Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 64

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 64
MINNINGAR 64 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Herdís fæddist áTannstaðabakka í Hrútafirði hinn 23. september 1913. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi hinn 6. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson, bóndi og söðlasmiður á Tann- staðabakka, og eig- inkona hans Jó- hanna Þórdís Jóns- dóttir frá Hróðnýj- arstöðum í Lax- árdal. Herdís var fjórða í röðinni af sjö börnum þeirra hjóna. Systkini hennar eru: 1) Guðrún, f. 1905, dó á 16. ári. 2) Guðlaug Dahlmann, f. 1907, lengi á Ísafirði, síðast hjá Ritsímanum í Reykjavík, lést 1993. 3) Svanborg, f. 1911, lést úr berklum 1938. 4) Einar, f. 1918, bóndi á Tannstaða- bakka. 5) Jón, f. 1920, bóndi í Eyjanesi, nýbýli úr Tannstaða- bakkalandi, lést 1996. 6) Guðrún Bigseth, f. 1921, bjó í Álasundi, Noregi, lést 1993. Fyrir hjónaband átti Herdís son með Paul Warner Logan; Pál ardóttur. Synir þeirra; Arnar Borgar, Elmar Þór og Víðir Már. 3) Einar Skúli, f. 1952, húsasmíða- meistari í Garðabæ, kvæntur El- ísabetu Gunnarsdóttur. Sonur þeirra er Bjarni Oddleifur. Með fyrri eiginkonu sinni, Birnu Guð- jónsdóttur, á Einar; Rúnar Brynj- ar og Líneyju. Sonur Elísabetar er Benedikt Ármannsson. 4) Hjör- dís Heiðrún, f. 1952, félagsráð- gjafi í Borgarnesi. Fóstursonur hennar að hluta er Ágúst Fjalar (sonur Jóhönnu). 5) Hörður Birg- ir, f. 1954, bílstjóri í Reykjavík, kvæntur Jórunni Finnbogadóttur. Sonur hennar er Reynir Þór. Langömmubörnin eru orðin 17. Herdís ólst upp hjá foreldrum sínum á Tannstaðabakka og gekk að öllum almennum sveitastörf- um. Hún var tvo vetur á Héraðs- skólanum á Reykjum og útskrif- aðist þaðan í hópi fyrstu nemenda skólans. Hún vann ýmis störf, var hjá Guðlaugu systur sinni á Ísa- firði og vann á Hótelinu í Forna- hvammi. Fyrsta búskaparárið bjuggu þau Hjörtur á Hafþórs- stöðum í Norðurárdal, en síðan á Hraunsnefi í sömu sveit í tæp 20 ár. Árið 1968 flutti Herdís til Reykjavíkur með börn sín. Þar starfaði hún við heimilishjálp og á Dvalarheimilinu Hrafnistu. Útför Herdísar hefur, sam- kvæmt fyrirmælum hennar, farið fram í kyrrþey. Pálsson, f. 1943, end- urskoðanda í Ástral- íu. Börn Páls eru; með Bergljótu Aðalsteins- dóttur; Páll, með fyrri eiginkonu sinni Rósu Þórðardóttur; Þórður Guðni, Hafþór Ingi, Herdís Pála og Aníka Rós og með núver- andi eiginkonu sinni Ruth Pálsson; Karl Jóhann, Helen Þura og Matthew Simon. Herdís giftist 1949 Hirti Brynjólfssyni frá Króki í Norðurár- dal. Foreldrar hans voru Brynj- ólfur Bjarnason, bóndi og kennari frá Skarðshömrum og eiginkona hans Arndís Klemensdóttir frá Hvassafelli. Herdís og Hjörtur skildu 1968. Börn Herdísar og Hjartar eru: 1) Jóhanna Svanrún, f. 1948, verkakona á Akranesi. Börn hennar; með Jónasi Ágústs- syni; Ágúst Fjalar og með fyrr- verandi sambýlismanni, Guð- mundi Óskarssyni; Eyþór, Óskar og Hjörtur Birgir. 