Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VORTÓNLEIKAR Skagfirsku söng- sveitarinnar í Reykjavík nú marka lok þrítugasta starfsárs þessa þekkta átt- hagakórs. Tvennir tónleikar verða í vikunni, að vanda haldnir í Langholts- kirkju. Hinir fyrri hefjast klukkan 17 í dag, sumardaginn fyrsta, og hinir síð- ari verða á laugardaginn, með sömu tónlist og á sama tíma. Að þessu sinni hefur kórinn fengið til liðs við sig Öldu Ingibergsdóttur sópran og Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór. Undirleikari heitir Sigurður Marteinsson og stjórnandi Björgvin Þ. Valdimarsson. Hann er jafnframt höfundur fjögurra verka sem frumflutt verða á tónleikunum og fellst á að segja blaðinu lítið eitt um þau. Áður má þó segja frá fleiri atriðum efnisskrár; syrpu úr Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss og söngleikjum eftir þá Rodgers og Hammerstein. Einnig Sígaunakórnum og ástardúett úr óperunni La Traviötu eftir Giuseppi Verdi. Þarna láta einsöngv- arar til sín taka ásamt kórnum, sem að auki flytur verk eftir innlenda höf- unda. Þá syngur Jóhann Friðgeir Bikarinn með söngsveitinni. Hún flyt- ur til viðbótar glænýtt afmælislag eft- ir Björgvin, við ljóð Maríu K. Einars- dóttur, Söngurinn alla nærir nefnist það. María hefur sungið í kórnum frá stofnun hans og var fengin til að semja afmælisljóðið síðasta haust. Þá lét hún duga að lesa það upp, en fær nú að syngja kvæðið með félögunum. Nýtt verk í afmælisgjöf Fjölhæft fólk skipar söngsveitina og sést það til dæmis á þessu; að félagar í henni eru höfundar texta við lögin fjögur eftir stjórnandann sem frumflutt verða. Bjarni Stefán Kon- ráðsson samdi ljóð við þrjú þeirra; Börn, Hamingjuna og svo aðalverk tónleikanna, Jörð. Fyrstnefnda ljóðið fjallar um þá eymd sem mörg börn búa við í heiminum, en heimsókn til Brasilíu þar sem eymdin blasir víða við varð kveikjan að þessu. Hamingj- an er síðan dúett í óperettustíl og fjallar ljóð Bjarna um hve oft menn leita langt yfir skammt að þessum eft- irsóttu lífsgæðum. Bæði lögin verða flutt með einsöngvurunum. En hápunktinn má vel kalla verkið Jörð, sem er afmælisgjöf Björgvins og Bjarna til vina þeirra í Skagfirsku söngsveitinni. Textinn er semsagt enn eftir Bjarna og fjallar um and- stæður í nátturunni. Annars vegar um gjöfula náttúru og hins vegar eyð- andi krafta afla hennar. Með kórnum syngja einsöngvararnir við undirleik strengjasveitar og slagverks. Þetta verk tekur nærri stundarfjórðung í flutningi og segir Björgvin að það hafi vaxið svona og dafnað í vetur þegar það varð til. Söngsveitin var stofnuð á haustmánuð- um 1970 af Skagfirð- ingum búsettum í Reykjavík. Fyrsti stjórnandi sveitarinn- ar var Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir, en frá 1983 hefur Björgvin leitast við að hemja þá 60 karla og konur sem syngja hjá honum. Nú orðið eru ekki einvörð- ungu Skagfirðingar í kórnum, en samt er hann áfram stoltur af norðlenskum uppruna sínum. Enda voru fyrri afmælistónleikar, í haust sem leið, á heimaslóðum nyrðra auk Reykjavíkur. Því má kannski ljóstra upp að ten- órinn Jóhann Friðgeir rekur ættir sínar norður yfir