Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja tók gildi 1. apríl síðastlið- inn. Einn liður hennar, sem snýr að afhendingu lyfja í síma, hefur valdið annríki í mörgum heilsugæslustöðv- um þar sem sjúklingar hringja og kvarta. Nú er læknum ekki lengur heimilt að ávísa í síma ávana- og fíkni- lyfjum og lyfjum sem ekki hefur verið veitt markaðsleyfi fyrir, nema um sé að ræða lyf sem framleitt er í íslenskri lyfjabúð. Þá hefur algengt svefnlyf, rohypnol, bæst í hóp eftirritunar- skyldra lyfja en þeim hefur ekki verið hægt að ávísa í síma til þessa. Með ávana- og fíkniefnum er átt við lyf sem valda fíkn, þ.e. svefnlyf, verkjalyf og róandi lyf sem innihalda kodein. Samkvæmt upplýsingum úr heil- brigðisráðuneytinu var farið að bera á mikilli misnotkun á lyfjum eins og rohypnol. Meðal annars var það notað í glæpsamlegum tilgangi á skemmti- stöðum og sett út í drykki hjá konum til að misnota þær kynferðislega. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hefur hver tafla af þessu lyfi verið seld á 1000-2000 krónur á svörtum markaði. Ingolf J. Petersen, lyfjamálastjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði við Morgunblaðið að breytt reglugerð hefði m.a. komið til vegna tilskipunar frá Evrópusambandinu. Einnig hafði borið á tíðum fölsunum á lyfseðlum í gegnum síma og því ástæða til að herða eftirlitið. Að sögn Ingolfs hafa komið upp á þriðja hundrað tilvik falsana með lyfseðla á síðustu tveimur árum og eru símsendir seðlar þar á meðal. Ingolf sagði að svefnlyfið rohypnol væri komið í annan lyfjaflokk í Evr- ópu og að auki væri lyfið bannað í Bandaríkjunum. Hann sagði skiptar skoðanir einnig vera á meðal lækna um ágæti lyfsins. „Ég hef farið víða og kynnt þessa reglugerð og flestir læknar hafa tekið henni fagnandi. Þeir sjá að vísu fyrir sér aukna skriffinnsku eða þá að sjúk- lingar verða settir á önnur lyf. Athugasemdir innan stjórnar Læknafélagsins Sárafáar kvartanir hafa borist á borð til okkar en við heyrum ávinning af ónægju með þetta meðal sjúklinga. Þetta mun ganga yfir á meðan menn eru að átta sig á þessum breytingum. Breytingum er yfirleitt ekki vel tek- ið,“ sagði Ingolf. Stjórn Læknafélags Íslands hefur í tvígang fjallað um þessa lyfjareglu- gerð á sínum fundum. Sigurbjörn Sveinsson, formaður félagsins, sagði við Morgunblaðið að hann hefði í sín- um störfum sem heilsugæslulæknir orðið var við óánægju sjúklinga og að- standenda þeirra með þessa reglu- gerð. Skiljanlega valdi þetta auknu álagi og vandkvæðum innan fjölskyldna sjúklinga sem hafa notað umrædd lyf og eiga erfitt með að fara út úr húsi, einkum eldra fólk. Sigurbjörn sagði að Læknafélagið hefði ákveðnar athugasemdir við sumar greinar reglugerðarinnar. „Menn hafa ýmsar athugasemdir bæði við gerð lyfseðlanna sjálfra og það sem á að koma fram á þeim og einnig breytingar á heimild til sím- sendinga lyfseðla. Við höfum einnig rætt um breytta stöðu lyfja gagnvart reglugerðinni og breytta meðferð svefnlyfja og róandi lyfja. Mönnum gengur gott eitt til með þessum breytingum og mér finnst rétt að við látum á þessa reglugerð reyna þannig að hægt sé að koma þá fram með skynsamlega og uppbyggjandi gagn- rýni til bóta og flýta sér hægt í þeim efnum,“ segir Sigurbjörn. Hann segir nokkur bráðavandamál hafa komið upp en það sé ekki sjálf- gefið að leysa þau með enn öðrum breytingum á reglugerðinni. Læknar og heilbrigðisyfirvöld þurfi að vera samstíga ef reynslan af reglugerðinni leiðir í ljós alvarlega meinbugi í þess- um efnum. Suma lyfseðla má myndsenda Ýmir Vésteinsson, lyfjafræðingur hjá Lyfju, sagðist hafa átt von á meiri vandkvæðum á framkvæmd reglu- gerðarinnar en orðið hefur. Reglu- gerðin hefði hlotið góða kynningu meðal lækna og lyfjafræðinga en skiljanlega hefði breytingin valdið sumum sjúklingum erfiðleikum. Langflestir hefðu þó tekið þessu vel. Ýmir benti á að eftir sem áður væri læknum heimilt að myndsenda lyf- seðla fyrir ákveðnum lyfjum í lyfja- búðir á þartilgerðum eyðublöðum og samkvæmt ákveðnum uppfylltum skilyrðum. Ný reglugerð um ávísun lyfja veldur óánægju meðal sjúklinga og álagi á heilsugæslustöðvum Sumum lyfjum ekki ávísað lengur í síma Morgunblaðið/Ásdís Ávana- og fíknilyfjum hefur frá 1. apríl síðastliðnum ekki verið hægt að ávísa í síma. Stjórn Læknafélagsins hefur fjallað um málið BORGARYFIRVÖLD stefna að því að banna nektardansstaði í öllum helstu miðhverfum borgarinnar en ekki bara í miðborginni, starfsemin verður þó áfram leyfð í iðnaðarhverf- um. