Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN
ÉG er ein hinna
heppnu – ég fékk að
læra á hljóðfæri á
næmustu barnsárunum.
Það var ekki alltaf
gaman og iðulega dratt-
aðist ég í spilatíma
sveitt í lófum af kvíða af
því að ég hafði gleymt
að æfa mig heima. Samt
hélt ég út í ellefu ár, lík-
lega vegna þess að tón-
listarnámið var miklu
oftar skemmtilegt. Eða
kannski hef ég ung gert
mér grein fyrir mótandi
áhrifum tónlistarinnar
og hvaða þátt hún átti í
að gera mig að mér.
Ég er þakklát sjálfri mér fyrir að
gefast ekki upp, foreldrum mínum
fyrir að fjárfesta í tónlistaruppeldi og
samfélaginu fyrir að hafa það í boði á
viðráðanlegu verði. Ég er sannfærð
um að tónlistarnám skilar einstak-
lingum og samfélagi margfalt því
sem í það er lagt.
Dútl og dægrastytting?
Tónlistarnám snýst ekki bara um
að læra á hljóðfæri. Tónlistin krefst
sjálfsaga af iðkendum sínum og þeir
læra að endurtaka hlutina aftur og
aftur þar til öryggi fæst. Tónlistin
samræmir hug og hreyfingar, kennir
okkur að hlusta og heyra og verða
læs á önnur tákn en stafrófið. Sá sem
er læs á nótur hefur eignast innsýn í
margbreytileika menningarinnar.
Tónlist er túlkun og tónlist er
sköpun. Skapandi þátturinn æfir rök-
hugsun jafnt sem hugarflug. Túlkun-
in hvetur til sjálfskoðunar, eykur
innsæi og skilning á orðlausum tján-
ingarformum. Meirihluti mannlegra
samskipta fer fram án orða – en hvar
lærum við að túlka og skilja þann
tjáningarmáta? Til dæmis í tónlistar-
skólum.Tónlistariðkun er ekki bara
dútl og dægrastytting heldur eflir
hún hinar ýmsu tegundir greindar.
Sá hluti mannkynssögunnar sem
kenndur er í tónlistarskólum er líka
nytsöm lexía. Tónlistarsagan snýst
aðeins að hluta til um kónga og stríð,
en aðallega um sköpunarmátt
mannshugans og hvaða áhrif hvert
örstutt tónbil hefur haft á framþróun
mannkyns.
Síðast en ekki síst kenna tónlistar-
skólakennarar nemendum sínum
kúnstina að koma fram. Að miðla því
sem þeir hafa til málanna að leggja
og láta rödd sína heyrast, sem er mik-
ilvæg menntun í lýðræðissamfélagi.
Einhverra hluta vegna hefur þó
rödd tónlistarskólakennara sjálfra
ekki heyrst nægilega vel í kjarabar-
áttunni, en þeir þiggja lægst laun
allra kennara. Tónlistarskólakennari
með háskólapróf, kennsluréttindi og
áratuga fagnám hefur 102.210 kr. í
byrjandalaun.
Tónlist í dreifðum
byggðum
Mikilvægi tónlistarinnar rann
fyrst að fullu upp fyrir mér þegar ég
flutti út á land. Mig hafði aldrei grun-
að að flutningur í eina af afskekkt-
ustu sveitum landsins yrði til þess að
ég færi að læra söng hjá sprenglærð-
um doktor í músíkfræðum. En í
litlum samfélögum tekur maður sér
það fyrir hendur sem í boði er og
blessunarlega býðst börnum jafnt
sem fullorðnum um
land allt nám við tón-
listarskóla þar sem
starfa fjölmenntaðir og
færir tónlistarmenn.
Starf þessara öflug-
ustu menningarstofn-
ana landsins hefur ekki
bara skilað okkur tón-
listarmönnum sem
skapa sér atvinnu og
þjóðarbúinu tekjur
heldur líka grasrót sem
nýtir nám sitt á marg-
víslegan hátt. Án gras-
rótar verða ekki til at-
vinnumenn og öfugt
því að amatörar og
elíta haldast alltaf í hendur. Menn-
ingin er ekki eyland heldur hluti af
samfélagi og atvinnulífi. Við megum
vera stolt af því mikla afreki sem
uppbygging tónlistarlífs í landinu er
og hve vel menntaður almenningur er
í tónlist. Látum þetta ekki leggjast af
vegna lélegra kjara tónlistarskóla-
kennara.
