Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 63
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 63
✝ Hrefna Ólafs-dóttir fæddist á
Hamri í Hamarsfirði
12. febrúar 1928.
Hún lést aðfaranótt
9. apríl síðastliðinn á
Landspítalanum í
Fossvogi. Foreldrar
hennar voru Þóra
Stefánsdóttir, f. 4.
júlí 1895, d. 6. ágúst
1973, og Ólafur Þór-
lindsson, f. 15. mars
1891, d. 16. ágúst
1971. Systkini
Hrefnu eru Stefán
Steinar, f. 24. októ-
ber 1920, d. 2. desember 1960,
Jón, f. 28. febrúar 1923, býr á
Eskifirði, Ingibjörg, f. 10. desem-
ber 1925, býr á Djúpavogi, og
Örn, f. 13. nóvember 1932, býr í
Reykjavík.
Hinn 10. apríl 1955 giftist
Hrefna Steinólfi Lárussyni, f. 26.
júní 1928, frá Ytri-Fagradal á
Skarðsströnd. Þá um vorið fluttu
þau að Ytri-Fagradal og hófu bú-
skap í sambýli við foreldra Stein-
ólfs. Börn Hrefnu og Steinólfs
eru: 1) Ólöf Þóra, f. 6. nóvember
1954, í sambúð með Pétri Stefáns-
syni, börn þeirra eru Stefán Sölvi
og Úlfur Orri. Dóttir
Ólafar Þóru og Mar-
teins Jóssonar er
Jónína, f. 11. apríl
1974, og ólst hún
upp hjá afa sínum og
ömmu í Ytri-Fagra-
dal. Jónína er í sam-
búð með Sigurði
Eggert Axelssyni,
börn hennar eru
Daði Mánason og
Gabríel Sigurðsson;
Sesselja, f. 27. janú-
ar 1959, í sambúð
með Jóni Hauki
Haukssyni, sonur
þeirra Bergþór Lár; Halla Sigríð-
ur, f. 11. maí 1964, gift Guðmundi
Kristjáni Gíslasyni, börn þeirra
eru Gísli Rúnar og Hrefna Frigg.
Sonur Höllu Sigríðar og Jónasar
Benediktssonar er Steinólfur; og
Stefán Skafti, f. 26. apríl 1967, í
sambúð með Þóreyju Helgadótt-
ur, dóttir þeirra er Jófríður Ísdís.
Sonur Stefáns Skafta og Lindu
Bjarkar Sæmundsdóttur er Hall-
grímur Pálmi.
Útför Hrefnu fer fram frá
Grensáskirkju á morgun, föstu-
daginn 20. apríl, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við Hrefnu Ólafs-
dóttur húsfreyju í Ytri-Fagradal á
Skarðsströnd í Dalasýslu en hún lést
á Borgarspítalanum aðfaranótt 9.
apríl sl. Hrefna barðist við langvinn-
an sjaldgæfan sjúkdóm í mörg ár og
þegar ég og móðir mín heimsóttum
hana á spítalann þ. 7. apríl sl. grunaði
mig að þetta væru endalokin, enda
var mig búið að dreyma föður minn
og var hann að koma og sækja ein-
hvern, en hann lést fyrir tveimur ár-
um um páska.
Ég kynntist Hrefnu árið 1956 þeg-
ar ég fór í sveit til Hrefnu og Steinólfs
um sumarið, aðeins sex ára gömul, en
ég hafði eiginlega ekki séð þau fyrr.
Hún var ein af stelpunum úr hús-
mæðraskólanum á Hallormsstað, en
það er einstakur hópur sem hefur
bundist sterkum böndum og hittist
ennþá reglulega einu sinni í mánuði.
Mér var ætlað að aðstoða með litlu
dóttur þeirra Ólöfu Þóru, sem var lít-
ið yngri en ég, fædd 1954. Ég minnist
þess að við fórum á gömlum Willy’s
jeppa með tréyfirbyggingu og hoss-
aðist ég aftur í á hræðilegum vegum
og varð auðvitað bílveik. Þá komu
þessar hlýju hendur og hjálpuðu mér
og brosið sem Hrefna sendi mér varð
til þess að við tengdumst sterkum
böndum og dvaldi ég hjá þeim hjón-
um í sjö sumur og leið alltaf vel.
