Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI
24 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÆSTKOMANDI þriðjudag, 15.
maí, verður opnað fyrir viðskipti á
nýjum markaði, Tilboðsmarkaði
Verðbréfaþings, að því er fram kem-
ur í frétt frá Verðbréfaþingi Íslands
hf. Finnur Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings, segir
að með þessari breytingu sé Verð-
bréfaþing að víkka út þjónustu sína.
Þar með verður um þrenns konar
skráningu að ræða, á aðallista og
vaxtarlista Verðbréfaþings og á Til-
boðsmarkaði Verðbréfaþings.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
skipurit sem lýsir verðbréfamark-
aðnum hér á landi. Eins og sjá má á
myndinni skiptist verðbréfamarkað-
urinn í tvennt, annars vegar í skipu-
lagðan markað og hins vegar í
óskipulagðan markað, sem oft hefur
verið nefndur grái markaðurinn.
Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir
að skipulagði markaðurinn skiptist í
tvennt, annars vegar í kauphöll og
hins vegar í skipulagðan tilboðs-
markað. Verðbréfaþing Íslands hef-
ur hingað til aðeins rekið kauphöll,
en hefur einnig leyfi til að reka
skipulagðan tilboðsmarkað. Með
nýja Tilboðsmarkaðnum hyggst það
nú nýta sér þá heimild.
Finnur segir að Keflavíkurverk-
takar hf. verði fyrsta félagið til að
skrá sig á nýja markaðinn þegar
hann verður opnaður á þriðjudaginn,
en markhópurinn sé ung og smá fyr-
irtæki, fyrirtæki í örum vexti eða
fyrirtæki sem einhverra hluta vegna
vilji ekki skrá sig í kauphöll. Hann
nefnir að Verðbréfaþing líti til dæm-
is á tölvufyrirtæki, fjarskiptafyrir-
tæki, fjölmiðla, iðnfyrirtæki, lyfja-
fyrirtæki og bifreiðaumboð sem
markhópa.
Kaup og sala fara fram með sama
hætti og á aðal- og vaxtarlista
Finnur segir viðskipti með hluta-
bréf á Tilboðsmarkaðnum munu fara
fram eins og önnur viðskipti í við-
skiptakerfi þingsins og að almennir
fjárfestar muni bera sig eins að við
að kaupa og selja hlutabréf félaga á
Tilboðsmarkaðnum og félaga sem
skráð eru á aðal- eða vaxtarlista
Verðbréfaþings. Hann segir að í
meginatriðum þurfi félög á Tilboðs-
markaðnum að uppfylla sömu skyld-
ur um birtingu frétta og félög sem
skráð eru á aðal- og vaxtarlista.
„Þetta er mjög mikilvægt fyrir fjár-
festa því helsti veikleiki gráa mark-
aðarins er skortur á upplýsingum frá
félögum,“ segir Finnur. Að hans
sögn verður fréttum frá félögum á
Tilboðsmarkaðnum miðlað um
heimasíðu Verðbréfaþings með sama
hætti og fréttum frá félögum á aðal-
og vaxtarlista. Þá munu flöggunar-
reglur einnig gilda á Tilboðsmark-
aðnum sem þýðir að gera þarf op-
inbert þegar eignarhlutur fjárfestis
fer yfir eða undir tiltekin mörk.
Einnig verður að upplýsa um við-
skipti innherja.
Birting reikninga félags verður
ekki eins tíð og hjá fyrirtækjum á að-
al- og vaxtarlista, því þar verður frá
og með næsta hausti gerð krafa um
að uppgjör verði birt ársfjórðungs-
lega, en félög á Tilboðsmarkaðnum
þurfa eingöngu að birta endurskoð-
aðan ársreikning og óendurskoðað
sex mánaða uppgjör.
Finnur segir að sú ríka upplýs-
ingaskylda sem hvíli á félögum á Til-
boðsmarkaðnum sé mikið öryggi fyr-
ir fjárfesta. Hann bendir einnig á að
lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir
megi fjárfesta í félögum á Tilboðs-
markaðnum eins og öðrum skráðum
félögum.
Vægari skilyrði fyrir skráningu
Skilyrði fyrir skráningu á Tilboðs-
markaðinn verða vægari en þau sem
gilda um skráningu í kauphöll.
Markaðsvirði getur verið 25 milljón-
ir króna að lágmarki, en á vaxtarlist-
anum er lágmarkið nú 80 milljónir
króna og miðast það við lágmarks-
reglur Evrópusambandsins. Gerðar
verða kröfur um 25 hluthafa hið
minnsta þar sem hver eigi að
minnsta kosti 100.000 krónur að
markaðsvirði og endurskoðaður árs-
reikningur þarf að vera til fyrir síð-
ustu tvö ár. Stjórn þingsins getur þó
veitt undanþágu frá öllum þessum
skilyrðum.
