Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR stjórnarandstöðu
deildu hart á Björn Bjarnason
menntamálaráðherra í umræðu ut-
an dagskrár um nýjar hugmyndir
hans um skipan og starfshætti
Rannsóknarráðs Íslands (Rannís) í
gær. Málshefjandi var Sigríður Jó-
hannesdóttir, Samfylkingunni, og
sagði hún menntamálaráðherra
ætla að hverfa aftur til fortíðar með
áformum sínum um að gera ráðið
að „ráðherrabatteríi“ svo að hið
pólitíska vald hefði alla þræði í
hendi sér.
Sigríður sagði að vísindasam-
félagið á Íslandi hefði vægt til orða
tekið verið sem steini lostið eftir að
hafa hlýtt á ræðu menntamálaráð-
herra á ársfundi Rannís í fyrri mán-
uði. Sagði hún að nokkuð góð sátt
hefði ríkt um störf ráðsins frá því
lög um það voru sett árið 1994, en
vandi þess hefði þó verið mikill,
einkum vegna viðvarandi fjársvelt-
is.
„Gert er ráð fyrir að skipa ráðið
sjö ráðherrum,“ sagði Sigríður og
spurði hvers þeir ráðherrar ættu að
gjalda sem ekki fengju að vera með.
Ráðið ætti síðan að hittast tvisvar á
ári undir formennsku forsætisráð-
herra og óneitanlega væri kómískt
að hugsa sér ráðherrana vinna fag-
lega vinnu í starfshópi. Í ljósi hins
mikla skorts á rannsóknarfé væri
einnig ljóst að þar með opnuðust
leiðir fyrir pólitískt pot við úthlutun
rannsóknarfjár.
Sigríður sagðist að lokum undr-
ast þessi áform ríkisstjórnarinnar,
að breyta skrifstofu Rannís í eins
konar þjónustu- og úttektareiningu
eða eyðublaðalager.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra sagðist undrast málflutn-
ing Sigríðar og telja einsýnt að hún
hefði ekki kynnt sér málin mjög vel.
Björn sagði að í ljósi endurskoð-
unar laga um Rannís hefðu þeir
sem tilnefna fulltrúa í ráðið verið
beðnir að lýsa skoðunum sínum á
því hvort breyta bæri einhverju í
lögunum. Á grundvelli umsagna
hefðu þær tillögur verið mótaðar
sem hann hafði kynnt á ársfundi
Rannís, en um leið hefði verið horft
til reynslu annarra þjóða í þessum
efnum, einkum þó Finna.
Benti menntamálaráðherra á að á
síðasta áratug hefðu Íslendingar og
Finnar einmitt aukið framlag til
rannsókna og þróunar mest
Norðurlandaþjóða. Árið 1999 hefðu
Íslendingar varið 2,25% af lands-
framleiðslu, eða um 14 milljörðum
kr., til rannsókna og þróunar og
með því verið í 6. sæti á heims-
mælikvarða næst á eftir Þýska-
landi.
„Það er ekki vafi að þessi þróun
hefur ráðið miklu um þann mikla
hagvöxt sem hér hefur verið und-
anfarin ár og þess vegna taldi ég
skynsamlegt að við endurskoðun
laga um Rannsóknarráð yrði sett
fram hugmynd um að skapa rann-
sóknum og þróun hærri sess við al-
menna stefnumótun í efnahags- og
atvinnumálum,“ sagði Björn og
benti á að megintillögum sínum
mætti skipta í tvennt. Annars vegar
að stefnumótun í vísindum og tækni
yrði í höndum gjörbreytts Rann-
sóknarráðs sem starfaði undir for-
ystu forsætisráðherra með þátttöku
ráðherra, vísindamanna og fulltrúa
atvinnulífs. Hins vegar störfuðu
undir þessu ráði tvær stjórnar-
nefndir á vegum menntamálaráðu-
neytis og iðnaðarráðuneytis og þær
úthlutuðu styrkjum og veittu lán á
grundvelli umsókna.
Björn Bjarnason sagði þessar
hugmyndir vera vel kynntar meðal
vísindamanna og að nú hefði Rann-
sóknarráð af sinni hálfu tilnefnt
þrjá fulltrúa til samstarfs við ráðu-
neytið um þróun þessara hugmynda
í frumvarpsform.
