Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 40
LISTIR
40 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÖLDUM saman herjaði sulla-
veiki á Íslendinga og olli miklum
bágindum. Orsök sjúkdómsins var
óþekkt fram á miðja nítjándu öld,
en þá varð mönnum loks ljóst, að
sníklar voru valdir að þessum
hörmungum fólks. Bandormur, sem
lifir meðal annars í þörmum hunda,
verpir eggjum, sem berast ofan í
menn (eða sauðfé) og þroskast þar
í lirfu, sem borar sér leið í gegnum
þarmavegginn. Síðan getur lirfan
borizt í blóðrás um líkamann, sest
að í einhverju líffæri og myndað
um sig hjúp eða blöðru, sem er fyllt
vökva. Kallast það sullur, sem get-
ur orðið æði stór og valdið heilsu-
leysi, þar sem hann þrýstir á við-
kvæm líffæri.
Hér á landi höfðu hómópatar,
skottulæknar og læknar reynt um
langan aldur að létta sullaveikum
mönnum þjáningar með ýmsum
ráðum og jafnvel holskurði án þess
þó, að þeir gerðu sér grein fyrir or-
sök. En það var ekki fyrr en um
miðja nítjándu öld, sem mönnum
varð ljóst, hvernig hundar koma
þar við sögu. Um svipað leyti birti
danskur læknir yfirlit yfir helztu
sjúkdóma á Íslandi og komst að
því, að sullaveiki hrjáði tæp 20%
Íslendinga og væri mikill bölvaldur
í landinu.
Á þessum árum hafði ungur
maður, Harald Krabbe, nýlokið
námi í læknisfræði og hafið störf
sem kennari í líffæra- og lífeðl-
isfræði í dýralækninga- og land-
búnaðarháskólanum í Danmörku.
Sérstakt áhugamál hans var sníkju-
dýrafræði, og í ljósi nýrra uppgötv-
ana á því sviði ákvað hann að fara
til Íslands og kynna sér ástand og
horfur í þeim málum. Hann lagði af
stað í fyrstu ferð sína 8. maí 1863. Í
dagbókum sínum lýsir hann ferða-
lagi sínu oft og tíðum mjög ítar-
lega, einkum í upphafi. Þá kom
hann tvívegis seinna, 1870 og 1871,
og þá bregður svo við, að dagbók-
arslitrurnar verða því óburðugri
sem líður á ferðina. Sjálfsagt hefur
hann haft ýmsum öðrum hnöppum
að hneppa, því að í síðustu ferð
sinni kvæntist hann íslenzkri konu,
Kristínu, dóttur Jóns Guðmunds-
sonar ritstjóra Þjóðólfs, og eign-
uðust þau fjóra syni. Margir kann-
ast án efa við tvo þeirra, Jón,
sendiráðsritara í Kaupmannahöfn
og Thorvald vitamálastjóra, sem
skrifaði hina gagnmerku bók »Is-
land og dets tekniske udvikling
gennem tiderne« 1946.
Í inngangi að bókinni segir út-
gefandi hennar frá því, hvernig
hann fékk í hendur ljósrit af hand-
riti dagbókarinnar í upphafi átt-
unda áratugar en lét ekki verða af
því fyrr en nú að gefa hana út. Að
hans dómi er dagbókin merk heim-
ild um líf og störf Íslendinga á
þessum árum, en hún lýsir ekki síð-
ur dugmiklu starfi Haralds.
Það er ekki ofmælt, að Harald
Krabbe lagði grunninn að barátt-
unni við sullaveikina með rann-
sóknum sínum, þó að allmörg ár
liðu þangað til henni væri nær al-
veg útrýmt. Í dagbókinni segir
Harald frá því, hvernig Íslendingar
komu honum fyrir sjónir, greinir
frá allmörgu sullaveiku fólki, sem
hann reyndi að hjálpa, og síðast en
ekki sízt var hann mikill áhuga-
maður um almenna náttúrufræði
og veitti dýrum og plöntum eft-
irtekt. Meðal annars telur hann sig
hafa fundið klettafrú í Almannagjá;
sennilegra er þó að það hafi verið
bergsteinbrjótur. Aðallega beindist
athygli hans þó að hundum í leit að
bandormum og þar fór hann ekki
erindisleysu. Nær allir hundar, sem
hann rannsakaði, voru með band-
orma, og um 30% með þá tegund,
sem mönnum stafaði mest hætta af.