2) Örnólfur Atli, f. 1950, trésmiður í Hafnar- firði, kvæntur Höllu Ólöfu Þórð- Hún mamma mín, Hedda frá Tannstaðabakka, háttaði ofan í rúmið sitt, sofnaði og vaknaði ekki almennilega eftir það. Dauðdagi eins og hún óskaði sér. Stund sem hún hafði búið sig undir, kveið ekki á neina lund, var fremur full tilhlökkunar enda sannfærð um að hún mundi hitta aftur horfna sam- ferðamenn, fjölskyldu sína og vini. Hún sat þó ekki auðum höndum og beið, enda kunni hún sjaldnast við sig iðjulaus, heldur stundaði sína spilamennsku, bakaði sitt brauð sjálf og saumaði út. Hún var óhrædd við að takast á við nýja hluti, tileinkaði sér auðveldlega kunnáttu á ýmis tæki og tól og fór að fikra sig áfram með ný út- saumsspor, komin vel yfir áttrætt. Hún var dugleg og hraust, óhrjáð af öllum velferðarkvillum og starf- aði við umönnun aldraðra fram undir áttrætt. Hún mamma mín sem ólst upp í torfbæ á íslensku sveitaheimili þar sem hún gekk til allra verka og eina aflið var kraftur manns og hests. Afþreyingu varð að finna í hinu náttúrulega umhverfi og félagsskap við annað fólk. Ekkert dót, engin fyrirfram sköpuð skemmtan eða afþreying – ekki einu sinni útvarp, bara bækur og spil. Foreldrar hennar komust þó vel af, bjuggu myndarbúi, en svona var upphaf 20. aldarinnar áður en tæknin hóf innreið sína. Einkennandi fyrir æskuheimili hennar á Tannstaðabakka var ást- ríki og traust fjölskyldubönd og þannig lagður grunnur að ævar- andi tryggð við fjölskylduna og heimahagana hjá þeim systkinum öllum. Gömul kona deyr – en það deyr fleira. Hún er óðum að hverfa þessi kynslóð sem kann að njóta og kann að gleðjast. Kynslóðin sem gleðst yfir því sem hún hefur, frekar en ergja sig yfir því sem hún á ekki. Kynslóðin sem tekur eftir og dáist að umbúðapappírn- um utan um gjafirnar og flettir honum varlega utan af til að skemma hann ekki, áður en glaðst er yfir því sem innan í er. Kyn- slóðin sem á alltaf nóg og kvartar ekki. Eftir að bærinn á Hraunsnefi brann bjó mamma sumarlangt með okkur sex börn í nýbyggðri fjár- húskró og eftir það tvö ár í bráða- birgðahúsnæði, sem var í raun eitt herbergi. Engin þægindi, ekkert rafmagn, engar vélar utan gamla kolavélin. Ekkert aðstoðarfólk, því það var ekkert húsnæði fyrir það. Aldrei hef ég heyrt hana kvarta yfir þessum tíma, en oft hef ég heyrt hana þakka fyrir hvað börn- in hennar voru heilbrigð og hraust. Hún vann alla tíð á lægstu launum, en hana vantaði aldrei peninga. Hún sló aldrei lán, en lánaði gjarn- an þeim er höfðu þrefaldar hennar tekjur. Hún átti aldrei nein ósköp af veraldlegum gæðum, en aldrei minnist ég þess að hana vantaði neitt. Aftur á móti gaf hún ekki auðveldlega eftir að komast í berjamó á hverju hausti, helst í góðri borgfirskri bláberjabrekku, og var ánægðari á eftir en margur sem hafði farið í lengri og kostn- aðarsamari ferðalög. Hún var ekki aðeins okkur börn- unum sínum góð móðir, heldur einnig barnabörnunum, einkum þeim er að hennar mati bjuggu við lakari hag, einstök amma og bak- hjarl. Þótt tekjurnar væru ekki háar var oftast afgangur, sem lagður var til hliðar barnabörn- unum til góða. Hún naut þess ríku- lega – barnabörnin höfðu kannski lært ýmislegt af ömmu sinni. Her- dís og Fjalar voru henni sterkir bakhjarlar undir það síðasta og frægt er í fjölskyldunni áralangt maríasstríð hennar og Tóta þar sem orrusturnar voru orðnar ótelj- andi. Skipti athafnir okkar hérna megin máli er við flytjum til nýrra heimkynna þá er víst að hún Hedda frá Tannstaðabakka á góða heimvon. Síðustu vikuna sína var hún á hjartadeild Landspítalans í Foss- vogi. Hún og við sem vorum þar hjá henni nutum afbragðs þjón- ustu og aðhlynningar á alla lund. Starfsfólki deildarinnar eru hér með