heiðar þótt hann hafi alist upp í höfuðborginni. Sópran- söngkonan Alda kemur svo úr Hafn- arfirði, stjórnandinn Björgvin frá Sel- fossi, píanistinn Sigurður af Sauðákróki og skáldið María er Ár- nesingur. Hitt skáldið, Bjarni, bætir þetta allt saman upp með því að vera hreinræktaður Skagfirðingur, af Frostastöðum. Á vortónleikum Skagfirsku söngsveitarinn- ar í dag og á laugardag verða fjögur verk frumflutt af þessum þrítuga kór og ein- söngvurum. Þórunn Þórsdóttir heyrði í höfundinum og stjórnanda kórsins. Skagfirska söngsveitin heldur tvenna vortónleika í Langholtskirkju. Alda Ingibergsdóttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson Skagfirskur söngur alla nærir BARNABÓKAVERÐLAUN fræðsluráðs Reykjavíkur voru veitt í gær í Höfða. Var það í 29. sinn sem fræðsluyfirvöld Reykjavíkur veita verðlaunin, en tilgangur þeirra er að örva metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn, og vekja at- hygli á því sem vel er gert á þeim vettvangi. Að þessu sinni hlaut Kristín Helga Gunnarsdóttir verðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina, Mói hrekkjusvín, sem Mál og menning gefur út. Hin viðburðaríka saga um uppátækjasama stráka er að mati dómnefndar bráðskemmtileg og vel skrifuð. Kristín tók við verðlaun- unum úr hendi Sigrúnar Magn- úsdóttur, formanns fræðsluráðs Reykjavíkur, og þakkaði heiðurinn fyrir hönd Móa og annarra íbúa Silf- urgötu. Hún ítrekaði jafnframt mik- ilvægi þess að börn og fullorðnir gefi sér tíma til að lesa góðar bæk- ur, en sé þar um að ræða gríðarlega mikilvægan þátt í þroska barna. „Það er sorgleg staðreynd að víða í okkar hraða og sjónvarpsglaða sam- félagi gefst fullorðnum ekki ráðrúm til að svala sagnaþörf barnanna,“ sagði verðlaunahöfundurinn. Verðlaun fyrir bestu þýðingu hlaut Kristín R. Thorlacius fyrir þýðingu bókarinnar Engilbjört og Illhuga eftir Lynne Reid Banks sem Muninn gefur út. Sagan fjallar um tvíburasystur og er önnur þeirra al- góð en hin alslæm. Að mati dóm- nefndar kemst sagan vel til skila í lipurri íslenskri þýðingu, þar sem orðfærið hjálpar til við að draga fram þær spaugilegu hliðar sem þrátt fyrir allt má finna á raunum persónanna. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri flutti erindi í upphaf afhendingarinnar, en Sig- rún Erla Smáradóttir, formaður verðlaunanefndar, kynnti verð- launahafana. Fyrir frumsamið verk eru veitt peningaverðlaun að upp- hæð 250.000 krónur og 180.000 krónur fyrir verðlaunaða þýðingu. Alls bárust úthlutunarnefndinni, sem er skipuð af fræðsluráði Reykjavíkur, 56 barna- og unglinga- bækur sem út komu á árinu 2000, 32 frumsamdar og 24 þýddar. Barnabókaverðlaun fræðsluráðs afhent Morgunblaðið/Kristinn Kristín R. Thorlacius og Kristín Helga Gunnarsdóttir að lokinni verðlaunaafhendingunni í gær. FJÖLMARGIR tón- listarmenn samein- ast um íslenska þjóðlagið í Grafar- vogskirkju í kvöld. Þar hefjast klukkan hálfníu tónleikar til styrktar Þjóðlaga- setri séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Þeir snú- ast um íslenska kór- tónlist og útsetning- ar þjóðlaga, en séra Bjarni vann ungur mikið starf til að safna saman þjóð- lögum