Harald ritaði síðan bækling, »At-
hugasemdir handa Íslendingum um
sullaveikina og varnir móti henni«,
sem var dreift á hvert heimili í
landinu. Þar með var baráttan við
sullaveikina hafin.
Margvíslega vitneskju er að
finna í bókinni og er frásögnin bæði
skemmtileg og fróðleg. Harald
kynntist mörgu fólki og segir frá
því tæpitungulaust. Ýmsu fékk
hann að kynnast á ferð sinni og
fræg er frásögn hans, þegar hann
var látinn sofa í kirkju á Mosfelli
við hliðina á líkkistu. Harald skrif-
aði sjálfur 1867 ítarlega grein um
ferð sína (Erindringer fra en Reise
paa Island i sommeren 1863) og
byggðist hún á dagbók hans. Svo
undarlegt sem það er, þá er ekki
sagt frá grein þessari í bókinni. Svo
virðist sem útgefanda hafi ekki ver-
ið kunnugt um hana.
Dagbókin er yfirleitt auðlesin en
þó hnýtur maður um allmargar
skammstafanir, sem þó er leyst úr
fremst; þá er getið allmargra
manna, og ekki er alltaf auðvelt að
átta sig á hverjir það eru, þó að
flestra sé getið á kápusíðu. Æski-
legt hefði verið að skýra betur en
gert er ýmis atriði, sem Harald rétt
tæpir á, en til þess hefði þurft
mann, sem er kunnugur sögu
landsins á þessum tíma.
Dagbók þessi, þótt ekki sé hún
stór í sniðum, varpar skýru ljósi á,
hve alvarlegur sjúkdómur sulla-
veikin var á sínum tíma, en hún
lýsir einnig ýmsum smáatriðum í
lífi og starfi fólks, sem gaman er að
kynnast og menn hafa kannski ekki
gert sér fulla grein fyrir áður. Auk
dagbókarinnar er í bókinni stutt yf-
irlit yfir lífsferil sullaveikiband-
orms eftir Kristínu Helgu Þórar-
insdóttur (prófritgerð 1999) og
gömul grein eftir Pál A. Pálsson
um útrýmingu sullaveikinnar á Ís-
landi. Allmargar myndir eru í bók-
inni en þær eru nokkuð hver úr
sinni áttinni.
Harald Krabbe tókst að skýra
orsakir sullaveikinnar og hann
benti okkur á ráð til þess að forðast
hana. Starf hans bar ríkulegan
ávöxt og hann er fyllilega þess
verður að minningu hans sé á loft
haldið. Óhætt er að segja um þá
feðga þrjá, að þeir hafi verið Ís-
lendingum miklir haukar í horni.
Barátta við sullaveiki
BÆKUR
N á t t ú r u f r æ ð i r i t
Eftir Harald Krabbe. 112 bls.
Útgefandi er Ivan Kati.
Kaupmannahöfn 2000.
DAGBOG FRA ISLAND –
FERÐASAGA
Ágúst H. Bjarnason
HIN árlega sönghátið Karlakórs
Bólstaðarhlíðarhrepps í Austur-
Húnavatnssýslu „Söngur um sum-
armál“ verður haldin nú á laug-
ardag í Félagsheimilinu á Blöndu-
ósi og hefst kl. 21. Að þessu sinni
koma fram, auk Karlakórs Ból-
staðarhlíðarhrepps, Rökkurkórinn
úr Skagafirði, Samkór Vopna-
fjarðar og kór Blönduóskirkju. Að
söng loknum verður stiginn dans
við undirleik hljómsveitarinnar
Amigos frá Akureyri.
Söngur um sumarmál hefur ver-
ið fastur liður í Húnavökudagskrá
í Austur-Húnavatnssýslu sl. 5 ár og
á liðnum árum hafa fjölmargir
kórar sótt Húnvetninga heim af
þessu tilefni. Söngskemmtunin í ár
verður með fjölbreyttara móti að
sögn Baldurs Daníelssonar for-
manns Bólstaðarhlíðarkórsins því
efnisskrá kóranna er töluvert ólík.
