Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 22
&
Sprenghlægilegt verð!
Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 -
Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 -
Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 -
Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 -
Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500
Opið alla daga frá kl. 12-18
Grensásvegi 16
(inni í portinu)
LOKADAGAR
Sprenghlægilegt verð!
Enn meiri verðlæk un
Öll föt á kr. 1.000.
LOKAÐ Á SUMARDAGINN FYRSTA
KOMIN er á mark-
að ný bragðtegund
af Leppin-orku-
drykk, Leppin með
sítrónubragði.
Leppin er léttkol-
sýrður orkudrykk-
ur í hálfs lítra um-
búðum og fæst á öllum helstu
sölustöðum á landinu.
Leppin-orkudrykkur er fram-
leiddur á Íslandi úr Leppin
drykkjarblöndu og íslensku vatni.
Drykkurinn inniheldur engin örv-
andi efni.
Leppin-drykkurinn er framleidd-
ur hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal
fyrir Samsöluvörur hf. en Mjólkur-
samsalan sér um sölu og dreifingu.
Orkudrykkur
NEYTENDUR
22 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
næringargildismerkingar eru nokkuð
frábrugðnar þeim evrópsku. „Nær-
ingargildið er gefið upp í ákveðnum
skammti eða umbúðareiningu en skv.
evrópsku reglunum og reglugerð nr.
586/1993 um merkingu næringargild-
is, þarf að miða upplýsingarnar við
100 g eða 100 ml. Samkvæmt evr-
ópskum næringargildismerkingum
eru vítamín einungis tilgreind á um-
búðum ef þau ná 15% af ráðlögðum
dagsskammti í 100 g en í Bandaríkj-
unum er heimilt að gefa upp vítam-
ínin þó þau séu aðeins í mjög litlu
magni í vörunni. Því hafa þeir sem
flytja inn vörur frá Bandaríkjunum
þurft að endurmerkja allar þær vörur
sem merktar eru næringargildis-
merkingu.“
Frjálslegri reglur
í Bandaríkjunum
Bandaríkjamenn fara einnig mun
frjálslegar með heilsufarsfullyrðing-
ar, en mun strangari reglur gilda um
slíkar merkingar í Evrópu og hér á
landi, að sögn Svövu Liv.
„Evrópusambandið leggur áherslu
á að fullyrðingar á umbúðum mat-
væla séu ekki blekkjandi og hafi gildi
fyrir neytendur.
Hollustuvernd ríkisins getur veitt
leyfi fyrir heilsufarsfullyrðingum ef
óháðar víðtækar rannsóknir styðja
fullyrðinguna.
Fullyrðing um að matvæli innihaldi
ekki rotvarnarefni eða önnur aukefni
er einungis heimil ef leyft er að nota
rotvarnarefni (eða tiltekin aukefni) í
vöruna skv. aukefnareglugerð og að
sambærilegar vörur innihalda að öllu
jöfnu rotvarnarefni.
Hins vegar er óheimilt að segja að
matvæli séu ein og sér holl eða hafi
áhrif á heilsu, segir Svava Liv enn-
fremur, en leyfilegt er að geta þess að
tiltekin matvæli séu hluti af heilsu-
samlegu mataræði, uppfylli varan
ákveðin skilyrði.
Þá er ekki er heimilt, samkvæmt
læknalögum, að eigna matvælum þá
eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á
sjúkdómum manna, hafa lækningar-
mátt eða vísa til þess háttar eigin-
leika, en í Bandaríkjunum má sem
dæmi finna vörur sem merktar eru
„hjartavænt“.“
Norðurlöndin tóku sig saman á sín-
um tíma og bönnuðu fullyrðinguna
95% (eða 98%) fitufrítt. Sú fullyrðing
þótti blekkja og áttu menn heldur að
nota „inniheldur 5% (eða 2%) fitu“, að
sögn Svövu Liv.
Dæmi um óleyfilega vörumerkingu
hér á landi í verslunum er morgun-
korn sem sagt er 98% fitufrítt í stað
þess að merkja það með 2% fitu.
Að lokum segir Svava Liv að það sé
á ábyrgð framleiðenda og innflutn-
ingsaðila að sjá til þess að matvæli
uppfylli kröfur sem settar eru fram í
lögum og reglugerðum um matvæli.
MATVÖRUR merktar fullyrðingu
um næringargildi svo sem fituskert-
ar, sykurskertar, léttar, saltskertar
eða jafnvel fitulausar verða æ algeng-
ari í verslunum hérlendis. Svava Liv
Edgarsdóttir, matvælafræðingur hjá
Hollustuvernd ríkisins, segir fullyrð-
ingar varðandi innihaldsefni vera
leyfilegar, hafi slíkt verið heimilað í
merkingarreglugerð.
„Heimilt er að kalla matvæli „létt“
ef orkuskerðingin er 25% eða meiri
miðað við samskonar vöru.
Þá má kalla matvæli „saltskert“ ef
varan inniheldur að minnsta kosti.
