Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 66
Faðir minn, Hösk- uldur Bjarnason, er níræður í dag, föstu- daginn 11. maí. Á þessum tímamótum langar mig að minnast ýmissa atburða sem hann hefur sagt mér frá og á daga hans hefur drifið. Hann fæddist árið 1911 að Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum, yngsta barn hjónanna Bjarna Guðmundssonar og Jóhönnu Guðmunds- dóttur. Þau ráku myndarbú á Klúku sem þótti mikil kostajörð. Höskuldur var vel gefið barn sem hneigðist snemma til bóka. Árið 1916 þegar séra Gunn- laugur á Stað í Steingrímsfirði hús- vitjaði á Klúku var Höskuldur orð- inn fluglæs einungis fimm ára. Uppvöxtur og æskuár Höskuldur ólst upp í föðurhúsum til 10 ára aldurs. Þá urðu breyt- ingar á högum fjölskyldunnar er faðir hans lést. Þar sem faðir hans hafði einungis rétt til lífstíðar- ábúðar á jörðinni varð móðir hans að hætta búskap þegar hann féll frá. Að vísu voru eldri börnin orðin það stór að til þessa ráðs hefði ekki þurft að grípa ef lög og reglur samtímans hefðu verið sveigjan- legri. Höskuldur flutti í kjölfarið til Magnúsar Magnússonar að Kleif- um í Kaldbaksvík en var þar ein- ungis í stuttan tíma. Frá dvölinni þar minnist hann þess er hann ein- hverju sinni var sendur yfir að bænum Kaldbak eftir kúm. Meðan hann stansar þar í stuttan tíma í leik með Benna og Imbu, börnum Sig- urðar á Eyjum, fellur að og flæðir upp í ós- inn svo ekki var fært til baka á þurru þegar reka átti kýrnar heim. Tekur hann þá til þess bragðs að grípa í hala síðustu beljunnar og kemst þannig yfir og skilar kúnum heim á réttum tíma. Móðir hans bjó hjá Elíasi elsta syni sínum að Hamri á Selströnd og fór hann til þeirra á meðan fundinn var dvalarstaður handa honum til frambúðar. Varð úr að hann fór til merkishjónanna Ingimundar Ingimundarsonar og Maríu Helgadóttur í Tungugröf í Tungusveit. Þá var hann ellefu ára gamall og dvaldi hann hjá þeim til rúmlega sautján ára aldurs. Um Maríu segir hann að allir hafi látið mikið af henni fyrir góðmennsku og hafi hún séð til þess að hann fékk hlýjan fatnað og nóg að borða, sem var ekki alveg sjálfsagt á þessum tíma. En oft þurfti hann að taka til hendinni við búskapinn, þó ungur væri og dagarnir því oft langir. Ekki hlaut Höskuldur mikla formlega skólagöngu. Hann fékk þó tilsögn hjá Maríu í Tungugröf þegar tími vannst til. Kennslu fékk hann líka á Hamri hjá Jóni Strand- feld í skrift og reikningi og var kennslan í formi farkennslu. Ferm- ingarárið dvaldi hann á Víðidalsá í þrjár vikur og var kennari hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Brodda- nesi. Fjórtán ára gekk hann til séra Jóns Brandssonar í ferming- arfræðslu að Kollafjarðarnesi. Hann gat hins vegar ekki verið við- staddur sjálfa fermingarathöfnina, með tilheyrandi altarisgöngu, vegna anna. Drangsnes og lausamennskubréf Frá Tungugröf flutti hann svo á átjánda ári til Helgu Soffíu systur sinnar og Einars Sigvaldasonar mágs síns að Hamri á Drangsnesi. Síðar var hann einnig hjá Guð- mundi Ragnari í Bæ á Selströnd og stundaði sjómennsku sumar og vor en sinnti búskap á veturna. Á þessum tíma var hann einn vetur við annan mann úti í Grímsey á Steingrímsfirði við fjárgæslu, þar sem ekki fór vel saman að láta tóf- ur og fé afskiptalaust í eynni. En í Grímsey var refabú. Þar voru hafð- ar tófur, sem síðar var slátrað, skinnin unnin og þau seld. Yrðling- arnir voru fluttir út í Eyju frá Bæ, þar sem refaeldið fór fram á með- an yrðlingarnir voru að stálpast. Féð var flutt út í eyjuna eftir vet- urnætur og látið ganga úti allt til vors. Aðeins átján ára keypti hann sér lausamennskubréf hjá Halldóri sýslumanni á Borðeyri. Með lausa- mennskubréfinu öðlaðist hann fullt sjálfræði