Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STEFNT er að því að hefja mikla uppbyggingu í Skugga- hverfi á næsta ári eins og fram kom hér í blaðinu í fyrradag og er í því sambandi m.a. gert ráð fyrir að rífa um 40 hús á svæðinu. Helmingur þeirra er á reit sem afmarkast af Lindargötu, Frakkarstíg, Hverfisgötu og Vitastíg og um tuttugu eru vestan við þann reit. Samkvæmt upplýsingum frá borgarskipulagi mun að- eins eitt hús á fyrri reitnum verða varðveitt, en það er lítið nýuppgert timburhús sem stendur á horni Vitastígs og Hverfisgötu. Morgunblaðið hafði samband við þrjá íbúa sem málið varðar og leitaði viðbragða við þessum áform- um borgaryfirvalda. „Í lausu lofti“ Ásdís Þórhallsdóttir leik- stjóri býr að Lindargötu 34. Hún kvaðst í samtali við Morgunblaði hafa talið sig vera búna að kaupa sér þarna framtíðarhúsnæði og sagði verst að vita ekkert fyrir víst hvað yrði í framtíðinni. „Ég fór nú á þennan fund sem haldinn var 3. apríl í Borgarbókasafninu, þar sem borgaryfirvöld ætluðu að kynna okkur þessi mál, og ég verð að segja að það varð mjög skondinn fundur, fyrir utan það að vera mjög illa skipulagður,“ sagði Ásdís. „Í upphafi hans var tekið fram að það væri mjög naumur tími til ráðstöfunar og því ekki heppilegt að vera með mikið af spurningum. Það út af fyrir sig er auðvitað fáránlegt. Upplifun mín af fundinum var annars í stuttu máli sú að ég byggi á einhverju hamfara- svæði og íbúar þar fengju engu að ráða og ekkert um þetta að segja. Og áfallahjálp- in átti þá að felast í því að fulltrúi borgarinnar myndi hjálpa okkur við að selja eign- irnar okkar.“ Hún sagði bæklinginn sem 101 Skuggahverfi hefði gert ákaflega einkennilegan. „Allt orðalagið í honum er eins og upp úr einhverri ævintýra- bók. Ef maður rýnir í textann kemur berlega í ljós að setn- ingarnar þýða í raun ekki neitt.“ En hvernig kemur þetta við þig? „Ja, það er náttúrulega ljóst að ég er ekkert endilega til í að búa á einhverju bygg- ingasvæði þar sem verið er að reisa einhver háhýsi. Eins og staðan er í dag eru eignir okk- ar ekki inni á fasteignamark- aði. Ef ég vildi selja núna er ég hrædd um að það myndi ganga brösuglega; eða hver myndi annars vilja kaupa af mér? Og hver ætlar að meta eignina? Svo er líka alls óvíst við hvað ætti að miða. Á að fara eftir brunabótamati eða einhverju öðru? Svör við þessu hafa hvergi komið fram.“ Ásdís sagði að fleira flækti málið. „Mörg þessara húsa eru það gömul að þau standa á eignalóðum. Þannig er t.d. með húsið mitt; þetta er eignalóð með byggingarétti. Mig minnir að það hafi komið fram á þessum fundi að um 14.000 fermetrar af þessu svæði sé í þannig einkaeigu. Við þessu var heldur engin svör að fá.“ Þá sagði Ásdís það hafa komið fram á fundinum að að borgin ætlaði að stofna fram- kvæmda- og fjárfestingasjóð og búið væri að huga að því hverjir yrðu þar í stjórn. Sjóð- urinn ætlaði að bjóðast til að kaupa upp eignir íbúanna og síðan væri hugmyndin að fulltrúi sjóðsins aðstoðaði við sölu eignanna. „Maður er algjörlega í lausu lofti. Og eins og ég nefndi áðan leið mér á fund- inum helst eins og ég byggi á einhverju snjóflóðasvæði og tilkynnt væri að skriðan kæmi, en ekki væri vitað ná- kvæmlega hvenær,“ sagði Ás- dís að lokum. Hverfi í mikilli uppbyggingu Björn Þór Vilhjálmsson býr að Hverfisgötu 39 sem er fimm hæða steinhús. Hann segir að undanfarin fimm ár hafi íbúðirnar þar verið í stöð- ugri endurnýjun. „Sameignin var gerð upp fyrir um tvær milljónir króna í fyrrasumar og sjálf lögðum við sambýlis- kona mín í dýrar endurnýjan- ir á okkar íbúð fyrir tveimur árum,“ sagði Björn. Hann sagði að nú ríkti hins vegar mikil óvissa um