Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áhri far íkt grennandi l íkamskrem Vinnur á vökva- og fi tusöfnun D R A I N E M I N C E U R Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu- Amaró Akureyri, Hygea Kringlan, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, greindi frá því á ársfundi Land- spítala-háskólasjúkrahúss (LSH) í gær að starfshópur yrði skipaður á næstunni undir for- ystu ráðuneytisins sem hefði það hlutverk að gera tillögu til ráðherra um frekari uppbygg- ingu Landspítala-háskólasjúkrahúss. Sagðist hann ætla að ræða þetta mál á næstu dögum við forstjóra LSH og rektor Háskóla Ís- lands og kvaðst hann leggja áherslu á að fá fljótt í hendur tillögur, því ekki mætti dragast úr hömlu að ákveða næstu skref. Fé til innréttingar á nýrri hæð á Landspítala í Fossvogi Þá greindi ráðherra frá því að fé hefði fengist til að innrétta og stórbæta alla aðstöðu á E7 – nýrri en ónýttri hæð á Landspítalanum í Foss- vogi og sagði að bundnar væru vonir við að þetta nýja húsnæði mundi bæta verulega aðstæður sjúklinga og starfsfólks í Fossvoginum. Vakti Jón athygli á því að Landspítalinn væri stærsti vinnustaður landsins og að rekstrar- kostnaðurinn losaði 20 milljarða króna á ári. Sagði hann að framlög til spítalans hefðu aukist mjög í tíð þessarar ríkisstjórnar og lýsti von sinni um að áfram mætti ríkja sátt starfsmanna og stjórnenda um kaup og kjör. Ársfundur LSH í gær var fjölmennur. Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnarnefndarinnar, flutti skýrslu stjórnarnefndar og starfsmenn voru heiðraðir fyrir vel unnin störf. Í gær hófst einnig dagskráin Vordagar Land- spítala-háskólasjúkrahúss, með fyrirlestri dr. Miles F. Shore, prófessors við Harvard háskóla. Þá var opnuð sýningin Vísindi á vordögum, þar sem kynnt eru rannsóknarverkefni starfsfólks með fyrirlestrum og á veggspjöldum sem komið hefur verið upp í K-byggingu Landspítalans við Hringbraut. Vísindasjóður allra háskóla- menntaðra starfsmanna LSH Á ársfundinum var einnig kynnt skipulags- skrá nýs vísindasjóðs LSH sem stofnaður er með sameiningu vísindasjóða og vísindaráða sem starfrækt voru á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir sameiningu spítalanna. Er til- gangurinn með starfsemi sjóðsins að styrkja og efla vísindarannsóknir, athuganir og tilraunir í vísindalegum tilgangi á LSH. Eiga allir háskóla- menntaðir starfsmenn LSH aðild að sjóðnum Stofnfé hans er 35,7 milljónir kr. Jafnframt hefur verið skipað Vísindaráð Landspítala-háskólasjúkrahúss sem hefur m.a. það hlutverk að kynna vísindastarf á stofnun- inni. Heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítala – háskólasjúkrahúss Starfshópi falið að semja til- lögur um uppbyggingu LSH SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra og samtarfsráðherra Norður- landa á Íslandi, kynnti í gær nor- rænan þjónustusíma sem ætlaður er þeim einstaklingum og fjölskyldum sem flytja búferlum innan Norður- landanna. Fólk sem flytur á milli landanna getur lent í erfiðleikum í kerfinu vegna mismunar sem oft er á milli laga og reglna á Norðurlönd- um og er þessum nýja þjónustusíma ætlað að greiða úr vanda þessa fólks og benda því á réttar leiðir. Jafn- framt því verður öllum fyrirspurn- um og erindum safnað í sameigin- legan gagnabanka og upplýsingar úr honum nýttar til að aðgreina hvar skóinn kreppir í viðkomandi löndum og afmarka þannig vanda- mál sem fólk lendir í. Að sögn Sivjar býr 5% íslensku þjóðarinnar á öðrum Norðurlöndum og árið 1999 voru um 14.000 Íslend- ingar búsettir á Norðulöndum utan Íslands. Um 40.000 íbúar Norður- landa fluttu það ár á milli landa og alls voru 250.000 Norðurlandabúar búsettir utan síns heimalands. Siv sagði því að þörfin væri talsverð á að aðstoða og leiðbeina þessum fjölda, sem síst færi minnkandi með árunum. Tilkoman þjónustusímans „Halló Norðurlönd“ ætti að geta greitt úr mörgum vanda