauður þráð- ur í hinum vel teknu og hrifmiklu ljósmyndum Holmstedt. Hann ólst bókstaflega upp á brún þess mikla ginnungagaps er markar kolsvartan námugíginn og malbikaða vegi er liggja til hans. Velferðarþjóðfélagið kostar miklar og sársaukafullar fórnir, sem eru meira en greinilegar í ljósmyndum listamannsims er bera nafnið Hrun heimsveldisins, einkum sem hann tók í Rússlandi, aðallega Murmansk. Aðdáunarvert hve þetta listafólk er meðvitað um arfleifðina og um leið í kafi í nútímanum, en á sínum eigin forsendum. Í anddyri er svo úrval listhand- verks af öllu tagi frá Norðurbotni og kennir þar margra grasa, en yfirleitt af hárri gráðu. Bragi Ásgeirsson LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ertu með flensu eða hálsbólgu? FRÁ APÓTEKIN G æ ða fr am le ið sl a LIST OG HÖNNUN MYNDLIST/ LISTIÐNAÐUR N o r r æ n a h ú s i ð K j a l l a r i / a n d d y r i / b ó k a s a f n NORÐURBOTNS- DAGAR OG SÝNING FIMM LISTAMANNA Brita Weglin/ Rose Maria Huuva Lena Ylipää, Eva-Stina Sandling/ Erik Holmstedt. Opið alla daga frá 12–17. Lokað mánudaga. Til 6. apríl. Aðgangur 300 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.