Tilboðsmarkaður Verðbréfaþings tekur til starfa á þriðjudag
Upplýsinga-
skyldan eyk-
ur öryggiðSAMKVÆMT árshlutauppgjöriSH námu heildartekjur samstæð-unnar fyrsta ársfjórðung árið 2001um 13 milljörðum króna en þær
voru 10,2 milljarðar sama tímabil
árið á undan og er aukningin 27%.
Tekjur samstæðunnar eru nær all-
ar í erlendri mynt og því er ekki
um þetta mikla raunhækkun að
ræða í íslenskum krónum en geng-
isvísitala íslensku krónunnar hefur
hækkað um 12% milli tímabila.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði
nam 431 milljón króna en var 315
milljónir árið á undan og hagnaður
fyrir skatta nam 274 milljónum
króna samanborið við 220 milljónir
árið á undan. Hagnaður tímabils-
ins að teknu tilliti til hlutdeildar
minnihluta nemur nú 167 milljón-
um króna á móti 141 milljón sama
tímabil árið 2000. Meðal fjármuna-
tekna er færður söluhagnaður af
sölu hlutabréfa í Pescanova SA að
fjárhæð 40 milljónir króna. Þessi
rekstrarniðurstaða er heldur betri
en áætlanir félagsins gerðu ráð
fyrir á fyrsta ársfjórðungi.
Veltufé frá rekstri reyndist 232
milljónir króna sem er svipað og á
sama tímabili árið áður. Efnahags-
reikningur stækkar frá áramótum
um 10% vegna áhrifa 24% veltu-
aukningar milli tveggja síðustu
ársfjórðunga á viðskiptakröfur,
auk þess sem gengi erlendra
gjaldmiðla hefur hækkað frá ára-
mótum. Eigið fé hefur aukist úr
3,4 í 3,7 milljarða en hlutfall þess
er nær óbreytt.
Sviptingar
framundan
Í tilkynningu frá SH segir að
annar ársfjórðungur verði að
mörgu leyti ársfjórðungur svipt-
inga. Gengistap hjá móðurfélagi
hefur aukist um rúmar 40 milljónir
króna frá árshlutauppgjöri en á
móti vinnur aukinn hagnaður er-
lendra dótturfélaga í krónum tal-
inn, sérstaklega til lengri tíma lit-
ið. Þá hækkar eign félagsins í
erlendum dótturfélögum einnig til-
svarandi, þótt sú hækkun sé færð
beint til aukningar eigin fjár.
„Verkfall sjómanna er nú farið
að setja mark sitt á rekstur nokk-
urra dótturfélaga og ljóst að drag-
ist það enn á langinn fer ekki hjá
því að hagnaður minnki frá því
sem ella hefði orðið. Afkomuáætl-
un 2. ársfjórðungs gerði ráð fyrir
að stærstur hluti hagnaðar mynd-
aðist við sölu fasteignar Coldwater
í Bandaríkjunum. Töluvert hefur
verið spurst fyrir um fasteignina
að undanförnu en enn sem komið
er hafa ekki borist viðunandi til-
boð. Ljóst er að lakara efnahags-
ástand kann að hafa áhrif á eft-
irspurn og verð atvinnuhúsnæðis.
Enn fremur skal þess getið að
félagið er nú að ljúka samningum
við samstarfsaðila sína í Rússlandi
og Scandsea AB í Svíþjóð um að
Scandsea yfirtaki afskrifaðan eign-
arhlut SH í rússneska fyrirtækinu
Navenor gegn greiðslu með hluta-
bréfum í Scandsea. Viðskipti þessi
eru hluti af fjárhagslegri endur-
skipulagningu Scandsea og Nave-
nor. Því er ekki á þessari stundu
ljóst hver áhrifin verða á rekstar-
reikning SH en líklegt að þau leiki
á bilinu 50–100 milljónir króna til
tekna,“ segir í tilkynningunni.
Í byrjun árs gerðu áætlanir
félagsins ráð fyrir að hagnaður af
aðalstarfsemi verði yfir 300 millj.
króna og tvöfaldist þannig milli
ára. Enn fremur var gert ráð fyrir
að söluhagnaður vegna fasteigna
dótturfélags í Bandaríkjunum
næmi 200 milljónum króna. Að svo
stöddu telja stjórnendur félagsins
ekki efni til að endurskoða þessa
spá, þótt óvissa sé nokkur um
ýmsar forsendur hennar.