færðar kærar þakkir. Takk fyrir mig og vertu sæl, mamma mín. Hjördís. Sú kynslóð er var fædd snemma á síðustu öld og horfin er að mestu á feðranna fund lifði allt öðru lífi framan af en mörg okkar yngri gerum okkur grein fyrir. Margur nútímamaðurinn hefði vissulega gott af því að flytja inn í torfbæ og búa þar þó ekki væri nema eitt ár. Eftir vistina hefðum við kannski hugmynd um hvað við höfum það gott. 12. mars 1957 brennur íbúðar- húsið hjá pabba og mömmu á Hraunsnefi. Börnin orðin sex, elsta þrettán ára, yngsta tveggja ára. Snemma um veturinn ’57–’58 flytjum við í Skúrinn er var 17–18 fermetrar. Þægindin sem mamma hafði í Skúrnum voru: Ein efri og neðri koja, rúm, kolaeldavél, klósett með hengi fyrir og olíuljós. Síðar á lífs- leiðinni sagði mamma að hlýjustu minningarnar sem hún átti um bú- ferlaflutninga voru er við fluttum í Skúrinn. En af hverju var mamma svona ánægð með þessa 17–18 fermetra? Hún varð að sjá um átta manna fjölskyldu og gefa iðnaðarmönn- unum, sem unnu í íbúðarhúsinu er var í byggingu, að borða? Jú, hvaðan komum við? Úr fjár- húsunum. Fjögur af okkur systk- inunum eru fædd í gamla bænum á Hraunsnefi. Hjúkrunarliðið á fæðingardeild- inni var ekki fjölskipað eða alltaf til staðar þegar til þurfti að taka, bæjarleiðirnar voru nokkuð marg- ar frá Kleppjárnsreykjum eða Arnbjargarlæk. Að vísu minnist ég þess ekki að mömmu hafi þótt biðin löng. Í minningunni hafði mamma alltaf tíma til að sinna mér; hvort mig vantaði hitapoka og sæng, fótabað í eldhúsvaskinum, nýbakað heitt rúgbrauð með spenvolgri mjólkinni beint úr kúnni eða ómissandi afmælisklessurnar. Með mömmu er gengin á braut mikið góð kona sem kunni að meta það sem hún hafði, horfði aldrei öfundaraugum til annarra og kunni að gleðjast yfir litlu. Henni féll sjaldan verk úr hendi, helst ef hún var að spila. Sjálfsagt má segja svipað um marga af þessari kynslóð. Jú, mamma hafði alltaf tíma hvort sem þurfti að hugga, seðja hungur eða gleðja með gjöfum – hún gladdist mest sjálf. Bið að heilsa ömmunum, öfun- um, Laugu, Nonna, Gunnu Röggu og öllum hinum. Elsku besta kona sem ég hef kynnst – mamma! Hvíl í friði. Hörður. Að kvöldi föstudagsins 6. apríl síðastliðins kvaddi tengdamóðir mín, Herdís Jónsdóttir, þennan heim eftir stutta sjúkrahúsvist. Herdís var á áttugasta og áttunda aldursári er hún lést, en þrátt fyr- ir þann háa aldur var hún hress og kát fram á síðustu stundu og hafði heilsu til að búa ein og það með myndarskap í sinni íbúð. Ég kom ung að árum, tæplega tvítug, inn í fjölskyldu Herdísar, eða Heddu eins og hún var gjarn- an kölluð. Það er einmitt á þessum aldri sem unga fólkið telur sig gjarnan klárast og best og hafa vit á öllu og þurfa hreint ekkert endi- lega að hlusta á ráð þeirra sem eldri eru. Ég var þarna örugglega engin undantekning en saman náð- um við Herdís að þróa með okkur vináttu, virðingu og væntumþykju sem sífellt óx og dýpkaði með ár- unum. Herdís var fjölhæf kona, fróð og vel að sér og mikill ljóðaunnandi. Hún var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa fyrir lífinu, ekkert var sjálfgefið, hvorki menntun né annað. Hún var mikill dugnaðar- forkur og vann bæði sér og öðrum afar vel. Segir það nokkuð um dugnað hennar að hún var komin hátt á áttræðisaldur þegar hún hætti störfum á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún