Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 66

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 66
MINNINGAR 66 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Þórðar-son fæddist á Högnastöðum í Borgarfirði 19. apr- íl. Hann lést á Reyð- arfirði 5. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Jónsson, f. 10. ágúst 1884, og Gunnvör Magnúsdóttir, f. 5. september 1892. Systkini Magnúsar eru Ragna, d., Jón, d., Guðný, Sigríður, Guðrún, Lár og Ragnhildur. Magnús kvæntist Guðrúnu Ólafsdóttur. Þau skildu. Synir Magnúsar og Guðrúnar eru: 1) Stjúpsonur, Reynir Hlíðar, maki Þóra Pétursdóttir, eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Þórður, maki Erla Magnúsdóttir, eiga þau tvö börn. 3) Ólafur Már, maki Erna Kristín Ágústsdóttir, eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 4) Gunn- ar, maki Eygló Páls- dóttir, eiga þau tvö börn. Eftirlfiandi eigin- kona Magnúsar er Margrét Einarsdótt- ir, f. 12. október 1929, og eiga þau dóttur, Jónu Guðnýju. Magnús lauk verslunarskólaprófi 1948 og starfaði sem bókari víðsvegar um landið til dánardags. Útför Magnúsar fer fram frá Garðavogskirkju á morgun, föstudaginn 20. apríl, og hefst at- höfnin klukkan 13. Fóstri minn og vinur Magnús Þórðarson er látinn. Undirritaður kynntist Magnúsi þegar hann og móðir mín Guðrún Ólafsdóttir gengu í hjónaband. Þetta var upp úr miðri síðustu öld vestur í Bolungarvík og ég á barns- aldri þegar ég eignaðist stjúpföður í honum. Magnús var fæddur og ættaður úr Borgarfirði en fluttist ungur ásamt móður sinni og systrum til Reykjavíkur. Hann lauk þar versl- unarskólaprófi og starfaði við bók- hald og vinnu því tengda allt sitt líf. Að prófi loknu réðst hann sem fulltrúi að Lögreglustjóraembætt- inu í Bolungarvík. Lögreglustjóri var þá Axel V. Tulinius. Magnús starfaði þar um árabil með Axel og síðar með Friðriki Sigurbjörnssyni. Frá Bolungarvík flutti hann til Nes- kaupstaðar haustið 1955 ásamt fjöl- skyldu sem þá taldi mig, móður mína og tvo bræður, Þórð og Ólaf Má. Á Norðfirði vorum við í þrjú ár og þar bættist Gunnar í bræðrahóp- inn. Árið 1959 var flutt suður, fyrst í Kópavog og síðan til Reykjavíkur. Eftir þetta tímabil flutninga og amsturs sem því fylgdi fór heldur að halla undan hjá fóstra og skildu þau móðir mín. Magnús flutti þá aftur út á land, þar sem hann virtist alltaf kunna betur við sig. Hann kvæntist síðar ágætiskonu austan úr Fellabæ, Margréti, og átti með henni dóttur, Jónu Guðnýju. Magnús reyndist mér stjúpsyni sínum alla tíð vel og lagði mikla áherslu á að litið væri á mig sem eitt af hans börnum. Ég á margar góðar minningar um samveru okkar og samskipti í gegnum tíðina en ætíð held ég að Norðfjarðarárin verði mér ljúfust í minni. Oft er sagt að líkaminn sé musteri sálarinnar. Í því ljósi verður að við- urkennast að musteri fóstra fékk sinn skammt af misjafnri meðhöndl- an en fullyrða má að vel var byggt þótt nú sé fallið úr hjartabilun á 72. aldursári. Minningin lifir um góðan dreng sem var fastur á sínu en vildi þó öll- um vel og var ef til vill á stundum sjálfum sér verstur. Ég, Þóra og börn okkar þökkum fyrir allt það góða sem upp úr stend- ur og vottum öllum nákomnum inni- lega samúð vegna andláts Magnúsar Þórðarsonar. Reynir Hlíðar. MAGNÚS ÞÓRÐARSON ✝ Brynjólfur Þórð-arson fæddist í Hafnarfirði 7. des- ember 1919. Hann lést á St. Jósefsspítala 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Brynj- ólfsson, f. 12.7. 