Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 18
FRÉTTIR
18 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MEÐALÁLAGNING á grænmeti í
Hagkaup í marsmánuði var mjög
mismunandi eftir tegundum og
sveiflaðist frá því að vera innan við
2% á rauða papriku í það að vera
tæp 70% á tómata. Einnig voru al-
mennt miklar sveiflur í álagningu
á einstakar tegundir innan hvers
mánaðar, samkvæmt upplýsingum
sem Hagkaup hefur tekið saman
og látið Samkeppnisstofnun í té,
en Finnur Árnason, framkvæmda-
stjóri verslunarinnar, segir að
meðalframlegð verslunarinnar af
sölu ávaxta og grænmetis sé um
30% sem jafngildi 40–45% álagn-
ingu.
Upplýsingarnar lúta að magni,
kostnaðarverði, smásöluverði og
framlegð af sölu átta tegunda
grænmetis, þ.e. tómata, agúrkna,
jöklasalats, grænnar, rauðrar og
gulrar papriku, kínakáls og blóm-
káls.
Álagning á blómkál
24,61% að meðaltali
Svo dæmi séu tekin var með-
altalsframlegðin af sölu blómkáls í
mars 19,75%, en það jafngildir
24,61% álagningu að meðaltali.
Framlegðin var mjög mismunandi
innan mánaðarins og sveiflaðist frá
því að vera tæp 12%, sem jafn-
gildir um 13,5% álagningu í það að
vera 44,6%, sem jafngildir 80,5%
álagningu.
Framlegðin af sölu kínakáls var
svipuð eða 19,48% að meðaltali í
marmánuði, sem jafngildir 24,19%
meðaltalsálagningu. Framlegðin
var einnig mjög mismunandi frá
degi til dags eða allt frá því að
vera langt undir kostnaðarverði í
það að vera tæplega 60%.
Framlegð af sölu rauðrar papr-
iku var 1,54% að meðaltali í mars
en er mjög sveiflukennd innan
mánaðarins eins og í hinum teg-
undunum. Framlegðin er 28,27% í
upphafi mánaðarins, en verður nei-
kvæð um rúm 48% á tímabili. Svip-
að er farið um gula papriku þar
sem meðaltalsálagningin er 3,34%
í mánuðinum og græna papriku
þar sem meðaltalsálagningin er
10,32% í mánuðinum.
Álagning vegna sölu á agúrkum
sker sig úr að því leytinu til að
hún er stöðug allan marsmánuð,
33,4%, ef undan eru skildir tveir
síðustu dagar mánaðarins sem
álagningin hækkar í 78,2%. Með-
altalsframlegðin af sölu á agúrkum
í mánuðinum er 27,26%, sem jafn-
gildir 37,48% álagningu.
Framlegðin af sölu jöklasalats í
marsmánuði er 26,11% sem jafn-
gildir 35,33% álagningu. Fram-
legðin er mismunandi eftir ein-
stökum dögum í mánuðinum en
verður þó aldrei neikvæð.
Af þessum átta grænmetisteg-
undum var álagningin mest á tóm-
ata eða rúm 69% að meðaltali í
mánuðinum. Álagningin er hæst
framan af eða rúmlega 105% en
lækkar þegar á líður og er á tíma-
bili tæp 23%. Hún hækkar síðan
síðustu dagana í mánuðinum og er
þá rétt rúm 60%.
Rýrnun að
meðaltali 6–9%
Finnur Árnason, framkvæmda-
stjóri Hagkaups, sagði í samtali
við Morgunblaðið að framlegð
Hagkaups af sölu ávaxta og græn-
metis að meðaltali sé um 30% sem
jafngildi 40–45% álagningu. Þessi
framlegð verði að standa undir öll-
um kostnaði við sölu vörunnar, en
þar séu launakostnaður og rýrnun
stærstu kostnaðarliðirnir.
Hann benti á að rýrnun væri
mjög mikil í þessum vöruflokkum
eða að meðaltali 6–9% af keyptu
magni og að af tuttugu rýrnunar-
hæstu liðum í matvöru væru sext-
án grænmetis- og ávaxtategundir.
