Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 68
MINNINGAR
68 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Páll Guðmunds-son fæddist í
Reykjavík 13. ágúst
1934. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 13. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Auður
Pálsdóttir, f. 23. apríl
1914, d. 10. mars
1966, og Guðmundur
Pálsson, f. 11. nóv-
ember 1910, d. 21.
nóvember 1970.
Bróðir Páls er Árni
Guðmundsson, f. 28.
júní 1944. Eiginkona
hans er Guðfinna Sigmundsdóttir,
f. 22. júní 1945.
Páll kvæntist 8. september 1962
Hrafnhildi Magnúsdóttur. For-
eldrar hennar voru Guðbjörg Er-
lendsdóttir, f. 17. nóvember 1901,
d. 17. nóvember 1991, og Magnús
Pálmason, f . 15. júní 1897, d. 28
nóvember 1985. Börn þeirra eru:
1) Guðmundur Pálsson, f. 25. maí
1963, maki Hulda Sólrún Guð-
mundsdóttir, f. 28. febrúar 1968.
Börn hans eru Hrafnhildur Eva, f.
23. ágúst 1987, og Gunnar, f. 19.
maí 1988. 2) Auður Pálsdóttir, f.
21. febrúar 1965, maki Þórarinn
Jóhannsson, f. 21.
ágúst 1963. Börn
þeirra eru Páll
Ágúst, f. 29. janúar
1995, og Bjargey
Þóra, f. 7. október
1998. 3) Guðbjörg
Pálsdóttir, f. 6. jan-
úar 1966.
Páll lauk meist-
araprófi í húsgagna-
smíði frá Iðnskólan-
um í Reykjavík og
námi í innanhúss-
arkitektúr frá Kaup-
mannahöfn. Hann
starfaði mestallan
starfsaldur sinn hjá Húsameistara
ríkisins en síðustu árin hjá Þjóð-
skjalasafni Íslands. Páll bjó lengi í
Laugarneshverfi, fyrst með for-
eldrum sínum og síðar með eig-
inkonu sinni og börnum. Hann sat
nokkur ár í sóknarnefnd Laugar-
neskirkju, var um tíma í stjórn
Kirkjugarða Reykjavíkur og hef-
ur verið virkur félagi í Oddfellow-
reglunni á Íslandi um langt ára-
bil.
Útför Páls fer fram frá Grens-
áskirkju á morgun, föstudaginn
20. apríl, og hefst athöfnin klukk-
an 10.30.
Páll Guðmundsson mágur minn er
látinn. Mig langar að minnast hans í
örfáum orðum.
Þegar ég hugsa um Palla kemur
fyrst upp í huga minn „sómadreng-
ur“ sem ætíð var tilbúinn að rétta
öðrum hjálparhönd ef með þurfti.
Hann var sonur hjónanna Auðar
Pálsdóttur kaupkonu og Guðmundar
Pálssonar húsgagnasmiðs. Hann á
einn bróður, Árna, sem vinnur hjá
Landssímanum. Það er traust og
gott fólk sem að honum stendur og
bar hann þess merki. Páll var mynd-
arlegur maður, mjög vel klæddur og
alltaf snyrtilegur. Þannig var hann
líka í umgengni, prúður og vildi hafa
allt ekta, ekkert fúsk. Síðustu ár hef-
ur verið stutt milli stríða hjá fjöl-
skyldunni. Páll veiktist alvarlega
fyrir hálfu fjórða ári en þá tókst vel
að komast fyrir meinið og hann náði
sér alveg. Fyrir nokkrum vikum
kenndi hann annars meins sem leiddi
til þess að hann er ekki lengur hjá
okkur.
Páll lærði húsasmíði og fór svo í
nám í arkitektúr til Danmerkur.
Starfsvettvangur hans var lengst af
hjá Húsameistara ríkisins.
Páll var formaður sóknarnefndar
Laugarneskirkju í mörg ár, hann var
í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur.
Lengi hefur hann verið virkur í Odd-
fellowreglunni.
Það sem mest prýddi þennan
ágæta dreng var hversu góður heim-
ilisfaðir hann var. Mér finnst eigin-
lega að allt hans líf hafi snúist um
Hrafnhildi, sem hann giftist 8. sept-
ember 1962, og börnin þeirra þrjú,
Guðmund, Auði og Guðbjörgu.
Barnabörnin eru fjögur og tengda-
börnin tvö. Hann uppskar líka vel því
þau eru öll vel gerð og mikið ástríki
er með fjölskyldunni. Barnabörnin
voru hans yndi og hann naut þess að
passa þau. Þau munu sakna þess að
sjá ekki afa í glugganum og veifa
þegar þau keyra framhjá á leið í
skólann á morgnana.
Addý og Palli voru mjög samrýnd
og er missir litlu systur minnar mik-
ill. Ég mun sakna vinar sem fór alltof
fljótt.
Kæra Hrafnhildur, Guðmundur,
Auður, Guðbjörg og ykkar fjölskyld-
ur, guð blessi ykkur um alla framtíð.
Sigurbjörg Magnúsdóttir.
Í dag er til moldar borinn vinur
minn Páll Guðmundsson húsgagna-
arkitekt. Páll nam húsgagnaiðn hjá
föður sínum Guðmundi Pálssyni, eig-
anda Trésmiðjunnar hf. í Reykjavík,
og stundaði jafnframt nám í Iðnskól-
anum og var útskrifaður í húsgagna-
smíði og síðar sem meistari í þeirri
grein.