fram- haldið. „Maður fer að efast um sjálfsögð réttindi sín sem borgarbúa. En um leið eru íbúar svæðisins hissa á þess- um fyrirætlunum. Árni Þór Sigurðsson segir í Morgun- blaðinu að flestir borgarbúar séu sammála um að hverfið þurfi einhverja upplyftingu og nefnir það sem forsendu fyrir þessum afdrifaríku að- gerðum. Það er rétt, að hverf- ið þarf upplyftingu, en það sem færri vita er að hverfið hefur verið í mikilli uppbygg- ingu undanfarin ár. Fólk hef- ur verið að kaupa eignir hér í hverfinu og gera heilu húsin skemmtilega upp, með því markmiði að búa hér til lang- frama.“ Að mati Björns er mikil- vægt að hlúa að þessari nátt- úrulegu uppbyggingu eins og hann kallar það. „Til þess eru margir möguleikarsem vel mættu vera djarfir að ein- hverju leyti. En vegna þess- ara fyrirhuguðu framkvæmda hefur uppbyggingin stöðv- ast.“ Björn sagði að í stað þess að hvetja fólk til að gera upp húsin virtist borgin vera að kaupa þau með því markmiði að eignast lóðir sem þau stæðu á. „Ég tel að hugmynd- in um að ryðja burt því gamla rótgróna borgarumhverfi sem hér er fyrir hendi og hefur alla möguleika á því að þróast í lifandi og verðmætt hverfi hér í miðbænum sé afleit. Mér finnst engin huggun í því að það eigi að varðveita eitt eða tvö friðuð hús. Það býr saga í öllu hverfinu, bæði bygging- arsöguleg og menningarleg. Mér finnst borgarstjórnin, þar sem nú situr fólk sem barðist fyrir verndun Torf- unnar á sínum tíma, vera að gera óbætanleg mistök ef þessar fyrirætlanir ná fram að ganga.“ Að sögn Björns nægir að líta til Svíþjóðar til að sjá að borgin er á rangri braut. Þar séu menn sammála um að mikil skipulagsleg slys hafi átt sér stað í borgum þar á sjöunda og áttunda áratugun- um, þegar gömul hverfi í mið- borgunum voru rifin og ný, snyrtileg, steypt hverfi byggð í staðinn. „Reyndin var sú að allt borgarlíf var drepið niður í þessum hverfum, þau hafa aldrei náð að lifna við. Nú hef- ur áherslan hins vegar beinst að verndun og endurnýjun gamalla hverfa, sem hafa orð- ið mjög verðmæt fyrir vikið, og er Hagahverfið, sem er gamalt verkamannahverfi í Gautaborg, gott dæmi um það. Ég held að borgarstjórn- in og borgarbúar þurfi að taka meðvitaða afstöðu til þessa máls áður en þetta óaft- urkallanleg skref verður tek- ið,“ sagði Björn. Í sjokki yfir þessum ósköpum Brynja Helga Kristjáns- dóttir býr að Hverfisgötu 55 sem hún sagði orðið hálfgert ættarsetur fjölskyldunnar. Hún sagði áform borgaryfir- valda vera mikið áfall. „Ég er auðvitað alveg í sjokki yfir þessum ósköpum,“ sagði Brynja og kvaðst tæpast eiga orð til að lýsa vanþóknun sinni á þessum gjörningi. „Húsið okkar brann fyrir nokkrum árum og við erum nýlega búin að endurnýja það. Við erum orðin það fullorðin að við veltum fyrir okkur á sínum tíma hvort við gætum nokkuð verið að standa í að byggja það upp á ný og ákváð- um því að kanna hvort borgin vildi kaupa það, en töluðum þar fyrir daufum eyrum því enginn hafði áhuga. Þá slóg- um við til og endurbyggðum húsið. Núna erum við komin inn og erum alsæl og þá dyn- ur þetta yfir núna.“ Brynja sagði húsið varð- veita sögu fjölskyldunnar og var hún sjálf fædd í húsinu. „Amma mín keypti það árið 1910. Þá var húsið þrjú her- bergi og eldhús en hún byggði ofan á og við það. Síðan bjó móðir mín hér og svo ég og börnin mín.“ Nú sér hún hins vegar fram á að þurfa að fara úr húsinu. „Ég hefði aldrei trúað því að það væri hægt að gera svona lagað við fólk og eigur þess,“ sagði Brynja og spyr að lok- um: „Er þetta hægt?