Það rifjast upp margar minningar
þegar sest er niður og skrifað um
þessa merkilegu og vel gefnu konu
sem var ættuð að austan frá Hamri í
Hamarsfirði. Hún tengdist þeim stað
sterkum böndum, sem ég skildi ekki
fyrr en löngu síðar þegar ég bjó er-
lendis. Þegar ég var ellefu ára gömul
var lagt upp í ferð austur, heim til
Hrefnu og tók sú ferð nokkra daga þó
ekið væri greitt og lengi yfir daginn.
Lagt var af stað frá Fagradal
snemma morguns og var allt mjög vel
undirbúið. Fyrsti áfangastaður var
Hótel Reykjahlíð á Mývatni og var
komið seint að kvöldi og gist. Næsta
dag var farið austur og er mér
ógleymanleg leiðin yfir Oddskarð, en
þar fann maður ægilega spennu enda
var leiðin hrikaleg og var komið seint
um kvöldið að Fagradal í Breiðdal og
gist hjá einhverjum frænda að mig
minnir. Síðasti áfanginn var svo að
Hamri í Hamarsfirði og man ég alltaf
hvernig þær mæðgur, Hrefna og
Þóra, fögnuðu hvor annarri þegar
þær hittust eftir áralangan aðskilnað
og Ólafur var mjög glaður að sjá dótt-
ur sína aftur.
Í Fagradal var stórt og mikið bú,
einhver hundruð fjár, kýr, hænsni,
hestar, gæsir o.fl. Ekki skal gleyma
hinum yndislegu Akureyjum sem
siglt var til á opnum litlum vélbát til
að taka æðardúninn, háfa lunda,
veiða sel, farið með kindur út í eyj-
arnar, en þær þóttu albestar á haust-
in þegar þær voru leiddar til slátr-
unar. Hrefna hafði þá einstöku
náðargáfu að þekkja allar kindur með
nafni og var öllum gefið nafn þegar
þær fæddust. Hún gat alltaf sagt
hvað kindin hét sem var utan girð-
ingar eða niður í Bringum, hvort þau
áttu hana eða hvort hún væri frá öðr-
um bæjum.
Ég var ekki eina barn foreldra
minna sem fór í sveit til Hrefnu og
Steinólfs. Eftir að ég hætti að fara fór
Magnús bróðir minn og síðar Reynir
og meira að segja fóru bæði börnin
mín þangað, en það var stutt.
Mig langar til að þakka Hrefnu og
einnig Steinólfi fyrir einstaklega góða
umönnun á þeim tíma sem ég dvaldist
hjá þeim og þau voru mínir sumarfor-
eldrar. Magnús og Reynir senda inni-
legar kveðjur og þakklæti fyrir allt og
mamma sendir sínar bestu kveðjur
og þakklæti fyrir okkur öll enda
blómstruðum við í Fagradal.
Steinólfi, Ólöfu Þóru, Sesselju,
Höllu, Skafta og fjölskyldum þeirra
votta ég mína dýpstu samúð.
Hvíl þú í friði, elsku Hrefna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Guð blessi minningu þína.
Pálína Kristinsdóttir.
Elsku góða amma.
Hér sitjum við með sorg í hjarta,
og syrgjum þig, ó, amma mín.
Þú sem áttir brosið bjarta,
sem bræddi hverja þraut og pín.
Geislum stráð var góðvild þín.
Í huga mínum lengi lifir,
ljómi þinn og minning sterk.
Megi guð sem öllu er yfir
öll þín signa kærleiksverk.
Þín var ævin mæt og merk.
Senn þó vori hérna í heimi,
er hugur minn sem lagður ís.
En trúin mín, að guð þig geymi,
græðir sár er dagur rís.
Ég veit þú gengur glöð um Paradís.