Að þeim áföngum loknum hélt Páll
til Danmerkur árið 1954 og stundaði
þar nám næstu fjögur ár og kom til
Íslands 1958 útskrifaður þaðan sem
húsgagnaarkitekt.
Fyrstu árin eftir starfaði Páll mik-
ið með Kjartani Sveinssyni en 1963
hóf hann störf hjá Húsameistara rík-
isins og vann þar uns sú stofnun var
lögð niður en starfaði þó áfram á
vegum ríkisins við frágang á ýmsum
skjölum og teikningum er tilheyrðu
þeirri stofnun.
Kynni okkar Páls hófust fyrir um
40 árum eða eftir að hann kom heim
frá Danmörku og kynntist hann þá
eftirlifandi eiginkonu sinni, Hrafn-
hildi Magnúsdóttur, en Hrafnhildur
og Erna kona mín eru æskuvinkonur
og hafa haldið þeim vinskap við í
gegnum árin.
Strax við fyrstu kynni mín af Páli
kom í ljós hve hann var traustur og
heilsteyptur maður. Hann var fastur
á sinni meiningu en hlustaði á aðra
og tók ávallt fullt tillit til þeirra skoð-
ana. Páll gekk í stúkuna nr. 11, Þor-
geir IOOF, 1975. Þar fann Páll sig
mjög vel og starfaði fyrir stúkuna og
þá Oddfellow-regluna af mikilli sam-
viskusemi og erum við sem eftir
stöndum þakklátir honum fyrir hans
störf og söknum sárt góðs vinar. Það
er ábyggilega leitun að samrýndari
hjónum en þeim Hrafnhildi og Páli
enda bar hann mikla ást og virðingu
til eiginkonunnar og þá ekki síður til
barna sinna, Guðmundar, Auðar og
Guðbjargar, tengdabarna og barna-
barna.
Við Erna geymum í minningum
okkar margar skemmtilegar sam-
verustundir og um góðan vin sem
ávallt var tilbúin að gefa af sér hlýju
og vináttu.
Elsku Addý, börn, tengdabörn og
barnabarnabörn, megi Guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Halldór S. Friðriksson.
Kveðja frá Þjóðskjala-
safni Íslands
Páll Guðmundsson kom til starfa í
Þjóðskjalasafni Íslands að loknum
löngum starfsdegi hjá embætti
Húsameistara ríkisins.
Skjalasafn Húsameistara ríkisins
var afhent Þjóðskjalasafni Íslands,
þegar embættið var lagt niður. Gekk
Páll þá til liðs við Þjóðskjalasafnið og
annaðist hann sem fyrr afgreiðslu úr
teikningasafni húsameistaraemb-
ættisins. Jafnframt vann hann að
skráningu og frágangi teikninga-
safns Þjóðskjalasafns til framtíðar-
varðveislu.
Páll Guðmundsson var góður
félagi og glaður á vinnustað. Það var
án efa erfitt að hefja störf á nýjum
stað eftir áratuga störf hjá húsa-
meistara. Kröfur Páls í nýrri vist
voru fyrst og fremst þær, að við-
skiptavinum húsameistara væri
sýndur sómi og þjónusta við þá yrði
ekki lakari en áður. Páll var vel að
sér um byggingarsöguleg mál og
þekkti til hlítar byggingarsögu
margra helstu opinberra bygginga.
Verður það skarð sem nú er höggvið
í fámennan hóp starfsmanna Þjóð-
skjalasafns vandfyllt á margan hátt.
Páll lagði ávallt mikla alúð í störf sín
og var hvers manns hugljúfi, ávallt
reiðubúinn að sinna viðskiptavinum
safnsins og veita góð og glögg ráð.
Páll Guðmundsson var reglusamur
starfsmaður og lét hvergi undan síga
þó að hann gengi ekki heill til skóg-
ar.
Verður hans sárt saknað af sam-
starfsfólki í Þjóðskjalasafni Íslands.
Við flytjum eiginkonu Páls og ást-
vinum öllum einlægar samúðar-
kveðjur við fráfall hans.
PÁLL
GUÐMUNDSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
"
#
# $
%
&$&
%
A>
6.>6
6
!'&$ #
- &IF
!3
%&$ !(' # ##
K#" #!A2 ## , #
.A2 ;7&'@ ##
8@ #% ! A2 ##
"&" # +
3%,('A2
@&!8##
4' #A2
22, 222,3
við Nýbýlaveg, Kópavogi
.
'
'
/>-
86044> $$&!)&
:
/
8'(
'( '(
" #!3'(##
7
##' &,$$'2,3
'
'
0-/.>;06044> +& #
1
6
(
#
/
!!
&' +
.&, &' ##
7 '
7 (' ,&& &' ## %&';'&'
6
&'; 6!#& 3
'
'
>=4.A8044> . (
!
+ 5
:
6
$
# +' ' !(' ##
'(@ ##
K# ##
# + > %'
$ '2
%&&8 !$'# + 3
'
' ;06%66-044> % ( L
/ #$ '$
+
& .
)%
!
6
$
* &
@&!' %&&!$
%&&!$'
@&!' 8 #!
##
%&'
@&!' /& ('@ ##3
/66.>6044> (&7 &#I
!
+5
/
* &
7'($' 3