Svo dæmi væru tekin sýndu mæl-
ingar Hagkaups á rýrnun ópakk-
aðra sveppa 18–22% rýrnun og
rýrnun á ópökkuðum vínberjum
væri á bilinu 20–30%.
Finnur sagði að það sem hefði
hleypt þessari umræðu af stað
væru ummæli landbúnaðárráð-
herra um álagningu á græna papr-
iku og því hefði Hagkaup ákveðið
að láta af hendi þessar upplýs-
ingar og senda þær Samkeppn-
isstofnun. Stjórnendur Hagkaups
væru ekki á hverjum degi að af-
henda sundurgreindar kostnaðar-
upplýsingar fjölmiðlum, en þeir
teldu þá umræðu sem skapast
hefði í þessum efnum á villigötum
og væru því að láta þessar upplýs-
ingar af hendi. Nú biðu þeir við-
bragða Samkeppnisstofnunar,
t.a.m. hvað varðaði upplýsingar
um verð og álagningu á græna
papriku.
„Við viljum sýna fram á að við
höfum ekkert að fela í þessum efn-
um og bendum á að við erum síst
með hærri álagningu en nágranna-
löndin. Við hljótum að gera kröfu
til þess að við fáum að njóta sann-
mælis hvað þetta snertir,“ sagði
Finnur.
Finnur sagði að almennt væri
talað um framlegð í viðskiptum af
þessu tagi frekar en álagningu, en
þetta væru tveir mismunandi mát-
ar á að reikna út hvað kæmi í hlut
smásöluverslunarinnar. Framlegð-
in væri hlutfall af smásöluverði án
virðisaukaskatts og hún væri í
lægri kantinum hér á landi ef mið-
að væri við Bandaríkin og lönd í
Evrópu, svo sem Danmörku og
Bretland. Þar væri framlegð versl-
ana af sölu ávaxta og grænmetis
hærri en hér á landi þrátt fyrir
lægra vöruverð þar.
Óttast ekki samanburð við
smásöluverslun erlendis
Finnur bætti því við að það væri
óhætt að bera saman smásölu-
verslun hér á landi við erlendar
keðjur bæði hvað tekjur og kostn-
að snerti. Hagkaup óttaðist ekki
þann samanburð, sem væri sá eini
sem íslenskir neytendur gætu not-
að sem mælikvarða á hvort um
hagkvæman rekstur væri að ræða
í smásöluverslun á Íslandi.
Morgunblaðið birti upplýsingar
um verðmyndun á ávaxta- og
grænmetismarkaðnum í blaðinu á
skírdag. Þar eru birtar upplýsing-
ar um skiptingu stórmarkaðsverðs
síðustu vikuna í mars 2000 og 2001
meðal annars á agúrkum og tómöt-
um. Smásöluverð á agúrkum þar
er 389 kr. síðustu vikuna í mars í
ár. Verð til framleiðenda að með-
talinni heildsöluálagningu er
201,26 kr. og smásöluálagning
69,5%. Útsöluverð á agúrkum sam-
kvæmt upplýsingum Hagskaups í
þessari sömu viku er tæpar 317 kr.
að meðaltali. Kostnaðarverð er 190
kr., þ.e. verð til framleiðenda og
vegna heildsölu, og verð án virð-
isaukaskatts tæpar 278 kr. Álagn-
ingin er rúm 46%.
Verð á tómötum samkvæmt upp-
lýsingum í sömu grein var 367 kr.
sem er sama verðið og Hagkaup
gefur upp. Verðið skiptist þannig
að verð til framleiðenda er 133 kr.,
heildsöluálagning, umbúðir og
flutningur er 26,60 kr., smásölu-
álagning 162,26 kr. sem er 101,6%
álagning og virðisaukaskattur
45,07 kr.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
kaups er meðalkostnaðarverð tóm-
ata þessa síðustu viku marsmán-
aðar um 217 kr., þ.e. verð til
framleiðenda og vegna heildsölu.
