Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 54
UMRÆÐAN
54 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÁRINU 1983 sam-
þykkti borgarstjórn til-
lögur að nýju deili-
skipulagi fyrir
svokallað Skúlagötu-
svæði. Svæði þetta af-
markast af Sætúni,
Snorrabraut, Hverfis-
götu og Ingólfsstræti.
Ástæður þessa nýja
deiliskipulags voru
sagðar áhyggjur borg-
aryfirvalda vegna lé-
legs nýtingarhlutfalls
byggðar í gamla aust-
urbænum þar sem
íbúafjöldi hafði þar
lækkað úr um 20 þús-
und árið 1945 í um 7
þúsund árið 1982. Á þessum tíma var
Davíð Oddson borgarstjóri og mót-
mælti þáverandi minnihluti skipulag-
inu á þeirri forsendu ,,að tillagan
gerði ráð fyrir of hárri lóðarnýtingu,
lóðareigendum væri stórlega mis-
munað hvað varðar nýtingu lands,
hagsmunir stórfyrirtækja og ,,stór-
grossera“ sætu í fyrirrúmi á kostnað
þeirra sem í hverfinu búa“ (Morgun-
blaðið 21.9. ’85). Í þessu sambandi var
Sjálfstæðisflokkinn nefndur ,,niður-
rifsflokkur“ þar sem rífa átti eða
flytja 11 íbúðarhús á þessu svæði.
Deiliskipulag 1983
Þessar tillögur gerðu ráð fyrir að á
svæðinu milli Vitastígs og Klappar-
stígs myndu nokkrar byggingar víkja
sem þá hýstu bæði atvinnuhúsnæði
og íbúðarhúsnæði og voru sérstak-
lega tilgreindar nokkrar fasteignir
við Skúlagötu, Klapparstíg, Sölvhóls-
götu og Lindargötu. Frá þessum
tíma hafa mörg þessara húsa horfið
og önnur risið við strandlengju
Reykjavíkur sem óneitanlega gefa
strandlengjunni meiri svip stórborg-
ar. Kveldúlfslóðin við Skúlagötu
stendur þó enn óbyggð og þar á Eim-
skipafélagið byggingarrétt. Félagið
hugðist reisa þar stórhótel en féll frá
þessari hugmynd og stofnaði í stað-
inn byggingarfélagið Þyrpingu hf.
ásamt ýmsum stóreignarmönnum.
Þetta nýja félag birti fyrir rúmu ári
hugmyndir sínar að nýju skipulagi á
Kveldúlfslóðinni sem það nefnir ,,101
Skuggahverfi hf.“.
Tillögur Þyrpingar
Hugmyndir Þyrpingar ganga mun
lengra en fyrra deiliskipulag þar sem
Skuggahverfisreiturinn nær nú frá
Skúlagötu að Hverfisgötu og frá
Klapparstíg að Frakkastíg. Á þessu
svæði áformar fyrirtækið að reisa
þrjú 16 hæða háhýsi við Skúlagötu og
sunnan þeirra lægri íbúðarbyggð allt
upp að Hverfisgötu. Á reitnum frá
Lindargötu að Hverfisgötu er áform-
að að reisa nýja verslunarmiðstöð er
nær frá Frakkastíg að Vatnsstíg.
Samkvæmt þessum hugmyndum
munu því velflest hús á svæðinu þurfa
að víkja óháð ástandi þeirra. Borg-
aryfirvöld virðast hafa tekið þessum
tillögum opnum örmum þar sem
skipulagsstjóri lýsti því yfir á nýleg-
um kynningarfundi með íbúum svæð-
isins að framkvæmdir hæfust á
Kveldúlfslóð þegar á næsta ári og að
niðurrifi vegna verslunarmiðstöðvar
yrði flýtt.
Skuggahverfið
Ofangreindar tillögur koma íbúum
á fyrirhuguðum reit verslunarmið-
stöðvar í opna skjöldu. Samkvæmt
eldri skipulagstillögum var ekki fyr-
irhugað að hrófla mikið við þessu
svæði og hafa nokkur hús á þessum
reit verið gerð upp og eitt nýtt stíl-
hreint steinhús risið við Lindargötu.
Í þessu sambandi má nefna að húsið
Hverfisgata 55 brann nær til grunna
fyrir um fimm árum og hafði borgin
þá engan áhuga á lóðinni. Húsið var
þá byggt upp að nýju og hafa íbúar nú
vart komið sér fyrir á ný þegar Þyrp-
ingarmenn ákveða að þar skuli reisa
nýja verslunarmiðstöð.