vann all- mörg ár. Hannyrðir stundaði hún alltaf jafnframt vinnu sinni. Gam- an var að fylgjast með hvernig hún sífellt þróaði sjálfa sig. Sauma- skapur, prjónaskapur, nauðsynja- hlutir, s.s. lopapeysur, sokkar og vettlingar og síðar á efri árum fínni handavinna, útsaumaðir dúk- ar og vöggusett fyrir barnabörn og barnabarnabörn svo eitthvað sé nefnt. Og það vafðist ekki fyrir þessari konu að læra ný sauma- spor, komin á níræðisaldur. Herdís var afar mikil fjölskyldu- kona, ekki aðeins gagnvart sínum börnum og afkomendum heldur einnig systkinum sínum, öðrum ættingjum og vinum. Hún hélt sinni verndar- og umönnunarhendi yfir okkur öllum. Hún fylgdist vel með öllu sínu fólki, hringdi, spurð- ist fyrir og miðlaði síðan þessum upplýsingum áfram til okkar hinna sem ekki vorum jafn dugleg í ræktarseminni. Því má segja að Herdís hafi á sinn hátt haldið utan um stórfjölskylduna, verið samein- ingartákn. Herdísi þótti mjög vænt um landið sitt, æskustöðvarnar í Hrútafirðinum og Norðurárdalinn þar sem hún bjó um langt skeið. Hún hafði yndi af ferðalögum um landið, að skoða fjöllin, finna ilm blómanna og hlusta á nið lækj- anna. Hún tók sig til á efri árum og ferðaðist vítt og breitt um land- ið, fór í rútuferðir með ættingjum eða vinum og skoðaði bæði hálendi sem láglendi. Aldur stöðvaði Her- dísi ekki, hvorki á ferðalögum né öðru. Mér er bæði minnisstæð og kær „hringferðin“ okkar. Það var sumarið 1997 að við Atli og Hjör- dís mágkona mín ákváðum að bjóða Herdísi með okkur hringinn í kringum landið. Við nutum þess- ara daga, urðum jafnvel aftur börn og sulluðum og óðum út í sjó og þá var ekki spurt um aldur. Eitt var það sem Herdís hafði mikla unun af og það var að taka í spil. Hún vissi það svo vel að skemmtun er hægt að fá af mörgu öðru en því sem sótt er út fyrir heimilið eða á skemmtistaðina. Þetta kenndi hún okkur fólkinu sínu. Að fá fólk í heimsókn, spila Marías, Kana, Hornfirðing, Vist eða bara leggja kapal. Allt þetta veitti mikla ánægju. Eftir að hún hætti vinnu utan heimilis tók hún fullan þátt í félagsstarfi eldri borg- ara og þriðjudagar og miðviku- dagar voru fráteknir fyrir spila- mennsku. Það segir mikið um Herdísi, heilsu hennar og dugnað að hún fór út að spila með Mar- gréti, vinkonu sinni í Austurbrún- inni, aðeins hálfum mánuði áður en hún dó. Það er skrýtin tilhugsun að geta ekki lengur skroppið í heimsókn í Austurbrúnina til tengdamóður minnar, fengið kaffisopa, spjallað um landsins gagn og nauðsynjar, heyrt setninguna ,,eruð þið nokkuð að flýta ykkur“ sem þýddi ,,eigum við kannski að spila“. En lífið hef- ur sinn gang og það vissi Herdís mæta vel. Herdís mín, þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin. Hvað þú varst okkur Atla og sonum okk- ar yndisleg móðir og amma og ávallt traust, hreinskiptin og góð. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Öllum ættingjum og vinum Her- dísar sendi ég innilegustu sam- úðarkveðjur. Halla Þórðardóttir. Nú hefur amma mín kvatt þenn- an heim. Hún var þess fullviss að þegar þessari jarðvist væri lokið tæki eitthvað annað og enn betra við. Vonandi fær hún þá að grípa í spil við og við því fátt fannst henni skemmtilegra. Ég spilaði reglu- lega við hana marías síðustu sjö árin og alltaf var sami reikning- urinn, ýmist var ég í plús eða amma. Hún ljómaði alltaf upp