þessa fólks og þjónustan við þá yrði víðtækari og heildstæðari en áður. Þá sagði Siv að gagnabankinn muni nýtast Norrænn þjónustusími tekinn í notkun Morgunblaðið/Þorkell Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda á Íslandi, kynnti norræna þjónustusímann í Norræna húsinu. Við hlið hennar er Rebecka Wallin frá skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn, en hún hefur umsjón með gagnabankanum sem unninn verður upp úr fyrirspurnum sem berast þjónustusímanum. stjórnmálamönnum við að finna hvar vandamál þeirra sem eru að flytjast búferlum milli Norðuland- anna liggja og auðvelda þeim að gera Norðurlönd að einsleitara bú- setusvæði þar sem réttindi allra séu svipuð á milli landa. Dæmi um þjónustu sem „Halló Norðurlönd“ veitir er upplýsingar um eyðublöð og nauðsynleg gögn vegna búferlaflutninga, tolla, inn- flutning og skráningu bifreiða, námsstyrki og námsmat, heilsu- vernd, sjúkratryggingar, fjöl- skyldubætur og meðlög, réttinn til að nota eigið tungumál í samskipt- um við opinberar stofnanir o.s.frv. Síminn er opinn virka daga milli kl. 9 og 12.30 og á Íslandi er hægt að ná sambandi í síma 511-1808 eða senda fyrirspurn á netfangið hallo- @norden.is. MIKIL veðurblíða hefur verið á Fljótsdalshéraði undanfarna daga. Þeir félagar Guttormur og Unnar voru að hamast við það í góðviðrinu að múra nýja vall- arhúsið við íþróttaleikvanginn á Egilsstöðum, en þar fer senn fram Landsmót UMFÍ 2001. Hitinn komst í 18 stig á Hall- ormsstað í gær, í 17 stig á Egils- stöðum og Ásbyrgi og var reynd- ar yfirleitt hlýtt á norðausturhorni landsins í gær. Áfram verður hlýtt í dag, allt upp í 17 stig á Austurlandi en 8-10 stiga hiti syðra. Veðurblíða fyrir austan Morgunblaðið/Steinunn ÍSLENSK matvæli hafa hafið starf- semi í húsnæði Fiskvinnsluskólans að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Um er að ræða bráðabirgðaráðstöfun, en sem kunnugt er brann húsnæði fyr- irtækisins fyrir tveimur vikum. Snorri Finnlaugsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir að enn sé ekki ljóst hvar fyrirtækið komi til með að byggja upp starfsemi sína til framtíðar, en það sé ljóst að fyrir- tækið haldi áfram starfsemi. Allt sem var í húsi Íslenskra mat- væla, svo sem tæki, búnaður, birgðir o.fl. og stór hluti húseignarinnar, eyðilagðist í brunanum. Snorri sagði að þó að einhver hluti húsnæðisins stæði enn uppi væri ljóst að mat- vælafyrirtæki færi ekki þangað inn aftur. Snorri sagði að á meðan verið væri að skoða framtíðarstaðsetningu fyr- irtækisins hefði það fengið inni til bráðabirgða með framleiðslu sína í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Framleiðsla væri þar þegar hafin og væru fyrstu vörurnar sem þar hefðu verið framleiddar komnar í matvöru- verslanir. Hann sagði að framleiðsl- an myndi til að byrja með eingöngu miðast við innlendan markað. Birgðastaða fyrir útflutning hefði verið góð og því kæmi ekki að sök þó að hlé yrði á framleiðslu til útflutn- ings. Um 30 manns starfa hjá Íslensk- um matvælum og hefur engum verið sagt upp þrátt fyrir brunann. Ís- lensk matvæli framleiða m.a. lax, síld, sósur o.fl. Hefja starfsemi í Fiskvinnsluskólanum Íslensk matvæli byggja upp á ný AÐALMEÐFERÐ í máli rík- issaksóknara gegn 18 ára karlmanni sem ákærður er fyrir líkamsárás í maí í fyrra lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnar- lambið krefst 7,3 milljóna í skaðabætur. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa veitt þolandanum, sem er karlmaður á fimmtugsaldri, „högg í andlitið með höfðinu“ svo maðurinn féll í götuna. Af- leiðingarnar urðu þær að hann hlaut brot í höfuðkúpu- botn, blæðingu í vinstra heila- hveli og hliðrun varð á heila til hægri. Áverkarnir leiddu til stýritruflana í heila. Auk þess bólgnaði maðurinn á hnakka og hlaut skurð í neðri vör. Krefst 7,3 milljóna í skaða- bætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.