Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 14

Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL haugur moldar og uppfyllingarefnis við suður- enda flugbrautar í Nauthóls- vík hefur vakið athygli manna og hefur mörgum þótt sjón- mengun af. Haugurinn teng- ist jarðvegsskiptum í flug- braut og akbraut samhliða og sagði Auður Eyvinds, verk- efnisstjóri verksins fyrir Flugmálastjórn, að þegar liði á sumarið gætu menn vænst þess að haugurinn hyrfi. Auður sagði að búið væri að „taka allt upp úr brautinni,“ og haugurinn myndi ekki stækka meira úr því sem kom- ið er. „Þetta er ekki fagurt ásýndar en nú er í gangi verk- efni samkvæmt deiliskipulagi sem miðar meðal annars að því að auka öryggi. Svæðið við flugbrautina er breikkað og göngustígur færður. Verkinu miðar vel en þetta mun þó að öllum líkindum standa yfir eitthvað fram eftir sumri. Á endanum mun þessu efni vera mokað aftur í brautina og/eða notað í landmótun,“ bætti Auður við. Morgunblaðið/Árni Sæberg Moldarfjall við suðurbraut Reykjavíkurflugvallar. Haugurinn hverfur í sumar Nauthólsvík FÉLAGSHEIMILIÐ Hlé- garður í Mosfellsbæ er 50 ára í ár og verður haldið upp á þessi tímamót í dag með viðhöfn í og við bygginguna. Formaður menningarmálanefndar bæj- arins segir húsið hafa verið kjölfestuna í félagslífi sveitar- félagsins síðustu hálfa öld. Húsið var vígt 17. mars árið 1951 en arkitekt þess var Gísli Halldórsson. Auk sveitar- félagsins áttu Ungmenna- félagið Afturelding og Kven- félag Lágafellssóknar ríkan hlut að máli þegar húsið var byggt því þessi félög lögðu fram bæði fjármagn og sjálf- boðavinnu. Enda segir Bjarki Bjarnason, formaður menn- ingarmálanefndar Mosfells- bæjar, húsið hafa verið óska- barn sveitarinnar. „Þetta er félagsheimili sem þótti gríðarlega stórt á sínum tíma og var talað um það sem glæsilegasta félagsheimili á landinu í sveit,“ segir hann. „Og þetta er félagsheimili sem hefur risið undir nafni alla tíð því þarna hafa verið alls kyns mannamót, allt frá bíósýning- um til erfidrykkja og allt þar á milli.“ Hlégarður hefur einnig gegnt mikilvægu hlutverki fyrir leiklistarlíf í bænum að sögn Bjarka því lengi vel var þetta eini staðurinn þar sem leiksýningar voru settar upp. „Þá má ekki gleyma Hlé- garðsböllunum sem voru fræg á sínum tíma auk afmælishófa og alls kyns skemmtana. Meira að segja var einu sinni leikfimikennsla þarna í tengslum við skólann og var kennt þarna inni á dansgólfi. Svo voru skrifstofur bæjarins þarna á tímabili.“ Þá var þröngt í Hlégarði Jón M. Guðmundsson á Reykjum, fyrrverandi oddviti í Mosfellsbæ, hefur haft mikið af Hlégarði að segja í gegnum tíðina. Hann var í Ungmenna- félaginu Aftureldingu þegar bygging hússins stóð yfir og var formaður nefndar sem hreppsnefndin skipaði til að sjá um vígslu hússins fyrir fimmtíu árum en það var löngu áður en hann var farinn að hafa afskipti af sveitar- stjórnarmálum. Aðalvandamálið við vígslu- athöfnina segir Jón hafa verið hvernig koma mætti öllum rólfærum Mosfellingum fyrir í húsinu til að taka þátt í hátíð- arhöldunum en gefnir voru út 600 aðgöngumiðar. Jón segir Hlégarð hafa ver- ið með fyrstu félagsheimilum sem naut framlags úr félags- heimilasjóði en það var sjóður sem stofnaður var til að byggja upp félagsheimili í sveitum landsins. Hann segir að nokkuð erfitt hafi verið að reka húsið með hagnaði því ýmsar skorður voru settar fyrir skemmtanahöld. „Það var takmarkað hversu margir máttu vera í húsinu á skemmtunum eða 250 manns. Sýslumaður gekk fram í því að þessu yrði framfylgt og gaf út sérstök skemmtanaleyfi með þessari tölu. Okkur fannst þetta dálítið óréttlæti því austur í Árnessýslu voru eng- ar slíkar reglur. Eins var bannað að hafa áfengi um hönd í félagsheimilum sem höfðu notið framlaga úr félagsheimilasjóði en það gekk nú á ýmsu með það.