Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 16
Morgunblaðið/Kristján GÓÐA veðrið lék við Akureyringa í gær og sól skein í heiði. Eins og jafn- an á sólríkum dögum þyrstir marga í ís og þá verður hinn landsfrægi Brynjuís oft fyrir valinu. Andrea Davíðsdóttir og Hannes Rúnar Hannesson voru einmitt í þeim hópi en þau voru að sleikja sólskinið og Brynjuís þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins rakst á þau. Hitamæl- irinn á lögreglustöðinni á Akureyri sýndi yfir 8 stiga hita um miðjan dag í gær en hitamælirinn á Ráðhústorgi fór hins vegar í 18 stiga hita á sama tíma. Þótt veðrið leiki við Akureyr- inga þessa dagana er útlitið ekkert allt of bjart, því á sunnudag á hann að snúa sér til norðlægrar áttar með slyddu eða snjókomu norðanlands. Sleikja ís og sól AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla, Dalvík, verður haldinn í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 25. apríl nk. kl. 20.30 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. Dalvík, 17. apríl 2001. Stjórnin. A k u r e y r i Föstudags- og laugardagskvöld Stórdansleikur Hljómsveitin Hálft í hvoru með Eyjólf Kristjánsson í fararbroddi STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hyggst leggja fram róttækar til- lögur um breytingar um rekstrar- formi félagsins, fyrir aðalfund í lok þessa mánaðar. Þær miða að því að færa allan rekstur félagsins yfir í hlutafélög. Fjölmörg dótturfyrir- tæki KEA hafa þegar verið hluta- félagavædd og má þar nefna Norð- urmjólk, Norðlenska og Matbæ. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður KEA, sagði stefnt að því að stofna hlutafélagið KEA hf. fyrir aðalfundinn framundan, sem tekur yfir eignir og skuldbind- ingar samvinnufélagsins KEA. Samvinnufélagið mun hins vegar eiga hlutafélagið KEA hf. að öllu leyti í upphafi. Í framhaldinu er stefnt að því að eigendur svokall- aðra B-deildarbréfa eignist 14,2% í KEA hf. í staðinn fyrir sambæri- legan hlut í samvinnufélaginu og að almennir félagsmenn, sem eru 7–8 þúsund, eignist einnig allt að 14,2% í staðinn fyrir hlut í samvinnufélag- inu en að það félag eigi þá eftir rúm 70% í hlutafélaginu. Jóhannes Geir sagði að með þess- um aðgerðum sé stefnt að því að uppfylla skilyrði um 25% dreifða eignaraðild sem þarf til þess að setja KEA hf. á almennan hluta- bréfamarkað. Fjármunir KEA nýttir til uppbyggingar Til að það gangi eftir þarf að gera nauðsynlegar lagabreytingar sem eru í lokaafgreiðslu á Alþingi. Þær breytingar lúta m.a. að heimild til niðurfærslu á B-deildarbréfum og að heimilt verði að afhenda al- mennum félagsmönnum beina eign- araðild í KEA hf. samkvæmt þar til gerðum reglum. Jóhannes Geir sagði að gert væri ráð fyrir að eignarhlutur samvinnu- félagsins verði minnkaður eftir að hlutafélagið fer á markað niður í þriðjung og jafnvel fjórðung og þeir fjármunir sem munu fást við sölu bréfanna verði notaðir til uppbygg- ingar á félagssvæði KEA. Miðað við að þessar breytingar gangi eftir, má gera ráð fyrir að félagsmaður í KEA sem á 1.000 krónur í stofnsjóði, eignist hluta- bréf að verðmæti 40–50 þúsund krónur í KEA, miðað við eigið fé félagsins um síðustu áramót. Raun- verulegt verð hlutabréfsins ræðst síðan af gengi þess á markaði en Jóhannes Geir sagði að það yrði örugglega hærra en þetta. Félags- maður sem á 100 þúsund krónur í stofnsjóði fær hins vegar hlutabréf að verðmæti tæplega 300 þúsund