Verð án virðisaukaskatts er tæpar
322 kr. Smásöluálagningin er því
105 kr. sem jafngildir rúmlega
48% álagningu.
Það skal tekið fram að í umfjöll-
un Morgunblaðsins á skírdag kom
fram að þegar talað er um stór-
markaðsverð þá sé t.d. átt við það
verð sem var í Hagkaup og Fjarð-
arkaup.
Hagkaup gefur sundurgreindar kostnaðarupplýsingar um álagningu á grænmeti
Meðalálagn-
ing á ávexti
og grænmeti
40–45%
56
#!
#
#
# #
#7#
#*++,
8#
2 %#*++,
%
&##):3;
% &#,+:';
8
#
2 %#*++,
%
&#':*;
% &##':';
2 %#*++,
%
&#*.:';
% &##'.:/;
<
2 %#*++,
%
&#*-:,;
% &##'/:';
27
2 %#*++,
%
&#,):/;
% &##*3:*;
=
2 %#*++,
%
&#,):(;
% &##*3:-;
#
2 %#*++,
%
&#,:/;
% &##,:-;
2!0#
0# #04
0#
2 %#*++,
%
+:);
% &##-):,;
#
0#7
#0
#
#*++,
!
"#
5
'()# ! "
',.# ! "3(#
,3+#
3*#
,/)#
>
1
#?
')#
((#
,)+#
'-.# ! " '-.# ! "
5
>
% >
!0 7
.# 7#
0&
!
"#
3/#
,-*#
*.#
,''#
,+/#
*,.#
3/#
0
$%##&! '
("#)#
*+ '
TRAUSTI Sveinsson á Bjarnargili í
Fljótum hefur lagt fram tillögur um
að gerðar verði athuganir á hag-
kvæmni vegtenginga á Tröllaskaga.
Stjórnvöld telja að Héðinsfjarðarleið
sé álitlegasti kosturinn til samgöngu-
bóta á þessu væði, en Trausti hefur
bent á að með þeirri leið muni Fljótin
einangrast og þar með verði ekki arð-
bært að nýta þau fjölþættu náttúru-
gæði sem þar er að finna. Önnur leið,
svonefnd Fljótaleið með jarðgöngum,
sé heppilegri með hagsmuni allra
byggðarlaga í fyrirrúmi.
Í greinargerð sem Trausti hefur
sent til samgönguráðherra tilgreinir
hann að gnægð af heitu og köldu vatni
í Fljótunum skapi ákjósanlegar for-
sendur fyrir margskonar fiskeldi. Þá
sé sérstaða Fljóta mikil vegna ferða-
þjónustu m.a. vegna þess að þar sé
mikill og árviss snjór, mikil fiski-
gengd í vötnum og ám, náttúrufegurð
og veðursæld.
Landvernd styður
tillögurnar
Með því að styrkja vegsamgöngur í
Fljótum með jarðgangatenginu við
Siglufjörð og Ólafsfjörð verði for-
sendur til nýtingar þessara auðlinda
hinar ákjósanlegustu og það muni
koma öllum byggðum á utanverðum
Tröllaskaga til góða.
Landvernd hefur varað við því að
einblínt sé á vegagerð um Héðins-
fjörð með jarðgöngum frá Siglufirði
og Ólafsfirði þar sem betri valkostir
virðist blasa við. Að mati Landvernd-
ar mun opnun fyrir ökutækjaumferð
til Héðinsfjarðar valda óafturkræfum
spjöllum á umhverfisgildi hans. Land-
vernd styður því tillögur Trausta
Sveinssonar um rannsóknir á hag-
kvæmni vegtenginga á Tröllaskaga
þar sem tekið verði tillit til nýtingar
þeirra fjölmörgu náttúruauðlinda
sem sé að finna í Fljótunum.
Vill kanna vegteng-
ingar á Tröllaskaga
Tillögur Trausta Sveinssonar í Fljótum