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, en í síð- ustu viku samþykkti skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur breyt- ingu á deiliskipulagi Kvosarinnar en tilgangur hennar er að koma í veg fyrir að nektardansstöðum á svæð- inu fjölgi og færa landnotkun svæð- isins til samræmis við landnotkun aðalskipulags Reykjavíkur. Þeir staðir sem þegar hafa starfsleyfi fá að starfa áfram. Borgaryfirvöld mótuðu þá stefnu í borgarráði síðasta sumar að setja ákveðin skilyrði inn í deiliskipulags- skilmála sem bönnuðu starfsemi nektardansstaða í miðhverfum borg- arinnar. Ingibjörg sagði að undir miðhverfi flokkuðust staðir þar sem stærri verslunar- og eða þjónustu- miðstöðvar væru staðsettar eins og Kringlusvæðið, Mjóddin í Breiðholti, Spöngin í Grafarvogi og Hraunbær. Óæskileg þróun Ingibjörg sagði að stefnumótunin ætti sér nokkuð langan aðdraganda eða allt aftur til ársins 1997 til 1998 þegar sjö nektardansstaðir hefðu opnað í miðborginni. Hún sagði að borgaryfirvöldum hefði fundist þetta óæskileg þróun en að þau hefðu ekki haft nein tæki til að sporna gegn henni, eins og löggjöfin hefði verið. Því hefði verið haft samband við dómsmála-, félagsmála- og sam- gönguráðuneytið um að endurskoða löggjöfina með tilliti til þess að sveit- arfélög hefðu einhver ráð til sporna gegn fjölgun nektardansstaða ef þau kysu. Í framhaldinu hefði lögunum verið breytt og sett inn skilgreining um næturklúbba sem gerði sveitar- félögum það kleift að banna starf- semina á þeim svæðum sem þau vildu með deiliskipulagsbreytingu. Hún sagði að borgaryfirvöldum hefði borist ein fyrirspurn fyrir skömmu þar sem spurt hefði verið út í möguleikann á að opna nektardans- stað í Austurstræti og að þau hefðu hafnað þeim möguleika á grundvelli þess sem að ofan greinir. Starfandi nektardansstaðir verða áfram í miðborginni Að sögn Ingibjargar stendur ekki til að banna nektardansstaði á iðn- aðarsvæðum eins og t.d. á Ártúns- höfða, þá sagði hún að ekki stæði heldur til að banna starfsemina á Grensásvegi, í Síðumúla og Ármúla. Í miðborginni eru þegar starf- ræktir nokkrir nektardansstaðir sem fengu rekstrarleyfi áður en lög- gjöfinni var breytt. Ingibjörg sagði að ekki stæði til að banna starfsemi þeirra né heldur að endurnýja ekki leyfin nema staðirnir brytu eitthvað af sér. Aðspurð sagðist hún ekki telja að það bryti í bága við lög að hafna nýjum umsækjendum um rekstrar- leyfi í miðborginni þó aðrir nektar- dansstaðir væru starfræktir þar. Starfsemi nekt- ardansstaða leyfð í iðnaðar- hverfum FLUGMENNIRNIR Sigurður Arn- ar Runólfsson, Viktor Viktorsson og Hergill Sigurðsson eru lentir í Addis Abeba í Eþíópu eftir langt flug á eins hreyfils flugvél frá Reykjavík. Flugið hófst í Reykjavík 25. febrúar. Félagarnir höfðu síðast viðkomu í Ljúbljana í Slóveníu og héldu þaðan til Krítar þar sem þeir voru fjóra daga meðan beðið var eftir yfirflugsheimild yfir Súd- an. Lengri tíma tók að fá heimild- ina en aðrar á ferðalaginu vegna þess að borgarastyrjöld hefur geisað í landinu síðustu fjórtán ár. Lagt var af stað frá Krít 11. apríl sl. og flogið var til Luxor í Egyptalandi. Þaðan var síðan haldið yfir Súdan. Í tölvupósti frá þeim félögum segir að flugið yfir Súdan hafi tekið átta klukku- stundir og ekki annað að sjá úr lofti en sól og sand. Þegar komið var inn að landamærum Eþíópíu hafi landslagið breyst og er nær samfelld byggð strákofa frá landamærum Súdans að Addis Abeba. „Er þessu flugi nú lokið og ekki er laust við að nokkur sökn- uður sé eftir flugvélinni okkar TF GMT. Hún er nú að fara að sinna mjög áhugaverðu og þörfu starfi hér í Afríku undir stjórn Helga Hróbjartssonar,“ segir í tölvupósti þeirra félaga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli í febrúar áður en haldið var af stað í ferjuflugið til Eþíópíu. Talið frá vinstri: Friðrik Hróbjartsson, Friðrik Ingi Friðriksson, Viktor Viktorsson og Sigurður Arnar Runólfsson. Lentir í Addis AbebaFYRIRTÆKIÐ Halló!-Frjáls fjar- skipti hafa ákveðið að fara inn á inn- anlandsmarkað með innanlandssím- töl sem er viðbót við þjónustu fyrirtækisins, segir m.a. í frétt frá fyrirtækinu. Er staðhæft að fyrir- tækið bjóði heildarlausn fyrir heimili og fyrirtæki á samkeppnishæfu verði. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er í fréttinni sögðum 8% af heimilis- markaðnum. Viðskiptavinir fyrir- tækisins eru að nálgast 10.000 manns og miðað við núverandi vöxt muni þeir verða um 16.000 í lok þessa árs. „Halló! hefur nú fjárfest í nýrri símstöð frá Telsis sem mun auka þjónustumöguleika fyrirtækisins sem og bæta enn gæði í utanlands- símtölum,“ segir jafnframt. Ætla að bjóða heildarlausnir Halló!-Frjáls fjarskipti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.