Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 86

Morgunblaðið - 19.04.2001, Side 86
FÓLK Í FRÉTTUM 86 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÓMANSKI rómantíkerinn Ricky Martin hefur samþykkt að taka að sér hlutverk Zorros í nýrri söngleikjaútgáfu af sögunni um þessa grímuklæddu hetju mexíkóskrar alþýðu sem stendur til að setja upp á West End í Lundúnum. Þetta fullyrti gula press- an breska í vikunni og segir samninga- viðræður Martins og aðstandenda söng- leiksins á lokastigi. Martin hefur bæði getið sér orð sem leikari og söngvari vestanhafs en áður en hann sló í gegn á alheimsgrundvelli gerði hann garðinn frægan í sápuóperum. Framleiðendur söngleiksins um Zorro hafa að sögn bresku pressunnar enn- fremur beðið Robbie Williams um að semja fyrir hann nokkur lög og kappinn vinsæli tók alls ekki illa í þá hugmynd enda hefur hann löngum verið unnandi söngleikjatónlistar. Setur Martin upp grímuna? Ricky Martin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.