Þrátt fyrir fyrri afstöðu
gamla minnihlutans
(núverandi meirihluta)
um rétt íbúa á svæðinu
tekur hann nú fullan
þátt í þessu sjónarspili
þeirra sem þeir áður
nefndu „stórgrossera“
þrátt fyrir að umfang
niðurrifs sé nú mun
meira í sniðum en í eldri
áætlun frá 1983.
Upplýsingaskylda
yfirvalda
Samkvæmt gildandi
lýðræðisreglum ber
borgaryfirvöldum að
kynna og leita álits á breyttu deili-
skipulagi áður en það er formlega
samþykkt. Slíkar reglur eru sýndar-
reglur ef afstaða borgarfulltrúa er
þegar fullmótuð áður en slíkri upp-
lýsingaskyldu hefur verið fullnægt.
Mér vitanlega hefur slíks álits ekki
verið aflað og skýtur því skökku við
þegar skipulagsstjóri upplýsti nýlega
á fundi með hverfisbúum að borgin
hygðist stofna ,,fasteignafélag“ sem
ætlað væri að kaupa upp fasteignir á
þessu svæði og selja þær síðan til
framkvæmdaraðila. Tveir íbúar á
svæðinu hafa staðfest að þeir hafi nú
þegar fengið kauptilboð frá fulltrúa
borgarinnar sem hafi verið töluvert
undir markaðsverði. Íbúar hafa jafn-
framt verið upplýstir um að óhyggi-
legt sé að leggja út í kostnað vegna
viðhalds þar sem hús þeirra eigi að
víkja. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar
gat skipulagsstjóri á fyrrgreindum
upplýsingafundi ekki upplýst um
áætlaðan framgangshraða fram-
kvæmda á svæðinu og var það álit
sumra fundarmanna að íbúar væru
engu betur settir en íbúar snjóflóða-
svæða.
Lokaorð
Fyrirhugaðar framkvæmdir á
þessu svæði eru umfangsmeiri en áð-
ur hefur tíðkast og munu leiða til
eignaupptöku á fjölda fasteigna þar
sem margar þeirra standa á eignar-
lóðum. Fjöldi íbúa á þessu svæði hef-
ur lagt í ærinn kostnað við uppbygg-
ingu og viðhald fasteigna sinna og
hefur ekki í hyggju að flytja sig í önn-
ur hverfi. Fyrir þá íbúa sem vilja
flytja hefur núverandi stefna borgar-
innar þegar leitt til lækkandi fast-
eignaverðs þar sem þeir geta ekki
selt eignir sínar á frjálsum markaði.
Hugmyndir að nýrri verslunarmið-
stöð skjóta einnig skökku við þegar
litið er til allra þeirra verslunarmið-
stöðva sem þegar eru í uppbyggingu
á höfuðborgarsvæðinu og getur sú
hugmynd vart verið til hagsbóta fyrir
verslunareigendur við Laugaveg,
Skólavörðustíg og Hverfisgötu. Það
eru því mín tilmæli að Borgin og
Þyrping einskorði hugmyndir sínar
við svæðið neðan við Lindargötu og
að svæðið ofan Lindargötu verði
skipulagt í samráði við íbúa á því
svæði en ekki að þeim forspurðum.
Brynja Helga
Kristjánsdóttir
Framkvæmdir
Fjöldi íbúa á þessu
svæði hefur lagt í ærinn
kostnað við uppbygg-
ingu og viðhald fast-
eigna sinna, segir
Brynja Helga
Kristjánsdóttir, og hef-
ur ekki í hyggju að
flytja sig í önnur hverfi.
Höfundur er íbúi við Hverfisgötu.
Skuggahverfið,
borgaryfirvöld
og Þyrping hf.GARÐBÆINGARhafa nú fengið upp í
hendurnar gott tæki-
færi til að efla enn
frekar byggð í bænum
og bjóða bæjarbúum
og öðrum upp á fjöl-
breyttara val í íbúða-
málum. Eftirspurn eft-
ir lóðum í bænum
hefur nýlega sýnt að
þörf er á að auka fram-
boð húsnæðis. Þessi
skortur hefur leitt til
þess að yngra fólk sem
er að hefja búskap og
eldri borgarar sem
hafa viljað flytja úr
stórum einbýlishúsum
í minna húsnæði hafa í mörgum til-
fellum þurft að flytja í nágranna-
sveitafélögin. Sjálfur á ég son og
dóttur sem fluttu á sínum tíma úr
bænum af þeim ástæðum. Einnig sé
ég fyrir mér að flytja úr stóru húsi í
hentugra húsnæði í framtíðinni og
vildi þá gjarna geta flutt í fallegt
hverfi innan Garðabæjar.