Rökkurkórinn úr Skagafirði verð-
ur með blöndu af efni, m.a. eftir
skagfirska höfunda og lög úr óper-
ettum. Stjórnandi kórsins frá upp-
hafi hefur verið Sveinn Árnason og
undirleikari í vetur er Anna María
Guðmundsdóttir. Kórfélagar í vet-
ur eru um 50. Kórinn hefur gefið
út tvo geisladiska, „Söngurinn
minn“ og „Við syngjum“.
Samkór Vopnafjarðar hóf starf-
semi sína haustið 1988, undir
stjórn Kristjáns Davíðssonar. Frá
haustinu 1997 hefur Zbiegnew
Zukohwics stjórnað kórnum og
Teresa Zukohwics annast undir-
leik.
Um þessar mundir eru 32 félag-
ar í kórnum. Lagaval er fjölbreytt
og eru meðal annars á dagskrá lög
eftir stjórnandann. Þá eru á söng-
skránni lög og kvæði eftir vopn-
firskt skáld. Má segja að efnisskrá
Vopnfirðinganna spanni allt frá
Bítlunum til íslenskra ættjarð-
arlaga með viðkomu í pólskum
þjóðlögum.
Kór Blönduóskirkju hefur starf-
að óslitið í 30 ár og hafa nokkrir
félagar sungið með frá upphafi, en
kórfélagar eru nú um 20. Stjórn-
andi kórsins er Sólveig Sigríður
Einarsdóttir. Kórinn syngur fyrst
og fremst við kirkjulegar athafnir,
en á þessum tónleikum sýnir kór-
inn á sér nýjar hliðar í efnisvali.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
sem hélt upp á 75 ára afmæli sitt á
síðasta ári er með einhvern lægsta
meðaldur kórfélaga sem þekkist
hjá karlakórum og þó starfa enn
með kórnum tveir félagar sem
staðið hafa vaktina samfellt í
fimmtíu ár. Félagar í kórnum eru
nú 35. Sveinn Árnason hefur
stjórnað kórnum frá árinu 1994, sá
hin sami er stjórnar Rökk-
urkórnum og undirleikari í vetur
er Soffía Fransiska Rafnsdóttir.
Efnisskrá kórsins er fjölbreytt,
samofin hefðbundnum söngarfi í
bland við nýrra efni, m.a. eftir
húnvetnsk tónskáld. Kórinn gaf út
hljómplötuna „Tónar í tóm-
stundum“ árið 1985 og endurútgaf
hana á geisladiski á síðasta ári. Þá
gaf kórinn út geisladiskinn „Norð-
lenskar nætur“ árið 1997.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Hátíðin Söngur um sumar-
mál haldin á Blönduósi
Blönduósi. Morgunblaðið.
DÝRIN í Hálsaskógi er nú kom-
ið á það virðingarstig að vera óum-
deilanlega sígilt verk. Það sést best
á þeim gjörólíku túlkunarleiðum
sem hafa verið farnar að því í sýn-
ingum undanfarið. Stefán Jónsson
og leikfélag Flensborgarskólans í
Hafnarfirði gerðu úr því kostulega
Tarantino-martröð um einelti,
Björn Gunnlaugsson lagði áherslu
á flókin samskipti Lilla og Mar-
teins í sýningu á Fáskrúðsfirði og
nú síðast heyrast kenningar um að
Egner hafi verið að túlka goðsögn-
ina um kristnitökuna á Íslandi.
Enn hefur enginn ráðist í að svið-
setja verkið með hliðsjón af þeirri
forvitnilegu hugmynd og einnig er
óvíst hvaða áhrif breytt viðhorf al-
mennings til grænmetisframleið-
enda og hollustu ólíkra landbún-
aðarafurða almennt mun hafa á
túlkun Dýranna. Við bíðum spennt.
Þangað til er sýning Pýramusar
og Þispu ágætis sýnishorn af hefð-
bundinni nálgun við þetta merka
verk. Og auðvitað kemur þá í ljós
að það stendur fyllilega fyrir sínu
án nokkurrar rýni og tilrauna til
frumleika. Sagan er góð, persón-
urnar skemmtilegar, lögin grípandi
og gleðin ríkir.