Carmen að afloknum
vinnudegi
Ég býst við að fjöldi Íslendinga í
söngnámi miðað við höfðatölu sé
heimsmet. Líklega stundar allt þetta
fólk, sem ekki ætlar að verða atvinnu-
söngvarar, nám sitt vegna þess að
það hefur ekki fundið annað tóm-
stundagaman jafn þroskandi. Í söng-
námi fær maður svo margs konar
menntun í einum pakka.
Söngurinn er líkamsrækt. Hann
eykur tilfinningu fyrir réttri líkams-
stöðu og bætir öndun. Í söngnum
verður maður að leggja hug sinn,
hjarta, lungu og líkamann allan und-
ir. Söngurinn vinnur gegn feimni og
eykur sjálfsöryggi. Söngnám er eilíft
ferðalag upp í móti, en á leiðinni eru
margir toppar. Líðanin er ólýsanleg
þegar langþráðum toppi er náð þótt
enn sé langt á hæsta tindinn.
Það eykur mannskilning og dýpk-
ar tilfinningar að syngja. Getur það
verið annað en mannbætandi að
syngja allar þessar aríur sem fjalla
um heitustu tilfinningar mannins? Að
setja sig í spor hetja óperubók-
menntanna og fá að vera Carmen eða
Aida að afloknum vinnudegi? Söng-
nám er líka bókmenntanám og fram-
burðarkennsla í helstu þjóðtungum
álfunnar. Í samsöngstímum æfumst
við í því sem Íslendingar eiga svo erf-
itt með – að hrósa og gagnrýna og
taka hrósi og gagnrýni. Söngnámið
er ekki síst skóli í mannlegum sam-
skiptum.
Söngkennarinn minn hefur mast-
erspróf og tveggja ára post master
auk áratuga tónlistarnáms og sí-
menntunar á sviði söngs. Hann er
með 139.781 kr. í mánaðarlaun. Það
eru hæstu laun sem hann getur feng-
ið í sínum aldursflokki. Með því að
helga sig kennslu allt lífið getur hann
komist í 155.724 króna mánaðarlaun.
Án tónlistar væri fólk
fáránlegt á dansgólfinu
Við tökum ekki alltaf eftir henni,
hún er bara þarna eins og æðaslátt-
urinn. En kæmumst við af án tónlist-
ar? Hvernig færum við til dæmis að
því að sleppa fram af okkur beislinu –
sem er afar heilsusamleg iðja? Það er
gott að til er tónlist, sagði sænski
spaugarinn Hasse Alfredsson, ann-
ars liti fólk svo fáránlega út á dans-
gólfinu! Hvernig færum við að því að
dansa, stunda leikfimi, slappa af, ein-
beita okkur eða lyfta hug í hæðir án
tónlistar? Tónlistarkennarar fá með
launaseðlum sínum þau skilaboð frá
þjóðinni að starf þeirra sé lítils virði.
Finnst okkur það í raun og veru?
Launaseðlar tón-
listarskólakennara
Björg Árnadóttir
Kjör
Tónlistarkennarar fá
með launaseðlum sínum
þau skilaboð frá þjóð-
inni, segir Björg Árna-
dóttir, að starf þeirra
sé lítils virði.
Höfundur er símenntunarstjóri
Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Fyrsti
594 6000
Nýtt símanúmer:
S k ú t u v o g u r 1 2 a
BOMAG BG 190 T
er 17,7 tonna hefill
með afturdrifi.
Þetta er stærsti hefillinn
í Bomag línunni!
Aðrar stærðir:
BG 160 - 14 tonn
BG 110 - 11 tonn
BG 90 - 7,5 tonn
Allar gerðir eru fáanlegar
með fjórhjóladrifi.Merkúr óskar
Jóhannesi Guðmundssyni
á Selfossi (Jóa hefli)
til hamingju með fyrsta
Bomag hefilinn og megi
honum „heflast“ vel
í framtíðinni!
Til sýnis föstudag og laugardag.
veghefillinn á Íslandi
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 59