og var frjálst að vinna þau störf sem hann sjálfur kaus, hvar sem var á landinu, en varð á hinn bóginn að sjá alfarið fyrir sér sjálfur og bera ábyrgð á eigin gjörðum. Frá þeim degi og fram á síðasta dag starfsævi sinnar, eða til 78 ára aldurs, stundaði hann vinnu tengda sjávarútvegi, þó með nokkrum undantekningum, stuttan tíma í senn, t. d. við vegagerð. Sjómennska Árið 1932 ákveður hann að fara á vertíð til Sandgerðis og ræðst til Bjarna Andréssonar skipstjóra frá Breiðafirði og var hjá honum þrjár vertíðir. Hann réri svo með fleiri formönnum margar vertíðir aðal- lega frá Junkaragerði í Höfnum og Sandgerði. Ferðin suður var oftast farin með strandferðaskipunum Súðinni og Esju en einnig með Lagarfossi. Sjaldan var pláss að fá á farþegarými, far í lest varð því oftast hlutskipti þeirra sem voru að fara suður á vertíð. Lengst af stundaði Höskuldur sjómennsku á Drangsnesi, bæði á árabátum og síðar trillum. Á þessum tíma var eingöngu róið frá Drangsnesi að sumri til. Hann réri fyrst hjá Ein- ari mági sínum sem áður er nefnd- ur. Á þeim tíma voru ellefu ára- bátar gerðir út frá Drangsnesi og náði hann því í lok árabátatímabils- ins, en fljótlega uppúr því komu vélar í flesta bátana. Fiskað var á línu og handfæri. Síðar og lengstan tímann var hann hjá Jóhanni Snæ- feld á Pólsstjörnunni. Það var ekki fyrr en frystihús var byggt á staðnum að þaðan var róið allt ár- ið. Hafnarskilyrði voru slæm. Fisk- ur var nægur á Húnaflóa, en beitu var ekki unnt að geyma fyrr en frystihús hafði verið byggt. Þar var sérstakur kæliklefi fyrir bjóðin þar sem hægt var að geyma þau þegar búið var að beita, þannig að þau gátu geymst tilbúin þar til viðraði til róðra. Þetta þótti mikil framför. Menn þurftu ekki að hætta lífi sínu eða tefla í tvísýnu því ekki þurfti að fara strax á sjóinn eftir að beitningu var lokið. Eftir að hann hætti á sjó að læknisráði vegna ristilbólgu, var hann landformaður til fjölda ára. Einnig vann hann við almenna verkamannavinnu, til dæmis fiskvinnslu og við beitningu. Fjölskyldufaðir Höskuldur gekk að eiga Önnu Guðrúnu Halldórsdóttur frá Bæ á Selströnd 25. október 1942. Hún var dóttir sómahjónanna Halldórs Guðmundssonar, bónda í Bæ, og Guðrúnar Petrínu Halldórsdóttur. Höskuldur og Anna Guðrún voru gefin saman af séra Ingólfi Ást- marssyni. Búskapinn hófu þau hins vegar nokkru áður, 15. maí 1941, í litlu húsi sem Sigurður bróðir hans átti og nefnt hefur verið Litla- Burstafell. Síðar byggðu þau húsið Burstafell og bjuggu í því þar til þau fluttu á Dvalarheimilið Hrafn- istu í Reykjavík árið 1995. Hösk- uldur stundaði jafnan búskap með öðrum störfum eins og algengt var. Hann hafði 10 til 20 kindur og eina kú, enn fremur oftast nokkur hænsni. Þannig var fjölskyldunni tryggð mjólk, kjöt og egg, sem ekki veitti af því oft var þröngt í búi. Börnin urðu sjö talsins. Eins bjó móðir Höskuldar hjá þeim á Burstafelli í 8 ár og var það honum mikils virði að fá að hafa hana hjá sér. Félagsmál og heitt vatn Höskuldur er mikill áhugamaður um félagsmál og lét þau til sín taka á árum áður. Hann vann lengi vel fyrir Verkalýðsfélag Kaldrananes- hrepps. Hann var einn af stofnend- unum og gjaldkeri þess í áraraðir. Einnig starfaði hann í Ungmenna- félaginu Neista, svo og í Lestrar- félaginu á Drangsnesi. Lestrar- félagið var mjög virkt í sveitinni, það átti gott bókasafn. Í því voru bæði prentaðar og handskrifaðar bækur sem mikið voru lesnar. Höskuldur var ötull talsmaður og frumkvöðull við byggingu vatns- veitu og nýtingu heits vatns á Drangsnesi. Að lokum óska ég pabba og mömmu til hamingju með daginn og bið þeim blessunar um ókomin ár. Hafið þökk fyrir árin mörgu, umhyggju og ástríki. Bjarnveig Höskuldsdóttir. HÖSKULDUR