Bryggjuhverfi í Arnarnesvogi
Nú hafa verið lagðar fram tillögur
að bryggjuhverfi í Arnarnesvogi í
Garðabæ. Húsin í bryggjuhverfinu
munu verða lágreist fjölbýlishús og
bjóða ungum sem öldnum Garðbæ-
ingum raunhæfan möguleika á að
búa áfram í bænum. Arnarnesvogur
er eitt fallegasta byggingasvæði höf-
uðborgarsvæðisins en hefur verið
helgað iðnaði sem nú
hefur lifað sinn tíma.
Nú er komið að því að
nýta Arnarnesvoginn
undir íbúðabyggð og
sú hugmynd að stækka
svæðið með landfyll-
ingu svo fleiri geti not-
ið þess er góð. Löng
hefð er fyrir því, hér á
landi og erlendis, að
vinna land úr sjó þar
sem menn hafa séð not
fyrir það. Náttúru-
vernd er ekki ógnað í
Arnarnesvogi þótt
nokkrum hekturum
verði bætt við þegar
komna uppfyllingu fyrir framan
gömlu skipasmíðastöðina. Ótti við
ærandi vélbátahávaða er einnig
ástæðulaus.
Léttvægar
mótbárur
Oftast þegar skipulagsmál eru
uppi á borðinu rísa um þær nokkrar
deilur. Flestir sem ég heyri í eru já-
kvæðir gagnvart tillögunum um
bryggjuhverfi í Arnarnesvogi. Flest
bendir til að sá hópur sem setur sig
upp á móti þeim sé fámennur þótt
hann sé hávær. Rök þeirra eru einn-
ig undarleg. Ljóst er að bryggju-
hverfið mun ekki skyggja á útsýni
frá Arnarnesi. Byggingar á landfyll-
ingunni verða lágreistar og munu
falla inn í landið að baki. Að auki
verður bryggjuhverfið lengra frá
Arnarnesi suðvestanmegin heldur
en byggð í Kópavogi er frá Arn-
arnesi að norðanverðu. Sú hugmynd
hefur aldrei verið borin upp áður að
íbúar í Arnarnesi hafi sérstakan
landhelgunarrétt tæpan kílómetra
út frá sínum húsum enda þarf tölu-
verða frjósemi hugarfars til þess
arna. Vissulega er Arnarnesvogur-
inn fallegur og sjálfsagt að leyfa
fleirum að njóta hans. Fuglalíf er
þar fjölskrúðugt og er nú talið að
fyrirhuguð byggð muni hafa lítil
áhrif á það. Umræða um verndun
strandarinnar í Arnarnesvogi er
léttvæg í sambandi við bryggju-
hverfi í voginum þar sem skýrlega
hefur komið fram að engin nátt-
úruleg strönd verði eyðilögð heldur
verður núverandi landfylling aðeins
framlengd.
Það er von lágværs meirihluta
Garðbæinga að hugmyndin um
bryggjuhverfi verði metin með
heildarhagsmuni Garðabæjar í huga
og menn líti út yfir eigin túngarð í
þeim efnum.
Kristján
Þorsteinsson
Bryggjuhverfi
Það er von lágværs
meirihluta Garðbæinga,
segir Kristján Þor-
steinsson, að hug-
myndin um bryggju-
hverfi verði metin með
heildarhagsmuni
Garðabæjar í huga.
Höfundur er íbúi í Garðabæ.
Framtíðin í
Garðabæ
TILKYNNING sem
ber yfirheitið „Könnun
ekki marktæk á ensku“
var í síðasta fréttabréfi
FAAS, útgefið í mars
sl., þar sem vegið er að
mér persónulega sem
fagmanni og samþykkt-
um ábyrgðaraðila
EPOCH (Equality in
the Provision Of Care
at Home) verkefnisins.
Því sé ég mér ekki ann-
að fært en að skrifa opið
bréf til félagsmanna
FAAS vegna þessa
máls. Í fyrsta lagi er
þátttaka félagsins í
EPOCH-verkefninu
ekki á umræðustigi eins og stjórn
félagsins heldur fram, heldur var um-
ræðu lokið og þátttaka samþykkt.
Þegar evrópsku alzheimerssamtökin
höfðu samband við félagið, í byrjun
árs 2000, um þátttöku í verkefninu
var það rætt á stjórnarfundi FAAS
og samþykkt að Ísland tæki þátt. All-
ar tilskildar upplýsingar um mennt-
un mína og starfsferil voru sendar til
Lúxemborgar og var ég samþykkt af
Evrópuráðinu, styrktaraðila verk-
efnisins, sem ábyrgðaraðili verkefn-
isins hér á landi. Níu önnur Evrópu-
lönd taka jafnframt þátt í þessu
verkefni. Í framhaldi af því voru
sendar út formlegar umsóknir með
undirritun þáverandi stjórnar FAAS
sem jafnframt voru lagðar fyrir Evr-
ópuráðið. Þar kemur fram að FAAS
tekur fulla ábyrgð á þátttöku í verk-
efninu og kostnaði til helminga við
AE (Alzheimer Europe). Í öðru lagi
gætir misskilnings í tilkynningu
stjórnarinnar á hvað marktæk könn-
un sé, en marktæk könnun þýðir,
samkvæmt viðurkenndri skilgrein-
ingu, að líkur séu á að niðurstaða
mælinga verði hin sama þótt mæling-
ar yrðu óendanlega margar og sé því
ekki sprottin af tilviljun (Orðaskrá úr
uppeldis- og sálarfræði, 1986).