Rætt utan dagskrár um nýjar hugmyndir um skipan og starfshætti Rannsóknarráðs Íslands
Verður Rannís breytt
í eyðublaðalager?
Morgunblaðið/Jim Smart
Þrátt fyrir miklar annir á Alþingi gefa menn sér jafnan tíma til kerskni
og gamanmála þegar við á. Hér hefur eitthvað mjög spaugilegt farið
millum Gunnars Birgissonar og Össurar Skarphéðinssonar.
FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í
minnihluta efnahags- og viðskipta-
nefndar leggja til róttækar breyting-
ar á frumvarpi viðskiptaráðherra um
breytingu á lögum um stofnun hluta-
félaga um Landsbankann og Búnað-
arbankann. Vinstri grænir eru mót-
fallnir sölu hlutafjárins, en
meirihluti nefndarinnar leggur til að
frumvarpið verði samþykkt.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því að
heimild verði veitt til að selja hlutafé
ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf.
og Búnaðarbanka Íslands hf. Hlutur
ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf.
er rúm 68%, en í kringum 72,5% í
Búnaðarbanka Íslands hf. Meirihlut-
inn bendir á að framkvæmdanefnd
um einkavæðingu vinnur um þessar
mundir að undirbúningi tillagna um
fyrirkomulag sölu bankanna tveggja
með fyrirvara um heimild Alþingis
og mun í vinnu sinni taka afstöðu til
atriða á borð við áfangaskiptingu og
tímasetningu sölunnar, fyrirkomu-
lag útboðs, þ.e. hvort um almennt út-
boð með dreifðri sölu verði að ræða
eða tilboðssölu hérlendis og erlendis,
um sölu til innlendra eða erlendra
kjölfestufjárfesta og hlutfall milli
einstakra söluaðferða. Jafnframt
mun framkvæmdanefnd um einka-
væðingu taka afstöðu til þess hvort
um samhliða sölu í báðum bönkunum
verði að ræða eða ekki og meta lík-
legt framboð og eftirspurn eftir
hlutabréfum í þeim.
Einungis verði selt hlutafé í
Búnaðarbankanum
Fulltrúar Samfylkingarinnar
leggja til róttækar breytingar á
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
sölu á eignarhlut ríkisins í bönkun-
um. Meginbreytingarnar eru eftir-
farandi: Lagt er til að ríkisstjórnin
fái einungis heimild til að selja
hlutafé sitt í Búnaðarbankanum.
Dreifð eignaraðild verði m.a. tryggð
með því að 10% af hlutafé bankans
verði skipt jafnt meðal íslenskra rík-
isborgara með tilteknum kvöðum.
Starfsöryggi starfsmanna verði
tryggt með því að eðlileg velta
starfsmanna verði höfð í fyrirrúmi
við hagræðingu innan bankans og
starfsfólki boðið upp á endurmennt-
un og starfsþjálfun. Sömuleiðis er
lagt til að starfsmenn fái fulltrúa í
stjórn með fullum réttindum í anda
stefnu jafnaðarmanna um atvinnu-
lýðræði. Sala á hlutafé í bankanum
verði heldur ekki hafin fyrr en fyrir
liggur staðfesting Seðlabanka og
Þjóðhagsstofnunar á því að aðstæð-
ur á fjármálamarkaði séu með þeim
hætti að hún sé verjanleg.
Í öðru áliti minnihlutans, sem Ög-
mundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, stendur að, er þeim
röddum m.a. svarað sem segja að
ríkið eigi ekki að vera að vasast í því
sem einkaaðilar geti stundað. Segir
að sagan sýni að varasamt sé að al-
hæfa í þessu efni. Hitt sé þó vitað að
þegar einkabankar hafi lent í krögg-
um eins og gerðist víða um lönd á 9.
áratug síðustu aldar, t.d. í Kanada,
Bandaríkjunum, Svíþjóð og Noregi,
hafi ríkið hlaupið undir bagga þar
sem ellegar hefði blasað við efna-
hagslegt hrun.
