Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 47
uðu ður. m af sjö þeim gæt- n frá rjár um og efur núna það am í ðan efur , en tætt r og tt og n af nar, n ár eðan auk pp í ver- nns í n við stur það æstu m að essu mars ggja efur með um átta tonn að landi í fyrradag og um fimm tonn í gær. „Ég er hæstánægður með þetta,“ segir Viktor Jóns- son, skipstjóri, en með honum eru Sigurður Friðfinnsson og Brynjólfur Gíslason. „Það er ekki oft sem maður lend- ir í löndunarbið eins og nú en bátarnir eru oft að landa hérna frá hádegi og fram á kvöld.“ Eins og hjá öðrum bátum í Grindavík þennan daginn er góður og stór þorskur í aflanum en ein og ein langa inni á milli. „Það er að koma löngutímabil núna en við vorum út af Krísuvíkurbergi og fengum þetta á 30 til 50 faðma dýpi. Hérna eru sennilega um 15 til 20 netabátar og í verkfallinu sitjum við einir að þessum göngum. Veið- in hefur verið ágæt hjá okkur enda erum við þrír mjög samhentir karlar á. Þetta er mjög góð áhöfn og svo erum við með góð net sem skila þessum árangri. Við byrjuðum með 54 net og erum venjulega með 45 til 54 net. Það týn- ist alltaf úr þeim og þau voru komin niður í 41 þegar við fórum í páskafrí, en eftir páska höfum við verið með átta tommu net. Hólmgrímur Sigvaldason, tengdafaðir minn, slægir í landi og það skiptir miklu máli því fyrir vikið er- um við fljótari að draga, drögum stanslaust, og þá gengur þetta betur.“ Viktor segir að ekki sé stoppað meðan hægt sé að halda áfram. „Við náðum 29 róðrum í mars en tókum okkur vikufrí um páskana til að hlaða batteríin og gera við vélarbilun. En annars er ekkert stopp.“ Næg vinna Þróttur ehf. er með viðskipti við Maron og tvær aðrar trillur auk þess sem keypt er á markaði vegna saltfisk- vinnslunnar. Þórarinn Ólafsson, framkvæmdastjóri, seg- ir að trillurnar hafi bjargað vinnslunni í verkfallinu. „Litlu trillurnar hafa mokfiskað og því hefur þetta verið ágætt. Ég átti jafnvel von á að framboð yrði lítið á fisk- mörkuðunum en trillurnar hafa bjargað okkur og í raun hefur verðið á netafiskinum ekki hækkað fyrr en nú eftir páska. Það gerist um leið og flugkarlarnir, sem hafa keypt línufiskinn, sækja jafnframt í netafiskinn.“ Þórarinn segir að trillurnar sem hann kaupi af hafi verið að fá frá tveimur og upp í átta tonn á dag og hann hafi fengið allt upp í um 20 tonn í verkunina á dag en ann- ars hafi þetta verið misjafnt eftir dögum. „Ég get tekið 50 til 60 tonn af slægðum fiski upp úr sjó á dag en miðað við það tæki tvær til þrjár vikur að fylla húsið. Ég á nóg af fiski til að pakka næstu tvær til þrjár vikur og þarf ekki að segja neinum upp en við erum 10 fastir starfsmenn auk þess sem bætt er við þegar á þarf að halda.“ Afli skipanna sem eru í verkfalli var mjög góður fyrir verkfall og segir Þórarinn að hjá þeim hafi hann fengið mjög góðan og stóran þorsk. Ítalir hafi keypt mikið af saltfiski fyrir ári og Norðmenn upp á síðkastið en sá fái sem hæst bjóði hverju sinni. Þórarinn segir að verkfallið hafi ekki svo mikil áhrif á vinnsluna, því fyrirtækið sé það lítið, en samt hafi það áhrif á fyrirtækið. „Ég vona að það leysist sem fyrst því við erum með kvóta, sem við höfum leigt fyrir 20 milljónir, bundinn á bátum sem eru í verk- falli.“ Fólk sent heim og um 40 til 60 milljóna króna tap Þó hljóðið væri almennt gott í smábátasjómönnunum og verkendum á minni stöðum í Grindavík í gær var ekki sömu sögu að segja hjá einu stærsta útgerðar- og fisk- verkunarfyrirtæki landsins, Vísi hf. „Við höfum þurft að senda 20 manns heim og seinni helmingurinn fer sömu leið eftir um viku að öllu óbreyttu,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri. Núna vinnur fólkið við pökkun og er 14 til 15 tonnum pakkað á dag en þegar henni lýkur koma flakararnir aftur inn. „Við lukum við að vinna fisk úr okkar bátum fyrir páska og eigum um 150 tonn af saltfiski á lager en fengum ekkert núna enda nær saltfiskvinnslan ekki að keppa á markaðnum við aðra, sem verða jafnvel að borga mjög hátt verð bara til að uppfylla samninga. Vegna stöðunnar eru hús eins og okk- ar almennt stopp eða við það að stoppa.“ Vísir er með rekstur á Djúpavogi og Þingeyri auk starfseminnar í Grindavík og segir Pétur að verkfallið hafi þýtt 15 til 20% minni framleiðni. „Framleiðnin er um 300 milljónir á ári og verkfallið hefur þegar kostað okkur 40 til 60 milljónir.“ ns r n ð r davík frá áramótum. Gabríel Guðmundsson á Hafsvölunni með einn vænan en fyrir aftan til vinstri er Haraldur Þorgeirsson, skipstjóri. Morgunblaðið/RAX Verkfall sjómanna nýtist vel til að dytta að flotanum og iðn- aðarmenn í Grindavík eru ánægðir með lífið og tilveruna. Brynjólfur Gíslason, Viktor Jónsson skipstjóri og Sigurður Frið- finnsson geta verið ánægðir með árangurinn að undanförnu, en aflaverðmætið hjá þeim á Maroni var um 18 til 20 milljónir í mars. Feðgarnir Hafsteinn Sæmundsson, til vinstri, og Heimir Hafsteinsson hafa sjaldan veitt eins mikið, en þeir gera út Trylli GK frá Grindavík. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.