“ Íbúar ósáttir við fyrirhuguð áform borgaryfirvalda um niðurrif gamalla húsa Óvissan verst Morgunblaðið/Jim Smart Ásdís Þórhallsdóttir, Björn Þór Vilhjálmsson og Brynja Helga Kristjánsdóttir eru ósátt við fyrirhuguð áform um niðurrif húsa í Skuggahverfi. Hér eru þau framan við nýuppgert hús við Veghúsastíg, sem mun hverfa ef svo fer sem horfir. Skuggahverfi FRAMKVÆMD landfylling- ar í Arnarnesvogi ber að fara í frekara umhverfismat að mati Náttúruverndar ríkisins. Stofnunin telur að mats- skýrsla sú, sem unnin var fyrir framkvæmdaraðila, geri ekki nægjanlega grein fyrir hugs- anlegum umhverfisáhrifum landfyllingarinnar. Í umsögn til Skipulags- stofnunar tíundar Náttúru- vernd þau atriði sem hún telur athugaverð við framkvæmdir og umhverfismatsskýrslu þá sem verkfræðistofan Hönnun vann fyrir Björgun ehf og Bygg ehf, framkvæmdaaðila verksins. Er fyrst þar að nefna atriði er varða efnistöku vegna framkvæmdanna en Náttúruvernd gagnrýnir að í matsskýrslunni séu eingöngu nefndir efnistökustaðir í sjó og staðsetning þeirra sýnd á korti en efnistökustaðir á landi séu ekki tilgreindir og telur Náttúruvernd það ófull- nægjandi. Þá sé í matsskýrslu ekki gert ráð fyrir neinum at- hugunum á umhverfisáhrifum efnistökunnar. Náttúruvernd bendir á að í skýrslunni hafi gróður ekki verið greindur til tegunda á fyrirhuguðu framkvæmda- svæði en að vísað sé til bók- arinnar „Innnes – Náttúrufar, minjar og landnýting“ varð- andi það atriði. Í bókinni sé hins vegar ekki gerð sérstök grein fyrir gróðri í Arnarnes- vogi og því sé um ófullnægj- andi upplýsingar að ræða. Þá segir í umsögn Náttúruvernd- ar: „Þar sem áætlað er að fjar- lægja allan gróður á svæðinu, að undanskildum gróðri í fjöruborði vestan landfylling- ar, væri eðlilegt að leita eftir álitsgerð Náttúrufræðistofn- unar Íslands varðandi plöntu- tegundir í Arnarnesvogi.“ Úttekt á fuglalífi ófullnægjandi Að mati Náttúruverndar mun fjaran í Arnarnesvogi ekki skemmast meira við framkvæmdirnar en orðið er með núverandi landfyllingu. Sama gildir um leirur og sjáv- arfitjur. Hins vegar megi ætla að einhver mengun verði í sjó af völdum smábáta en á slíkt er ekki minnst í skýrslu fram- kvæmdaraðila. Þá vanti í skýrsluna umræðu um áhrif fyrirhugaðrar ylstrandar á líf- ríkið í voginum. Í umsögn Náttúruverndar er töluvert rætt um áhrif á fuglalíf í voginum og telur stofnunin að vinnubrögð fram- kvæmdaaðila varðandi úttekt á fuglalífi fyrir matsskýrslu séu ófullnægjandi. Þar kemur fram að um sé að ræða einn helsta dvalarstað fugla á Inn- nesjum á veturna og að vog- urinn sé hluti af stærra svæði sem sé á skrá Alþjóðafugla- verndarsamtakanna um al- þjóðlega mikilvæg fuglasvæði. Til að fá fullnægjandi upplýs- ingar sé mikilvægt að fugla- talningar séu gerðar frá hausti fram á sumar og standi slík talning nú yfir. „Hins veg- ar bíða framkvæmdaaðlilar ekki eftir að rannsóknum ljúki og setja fram matsskýrslu með bráðabirgðayfirliti yfir fuglalíf í voginum. Í því kemur fram að mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir í um- sögninni. Fleira er gagnrýnt í um- sögn Náttúruverndar, svo sem fullyrðingar um litla há- vaðamengun af völdum báta- umferðar og vöktunaráætlun varðandi raunveruleg áhrif framkvæmdarinnar. Í niður- stöðum umsagnarinnar lýsir Náttúruvernd því áliti sínu hvað íbúðarbyggð snertir að ef nægjanlegt byggingarland sé til í landi Garðabæjar ætti að meta þá kosti umfram land- fyllingarkostinn. Það megi telja þær leirur og voga sem eftir eru ósnertar á höfuð- borgarsvæðinu. Umsögn Náttúruverndar ríkisins vegna umhverfismats landfyllingar í Arnarnesvogi Matsskýrsla framkvæmd- araðila ófullnægjandi Morgunblaðið/Ásdís Náttúruvernd segir að úttekt á fuglalífi sé ófullnægjandi í matsskýrslu framkvæmdaraðila. Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.