Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Háseta og vélavörð
vantar á 170 tonna netabát sem gerður
er út frá Grindavík.
Upplýsingar gefur Óskar Örn í síma 853 1047
og 893 1047.
Hármódel
Óskum eftir hármódelum í sýningu á vor- og
sumarlínunum í hársnyrtingu laugardaginn
21. apríl 2001.
Skráning og upplýsingar í síma 587 1888 og
892 7792.
MATRIX ÁRGERÐI ehf. JOICO
Aðstoð í sal
og þjónanemi
Viltu vinna með skemmtilegu
og hressu starfsfólki?
Laust er í aukavinnu og vaktavinnu í sumar,
við þjónustu í sal og á bar.
Einnig gefst þér tækifæri á að læra til þjóns
á Café Óperu. Komdu í prufu og athugaðu
hvort þú viljir læra til þjóns á skemmtilegum
vinnustað með skemmtilegu starfsfólki.
Uppl. á staðnum eftir kl. 14 alla daga.
Café Ópera,
Lækjargötu 2.
Grunnskólakennarar
Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar kenn-
ara fyrir næsta skólaár. Meðal kennslugreina
eru handmennt, heimilisfræði, íþróttir, kennsla
á unglingastigi og kennsla yngstu barna.
Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir
skólastjóri í vs. 430 8550 eða hs. 438 6511.
Hefurðu áhuga á að búa og starfa í blómlegu sveitarfélagi?
Grundarfjörður er fallegt sveitarfélag á norðanverðu Snæfellsnesi,
í um 180 km akstursfjarlægð frá Reykjavík. Íbúar eru rúmlega 950
og hefur fjölgað um 16,5% á sl. 10 árum. Í Grundarfirði starfa öflugir
skólar, Grunnskólinn í Grundarfirði með um 215 nemendur í 11 bekkj-
ardeildum, Tónlistarskólinn með um 110 nemendur, Leikskólinn
Sólvellir sem er tveggja deilda leikskóli með um 80 nemendur með
sveigjanlegri viðveru. Fjarnám fyrir unglinga á framhaldsskólastigi
er tilraunaverkefni sveitarfélagsins, menntamálaráðuneytis og
tveggja framhaldsskóla. Í Grundarfirði eru möguleikar til útivistar
nánast óþrjótandi og hér þarftu ekki að eyða tugum klukkustunda
á mánuði í það eitt að komast til og frá vinnu og keyra börnin í skól-
ann/leikskólann!
Kynntu þér málið! Okkur vantar ennfremur
sjúkraþjálfara til starfa á nýrri heilsugæslustöð
(s. 438 6682). Getum alltaf bætt við okkur
góðum kennurum í leikskóla og tónlistarskóla.
Verið velkomin í Grundarfjörð!
Sveitarstjórinn í Grundarfirði.
Sumarafleysingar
Seljahlíð, heimili aldraðra, óskar að ráða til
sumarafleysinga hjúkrunarfræðinga og/eða
hjúkrunarnema.
Unnar eru dag- og kvöldvaktir.
Einnig vantar fólk í sumarafleysingar við að-
hlynningu, í eldhús, þvottahús og ræstingar.
Getur vel hentað skólafólki.
Aðeins 17 ára og eldri koma til greina.
Laun eftir kjarasamningum viðkomandi stéttar-
félaga.
Allar nánari upplýsingar veitir Margrét
Ósvaldsdóttir á staðnum eða í síma 540 2400,
virka daga milli kl. 10 og 14.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Eftirlaunasjóður
Reykjanesbæjar
Aðalfundur 2001
Aðalfundur sjóðsins verður haldinn í Kjarna,
Hafnargötu 57, 2. hæð, fimmtudaginn 10. maí
2001 og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breyting á samþykktum sjóðsins.
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyris-
þegar, eiga rétt til fundarsetu á aðalfundi.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta vel og stund-
víslega.
Stjórnin.
Fundur um málefni
vertíðarflotans
Fundur verður haldinn í kvöld kl. 20.00 í Sjó-
mannastofunni Vör í Grindavík um málefni
vertíðarbátanna.
Eftirfarandi spurningum verður varpað fram:
● Er yfirvofandi kvótaskerðing hjá vertíðar-
flotanum?
● Hver er munurinn á smábát og vertíðarbát?
● Er frjáls veiði á króka það sem koma skal?
Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á
sjávarútvegi og byggðamálum og er þing-
mönnun viðkomandi kjördæma sérstaklega
boðið á fundinn.
Útgerðarmenn og
skipstjórar aflamarksskipa.
Aðalfundur 2001
Aðalfundur Keflavíkurverktaka hf. verður hald-
inn í veitingahúsinu Ráin, Hafnargötu 19,
Reykjanesbæ, laugardaginn 5. maí 2001 kl.
14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga til breytinga á samþykktum félagsins.
Heimild stjórnar að skrá hluthafaskrá félagsins
með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningar félagsins, endanlegar tillögur
og dagskrá liggja frammi á skrifstofu félagsins
á Keflavíkurflugvelli hluthöfum til sýnis, viku
fyrir fundinn.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent
á fundarstað.
Óski hluthafar eftir því að ákveðin mál verði
tekin til meðferðar á fundinum, þarf skrifleg
beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með
nægum fyrirvara þannig að unnt sé að taka
málið á dagskrá fundarins.
Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn, en
hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skrif-
lega.
Eftir fundinn verða bornar fram léttar veitingar.
Stjórn
Keflavíkurverktaka hf.
Aðalfundur Ferðamála-
samtaka Vestfjarða 2001
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða
verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 28.
apríl 2001 kl. 9.00. Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verða aðalmál fundarins stefna Byggða-
stofnunar í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vest-
fjörðum, og viðhorf sveitarfélaga til ferðaþjón-
ustunnar.
Auk þess verður kynnt stefnumótun í ferða-
þjónustu á Vestfjörðum og niðurstöður úr
skoðanakönnun meðal ferðamanna á Vest-
fjörðum á sl. sumri.
Á föstudagskvöldið verður málþing með yfir-
skriftina, „Er menningararfurinn aðdráttarafl
fyrir ferðamenn á Vestfjörðum“.
Sameiginlegur kvöldverður að loknum aðal-
fundi.
Allir áhugamenn um ferðamál á Vestfjörðum
velkomnir.
Sjá nánar á www.atvest.is .
Aðalfundur
Húsfélags alþýðu
verður haldinn föstudaginn 27. apríl nk. í Ársal
Hótels Sögu og hefst kl. 18.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Stjórn
Húsfélags alþýðu.
Firmakeppni Fáks
Firmakeppni Fáks hefst með afhendingu
númera kl. 13.00 í dag, sumardaginn fyrsta.
Keppnin hefst kl. 14.00. Pollaflokkur, barna-
flokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur,
kvennaflokkur, karlaflokkur, atvinnumanna-
flokkur. Kaffihlaðborð í félagsheimili Fáks,
opið frá kl. 15.00. Allir velkomnir.
Fáksmenn mætið tímanlega og takið með
ykkur gesti.
Hestamannafélagið Fákur.
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is