25% minna salt en aðrar sambæri-
legar vörur. Þá má nota „lítið salt“
fyrir vörutegundir sem innihalda inn-
an við 120 mg salt í 100 g af vörunni
og „ekkert salt“ fyrir vörutegundir
sem innihalda innan við 120 mg natr-
íum í 100 g af vörunni.“
Viðheitin „fitu- eða sykurskert“ má
nota, ef hvorttveggja, innihald efnis-
ins og orkugildið, er skert um 25%
eða meira miðað við sambærilega
vöru. Ef hinsvegar sætuefni eru not-
uð í vöruna verður skerðingin að vera
meiri eða 30%,“ segir Svava Liv og
bætir við að kalla megi matvöru „syk-
urlausa“ ef hún inniheldur innan við
0,5 g af sykri í 100 g af vörunni og
„trefjaríka“ ef magn trefja er meira
en 6 g í 100 g af vörunni.
Hollustuvernd ríkisins getur veitt
leyfi fyrir öðrum upplýsingum um
næringarinnihald, ef fyrir liggja vís-
indaleg gögn sem styðja hana og hún
ekki talin blekkjandi á nokkurn hátt.
Í næringargildismerkingu verður
að koma fram orkugildi (í kJ og kkal),
magn próteina, kolvetna og fitu í 100
g af vörunni. Ef fullyrt er á umbúðum
um sykur, mettaðar fitusýrur, trefjar
eða natríum verður merkingin að
vera ítarlegri. „Þá þarf að koma fram
hversu stór hluti af kolvetnum er syk-
ur og hversu mikið af fitunni eru
mettaðar fitusýrur. Þar að auki verð-
ur magn trefja og natríums að koma
fram. Með ítarlegri næringargildis-
merkingu er einnig heimilt að geta
um önnur efni eins og ein- og fjöló-
mettaðar fitusýrur, kólesteról og þau
vítamín og steinefni sem ná 15% af
ráðlögðum dagsskammti.“
Á umbúðum matvæla er skylt að
hafa næringargildismerkingu ef full-
yrðing um næringarfræðilega eigin-
leika vörunar kemur fram í merk-
ingu, kynningu eða auglýsingu
matvæla. „Þó ber að merkja allar
unnar kjötvörur, þar eð ekki hreinar
kjötvörur, með upplýsingum um nær-
ingargildi, að minnsta kosti orkuinni-
hald, prótein, kolvetni, fitu og natr-
íum (salt).“
Svava Liv bendir á að bandarískar
Hvaða reglur gilda um léttar, fitulausar og sykurskertar matvörur?
Ekki má segja að
matvæli fyrir-
byggi sjúkdóma
Hvenær eru fullyrðingar varðandi inni-
haldsefni í matvörum leyfilegar? Og hvern-
ig eru reglur ESB frábrugðnar bandarísk-
um? Hrönn Marinósdóttir fékk Svövu Liv
Edgarsdóttur hjá Hollustuvernd ríkisins til
þess að upplýsa um gildandi reglur.
Vörum, sem merktar eru fituskertar, saltskertar eða sykurskertar, hef-
ur fjölgað á markaði, en þá gilda ákveðnar reglur.
Morgunblaðið/Þorkell
Óleyfilegt er að merkja vörur í verslunum hér eins og þessa sem sögð er
98% fitufrí í stað þess að merkt sé að hún innihaldi 2% fitu.
hrma@mbl.is
KAFFI frá
Kaffitári er
komið í nýjar
appelsínugular
umbúðir. Lím-
miðinn á pok-
unum segir til
um tegundina
ásamt því að vera pokaloka. Miðann
er hægt að taka af og nota til að loka
pokanum. Kaffibaunum er pakkað í
samskonar poka og á þeim er ventill
sem hleypir súrefni úr pokunum og
viðheldur þannig ferskleika baun-
anna.
Kaffitár rekur kaffibúðir og kaffi-
hús í Kringlunni og Bankastæti.
Kaffiunnendur geta einnig nálgast
kaffið hjá kaupmanninum á horninu
eða í stórmörkuðum þar sem þeir
geta malað kaffið sitt sjálfir eða
fengið það malað.
Allir kaffistandar Kaffitárs í mat-
vöruverslunum eru einnig með nýju
útliti og þar er hægt að nálgast nýjan
kaffibækling en í honum eru m.a.
upplýsingar um þær kaffitegundir
sem Kaffitár framleiðir.
Nýtt
Kaffi
VEIÐIHORNIÐ í Hafnarstræti hef-
ur hafið innflutning á hnýtingaöngl-
um frá japanska framleiðandanum
Daiichi. Í fréttatilkynningu segir að
hér séu á ferðinni einhverjir sterk-
ustu fluguhnýtingarönglar sem fáan-
legir séu á markaðnum.
Hnýtingaönglar
Póstverslunin
Margaretha ehf.
hefur bætt við úr-
valið af hannyrða-
vörum og út er
kominn í fyrsta
skipti Garn- og
prjónalisti. Vöru-
listinn kemur frá Garntjänst sem er
stærsta póstverslun Svíþjóðar sem
selur garn. Í honum eru nýjungar í
garni og prjónaskap og einnig hefð-
bundið garn svo og útsaumsvörur.
Hægt er að panta listann í síma
533-5444 og á vefsíðunni www.marg-
aretha.is.
Vörulisti