(Pétur Stefánsson.)
Takk fyrir allt.
Stefán Sölvi Pétursson,
Úlfur Orri Pétursson.
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning haga hönd
hjartað sanna og góða.
(S.G.S.)
Þessar ljóðlínur koma upp í hug-
ann þegar okkur bekkjarsystur
Hrefnu Ólafsdóttur langar að kveðja
hana og þakka henni áratuga vináttu.
Það var haustið 1945 að sautján
ungar stúlkur hófu nám í yngri deild
Húsmæðraskólans að Hallormsstað.
Þessi hópur kom víða að af landinu og
því ekki margar sem þekktust áður.
En fljótlega myndaðist mikil vinátta
og samheldni í hópnum. Á heimavist-
arskóla reynir mikið á mannleg sam-
skipti og umburðarlyndi. Hún Hrefna
okkar, þessi myndarlega og glaðlega
sveitastúlka, var búin þeim eiginleik-
um að geta dreift í kringum sig glað-
værð og hlýju og átti því stóran þátt í
því að gera þessa nánu sambúð svo
góða sem hún varð í tvo vetur.
Hrefna var náttúrubarn, upprunn-
in úr traustu bændasamfélagi og eng-
um duldist að hún stóð föstum fótum í
þeirri menningu sem hafði gömlu
góðu gildin að leiðarljósi. Hún hafði
fastmótaðar skoðanir á mönnum og
málefnum og kom það æ betur í ljós
er árin liðu. Hrefna unni sveitinni
sinni, Hamri í Hamarsfirði við Djúpa-
vog, og líklega enginn staður á jarð-
ríki jafnfallegur í hennar huga. Það
kom okkur ekki á óvart þegar hún
valdi sér það hlutskipti að búa í sveit,
þó ekki væri það í hennar heima-
byggð, heldur langt frá heimahögun-
um. Hrefna var mikill bóndi og hafði
unun af því að annast málleysingjana,
einkum sauðféð, hún var með afbrigð-
um fjárglögg og var styrk stoð bónda
síns. Það var gaman að koma í heim-
sókn aðYtri-Fagradal og njóta gest-
risni Steinólfs og Hrefnu. Þar kom
enginn að tómum kofunum hvað
varðaði umræðuefni eða annan við-
urgjörning.
Þó Hrefna byggi í nokkurri fjar-
lægð frá Reykjavík, þar sem við flest-
ar búum nú, var alltaf gott samband á
milli okkar, hún var dugleg að mæta í
saumaklúbbana þegar hún átti erindi
í höfuðborgina. Hún átti stærstan
þátt í því að við hittumst og gerðum
okkur glaðan dag þegar við áttum 50
ára útskriftarafmæli.
Tryggðin og vináttan dvínaði ekki
þrátt fyrir margra ára baráttu við
erfiðan súkdóm. Nú síðustu árin, þeg-
ar heilsan leyfði ekki ferðalög nema
að takmörkuðu leyti, hafði hún þann
hátt á að hringja á það heimili sem
saumaklúbburinn var hverju sinni og
halda þannig sambandinu við okkur.
Hún gleymdi aldrei að rækta vinátt-
una hvort sem við bjuggum hér eða
erlendis. Fjarlægðin hefur aldrei náð
að slíta vináttuböndin.
Hrefna átti hjartað sanna og góða,
hún hafði margt að gefa sem ekki
bara hennar eigin fjölskylda fékk að
njóta, heldur vandalaus börn sem
dvöldu hjá þeim hjónum. Hún var
góður leiðbeinandi sem vildi láta aðra
njóta þess góða veganestis sem hún
sjálf hafði hlotið í foreldrahúsum.
Nú er dagsverki þessarar mætu
konu lokið. Við söknum hennar úr
hópnum okkar. En yljum okkur við
minningarnar um allar góðu sam-
verustundirnar sem við áttum með
henni fyrr og síðar.
Kæra fjölskylda, við vottum ykkur
innilega samúð og biðjum Guð að
blessa ykkur um ókomin ár. Blessuð
sé minning okkar kæru vinkonu.