Listann hugðist ég leggja fyrir á
ensku vegna þess að mjög sérhæfð og
merkingarbær orð eru
notuð í spurningunum
sem erfitt er að þýða
þannig að merkingin
náist sem best. Eftir
mikla yfirlegu og um-
ræður við fagaðila á
þessu sviði ákveð ég að
leggja það fyrir ábyrgð-
armenn verkefnisins í
Lúxemborg hvort
mætti leggja spurn-
ingalistann fyrir hér á
landi á ensku og jafn-
framt vegna þess mikla
kostnaðar sem yrði við
þýðinguna sem AE
hefði aðeins greitt að
hluta til, þ.e. ef þýða
hefði átt listann á þann faglega hátt
sem ég tel nauðsynlegt í jafnmikil-
vægri könnun og þessari. Svörin að
utan voru jákvæð eftir að þau hjá AE
höfðu skoðað málið gaumgæfilega
með sínum ráðgjöfum og sáu þau
ekkert því til fyrirstöðu að spurn-
ingalistinn yrði lagður fyrir á ensku. Í
framhaldi af þessu vil ég greina frá
meginmarkmiðum EPOCH-verkefn-
isins, en það er að kanna hvaða þættir
leiða til að konur taki frekar að sér
umönnunarhlutverk en karlar; hvað
það er sem hindrar karla í að tileinka
sér slíkt hlutverk og athuga hvernig
stuðning þeir telja sig þurfa á að
halda til að taka það að sér. Hvað
þurfi til að stjórnvöld komi betur til
móts við þá sem vilja sinna umönn-
unarhlutverkinu – hvort heldur er
fjárhags- eða félagslega. Jafnframt
er verið að kanna hverjar þarfir sam-
kynhneigðra eru í tengslum við
umönnun ástvina. Ekki á einvörðugu
að leita svara hjá þeim sem sinna ást-
vinum sínum í dag, heldur einnig
þeim, sem geta sett sig í spor umönn-
unaraðila, og í raun öllum þeim sem
treysta sér til að svara spurningalist-
anum.
Í lok tilkynningarinnar í frétta-
bréfi FAAS er talað um „góðan þýð-
anda“ og að leita til „reyndra aðila“.
Þetta eru gildishlaðin hugtök og seg-
ir okkur félagsmönnum FAAS ekki
neitt í sjálfu sér, nema þá að ég hafi
ekki leitað til góðra þýðenda og ég sé
ekki reyndur aðili á þessu sviði.
Dæmi hver fyrir sig.
Hinn 9. febrúar sl. barst mér
ábyrgðarbréf frá FAAS, undirritað
af fimm stjórnarmönnum og einum
varamanni, þar sem staðhæft er að
trúnaðarbrestur hafi orðið á milli mín
og stjórnar út af launamálum og að
ekki hafi verið lagður fram samning-
ur um greiðslur frá FAAS til mín
vegna vinnu við könnun undir heitinu
EPOCH-verkefnið, sem til var stofn-
að. Því beri FAAS enga ábyrgð á
greiðslum fyrir vinnu í þessu sam-
bandi eða kostnaði, sem stofnað hef-
ur verið til. Jafnframt kom fram að
ákveðið var að sinna ekki EPOCH-
verkefninu fyrr en verksamningur
lægi fyrir. Eftir móttöku þessa bréfs
hafði ég samband við AE í Lúxem-
borg og höfðu þau ekkert frétt af
þessari riftun, þannig að stjórn
FAAS hafði engar ráðstafanir gert
um hver yrði tilnefndur ábyrgðaraðili
verkefnisins sem félagið var búið að
samþykkja skriflega að taka þátt í.
Opið bréf til félags-
manna FAAS
Guðrún K.
Þórsdóttir
Könnun
Þar sem vegið er að mér
persónulega sem fag-
manni og samþykktum
ábyrgðaraðila EPOCH-
verkefnisins sé ég mér
ekki annað fært, segir
Guðrún K. Þórsdóttir,
en að skrifa opið bréf til
félagsmanna FAAS
vegna þessa máls.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri og djákni FAAS.