BJARNASON AFMÆLI 66 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýttu tímann vel! Nýsköpun 2001 er nú á fullri ferð og enn er nægur tími fyrir þau sem láta ekkert stoppa sig! Þú hefur tíma til 31. maí til að skila okkur viðskiptaáætlun eða hugmyndalýsingu (Evrópukeppnin). Það eru ekki bara peningaverðlaun í boði, heldur fá allir, sem senda fullnægjandi viðskiptaáætlun, vandaða umsögn sérfræðinga. Einnig verða valdir fulltrúar Íslands í sérstaka Evrópukeppni um viðskiptahugmyndir. Skráðu þig núna, það er án skuldbindinga! Skilafrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar fást í síma 510 1800 og á www.spar.is/n2001. Fyrirspurnir með tölvupósti sendist á nyskopun@spar.is Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 9. apríl voru spiluð úrslit Siglufjarðarmótsins í sveita- keppni, þar sem sveit nr. 1 og 2 spiluðu um 1. sætið og sveit 3 og 4 um 3. sætið og svo framvegis. 10 sveitir tóku þátt í mótinu og voru spilaðir 2 tólf spila leikir á kvöldi allir við alla tvöföld umferð eða alls 18 leikir. Að loknum undanúrslitum var staða efstu sveita: Sveit Guðlaugar Márusdóttur 357 Sveit Hreins Magnússonar 346 Sveit Íslandsbanka hf. 333 Sveit Björns Ólafssonar 312 Lokaúrslit urðu þau að sveit Guðlaugar vann sveit Hreins 23-7 og sveit Björns vann sveit Íslands- banka hf. 22-8. Siglufjarðarmeist- ari í sveitakeppni varð því sveit Guðlaugar Márusdóttur, spilarar Guðlaug – Ólafur, Ari Már og Ari, í öðru sæti sveit Hreins Magnússon- ar, spilarar Hreinn – Friðfinnur, Anton og Bogi, í þriðja sæti sveit Björns Ólafssonar spilarar Björn – Jón Tryggvi, Stefán og Þorsteinn. Árleg fyrirtækja- og stofnana- keppni var spiluð mánudagana 23. og 30. apríl. Aldrei hafa fleiri þátt- takendur verið í þessari keppni, en alls var spilað á 11 borðum. Úrslit eftir harða baráttu urðu þau að Ís- landsbanki-Skeljungur bar sigur úr býtum með alls 1.189 stig í 2. sæti varð Skattstofa Norðurlandsum- dæmis vestra með 1.179 stig og í 3. sæti Heldri borgarar með 1.124 stig. Síðasta mót starfsársins, Shell- mótið, hófst mánudaginn 7. maí. Spilaður er tvímenningur „Baro- meter“ með þátttöku 18 para. Að loknum 6 umferðum er staða efstu para þessi: Ólafur Jónsson – Guðlaug Márusdóttir 53 Anton Sigurbjörns. – Bogi Sigurbjörns. 46 Guðrún J. Ólafsdóttir – Kristín Bogad. 44 Ari Már Arason – Ari Már Þorkelsson 33 Síðasta reglulega spilakvöldið verður síðan 21. maí nk. Miðviku- daginn 23. maí verður haldið árlegt lokahóf að hætti siglfirskra brids- spilara, þar sem léttar veigar og veisluföng verða á borðum. Starfsemi Bridsfélags Siglufjarð- ar starfsárið 2000-2001 hefur verið öflugt að vanda og félagið sent keppendur til þátttöku á Íslands- mót og fleiri stórmót með góðum árangri, má þar til nefna nýbakaða Íslandsmeistara í parakeppni, Björk Jónsdóttur og Jón Sigur- björnsson, svo og sveit Boga Sig- urbjörnssonar sem hafnaði í 4. sæti eftir harða baráttu um toppsætin á Íslandsmótinu í sveitakeppni. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 1. maí var haldið af Bridsfélagi Dalvíkur Norðurlands- mót í tvímenningi. 26 pör mættu til leiks og Norðurlandsmeistarar urðu Sveinn og Jónas með nokkrum yf- irburðum en staða efstu para varð: Sveinn Pálss. - Jónas Róbertss. 59,8% Stefán Vilhj. - Hermann Huijbens 56,2% Björn Þorlákss. - Reynir Helgas. 56,1% Ásgrímur Sigurbj. - Jón Ö. Berndsen 55,2% Frímann Stefánss. - Pétur Guðjónss. 53,2% Spilakvöld Bridsfélags Akureyrar í sumar verða á þriðjudögum þar sem spilaðir verða eins kvölds tví- menningar. Spilað er í félagsheimili Þórs og hefst spilamennska kl. 19:30 og eru allir velkomnir. Aðstoðað er við myndun para.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.