1874, d. 31.1. 1943, og Guð- finna Jónsdóttir, f. 11.10. 1892, d. 3.6. 1950. Systkini Brynj- ólfs voru Jón, f. 25.6. 1916, drukknaði 17.5. 1923, og Kristjana Ingibjörg, f. 8.11. 1918, d. 17.1. 1985. Hinn 27. mars 1947 kvæntist Brynjólfur Heiðveigu Guðjóns- dóttur, f. 15.10. 1923, d. 16.1. 1985. Hún var dóttir hjónanna Guðjóns Bjarnasonar, f. 15. mars 1892, d. 25. apríl 1979, og Ólafíu B. Jóns- dóttur, f. 2. des. 1892, d. 25. júní 1964. Börn Brynjólfs og Heiðveig- ar eru: 1) Ólafía Birna, f. 1945, maki Júlíus Heiðar. Þau skildu. Börn þeirra Ragnheiður Margrét, f. 1962, Brynjólfur Viðar, f. 1964, Ásdís Hrönn, f. 1966, og Bjarki Már, f. 1976. 2) Guðfinna Karen, f. 1946, d. 1997, maki Grétar Kort Ingimundarson, f. 1942. Synir þeirra Sigurður Ingi, f. 1969, Arn- ar, f. 1972, og Brynjar, f. 1979. 3) Erna, f. 1950, maki Markús Sig- urðsson, f. 1947. Börn þeirra Geir Gunnar, f. 1975, og Linda Björk, f. 1983. Dóttir Ernu og Sig- urðar Sigurjónsson- ar er Berglind, f. 1972. 4) Íris, f. 1951, d. 1992, maki Ás- mundur Einarsson, f. 1944. Börn þeirra Kolbrún, f. 1970, og Ágúst, f. 1972. Dóttir Írisar og Sigurðar Stefánssonar er Sig- ríður Ólöf, f. 1969. 5) Þórður, f. 1953, maki Elín Inga, f. 1957. Börn þeirra Brynjólfur, f. 1977, Ágústa Kristín, f. 1980, og Heiðveig Fjóla, f. 1987. 6) Elfa Björk, f. 1959, maki Krist- ján Áskell Norddahl, f. 1955. Börn þeirra eru Lilja Gréta, f. 1981, og Fannar Freyr, f. 1987. Dóttir Elfu og Gústafs J. Gústafssonar er Sól- ey Eva, f. 1975. 7) Heiðveig Erla, f. 1963, maki Ævar Guðjónsson. Börn þeirra Jóhann Ingi, f. 1988, og Sara Lísa, f. 1990. Barnabarna- börn Brynjólfs og Heiðveigar eru 27 talsins. Lengst af starfaði Brynjólfur sem vörubifreiðarstjóri í Hafnarfirði en endaði sína starfs- ævi sem afgreiðslumaður á Vöru- bílastöð Hafnarfjarðar. Útför Brynjólfs fór fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði 18. apríl. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allt, fyrir allar góðu samverustundirnar og spilamennskuna undanfarið. Þótt þér hafi nú stundum fundist ég óþarf- lega afskiptasöm þegar þú sast í eld- húsinu að leggja kapal. Það er skrítið að fara í eldhúsið á Álfaskeiði og þú situr ekki í stólnum þínum að leggja kapal eða tilbúinn að taka í spil. Það er undarlegt að nú skulir þú vera far- inn frá okkur og stórt skarð komið í líf okkar og hjarta. En ég veit að þér líður vel og varðst hvíldinni feginn. Og þú hlakkaðir mik- ið til að hitta hana ömmu og hina engl- ana okkar og nú eruð þið saman á ný. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi minn, ég mun alla tíð geyma minninguna um þig í hjartanu, glaðværan mann sem öllum vildi vel. Ég elska þig og mun alltaf sakna þín. Þín, Sóley Eva. Elsku afi. Nú er komið að kveðju- stund og þrautum þínum lokið. Þá leita ýmsar minningar á hugann. Ég man hvað það var gaman þegar ég var lítil og þið amma og Erla frænka komuð alltaf í heimsókn upp í Borg- arnes á páskunum. Við systkinin bið- um óþreyjufull því að sjálfsögðu kom- uð þið með eitthvað gott handa okkur þá eins og alltaf. Ofarlega í huga eru mér síðan öll ferðalögin sem þið amma fóruð í með okkur og oftar en ekki fékk ég að sitja í bílnum með ykkur og hlusta á skemmtilegar sög- ur frá ykkur. Já, það er margs að minnast. Þegar amma dó þá áttir þú heldur bágt og eins þegar dætur þínar tvær létust langt fyrir aldur fram, en ekki kvart- aðir þú þá frekar en þegar þú sjálfur varst orðinn veikur. Ég sá er ég heim- sótti þig síðast hversu erfitt þetta var fyrir þig en ekki var nú verið að gráta orðinn hlut og ekki var nú verið að leggja sig þó þú værir þreyttur. Eins þegar ég spurði þig hvernig þér liði, þá var svarið sem ég fékk: „Það er ekkert skemmtilegt núna.