Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 51 MIKIÐ afskaplega er gaman að vera leikari í dag. Opinberu leikhús- in laga launasamninga, ráðherra vekur vonir um stórhækkun fram- laga til sjálfstæðra leikhúsa og hópa, og áhorfendur flykkjast á sýningar (sumar allavega!). Þarf ég þá nokkuð að skrifa þessa grein? Kíkjum aðeins undir mottuna og skoðum hvort ein- hverju hafi verið sópað þangað. Af einhverjum ástæðum vill oft bregða við að einn þáttur í uppsetn- ingu á leikriti er vanmetinn. Það er launaliður leikara. Í nýlegum kjara- samningum við Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið er að vísu þokkalega gert við fastráðna leikara. En laus- ráðnum er í besta falli ekki umbunað fyrir skert starfsöryggi hins verk- efnaráðna starfsmanns – og í versta falli eru hann 9 launaflokkum neðar en sá fastráðni hjá Þjóðleikhúsinu. Þetta eru samningar við stóra at- vinnurekendur og lagfæring á því- líkum samningaslysum mun taka tíma og hafa sinn farveg. En hvað varðar sjálfstæðu leikhúsin snýr málið aðeins öðruvísi – sem betur fer. Stjórn SL (Bandalag sjálfstæðra leikhúsa) hefur síðustu árin marg ítrekað við sjálfstæð leikhús og sviðslistahópa að áætla „rétt“ laun þegar sótt er um starfs- og verkefna- styrki til ríkis og borgar, þ.e. að gera fjárhagsáætlanir sem m.a. byggjast á þeim kjarasamningum sem í gildi eru. Nauðsynlegt sé að launakostnaður komi skýrt fram til að þeir sem út- deila opinberu fé geri sér grein fyrir hinum raunverulega kostnaði við uppsetningar. Það er nefnilega svo að ef styrkir eru skornir við nögl má undir sumum kringumstæðum færa rök fyrir því að lágur styrkur sé verri en enginn. Ég fæ ekki betur séð af málflutningi ráðherra, SL og annarra opinberra aðila, en að nú miði verulega í rétta átt. Mennta- málaráðherra hefur nú til umfjöllun- ar tillögur Bandalags íslenskra lista- manna um stóraukna hækkun á framlögum til sjálfstæða geirans. Nú eigum við sjálfstætt starfandi sviðs- listamenn loks von á því að starf okk- ar að leiklist verði metið að verðleik- um – og það skal þakka. Og þá er ég loks kominn að ástæðu þess að ég skrifa þessa grein þrátt fyrir góðærið (sjá fyrstu málsgrein). Bandalag íslenskra listamanna legg- ur til að stuðningur menntamála- ráðuneytisins við starf sjálfstæðra leikhúsa og hópa verði kominn í 84 milljónir árið 2005. Það má velta því fyrir sér hvort þessi upphæð nægi miðað við umfang og mikilvægi starfsins. En það er óumdeilt að slík- ur stuðningur myndi styrkja list- greinina verulega sem atvinnugrein og skila enn metnaðarfyllra starfi. Hvað að mér snýr, sem stjórnar- manni í 4. deild FÍL (deild sjálfstætt starfandi leikara), er aðalmálið það hvernig hægt sé að tryggja sem best að þessi stuðningur skili sér með ákveðnum hætti til þeirra sem leik- sýning getur ekki verið án – leikar- anna. Ég ætla því að biðja helstu að- ila málsins að hafa eftirfarandi í huga: Menntamálaráðherra og aðrir um- sjónarmenn opinbers fjármagns: notið nú það tækifæri sem fyrir hendi er til að hækka framlögin til sjálfstæðu leikhúsanna og hópanna verulega. Takið síðan mið af því við styrkveitingar að um raunhæfa áætl- anagerð umsækjenda í launamálum sé að ræða. Með færri en hærri styrkjum má gera sjálfstæðum leik- húsum og sviðslistahópum kleift að hugsa vel um sína listamenn. Og starfsmenn á sanngjörnum launum skila ávallt betri vinnu – ergo: betra leikhús fyrir íslensku þjóðina. Sjálfstæðu leikhúsin og sviðslista- hópar: bjóðið leikurum og öðrum starfsmönnum sanngjörn launakjör – og leyfið þeim að njóta þess ef op- inberir styrkir fást til verkefnisins. Stjórn 4. deildar FÍL er reiðubúin til sam- vinnu við ykkur um að leggja drög að sann- gjörnum samningum. Leikarar: gerið kröfu um sanngjörn markaðslaun. Það má alltaf ræða greiðslu- form eða þátttöku í fjármögnun ef lítilla eða engra styrkja nýt- ur við. Ekki vanmeta vinnuframlag ykkar með því að vera sá starfsmaður sem fær minnst og síðast greitt, eins og stundum hefur viljað brenna við. Að lokum vil ég minna á að sjálf- stætt starfandi leikarar eru fyrir margt löngu orðnir stór hluti af leik- listarlífi okkar – í stóru húsunum, sjálfstæðu leikhúsunum, sjón- varpi, kvikmyndum og svo mætti lengi telja. Með öflugum stuðningi getur hið opinbera gert okkur kleift að þrosk- ast hraðar og betur – og þannig eflt framlag okkar til íslenskrar menningar og þjóð- félagsins, sem við bú- um í, öllum til ánægju og framfara. Fyrir hönd stjórnar 4. deildar (sjálfstætt starfandi leikarar) Félags íslenskra leikara, Vilhjálmur Hjálmarsson. Góðæri fyrir leikara! Leiklist Með færri en hærri styrkjum, segir Vilhjálmur Hjálm- arsson, má gera sjálf- stæðum leikhúsum og sviðslistahópum kleift að hugsa vel um sína listamenn. Höfundur er leikari. Buxur Neðst á Skólavörðustíg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.