Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT frumvarpi til nýrra þjóðminjalaga, sem nú er til skoðunar hjá mennta- málanefnd Alþingis, er þjóð- minjaverði ætlað að hafa al- hliða ákvarðanavald yfir þjóðminjavörslunni í heild. Svo það helsta sé tínt til er þjóð- minjaverði ætlað að vera yfir- maður Þjóðminjasafns Íslands og fornleifavörslunnar í senn, þótt reyndar sé gert ráð fyrir því að undirmaður hans reki safnið, en beri þó samtímis „fjárhagslega ábyrgð á rekstri safnsins gagnvart þjóðminja- verði“ (frumvarp til þjóðminja- laga, III. kafli, 5. grein). Þá er þjóðminjaverði ætlað að marka stefnu og gera langtímaáætlun um þjóðminjavörsluna í heild (þ.e. fornleifavörsluna og starfsemi menn- ingarminjasafna), veita leyfi til út- flutnings menningarverðmæta (svo sem forngripa, náttúrugripa, bóka, skjala, handrita og listmuna) og taka ákvarðanir um skil á slíkum verð- mætum til annarra landa. Þjóðminja- verði er auk þess ætlað að veita leyfi til fornleifarannsókna, hafa eftirlit með og úthluta fjármagni til fornleifa- rannsókna, ákveða hvort og þá hvaða fornleifarannsóknir verði boðnar út, ákveða hver fái verkefnin jafnframt því að vera yfirmaður Þjóðminjasafns sem stundar fornleifarannsóknir! Þjóðminjaverði er samkvæmt þessu ætlað að sitja beggja vegna borðs með því að sinna stjórnsýslueftirliti með eigin framkvæmdum sem yfir- maður Þjóðminjasafns og fornleifa- vörslunnar í senn. Það gefur augaleið að slíkt alhliða forræðishyggjuvald stangast á við ákvæði gildandi stjórn- sýslulaga og samkeppnislaga. Þar af leiðandi er lítið útlit fyrir að slíkt of- urvald á einni hendi muni skapa al- menna sátt þegar á reynir, heldur öllu heldur hefta frumkvæði til athafna og eðlilega samkeppni í íslenskum minja- og safnamálum. Sé það á dagskrá stjórnarþing- flokkanna á Alþingi að skapa almenna sátt um skipan fornleifamálanna skiptir sköpum að aðskilja eftirlitið með verndun, viðhaldi og uppgreftri fornleifa frá allri þeirri starfsemi sem Þjóðminjasafninu er ætlað að sinna. Við það er því að bæta að nær allir fornleifa- fræðingar landsins og marg- ir safnamenn, þeirra á með- al reyndustu starfsmenn Þjóðminjasafns Íslands, eru á einu máli um það að slíkur aðskilnaður sé þegar orðinn tímabær. Slík skipan myndi samtímis ýta undir að þeir sem hafa tilskilda fræðilega burði fái jafnt tækifæri til að sinna rannsóknaruppgröft- um og öðrum fornleifaverk- efnum á eðlilegum sam- keppnisgrunni. Á hinum Norðurlöndunum hvílir það á embættum ríkisminja- varða sem sjálfstæðra ríkisstofnana, að framfylgja eftirlitinu með verndun fornleifa, og því mætti telja slíka skip- an eðlilega hérlendis. Einnig hefur verið lagt til að fornleifaverndin heyri undir Fornleifavernd ríkisins sem sérstaka ríkisstofnun, samanber Náttúruvernd ríkisins sem sér um eftirlitið með verndun náttúruminja. Aðskilnaður fornleifavörslunnar frá Þjóðminjasafni þarf ekki að kalla á auknar fjárveitingar á fjárlögum sé miðað við gildandi þjóðminjalög. Vert er að benda á að safnið er nú þegar rekið á tveimur stöðum. Aðskilnaður mun enn síður kalla á auknar fjárveit- ingar á fjárlögum verði eftirlitinu með fornleifaverndinni tryggðir fastir tekjustofnar með lögboðnum um- sagnarskyldum vegna skipulagsút- tekta, mats á umhverfisáhrifum eða almennra framkvæmda sem raskað gætu fornleifum. Væri fornleifa- verndinni skipað til hliðar við Nátt- úruvernd ríkisins myndi það ekki ein- ungis ýta undir heildstæða umhverfisvernd, heldur ekki síður aukinn rekstrarsparnað af ríkisins hálfu. Framtíðarsýn Þótt þjóðin byggi við sára fátækt í upphafi síðustu aldar vandaði alda- mótakynslóðin að baki nýrri heima- stjórn það vel til fyrstu minjalöggjaf- ar okkar, laga um verndun fornminja frá 1907, að þau lög voru um margt ein framsýnustu minjalög í Evrópu á þeim tíma. Þar af leiðandi mætti ætla að íslenska þjóðin, sem skipar eitt af efstu sætunum í veraldlegum efnum meðal þjóða heims, hefði efni á því nú við upphaf nýrrar aldar að setja lög til verndar eigin fornleifum sem horfa til framtíðar ásamt því að innleiða skýr- ar leikreglur í rekstri fornleifamál- anna í heild. Um tímabæran aðskiln- að fornleifavörslunnar frá Þjóðminjasafni Kristín Huld Sigurðardóttir Þjóðminjalög Ætla mætti að íslenska þjóðin hefði efni á því nú við upphaf nýrrar aldar, segja Kristín Huld Sig- urðardóttir og Margrét Hermanns Auðardóttir, að setja lög til verndar eigin fornleifum. Kristín Huld leiðir kennslu í forvörslu forngripa við Háskólann í Ósló. Margrét er formaður Fornleifafræðingafélags Íslands. Margrét Hermanns Auðardóttir Njálsgötu 86, s. 552 0978 Handklæði með nafni 1.500 kr. Gleðilegt sumar! GLEÐILEGT SUMAR! DOMUS MEDICA KRINGLUNNI AKUREYRI Nike Props II st. 27-35 verð kr. 4.995 Nike Solo litur: svart st. 19,5-26 verð kr. 3.995 st. 27-35 verð kr. 4.995 st. 35,5-38½ verð kr. 6.995 DKNY 46117043T Stærð og verð 18,5-27 = 4.995,- 28-35 = 5.995,- 35,5-38,5 = 6.995,- Litir: Rautt, ljósblátt, blátt DNKY 46117203T Stærð og verð 18,5-27 = 4.995,- 28-35 = 5.995,- 35,5-38,5 = 6.995,- Litir: Rauðir/hvítir og bláir/hvítir Pokémon Strigaskór st. 26-34 verð kr. 2.995 Sandalar st. 26-34 verð kr.2.995 Stígvél st. 26-34 verð kr. 1.495
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.