Umræða stóð allan daginn
Mikil og löng umræða var um sölu
hlutafjár í ríkisbönkunum í gær, eða
nær allan starfstíma þingsins í gær
frá morgni til kvölds, og kom fram
hörð gagnrýni stjórnarandstöðunn-
ar á tímasetningu frumvarpsins í
ljósi bágrar stöðu á hlutafjármark-
aði. Þingmenn Vinstri grænna lýstu
sig alfarið andvíga áformum um sölu
ríkisbankanna og sagði formaður
flokksins, Steingrímur J. Sigfússon,
að þróun á fjármálamarkaði á und-
anförnum árum hefði verið mjög
óhagstæð, ekki síst fyrir þá sem
stæðu fyrir atvinnustarfsemi á
landsbyggðinni.
Sagði Steingrímur að nú söknuðu
margir útgerðarmenn úti á landi
þeirra sjóða sem áður höfðu skyldum
að gegna gagnvart atvinnulífinu.
Minntist hann m.a. á þá fjárfestinga-
sjóði atvinnulífsins sem runnu inn í
FBA og sagði marga sakna „vinar í
stað,“ þar sem hefði verið Fiskveiða-
sjóður. Þangað hefðu menn ekki
þurft að ganga við betlistaf heldur
fengið eðlilega fyrirgreiðslu gegn
sínum góðu veðum. Nú vildu menn
helst ekki sjá neina veðsetningu á
landsbyggðinni.
Samfylkingin um sölu ríkisbankanna
Vill róttækar
breytingar
MIKLAR annir hafa verið á Alþingi
undanfarna daga og útlit er fyrir
langa fundi í næstu viku. Fundur
stóð langt fram á kvöld í gær og er
gert ráð fyrir að komið geti til næt-
urfunda í næstu viku þar sem fjöl-
mörg stór mál bíða meðferðar og af-
greiðslu þingsins.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis,
segist enn stefna að þingfrestun hinn
18. maí nk., en þingmenn þeir sem
Morgunblaðið hefur rætt við telja þó
mjög ólíklegt að takist að ljúka mál-
um fyrir þann tíma. Enn á eftir að
ræða sölu Landssímans í annarri
umræðu og hið sama gildir um fjöl-
mörg önnur stór mál, svo sem fisk-
eldi í sjó, frumvörp um útlendinga og
félagsþjónustu sveitarfélaganna.
Aukinheldur á enn eftir að taka til
þinglegrar meðferðar tvö ný frum-
vörp ríkisstjórnarinnar um lækkun
tolla á grænmeti og breytingu á lög-
um um almannatryggingar.
Skv. heimildum Morgunblaðsins
eru þau mál sem leiðtogar ríkis-
stjórnarinnar leggja áherslu á að nái
fram að ganga þó ekki svo mörg, en
viðkomandi fagráðherrar sækja fast
að fá einstök frumvörp afgreidd fyrir
sumarið og er þar komin skýringin á
þeim mikla fjölda mála sem hefur
verið afgreiddur út úr nefndum og
bíður umræðu á síðari stigum.
Almennar stjórnmálaumræður á
sk. eldhúsdegi eru áætlaðar í þinginu
miðvikudagskvöldið 16. maí nk. og
því ljóst að ekki er mikill tími til
stefnu. Eigi að ljúka þingstörfum
föstudaginn 18. maí er ljóst að með
deginum í dag eru aðeins fimm þing-
dagar til stefnu og því fullvíst að ann-
aðhvort verði að seinka þingfrestun
um einhverja daga eða falla frá af-
greiðslu fjölmargra þingmála á vor-
þingi. Nema hvort tveggja væri.
Hnefaleikafrumvarpið komið
úr menntamálanefnd
Nokkurs titrings gætti á Alþingi í
gær, þegar ljóst var orðið að
menntamálanefnd hafði afgreitt fyr-
ir sitt leyti þverpólitískt frumvarp
Gunnars Birgissonar, Sjálfstæðis-
flokki, um lögleiðingu ólympískra
hnefaleika. Miklar umræður urðu
um frumvarpið í fyrra þegar það var
að lokum fellt við atkvæðagreiðslu
og við fyrstu umræðu í vor urðu
einnig heitar umræður um efni þess.
Þess vegna má fastlega gera ráð fyr-
ir miklum og löngum rökræðum um
hnefaleika þegar mælt verður fyrir
málinu við aðra umræðu í dag eða
strax eftir helgi.