Hagnaður
SH 167
milljónir
króna
TAP af rekstri Útgerðarfélags Ak-
ureyringa hf. fyrstu þrjá mánuði
ársins nam 117 milljónum króna,
sem að stærstum hluta má rekja til
óhagstæðrar gengisþróunar, að því
er fram kemur í tilkynningu frá
félaginu. Þannig nam gengistap
félagsins samtals 198 milljónum
króna fyrstu þrjá mánuði ársins en
ef gengistapið er undanskilið er
þessi niðurstaða í samræmi við áætl-
anir félagsins. Fyrstu þrjá mánuð-
ina skilaði rekstur ÚA veltufé frá
rekstri upp á 255 milljónir króna. Til
samanburðar nam veltufé frá
rekstri fyrstu sex mánuðina í fyrra
353 milljónum króna og 565 millj-
ónum fyrir allt árið.
Rekstrartekjur samstæðunnar á
fyrsta ársfjórðungi námu samtals
1.249 milljónum króna og hagnaður
fyrir afskriftir og fjármagnsliði 330
milljónum króna, eða 26% af
tekjum. Afskriftir námu samtals 196
milljónum króna og fjármagnsliðir
voru neikvæðir um 251 milljón
króna.
Miðað við gengi gjaldmiðla í lok
dags 8. maí síðastliðinn nemur geng-
istap af skuldum félagsins nær 800
milljónum króna frá áramótum. Þá
segir í tilkynningu félagsins að verk-
fall sjómanna komi mjög illa við
starfsemi þess og ætla megi að tap
félagsins vegna þess sé ekki undir
200 milljónum króna.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, segir að í upphafi
árs hefðu verið væntingar um að
þetta ár yrði eitt hið besta í 56 ára
sögu félagsins. „Utanaðkomandi
þættir, þ.e. mjög óhagstæð gengis-
þróun og verkfall sjómanna, hafa
hins vegar sett stórt strik í reikning-
inn og kollvarpað áætlunum okkar
eins og líklega allra annarra sjávar-
útvegsfyrirtækja hér á landi. Það er
því ljóst að allt stefnir í að sex mán-
aða uppgjör félagsins sýni verulegt
tap af starfseminni.“
Hann segir að þrátt fyrir þessa
ágjöf sé bjart fram undan. Á liðnum
árum hafi verið hagrætt verulega í
rekstri félagsins um leið og það hafi
náð að vaxa umtalsvert. Þannig hafi
velta félagsins aukist um rúm 20% á
ári síðastliðin fjögur ár og vergur
hagnaður og veltufé frá rekstri hafi-
jafnframt aukist verulega á þessu
tímabili. Veiking krónunnar muni
ennfremur koma félaginu til góða til
framtíðar þar sem nær allar tekjur
félagsins séu í erlendri mynt.
Tap á rekstri ÚA
117 milljónir króna
HAGNAÐUR Haraldar Böðvars-
sonar hf. á Akranesi nam 20 millj-
ónum króna fyrstu þrjá mánuði
ársins. Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði var 373 milljónir
eða um 27% af tekjum félagsins.
Allt árið í fyrra var hagnaður HB
598 milljónir fyrir afskriftir og
fjármagnsliði. Ekki liggur fyrir
uppgjör fyrir sama tímabil í fyrra.
Skuldir og tekjur hækka
vegna lækkunar gengis
Rekstrartekjur félagsins þrjá
fyrstu mánuði ársins voru 1.354
milljónir króna. Rekstrargjöld
voru 981 milljón og hagnaður eftir
afskriftir 253 milljónir króna. Fjár-
magnsliðir voru neikvæðir um 228
milljónir og hagnaður af reglulegri
starfsemi 25 milljónir króna. Geng-
istap vegna lána var 155 milljónir á
tímabilinu. Lækkun á gengi krón-
unnar frá áramótum hefur haft
áhrif til hækkunar á skuldum
félagsins. Á móti kemur að tekjur
fyrirtækisins hækka að sama skapi
vegna áhrifa gengislækkunar.
Sala á nótaskipi
lækkar skuldir
Skuldir félagsins hafa samt sem
áður lækkað en langtímaskuldir
voru um áramót 5,5 milljarðar en
eru nú rúmur 5,1 milljarður. Þessi
lækkun er aðallega til komin vegna
sölu á nótaskipinu Óla í Sandgerði
AK 14.
Veltufé frá rekstri var 262 millj-
ónir króna fyrstu þrjá mánuði árs-
ins en var allt árið í fyrra 275
milljónir króna. Eiginfjárhlutfall
jókst um rúmt 1,1% frá 31. des-
ember í fyrra og var 31. mars tæp
27,4%.
Haraldur Böðvarsson hf.
birtir þriggja
mánaða uppgjör
Hagnað-
ur 20
milljónir