Sigurður Hallmarsson er þaul-
vanur að segja óvönum leikurum til
og þarf því ekki að koma á óvart að
leikarar stóðu allir fyrir sínu.
Textameðferð var vitaskuld til
norðlenskrar fyrirmyndar, meira
að segja í hópsöngvum komst hvert
atkvæði til skila. Undirleik annað-
ist Sigurður sjálfur ásamt Ingi-
mundi Jónssyni og af þeim samleik
mátti helst ráða að um einn fjór-
hentan hljóðfæraleikara væri að
ræða. Enn átti Sigurður svo hlut
að máli þegar kom að leikmynd-
inni, sem var heilt ævintýri á að
líta. Tré úr görðum Húsvíkinga
fylla sviðið í Samkomuhúsinu og
ilmurinn af þeim vit sýningargesta.
Frábær mynd sem nýttist vel sem
heimkynni dýranna.
Sýningin byrjaði tiltölulega
hægt, kannski var afslöppunin
heldur mikil fyrst um sinn, en hélt
þó athyglinni við efnið og náði um
síðir að skapa viðeigandi spennu og
fjör þegar leitin að Bangsa litla
stóð sem hæst.
Af leikendum er rétt að geta
þeirra þriggja sem mest mæddi á.
Hilmar Valur Gunnarsson var pott-
þéttur Refur, aldrei sérlega hættu-
legur en alltaf skemmtilegur. Arn-
ar Þór Sigurðsson var iðandi af lífi
sem Lilli lífsnautnamús og hæfileg
andstæða við Martein fyrirmynd-
armús sem Katrín Ragnarsdóttir
gerði skotheld skil.
Pýramus og Þispa sækja nafn
sitt til leikrits handverksmannanna
í Draumi á Jónsmessunótt en ólíkt
tekst Egner, Sigurði og þeirra fólki
betur upp en Spóla vefara og félög-
um. Saman eiga þó Húsvíkingar og
Aþeningar Shakespeares ást á við-
fangsefni sínu og aðferðinni við að
skila því; leikhúsinu. Og það skilar
sér.
Piparkökur eins
og piparkökur
eiga að vera
LEIKLIST
P ý r a m u s o g Þ i s p a ,
l e i k f é l a g F r a m h a l d s -
s k ó l a n s á H ú s a v í k
Höfundur: Torbjörn Egner.
Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og
Kristján frá Djúpalæk.
Leikstjóri: Sigurður Hallmarsson.
Samkomuhúsinu á Húsavík laug-
ardaginn 14. apríl 2001.
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI
Þorgeir Tryggvason
VEFRITIÐ Kistan og Nýlista-
safnið standa fyrir tveimur
hljómorðakvöldum í Nýlista-
safninu við
Vatnsstíg. Í
kvöld,
fimmtudags-
kvöld, kl.
20.30 kynna
Megas og út-
gáfufyrir-
tækið Ómi
nýjan hljóm-
orðadisk
Megasar, Haugbrot – Glefsur
úr neó-reykvískum raunveru-
leika.
Megas flytur hljómorð ásamt
Michael & Daníel Pollock,
Hilmari Erni Hilmarssyni og
Guðlaugi Kristni Óttarssyni.
Hljómorðadiskurinn er nýstár-
leg viðbót við höfundarverk
Megasar.
Annað kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 20, verður hljómorða-
dagskrá þar sem fram koma
Berglind Ágústsdóttir, Bragi
Ólafsson, Didda, Einar Már
Guðmundsson, Elísabet Jök-
ulsdóttir, Kristín Ómarsdóttir,
Linda Vilhjálmsdóttir, Margrét
Lóa og Gímaldin, Marlon Pol-
lock, Megas og félagar og
Michael Pollock.
Í „hljómorðum“ felst upp-
lestur á prósa, ljóðum eða
prósaljóðum, gjarnan með und-
irspili. Aðgangseyrir bæði
kvöldin er 500 kr.
Megas og
hljómorð
í Nýló
Megas