Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 11

Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 11 Lýðræði - hugsjón og veruleiki Fjórða valdið Þriðji fundur í fundaröð Samfylkingarinnar um lýðræðismál í Norræna húsinu laugardaginn 21. apríl kl. 11-14. Dagskrá: 1. Ávarp, Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. 2. Hlutverk fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi Herdís Þorgeirsdóttir, fjölmiðlafræðingur, fjallar um lögskipað hlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og nauðsyn þess að tryggja raunverulegt frelsi þeirra. 3. Fjölmiðlar - staða þeirra í íslensku samfélagi Þór Jónsson, fréttamaður og varaformaður BÍ, fjallar um stöðu fjölmiðla í íslensku samfélagi. 4. Eignarhald og ritstjórnarstefna Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, fjallar um eignarhald á fjölmiðlum. Brynhildur Þórarinsdóttir, ritstjóri, stýrir umræðum í pallborði að loknum framsögum. Allir velkomnir www.samfylking.is NÍU eyjar og hólmar á Breiðafirði í eigu Stykkishólmsbæjar verða aug- lýstar til sölu um næstu helgi og verða seldar ef viðunandi tilboð fást. Eyjarnar hafa fram að þessu verið leigðar til fjögurra ára i senn og hafa leigjendur notað þær til eggja- og fuglatekju og til beitar. Engin hús eru í eyjunum. Eyjarnar og hólm- arnir eru Þórishólmi, Þormóðseyjar- klettur, Leiðólfsey, Siglugrímur, Ljótunshólmi, Loðinshólmi, Freðin- skeggi, Tindsker og Hvítabjarnarey. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, segist ekki geta gefið upp söluverð, það ráðist af þeim tilboðum sem hugsanlega ber- ist.                                      ! "      # Níu eyjar til sölu NAUTIÐ Guttormur, sem býr í Húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík, hefur nú slegið þyngd- armet sitt enn og aftur. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Húsdýragarðsins hefur Guttormur verið upp á sitt besta með vorinu og er nú orðinn 942 kg. Hann hefur nú þyngst um 32 kg á tæpum þremur mánuðum og er að því best er vitað stærsta og þyngsta íslenska naut á Íslandi. Guttormur er ættaður frá Eystri- Sólheimum í Vestur-Skaftafells- sýslu. Ekki er vitað hver faðir hans er en móðir hans hét Auðhumla. Móðir Auðhumlu varð 13 vetra göm- ul sem er vel yfir meðalaldri ís- lenskra kúa. Þess má til gamans geta að frétta- stofa Útvarps greindi frá því í þrjú- fréttum gær að Guttormur hefði ver- ið veginn. Barst fjöldi fyrirspurna vegna fréttarinnar og áréttaði fréttastofan í fjögurfréttum að Gutt- ormur hefði ekki verið felldur held- ur veginn og reynst vera 924 kíló. Morgunblaðið/Ásdís Guttormur slær eigið þyngdarmet HANNES Karlsson, deildarstjóri Nettóverslana, segir að Nettó hafi nokkrum sinnum haft samband við Flúðasveppi og það sé því rangt hjá framkvæmdastjóra Flúðasveppa, Ragnari Kristni Kristjánssyni, sem fram komi í Morgunblaðinu í gær að Nettó hafi ekki haft samband. Hannes sagði að það væri rétt að hann hefði ekki sjálfur persónulega haft samband við Ragnar enda sner- ist þetta ekki um hans persónu. Hins vegar hefðu aðilar frá Nettó nokkr- um sinnum haft samband og nú síð- ast Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri fyrir Matbæ, eiganda Nettó. „Hann meira að segja heimsótti hann, skoðaði hjá honum stöðina og ræddi við hann um kjör. Þá kom fram að það væri ekki áhugi hjá hon- um að selja okkur beint heldur yrð- um við að kaupa í gegnum Sölufélag- ið. Þannig að það sem hann heldur fram þarna er bara rangt,“ sagði Hannes. Hann sagði að þessi aðili, Flúða- sveppir, byggi við lögbundna einok- un í skjóli stjórnvalda. Flúðasveppir gætu hagað framleiðslu sinni þannig að erfitt væri fyrir aðra að flyta vör- una