Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 43

Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 43 Land Rover Freelander XEI Nýskr. 2. 2000, 1800cc vél, 5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 33 þ. Topplúga, leður, ABS, spólvörn o.m.fl. Verð 2.390 þ. Glæsilegt úrval af úlpum, kápum og frökkum frá tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. Gullsmiðir ritvöllinn og slái þann dóm að vegna þess að bátaflotinn nýtti sér þann litla sveigjanleika sem boðið var uppá (á meðan sveigjanleiki smá- bátanna var alger í frjálsri veiði) sé réttlætanlegt að skerða þeirra hlut sem því nemur. Ég fullyrði að öll þau ár sem hremmingar vertíðar- flotans hafa staðið hefur þessi floti veitt sinn kvóta og miklu meira en það. Hann hefur nýtt sér allar smugur í að ná sér í aukaheimildir í þeim lífróðri sem hann hefur róið. Að ætla sér að skerða veiðiheimildir þessa flota á þeim grunni að hann hafi ekki nýtt sér úthlutaðan kvóta eru öfugmæli og er nánast móðgun við hlutaðeigandi. Lokaorð Það sýnist sitt hverjum um það hvernig stýra skuli veiðum við Ís- land og menn deila um hvað telst til mistaka og hvað ekki. Ég tel það mistök að hafa ekki haft bátakvót- ann fyrir báta, togarakvótann fyrir togara og er þar af leiðandi sam- mála því að hafa smábátakvóta fyrir smábáta. En það gengur hins vegar ekki að einn flokkur taki endalaust frá öðrum og keppnin felist í því hver sé með öflugustu áróðursvél- ina. Það er umhugsunarefni hvers vegna „bátamenn“ hafa þagað þunnu hljóði svo lengi yfir síend- urteknum tilfærslum aflaheimilda frá þeim til annarra. Það skyldi þó ekki vera að hluti af þeirri skýringu sé sá að menn vilji sýna samborg- urum sínum skilning og sanngirni. Er ekki kominn tími til að smábáta- menn gjaldi líku líkt? Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.