“ Þrátt fyrir þetta segir hann stemmninguna hafa verið ákaflega fjölbreytta sem helg- aðist af margvíslegri starf- semi hússins. Afmælisdagskráin í Hlé- garði hefst klukkan 14 í dag og verður opið hús fram til klukk- an 17. Félagsheimili með fimmtíu ára sögu Mosfellsbær Hlégarður hefur verið kjölfestan í félagslífi Mosfellssveitar í 50 ár. Myndin var tekin árið 1957. SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á framkvæmdir við fyrirhuguð mislæg slaufugatnamót Vestur- landsvegar og Víkurvegar og Reynisvatnsvegar að Reynisvatni. Lagður verður nýr Víkurvegur á tveimur samhliða brúm yfir Vestur- landsveg ásamt tilheyrandi vegrömpum og tengingum og er fyrirhugað að byggja gatnamótin í þremur áföng- um eftir því sem umferðin vex. Stefnt er að framkvæmd- um við 1. áfanga á þessu ári, 2. áfanga árið 2008 og að gatnamótin verði fullbyggð með 3. áfanga árið 2015. Niðurstaða Skipulagsstofn- unar byggist á því að fram- fylgt verði þeirri fram- kvæmdatilhögun og mót- vægisaðgerðum sem fram- kvæmdaaðilar hafa lagt til ásamt áformum um vöktun sem miða að því að draga úr óæskilegum áhrifum fram- kvæmdarinnar á byggð í Grafarvogi og lífríki Úlfars- ár. Mótmæli íbúa Athugasemdir bárust Skipulagsstofnun frá Íbúa- samtökum Grafarvogs, Fuglaverndarafélagi Íslands og Landssamtökum hjól- reiðamanna og Íslenska fjallahjólaklúbbnum. Í úr- skurði Skipulagsstofnunar segir að Íbúasamtökin hafi mótmælt þeirri ætlun að færa umferð Grafarholts inn á Víkurveg og blanda henni saman við umferð til og frá Grafarvogi. Samtökin mót- mæltu einnig fyrirhuguðum flutningi gatnamótanna og þeirri hugmynd að byggja tvö hringtorg sem hugsan- lega eru óþörf og þess valdandi að tefja umferðina. Samkvæmt svörum sem Skipulagsstofnun bárust frá framkvæmdaaðilum hefur verið ákveðið að ráðast strax í fyrirhugaðan 4. áfanga, við slaufu og ramp 6, til hægri af Víkurvegi inn á Vesturlandsveg til suð- vesturs, samhliða 1. áfanga til að koma til móts við sjón- armið íbúasamtakanna. Svörunum fylgdi bókun hverfisnefndar Grafarvogs frá 27. febrúar 2001 þar sem lýst er yfir ánægju með þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirhuguðum fram- kvæmdum sem munu greiða mjög fyrir samgöngum Grafarvogsbúa, að því er fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Hjólreiðamenn óskuðu m.a. eftir því að samræmi yrði í framkvæmdatíma við gerð hjólreiðastíga og ak- brauta. Í úrskurði Skipu- lagsstofnunar kemur fram að framkvæmdaaðilar hafi m.a. svarað því til að árið 2008 muni göngu- og hjól- reiðastígur meðfram Vest- urlandsvegi ekki liggja yfir akbrautir og í niðurstöðu Skipulagsstofnunar segir að stofnunin telji að áform og tilhögun framkvæmda við lagningu göngu- og hjól- reiðastíga sé ásættanleg og mikilvægt sé að tryggja ör- yggi gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks á fram- kvæmdatíma. Áhyggjur af fuglalífi Fuglaverndarafélagið lýsti yfir áhyggjum af áhrif- um framkvæmda á fuglalíf við Úlfarsá og benti á að fuglalíf við ána sé afar fjöl- breytt. Þar séu meðal ann- ars vetrarstöðvar gulandar sem er á válista sem fugl