Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 56

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Háseta og vélavörð vantar á 170 tonna netabát sem gerður er út frá Grindavík. Upplýsingar gefur Óskar Örn í síma 853 1047 og 893 1047. Hármódel Óskum eftir hármódelum í sýningu á vor- og sumarlínunum í hársnyrtingu laugardaginn 21. apríl 2001. Skráning og upplýsingar í síma 587 1888 og 892 7792. MATRIX ÁRGERÐI ehf. JOICO Aðstoð í sal og þjónanemi Viltu vinna með skemmtilegu og hressu starfsfólki? Laust er í aukavinnu og vaktavinnu í sumar, við þjónustu í sal og á bar. Einnig gefst þér tækifæri á að læra til þjóns á Café Óperu. Komdu í prufu og athugaðu hvort þú viljir læra til þjóns á skemmtilegum vinnustað með skemmtilegu starfsfólki. Uppl. á staðnum eftir kl. 14 alla daga. Café Ópera, Lækjargötu 2. Grunnskólakennarar Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar kenn- ara fyrir næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru handmennt, heimilisfræði, íþróttir, kennsla á unglingastigi og kennsla yngstu barna. Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir skólastjóri í vs. 430 8550 eða hs. 438 6511. Hefurðu áhuga á að búa og starfa í blómlegu sveitarfélagi? Grundarfjörður er fallegt sveitarfélag á norðanverðu Snæfellsnesi, í um 180 km akstursfjarlægð frá Reykjavík. Íbúar eru rúmlega 950 og hefur fjölgað um 16,5% á sl. 10 árum. Í Grundarfirði starfa öflugir skólar, Grunnskólinn í Grundarfirði með um 215 nemendur í 11 bekkj- ardeildum, Tónlistarskólinn með um 110 nemendur, Leikskólinn Sólvellir sem er tveggja deilda leikskóli með um 80 nemendur með sveigjanlegri viðveru. Fjarnám fyrir unglinga á framhaldsskólastigi er tilraunaverkefni sveitarfélagsins, menntamálaráðuneytis og tveggja framhaldsskóla. Í Grundarfirði eru möguleikar til útivistar nánast óþrjótandi og hér þarftu ekki að eyða tugum klukkustunda á mánuði í það eitt að komast til og frá vinnu og keyra börnin í skól- ann/leikskólann! Kynntu þér málið! Okkur vantar ennfremur sjúkraþjálfara til starfa á nýrri heilsugæslustöð (s. 438 6682). Getum alltaf bætt við okkur góðum kennurum í leikskóla og tónlistarskóla. Verið velkomin í Grundarfjörð! Sveitarstjórinn í Grundarfirði. Sumarafleysingar Seljahlíð, heimili aldraðra, óskar að ráða til sumarafleysinga hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarnema. Unnar eru dag- og kvöldvaktir. Einnig vantar fólk í sumarafleysingar við að- hlynningu, í eldhús, þvottahús og ræstingar. Getur vel hentað skólafólki. Aðeins 17 ára og eldri koma til greina. Laun eftir kjarasamningum viðkomandi stéttar- félaga. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Ósvaldsdóttir á staðnum eða í síma 540 2400, virka daga milli kl. 10 og 14. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar Aðalfundur 2001 Aðalfundur sjóðsins verður haldinn í Kjarna, Hafnargötu 57, 2. hæð, fimmtudaginn 10. maí 2001 og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breyting á samþykktum sjóðsins. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyris- þegar, eiga rétt til fundarsetu á aðalfundi. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta vel og stund- víslega. Stjórnin. Fundur um málefni vertíðarflotans Fundur verður haldinn í kvöld kl. 20.00 í Sjó- mannastofunni Vör í Grindavík um málefni vertíðarbátanna. Eftirfarandi spurningum verður varpað fram: ● Er yfirvofandi kvótaskerðing hjá vertíðar- flotanum? ● Hver er munurinn á smábát og vertíðarbát? ● Er frjáls veiði á króka það sem koma skal? Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á sjávarútvegi og byggðamálum og er þing- mönnun viðkomandi kjördæma sérstaklega boðið á fundinn. Útgerðarmenn og skipstjórar aflamarksskipa. Aðalfundur 2001 Aðalfundur Keflavíkurverktaka hf. verður hald- inn í veitingahúsinu Ráin, Hafnargötu 19, Reykjanesbæ, laugardaginn 5. maí 2001 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga til breytinga á samþykktum félagsins. Heimild stjórnar að skrá hluthafaskrá félagsins með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningar félagsins, endanlegar tillögur og dagskrá liggja frammi á skrifstofu félagsins á Keflavíkurflugvelli hluthöfum til sýnis, viku fyrir fundinn. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir því að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á fundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægum fyrirvara þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skrif- lega. Eftir fundinn verða bornar fram léttar veitingar. Stjórn Keflavíkurverktaka hf. Aðalfundur Ferðamála- samtaka Vestfjarða 2001 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 28. apríl 2001 kl. 9.00. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða aðalmál fundarins stefna Byggða- stofnunar í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vest- fjörðum, og viðhorf sveitarfélaga til ferðaþjón- ustunnar. Auk þess verður kynnt stefnumótun í ferða- þjónustu á Vestfjörðum og niðurstöður úr skoðanakönnun meðal ferðamanna á Vest- fjörðum á sl. sumri. Á föstudagskvöldið verður málþing með yfir- skriftina, „Er menningararfurinn aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Vestfjörðum“. Sameiginlegur kvöldverður að loknum aðal- fundi. Allir áhugamenn um ferðamál á Vestfjörðum velkomnir. Sjá nánar á www.atvest.is . Aðalfundur Húsfélags alþýðu verður haldinn föstudaginn 27. apríl nk. í Ársal Hótels Sögu og hefst kl. 18.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Húsfélags alþýðu. Firmakeppni Fáks Firmakeppni Fáks hefst með afhendingu númera kl. 13.00 í dag, sumardaginn fyrsta. Keppnin hefst kl. 14.00. Pollaflokkur, barna- flokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, kvennaflokkur, karlaflokkur, atvinnumanna- flokkur. Kaffihlaðborð í félagsheimili Fáks, opið frá kl. 15.00. Allir velkomnir. Fáksmenn mætið tímanlega og takið með ykkur gesti. Hestamannafélagið Fákur. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.