þeg- ar nefnt var hvort ekki ætti að spila svolítið. Síðustu tvö árin var amma alltaf í mínus á reikningnum og sagði þá stundum góðlátlega að ég væri að níðast á gamalli og las- burða konu. Þetta var þó alltaf mælt í gamni og jafnan var ánægj- an og gleðin í fyrirrúmi. Henni þótti vænt um að fá heim- sóknir og var jafnan fljót að hella upp á kaffi og tína til bakkelsi er gesti bar að garði eða þá að hún bakaði í einum hvelli vöfflur því oft var deigið tilbúið í ísskápnum. Amma var ákaflega ern og heilsuhraust fram undir það síð- asta. Til marks um það starfaði hún til 78 ára aldurs á Hrafnistu í Reykjavík. Ég brosti gjarnan út í annað þegar starf hennar barst í tal því þegar hún talaði um gamla fólkið á Hrafnistu sem hún var að sinna var það oftar en ekki tals- vert yngra en hún sjálf. Mér fannst oft sem ellin biti alls ekki á ömmu. Henni þótti vænt um fólkið sitt og fannst það jafnan vera betra en annað fólk. Ekki voru allir alltaf sammála henni með þessa skoðun en hún studdi jafnan sitt fólk ef eitthvað bjátaði á. Fyrir nokkrum vikum vorum við amma að ræða um dauðann. Sagði hún mér, og var ákveðin í orði, að hún hlakkaði bara til að deyja. Þetta samtal okkar gerði mér miklu léttara að kveðja hana, full- viss þess að hún var tilbúin í ferðalagið. Góða ferð, amma mín, og takk fyrir allar góðu stundirnar. Þórður Pálsson. Nú er hún elsku amma mín dáin og langar mig að minnast hennar hér með nokkrum af mínu bestu minningum um hana. Ein elsta minning mín um ömmu er frá því hún átti heima á Reykjavíkurveginum og var að gefa mér haframjöl að borða. Haframjöl með kakói, sykri, rús- ínum og mjólk út á. Mikið fannst mér þetta gott og núna er þetta eitt af því besta sem Jóhannes Geir, sonur minn, fær í morgun- mat. Frá Reykjavíkurveginum man ég líka eftir þegar hún söng fyrir mig „Sofðu unga ástin mín“ þegar ég svaf hjá henni. Þegar Jóhannes Geir fæddist var ég á öðru ári í Kennaraháskól- anum. Amma hafði hætt að vinna úti stuttu áður og bauðst til þess að hjálpa mér með pössun svo ég gæti haldið áfram mínu námi. Þetta kom sér mjög vel fyrir mig og ég var hin ánægðasta. Seinna lærðist mér að amma var ekki minna ánægð. Henni fannst gott til þess að vita að einhver hefði þörf fyrir hana og hennar krafta og að henni, þá 79 ára, væri treyst fyrir ungabarninu. Í gegnum tíð- ina hefur amma alltaf verið tilbúin að líta eftir Jóhannesi fyrir mig og hafa þau brallað margt saman í gegnum tíðina svo sem að spila fótbolta úti í garði, setja niður eina eða tvær kartöflur í blómapott úti á svölum og sinna uppskerunni á haustin og margt fleira. Svo var það líka í verkahring Jóhannesar að setja saman og skreyta jólatréð hennar ömmu löngu, eins og hann kallaði hana, fyrir hver jól. Það er svo ótal margt sem ég á eftir að sakna frá ömmu nú þegar hún hefur kvatt okkur. Heima- tilbúna súkkulaðið og piparmynt- urnar hennar um jólin, ananas- frómasinn, heimabakaða brauðið, flatkökurnar og heimagerða kæf- an, nammi í kristalsskálinni, nóg af ullarsokkum og vettlingum og stóru, hlýju hendurnar hennar sem aldrei féll verk úr hendi, voru ýmist að leggja kapla, prjóna, sauma út, elda, baka eða halda í hendurnar mínar og taka utan um mig. Við amma áttum mikið og gott samband, áttum margt sameiginlegt og höfðum HERDÍS JÓNSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.