“ Það lýsir þér best, elsku afi, sem alltaf varst svo kátur, umhyggjusamur og góður. Ég veit að nú ert þú hjá ömmu, Karen og Írisi, dætrum þínum sem þú saknaðir svo mikið. Ég sakna þín, elsku afi minn, en ég vona að þér líði betur núna. Hvíl í friði. Þótt heilsu mína særi sótt og sigri þrekið lúi, Guðs náð mér veikum veitir þrótt, ég veit á hvern ég trúi. (H. Hálfd.) Þín dótturdóttir Ásdís Hrönn. Elsku afi minn, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn burtu frá okkur. Ég hélt að þú yrðir alltaf hjá okkur. En þó að þú sért farinn mun ég alltaf geyma þig og minning- arnar um þig á góðum stað í hjarta mínu. Ég hugsa til þín með miklum söknuði og mín eina huggun er sú að nú líður þér vel í faðmi ömmu sem þig var farið að langa til að hitta eftir margra ára aðskilnað. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku afi, ég þakka þér fyrir allt. Þín, Lilja Gréta. Jæja, elsku afi minn, núna fékkstu loksins hvíldina sem þú varst búin að bíða eftir svo lengi. En mikið rosalega var samt erfitt þegar mamma hringdi í mig og sagði mér þetta. Ég trúði þessu ekki þótt ég hafi auðvitað vitað að það færi að koma að þessu en það er alltaf erfitt þegar missir ástvin sinn. Og að þetta hafi þurft að gerast 7 dögum fyrir fermingu Heiðveigar systur minnar og Fannars frænda. Þetta verður erfitt fyrir okkur öll en best fyrir þig, elsku afi minn, og núna ertu loksins kominn til ömmu, eftir 16 ára bið, og dætra þinna tveggja, Karenar og Írisar, sem þú misstir langt fyrir aldur fram. Megi guð varðveita þig, elsku afi minn. Þín sonardóttir, Ágústa Kristín. BRYNJÓLFUR ÞÓRÐARSON Þótt senn sé liðin hálf öld síðan Simonyi Gabor stafaði hér við góðan orðstír (sjá bók V.E. „Silf- urmaðurinn“) fennir seint í sporin hans hér, en upphaf þeirra má rekja til þess að árið 1957 fóru ÍR–ingar í keppnisför til Svíþjóðar og Rúss- lands. Á æfingavelli í Moskvu hitti Örn heitinn Eiðsson, einn farar- stjóranna, ungverskan þjálfara sem lýsti miklum áhuga á að koma til Ís- lands. Ósk hans varð að veruleika haustið 1958. Hér starfaði hann fyrst með Guðmundi heitnum Þór- arinssyni, en síðan einn og nær sam- fellt til ársins 1964, en þá hélt hann til Englands. Nokkrum árum síðar fór hann til Kanada þar sem hann þjálfaði frjálsíþróttafólk, m.a. í há- skólum í rúm 20 ár. Samhliða starfi sínu hjá ÍR vann Gabor í sælgætisgerð þeirra Clau- sen-bræðra, Arnar og Hauks, á Ný- lendugötunni, enn fremur hjá Sig- urjóni heitnum Þórðarsyni, formanni ÍR, í Borgarþvottahúsinu. Gabor innleiddi hér ýmsar nýjungar og tækni við þjálfun og fór oft ótroðnar slóðir. Veittist honum létt með alla kennslu, var áður góður langstökkvari, vel á sig kominn, glaðsinna og ljúfur en ákveðinn þeg- ar við átti. Íslensku, ritaðri og tal- SZIMONYI GABOR ✝ Szimonyi Gabor,fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfari Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR), fæddist í