árin 1880 til 1905. Safn hans var svo gefið út í Kaupmannahöfn 1906–9 og endurútgefið af Siglu- fjarðarprentsmiðju þjóðhátíðar- árið 1974. Sú útgáfa Íslenskra þjóðlaga er í þúsund síðna doðranti og sem blaðamaður særði til láns hjá Gunnsteini Ólafssyni, for- manni félags um Þjóðlagasetur séra Bjarna. Í bókinni eru grein- argerðir Bjarna um þjóðlög, söfnun þeirra og íslenskar söng- og tónmenntir frá elstu tímum. Þá tekur sjálft safnið við; lög úr handritum sem hann las meðal annars erlendis, lög úr prent- uðum bókum og lög „skrifuð upp eptir ýmsu fólki“ um allt land. Nærri 300 söngvarar og hljóð- færaleikarar standa að flutningi þjóðlaganna í Grafarvogi í kvöld. „Þarna verða nokkrir glæsileg- ustu kórar landsins,“ segir Gunnsteinn, „og þekktir ein- söngvarar. Og við sem vinnum að mál- inu erum afar ánægð með viðbrögð tón- listarfólksins. Það vill greinilega flykkja sér um minn- ingu þessa merka frumkvöðuls og menningararfinn.“ Sex kórar koma fram: báðir kórar Þorgerðar Ingólfs- dóttur úr Hamra- hlíð, Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður, Söng- hópurinn Sólarmeg- in Kammerkórar Kópavogs og Suðurlands. Að auki verður Caput-hópurinn á tónleikunum og einsöngvararnir Þorvaldur Halldórsson, Marta G. Halldórsdóttir, Hlöðver Sigurðs- son og Ólafur Kjartan Sigurð- arson. Undirleikarar verða Örn Magnússon og Antonia Hevesi. Til að minnast starfs Bjarna var félagið stofnað í hitteðfyrra um undirbúning opnunar safns í svokölluðu Madömuhúsi eða Hafliðahúsi á Siglufirði. Þar á að halda merki þjóðlagsins á lofti og leyfa fólki að njóta þessarar rammíslensku hefðar. Með því að hlusta á þjóðlög á tónleikum eða af upptökum ellegar lesa sér til um þau. Gunnsteinn segir stefnt að opnun setursins sum- arið 2003, en við undirbúninginn sé styrkur að reynslu Siglfirð- inga úr hinu nýverðlaunaða Síld- arminjasafni staðarins. Þjóðlög kyrjuð fyrir framtíðar- heimili nyrðra Gunnsteinn Ólafsson DAGSKRÁ helg- uð Gyrði Elías- syni hefst á Súf- istanum, bóka- kaffi í verslun Máls og menn- ingar á Lauga- vegi, í dag, fimmtudag, kl. 20 en Gyrðir er höf- undur mánaðar- ins hjá Eddu – miðlun og útgáfu. Kristján B. Jónasson ræðir um skáldið og verk hans og lesnir verða valdir kaflar úr þeim, allt frá Gangandi íkorna til Gula hússins. Einnig les Gyrðir sjálfur úr ljóða- þýðingum sínum. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá um Gyrði Elíasson Gyrðir Elíasson Dönsk barna- kvikmynd DANSKA barnakvikmyndin Veröld Busters verður sýnd í Norræna hús- inu á sunnudag kl. 14. Leikstjóri er Bille August. Myndin fjallar um hugmyndarík- an strák sem heitir fullu nafni Bust- er Oregon Mortensen. Það er ekki auðvelt að eiga pabba sem er at- vinnulaus töframaður, þurfa að gæta systur sem er fötluð, vera lagður í einelti af stóru strákunum í skólan- um og vinna sem sendill. En Buster lætur ekki deigan síga. Hann er allt- af með góðar hugmyndir á taktein- um og kann ýmis töfrabrögð sem vekja gleði og kátínu viðstaddra. Kvikmyndin er gerð eftir skáld- sögu danska rithöfundarins Bjarne Reuter. Aðgangur ókeypis. ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.