krónur í hlutafélaginu, miðað við sömu forsendur. Þessa dagana standa yfir aðal- fundir í einstökum deildum KEA, þar sem fyrirliggjandi tillögur eru kynntar. Fyrsti fundurinn var í Ak- ureyrardeild í fyrrakvöld og sagði Jóhannes Geir að þar hafi tillög- urnar fengið mjög jákvæða umfjöll- un. Róttækar breytingar fyrirhugaðar á Kaupfélagi Eyfirðinga Stefnt að stofnun hlutafélagsins KEA Gleðifundur í Minjasafninu SUMARKOMUNNI verður fagnað í Minjasafninu á Akureyri í dag, sum- ardaginn fyrsta, með gleðifundi eins og það er orðað í frétt frá safninu. Gestum verða boðnar lummur og kakó, allir taka lagið við orgelið í betri stofunni og nemendur úr Tón- listarskólanum á Akureyri syngja ís- lensk þjóðlög. Opið verður frá kl.14– 16 og aðgangseyrir er 300 kr., frítt fyrir ellilífeyrisþega og börn undir tólf ára aldri. Fermingar í dag VALLAKIRKJA í Svarfaðar- dal: Fermingarguðþjónusta verður í dag kl. 13. Fermd verða Helena Sif Halldórsdótt- ir og Sólveig Björg Halldórs- dóttir, Brimnesbraut 1 á Dal- vík, og Sigurjón Örn Vilhjálms- son frá Másstöðum í Svarfað- ardal. Prestur: Magnús Gamal- íel Gunnarsson. HÓLAKIRKJA: Ferming kl. 11 í dag. Fermdur verður Þór- ólfur Óskarsson frá Grænuhlíð. Prestur: Hannes Örn Blandon. Sumargleði á Hjálpræð- ishernum UNGLINGASTARF Hjálpræðis- hersins á Akureyri heldur sumargleði í dag, sumardaginn fyrsta. Sumar- gleðin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði, m.a. leikþáttur, söngur, spurningakeppni, glens og grín. Boð- ið verður upp á kaffihlaðborð gegn vægu gjaldi og einnig verður hægt að freista gæfunnar í happdrætti. Sumargleðin er liður í fjáröflun unglinga sem sækja fund á Hjálpræð- ishernum en þeir hyggja á utanlands- ferð í sumar. Menningarmálanefnd Akur- eyrar stendur fyrir sam- komu í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti í dag, sum- ardaginn fyrsta kl. 15. Klukkustund síðar verður á sama stað opnuð málverka- sýning Sigurðar Árna Sig- urðarsonar, bæjarlista- manns Akureyrar, en sýn- ingin stendur til 12. maí. Á vorkomu menningar- málanefndar verður að venju tilkynnt hverjir hljóti starfs- laun listamanna næsta starfsár og hverjir hljóti við- urkenningar menningar- og húsverndarsjóðs í ár. Einnig verður Ketilhúsið vígt sem fjölnota menningarhús eftir gagngerar endurbætur og húsið afhent Gilfélaginu til notkunar. Sigurður Árni er Akureyr- ingur að uppruna en hann hefur starfað í Reykjavík og París undanfarin ár. Hann hefur ekki hald- ið einkasýningu á Akureyri frá árinu 1994 en þá dugði ekkert minna en allt Listasafnið undir sýningu hans. Hins vegar hefur hann tekið þátt í samsýningum í bænum. Sigurður Árni sagði að kominn væri tími til að sýna á Akureyri á ný en á sýningunni í Ketilhúsinu bland- ar hann saman módelum og olíumál- verkum og eru flest málverkanna ný. Hann var kominn með átta málverk í Ketilhúsið í gær en sagði alls óvíst hveru mörg verk yrðu á sýningunni. Módelin, sem eru úr áli og allt að 3,50 m á hæð, hafa ekki áður verið sýnd hélendis en þau hafa verið sýnd á Ítalíu og í Frakklandi. „Það er kærkomið að sýna í Ket- ilhúsinu en ég lít á verkin á sýning- unni sem eina heild, þar sem sömu form koma fram í þeim öllum.“ Sigurður Árni sýnir í Ketilhúsinu Sigurður Árni Sigurðarson myndlistar- maður ásamt syninum Jökli við verk sitt. Menningarmála- nefnd með vorkomu Morgunblaðið/Kristján ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.