Gunnar Birgisson sagðist mjög
ánægður með þessa niðurstöðu
menntamálanefndar. Hann telur
meiri líkur en minni á að frumvarpið
verði samþykkt sem lög frá Alþingi á
næstu dögum og telur að málið verði
ekki jafn umdeilt og fyrr.
„Ég tel þetta mjög merkilegt mál
og alls ekki undarlegt að því skuli
hleypt í gegn með þessum hætti.
Íþróttafólk í landinu á að ákveða
sjálft hvaða íþróttir það stundar, en
ekki Alþingi. Við erum ekki að tala
um atvinnumannahnefaleika, heldur
ólympíska íþrótt þar sem menn nota
hlífar og sérstaka hanska. Íþrótta-
og ólympíusambandið er eindregið
fylgjandi því að hnefaleikar verði
leyfðir hér að nýju og þetta er algjört
prinsippmál fyrir marga sem vilja
berjast gegn forsjárhyggju og þess
vegna kemur það nú fram,“ sagði
Gunnar.
Stjórnarandstaðan gagnrýnir
skipulag þingstarfa
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í
þinginu hafa lýst yfir vilja sínum til
að greiða fyrir framgangi almanna-
tryggingafrumvarpsins, enda þótt
þeir gagnrýni hversu skammt það
gangi til að bæta hag aldraðra og ör-
yrkja. Að öðru leyti lýsa þeir yfir
megnri óánægju með skipulag mála í
þinginu á þessum síðustu dögum.
Ögmundur Jónasson, formaður
þingflokks Vinstri grænna, segir
ljóst að skoða verði þinghaldið með
tilliti til allra þeirra stóru mála sem
bíði meðferðar. „Það er brýnt að for-
gangsraða málum,“ segir Ögmundur
og lýsir vilja Vinstri grænna til að
mæta til sumarþings, verði það til
þess að leysa vandann svo ræða megi
brýn mál í þinginu.
Hann hefur hins vegar miklar efa-
semdir um að þingfrestun verði skv.
áætlun á föstudag eftir viku.
„Ætli menn að halda sig við 18.
maí er ljóst að það verður að grípa til
skóflunnar og moka þeim málum út
sem augljóslega mun ekki gefast
tími til að ræða á málefnalegan og
vandaðan hátt,“ segir hann.
Í sama streng tekur Guðjón Arnar
Kristjánsson, formaður þingflokks
Frjálslynda flokksins. Hann segir
ljóst að fjölmörg stór mál bíði um-
ræðu og um þau verði mikil átök.
„Þótt stjórnarandstaðan sé þannig
jákvæð fyrir frumvarpinu um al-
mannatryggingar finnst mér að
stjórn Alþingis verði að ákveða hvað
á að afgreiða á þessum fáu dögum
sem eru eftir,“ segir hann.
Athugasemd við forgangsröðun
Bryndís Hlöðversdóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
segir ljóst að þótt menn leggi nótt við
dag muni ekki takast að ljúka þing-
störfum á tilsettum tíma. Hún segir
einsýnt að stjórnvöld hafi færst of
mikið í fang með mörg stórmál á síð-
ustu stundu og gagnrýnir að ekki
skuli hafa verið forgangsraðað í af-
greiðslu mála í ljósi hins knappa
tíma.
„Þegar svo fáir dagar eru eftir
verða allir að leggjast á eitt, bæði
stjórnarmeirihluti og stjórnarand-
staða, og liðka fyrir svo afgreiða
megi stóru málin. Á sama tíma af-
greiðir meirihlutinn umdeilt þing-
mannamál út úr nefnd á síðustu
stundu um lögleiðingu hnefaleika;
frumvarp sem var fellt í óbreyttri
mynd á síðasta þingi. Ég hef gert al-
varlegar athugasemdir við þessa for-
gangsröðun við forseta Alþingis, en
mér sýnist þessi vinnubrögð ekki
verða til þess að liðka fyrir málum og
greiða fyrir þingstörfum,“ segir hún.
Ögmundur Jónasson furðar sig
einnig á því að menn telji hnefaleika-
frumvarpið svo brýnt að afgreiða
verði það fyrir þinglok.
Mörg mál bíða afgreiðslu á Alþingi
Óvíst hvort þingfrest-
un verður 18. maí
Hnefaleikafrum-
varpið verður
afgreitt