í útrýmingarhættu vegna stofnsmæðar. Í svörum framkvæmdaaðila kemur fram að í skýrslu Náttúru- fræðistofnunar sem unnin var vegna framkvæmdanna sé fyrst og fremst lögð áhersla á lífríkið í víðara samhengi en ekki tiltekið að sérstök hætta stafi af þeim fyrir gulandarstofninn og vart sé ástæða til að hafa áhyggjur af gulönd umfram annað dýralíf við Úlfarsá. Gatnamót Vesturlandsbrautar og Víkurvegar Hverfisnefnd lýsir ánægju með breytingar               Grafarvogur FÓLK er byrjað að kvarta undan staraflónni þótt enn sé fuglinn ekki orpinn að því er menn best vita. Þó er ljóst að hann er farinn að viða að sér efni til hreiðurgerðar. Star- inn er tiltölulega nýr land- nemi á Íslandi. Fyrsta hreiðrið vilja sumir meina að hafi uppgötvast á Mýrum ár- ið 1912 en það mun ekki vera óyggjandi. Í Reykjavík fannst hreiður árið 1935 en ekki komu egg í það. Upp úr 1960 fór starinn að verpa í Reykjavík í kjölfar mikillar göngu flækings- fugla haustið 1959 og hefur verpt árlega í borginni síðan. Íslenski starinn er eindreg- inn staðfugl. Varptíminn er í seinni hluta apríl eða fyrri hluta maí. Útungun tekur 11–15 daga og eru ungarnir svo í hreiðrinu í 21 dag eða svo. Þegar starinn verpir á húsum, t.d. í opnum loftræs- irásum, gerist það stundum að fló sem á honum lifir berst inn í híbýli manna og veldur þar ama og hefur komið rammasta óórði á fuglinn. Þetta er dálítið óréttlátt því ýmis skordýr, og þ.á m. flær, eru á allflestum fuglateg- undum. Þær sjúga blóð úr fuglunum, verpa svo eggjum í hreiðrin og þar dveljast lirf- urnar vetrarlangt og þrosk- ast með hækkandi sól. Að vori, þegar fuglarnir koma aftur, hafa þær myndbreyst í fullorðin dýr sem taka að sjúga og verpa. Komi engir fuglar í hreiðrið leggjast kvikindin stundum í flakk sökum hungurs. Akkiles- arhæll starans er að hann er mannelskari, eða kannski fremur húselskari, en aðrir fuglar, að gráspör og mar- íuerlu e.t.v. undanskildum, og því á flóin greiðari að- gang inn í ylinn sem frá íbúð- unum eða húsunum stafar. Leggst hún þá á fólk en get- ur ekki þrifist á mannablóði til lengdar. Umrædd fló lifir á mörgum tegundum dúfna og einnig á hænsnum. Margir hissa á að starinn skuli vera alfriðaður Morgunblaðið hafði sam- band við Meindýravarnir Reykjavíkurborgar í gær til að kanna hvort fólk væri far- ið að leita þangað um aðstoð og fengust þau svör að fyrsta upphringingin hefði þá ein- mitt verið að berast. „Við aðstoðuðum fólk vegna slíks hérna áður fyrr en það var eingöngu vegna þess að það voru engir aðrir til þess, en núna er orðið töluvert um sjálfstætt starf- andi meindýraeyða svo að við komum eiginlega ekki nálægt þessum hlutum leng- ur, nema þegar um borg- arstofnanir er að ræða,“ sagði Guðmundur Björnsson, aðspurður um málið. „Þegar fólk hringir í okkur bendum við á meindýraeyðana úti í bæ eða aðra sem fást við þetta. En í raun og veru get- ur hver sem er bjargað sér og við gefum þess vegna ráð, ef eftir þeim er leitað.“ Ráðin sem Meindýravarnir Reykjavíkurborgir gefa eru á þann veg að sé fuglinn ekki orpinn, heldur einungis far- inn að bera inn, skuli fólk loka gatinu þar sem hreiðrið er. Séu egg hins vegar komin má ekkert gera við þau eða hreiðrið, því starinn er al- friðaður. „Margir verða hissa á þessum upplýsingum og að ekkert megi því gera við hann sjálfan eða egg hans,“ sagði Guðmundur. Byrjað að leita til meindýraeyða vegna ágangs staraflóar Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.