inn en tollur á sveppi væri 7,5% og síðan kæmi 100 kr. magntollur til viðbótar á hvert kíló. Hannes vísaði jafnframt í úrskurð samkeppnisráðs varðandi kærumál Félags íslenskra stórkaupmanna vegna Flúðasveppa, nr. 17 frá 1994. Þar kæmi fram að Flúðasveppir hefðu þá eingöngu verið að selja Sölufélaginu annars vegar og hins vegar Hagkaupi. Flúðasveppir hefðu þannig verið að mismuna smásölunni á þeim tíma og hann vissi ekki til að það hefði orðið nokkur breyting á í þeim efnum. Deildarstjóri Nettóverslana Nettó hefur nokkrum sinnum haft samband UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæru- nefnd fjöleignahúsamála hafi verið óheimilt að vísa frá máli eins íbúðar- eiganda sem stóð í ágreiningi við sitt húsfélag. Kærunefndin vísaði frá beiðni mannsins um álitsgerð vegna ágreinings hans við húsfélagið. Um- boðsmaður hefur beint þeim tilmæl- um til nefndarinnar að hún taki mál íbúðareigandans til skoðunar að nýju komi fram ósk um það. Við þá athugun verði tekið mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í áliti umboðsmanns. Umræddur íbúðareigandi leitaði til umboðsmanns Alþingis í ágúst 1999 og kvartaði undan frávísun kærunefndarinnar. Taldi maðurinn að nefndinni hefði borið að taka beiðni hans fyrir þar sem hún varð- aði ágreining um skiptingu sameig- inlegs kostnaðar og inneign hans í hússjóði eða leiðbeina honum hefðu annmarkar verið á málatilbúnaði hans og gefa honum frest til að bæta úr þeim áður en hún vísaði beiðni hans frá. Um ástæður frávísunar segir m.a. í bréfi kærunefndar að samkvæmt lögum um fjöleignarhús hvíli sú skylda á stjórn húsfélaga að veita eigendum upplýsingar og skýringar um öll atriði er varða málefni hús- félagsins. Hér sé því ekki um að ræða ágreining sem falli innan verk- sviðs nefndarinnar heldur atriði sem beri að leita skýringa á hjá stjórn húsfélagsins. Fenginn verði utanaðkomandi aðili Síðan segir svo í þessu sama bréfi: „Vegna ítrekaðra erinda yðar til nefndarinnar vill nefndin benda á að komi upp ágreiningur milli eigenda fjöleignarhúss er rétt að boða til hús- fundar, ræða málin og reyna að ná sáttum. Ef eigendur treysta sér ekki til þess að ræða málin sín á milli verður að fá utanaðkomandi aðila til að halda fund með aðilum og reyna að ná sáttum. Rétt er á slíkum fundi að bera upp öll þau ágreiningsmál sem eru á milli aðila og reyna að finna lausn á þeim.“ Umboðsmaður Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að erindi íbúðar- eigandans hafi lotið að ágreiningi um réttindi og skyldur samkvæmt lög- um um fjöleignarhús og því hafi hann með réttu getað óskað álits- gerðar kærunefndarinnar. Nefnd- inni hafi borið að leiðbeina honum og gefa honum frest til að bæta úr ágöll- um á erindi hans til nefndarinnar, hafi málatilbúnaður hans ekki verið fullnægjandi. Umboðsmaður Alþingis um kærunefnd fjöleignahúsamála Nefndinni óheimilt að vísa einu máli frá TAL hefur gengið frá samningi við Deutsche Telekom um GPRS-reiki- þjónustu. Samningurinn þýðir að viðskiptavinir Tals á ferð erlendis geta innan tíðar verið í þráðlausu og sítengdu netsambandi með Tal GPRS/GSM-símtækjum sínum. „Deutsche Telekom hefur sett upp miðstöð fyrir GPRS-reikiþjón- ustu og mun TAL tengjast henni. Tengimiðstöðin sér síðan um gagnaflutning á milli Tals og ann- arra fjarskiptafyrirtækja sem tengjast Deutsche Telekom. Öll uppsetning verður gagnsæ fyrir notandann þannig að hann þarf ekki að endurstilla GPRS-tækið þegar hann er að ferðast. Fyrir- komulagið er því með svipuðum hætti og þegar ferðast er með venjulega GSM-síma erlendis,“ segir í frétt frá Tali. Tal semur um reiki- þjónustu erlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.