Ungverja- landi 10. október 1918. Hann lést í borginni Duncan í Bresku-Kolumbíu á Kyrrahafsströnd Kanada 25. mars síð- astliðinn. aðri, náði hann undra fljótt tökum á. Minnisstæðar eru stundirnar með honum í gamla ÍR-húsinu við Túngötu þar sem hann bjó uppi á lofti um tíma í vesturendanum, ásamt eiginkonu og tveimur ungum dætr- um, þegar 30 – 40 manns voru á fullu við ýmsar æfingar í litla íþróttasalnum, sem var aðeins rúmir 100 fer- metrar, eða álíka stór og anddyri í nýtísku íþróttahúsum sem nú má finna um land allt. Það voru tíu hlaupaskref enda á milli í salnum. Ein lyftinga- tæki voru í húsinu, önnur tveggja í landinu. Atrennulengd í hástökki þarna, þrjú skref – stór. Enn má sjá ljósa krossviðarplötu eftir 40 ár í litlum glugga á áhaldageymslunni á gafli hússins en þaðan úr innsta horni hófu stangarstökkvarar til- hlaupið og þar út um gluggagatið ráku þeir stangarenda til þess að geta bætt nokkrum sentimetrum við tilhlaupið! Þannig voru nú aðstæður þá. Þrátt fyrir þessar „aðstæður“, þar og annars staðar hér, náðu okk- ar menn að setja heimsmet, jafna önnur, Norðurlandamet voru og sett og sum Íslandsmetanna standa enn, s.s. met Vilhjálms í þrístökki, 16,70 m frá 1960, þá jöfnun á gildandi heimsmeti. Önnur met stóðu í ár- tugi. Þá voru okkar menn iðulega sigursælir á erlendum stórmótum. Í þessu öllu átti Simonyi Gabor sinn stóra þátt, við „aðstæður“ sem voru honum gjörsamlega framandi. Eftir að hann hvarf héðan rofn- uðu tengslin er fram liðu stundir. Á síðustu árum reyndi ég af og til að hafa uppi á honum á Vefnum en það tókst ekki fyrr en mér barst ekki alls fyrir löngu gamalt heimilisfang hans í Kanada. Þá loks fann ég hann ásamt símanúmeri. Er ég hringdi svaraði Gabor, aldraður orðinn, lú- inn og þreyttur, farinn að kröftum, haldinn „alzheimer“ og fleira hrjáði hann. Bar ég honum m.a. góðar kveðjur okkar héðan og þakkir fyrir allar gamlar og góðar stundir. Sama gerði hann, bað fyrir góðar kveðjur til gamalla vina. Er þeim hér með komið til skila. Þegar ég var nýkominn heim þann 25. mars sl. eftir að hafa frá því snemma um morguninn – af trega – álengdar, fylgst með því er gamla kaþólska kirkjan (1897–1928) á Landakotshæðinni, síðar ÍR–húsið í 70 ár, var flutt í annað sinn í heilu lagi á 104 árum, leitt að svo fór, en framkvæmt af snilld og mikilli ná- kvæmni tæknimanna og annarra en húsið þurfti að víkja fyrir nýtísku steinsteypuáformum, hringdi Vil- hjálmur Einarsson og sagðist hafa rétt í þessu verið að fá símtal frá dóttur Gabors í Kanada, þar sem hún tilkynnti lát föður síns sem lést þá um morguninn. Gabor lagði upp í sína hinstu för að morgni þess sama dags og að virðist á svipuðum tíma og kirkju- klukkur í Lanadakoti hringdu í kveðjuskyni er verið að flytja hans gamla heimili og vinnustað, ÍR-hús- ið, niður fyrir Slipp, þar sem það bíður ákvörðunar um framtíðarstað- setningu sem vonandi tekst vel til með. Við gömlu félagarnir í ÍR sendum dætrum hans og öðrum ættingjum samúðarkveðjur, minnumst hans með hlýhug og þökkum fyrir það sem hann gaf okkur og kenndi á þeim tíma þegar mikið lá við fyrir marga að komast undir góðra manna hendur, allir voru ungir, sterkir og sprækir og upp á sitt besta. Slíkt ástand varir bara einu sinni, var gott og verður ekki end- urtekið. Blessuð sé minning hans. Jón Þ. Ólafsson. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.