Bekkjarsystur í Húsmæðraskól-
anum í Hallormsstað 1945–47.
HREFNA
ÓLAFSDÓTTIR
Með þakklátum
huga minnist ég þessa
góða manns sem kom
inn í líf mitt þegar ég
var ung að árum. Það
fyrsta sem kemur í
huga minn er gaman-
semi hans sem maður
féll oft fyrir. Eitt sinn 1. apríl kall-
aði hann pabbi á mig og Bylgju
systur. Þegar við komum til hans
sagði hann okkur að það væri verið
að gefa páskaegg í samkomuhús-
inu. Við trúðum honum ekki en
hann sagði: „Spyrðu Bibbu
frænku,“ sem hann var þá búinn að
tala við áður. Bibba staðfesti sög-
una og við hlupum af stað eins og
fætur toguðu. Þegar við komum að
samkomuhúsinu var enginn þar.
Bylgja vildi ekki trúa því að þetta
væri bara grín en ég sá í pabba þar
sem hann veltist um af hlátri en
hann hafði fylgst með okkur. Mað-
ur fékk ekki að gleyma þessu strax.
Ég er mjög þakklát fyrir allar
minningar sem ég á um hann pabba
minn. Mamma sagði mér fyrir
nokkrum árum að þegar ég sá
pabba í fyrsta sinn spurði ég hann:
„Viltu vera pabbi minn?“ Hann ját-
aði mér og gekk að fullu í pabba-
RÚNAR ÁGÚST
ARNBERGSSON
✝ Rúnar ÁgústArnbergsson
fæddist 7. ágúst
1959. Hann lést 4.
apríl síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Safnaðarheimili
Sandgerðis 17. apríl.
starfið sem ekki var
alltaf auðvelt. Hjarta
mitt er fullt af þakk-
læti fyrir að hafa feng-
ið að kynnast honum,
því betri manni hef ég
varla kynnst. Þegar ég
tók nafnið hans upp
var ég mjög hreykin.
Eins þegar ég gifti
mig og hann gekk með
mér upp að altarinu.
Stoltari kona fannst
ekki á þeirri stundu.
Það er svo margt
sem kemur upp í huga
mér úr liðinni tíð.
Margt gerist í lífi okkar, bæði gott
og slæmt en hann var mér alltaf
nálægur sem besti pabbi. Þegar
Ragnheiður Lilja, litla dóttir mín,
fæddist gekk hann um gólf af
spenningi og ég man að þegar hann
hélt á henni í faðmi sér hvarf hún í
stórum höndum hans en hlýjunni í
augum hans gleymi ég aldrei.
Minningar mínar um hann mun
ég geyma í hjarta mér til að segja
henni frá seinna meir. Með hjartað
fullt af söknuði til hans pabba kveð
ég hann en líka af þakklæti fyrir að
hafa haft hann hjá mér í þennan
tíma. Ég hef alltaf hlýju augun
hans í huga mér og með allar góðu
minningarnar sem við eigum kveð
ég hann, elskulegan föður minn.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
Hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
Hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna
þér mein,
né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína
og inngöngu
héðan í frá og að eilífu.
(Sálm. 121.)
Kristjana Guðný Rúnarsdóttir.
Ég kveð með söknuði tengdaföð-
ur minn, Rúnar Ágúst. Það er
margt sem kemur upp í huga minn
þegar ég hugsa til baka. Hann
hafði góðan mann að geyma. Það sé
ég vel á því hvernig hann hugsaði
um konuna mína alltaf alveg eins
og sína eigin dóttur. Hann bar hag
okkar Kristjönu og Ragnheiðar
Lilju fyrir brjósti. Þegar Ragnheið-
ur Lilja kom í heiminn kom hann í
bæinn og parketlagði og lagaði til
íbúðina með mér fyrir dóttur sína
og afastelpuna sem hann var svo
montinn af. Ég kveð Rúnar með
hugann fullan af minningum um
góðan tengdaföður og bið Drottin
Jesús almáttugan frelsara minn að
bera Lillu og börnin í gegnum
sorgina og varðveita hjarta okkar
og hugsanir í honum.
Ég mun breyta sorg þeirra í gleði
og hugga þá og gleðja eftir harma þeirra.
(Jer. 31:13.)
Ívar Þór Sigþórsson.
Með nokkrum vanmáttugum
þakkarorðum viljum við kveðja
mann sem okkur var mjög kær.
Rúnar varð tengdafaðir Ívars son-
ar okkar þegar hann og Kristjana
gengu í heilagt hjónaband. Við
hjónin vorum svolítið stressuð áður
en við hittum Rúnar og Ragnheiði,
foreldra Kristjönu, í fyrsta sinn en
sá kvíði vék eins og dögg fyrir sólu
því þau hjónin voru einstaklega
elskuleg. Rúnar var maður hógvær
og lítillátur og þrátt fyrir stutt
kynni er söknuðurinn mikill.
Ég vil aðeins minnast á kjör hins
almenna sjómanns við fiskveiðar á
Íslandi. Hinn almenni borgari gerir
sér enga grein fyrir því erfiði sem á
þessa menn er lagt fyrir tiltölulega
lág laun en Rúnar var harðdugleg-
ur sjómaður og einstaklega sam-
viskusamur bæði á sjó og landi. Við
biðjum eiginkonu og ástvinum
Guðs blessunar og þökkum fyrir
kynnin við þennan góða mann.
Sigþór og Lilja.
Elsku Rúnar litli bróðir minn. Á
þessari stundu sorgar og söknuðar
hverfur hugurinn austur á Borg-
arfjörð. Mér er enn í fersku minni
dagurinn sem þú fæddist, 7. ágúst
1959, yngstur systkina okkar.
Minningarnar um þig, elsku
Rúnar, sem ungan dreng, hraustan
og duglegan, allra augastein, munu
alltaf fylgja mér. Við nutum þeirra
forréttinda að fæðast á Borgarfirði
eystra, náttúruperlu sem á engan
sinn líka.
Að alast þar upp hjá ástríkum
foreldrum, systkinum, frændfólki
og vinum er veganesti sem maður
þakkar fyrir alla ævi.
Síðastliðið sumar vorum við öll
systkinin saman komin á Borgar-
firði ásamt fjölskyldum okkar og
héldum ættarmót í fyrsta skipti.
Það voru ógleymanlegar stundir
sem við öll áttum saman. Rifjaðar
voru upp ótal skemmtilegar minn-
ingar frá æskuárunum, dansað og
leikið í dásamlegu veðri. Þessi sam-
vera okkar var yndisleg og mun
ylja mér um hjartarætur alla tíð.
Elsku Lilla, Kristjana, Bylgja,
Jón Stefán og aðrir ástvinir. Guð
styrki ykkur og styðji í þessari
miklu sorg.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
Rúnar litli bróðir minn.
Þín systir,
Guðný.
Í dag ætla ég að kveðja Rúnar
frænda minn. Ég er þakklát fyrir
að hafa kynnst þér eins og ég gerði
á ættarmótinu á Borgarfirði eystra
sumarið 1999. Ég mun ávallt minn-
ast með brosi á vör spjallsins hjá
mér, þér og Adda sem við áttum
fram á morgun og líka þegar þú
fórst með okkur skoðunartúrinn
um bæinn og fræddir okkur um
heima og geima, um það sem varð á
vegi okkar þennan skemmtilega
túr, kannski aðallega mig þar sem
ég var nýgræðingur á svæðinu. Þú
varst svo ungur og hress í anda en
samt aftur á móti róleg og gömul
sál og það var það sem maður dáð-
ist að og hversu skemmtilega þú
sagðir sögurnar þínar og hversu já-
kvætt hugarfar þitt var. Það var í
rauninni ekki annað hægt en að líta
upp til þín. Minning um góðan
mann mun ávallt lifa.
Elsku Lilla, Kristjana, Bylgja og
Jón Stefán, megi góður Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Ragnhildur Ægisdóttir.