Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 23
„DANSKA þjóðhagsstofnunin (Det
økonomiske Råd) var stofnuð árið
1962 og hefur allar götur síðan gegnt
mikilvægu hlutverki í dönsku efna-
hagslífi og tekið virkan þátt í um-
ræðu um hagstjórn, bæði með útgáfu
skýrslna og eins með greinum og við-
tölum í dönskum blöðum,“ sagði
Niels Kæregård, yfirvísmaður
dönsku þjóðhagsstofnunarinnar, í
erindi sínu á morgunverðarfundi
Dansk-íslenska verslunarráðsins.
Auk starfa sinna fyrir stofnunina er
Niels prófessor við Landbúnaðarhá-
skólann í Danmörku. Stjórn ráðsins
skipa þrír menn og eru þeir vanalega
starfandi prófessorar við danska há-
skóla og segir Niels að ráðið end-
urspegli yfirleitt skoðanir þorra
starfandi hagfræðinga í Danmörku.
Óháðir þinginu og ríkisstjórnum
„Hálfsársskýrslur ráðsins vega
þungt í skoðanamyndun og ákvarð-
anatöku um efnahagsmálin í Dan-
mörku. “
Danska þjóðhagsstofnunin fær fé
sitt af fjárlögum en er óháð þinginu
og ríkisstjórn og Niels segir það
raunar vera frekar reglu en undan-
tekningu að stofnunin gagnrýni
efnahagsstefnu stjórnvalda. „Auð-
vitað eru alls konar samtök sem taka
þátt í umræðunni um efnahagsmál
en við erum í reynd eini aðilinn sem
er alls óháður ákveðnum hagsmun-
um og þess vegna er okkar hlutverk
mikilvægt.“ Aðspurður um það hvort
ríkisstjórnir geti ekki sett pressu á
stofnunina með hótunum um minni
fjárframlög segir Niels það mjög
ólíklegt. „Í fyrsta lagi eru útgjöld
stofnunarinnar bara örlítill liður á
fjárlögum og í annan stað myndu
slíkir tilburðir af hálfu ríkisstjórnar
komast í sviðsljósið og verða gagn-
rýndir. Ég held að flestir sjái nauð-
syn þess að stofnunin sé algerlega
óháð og vinni faglega að sínum mál-
um.“
Keynes og nýklassíkin
Niels segir að allar götur frá árinu
1962 megi segja að blanda af keyn-
ískri og nýklassískri hagfræði hafi
einkennt ráðleggingar ráðsins,
stundum hafi Keynes haft undir-
höndina en á öðrum tímum nýklass-
íska hagfræðin. „Vandamálin sem
við hefur verið að glíma í dönsku
efnahagslífi hafa líka verið breytileg
frá einum tíma til annars. Stundum
hefur verðbólgan og hallinn í ríkis-
rekstri verið mest áberandi en um
árabil var það atvinnuleysið. At-
vinnuleysi jókst hröðum skrefum í
Danmörku upp úr olíukreppunni í
upphafi áttunda áratugarins og fór
mest í um 12% árið 1993. Síðan þá
hefur atvinnuleysið hins vegar
minnkað nokkuð hratt og það er nú
komið niður fyrir 6%. Verðbólgan
var mjög há á áttunda áratugnum og
fór mest í hátt í 15%. Frá árinu 1992
hefur hún hins vegar verið lítil eða
minni en 2,5%. Halli var á ríkisbú-
skapnum frá 1962 til 1989 ef árið
1963 er undanskilið. Á miðjum ní-
unda áratugnum voru erlendar
skuldir orðnar 40% af þjóðarfram-
leiðslunni en þær hafa minnkað hratt
síðan og eru komnar í um 23% af
þjóðarframleiðslu.“
Niels tekur undir það að hagstjórn
hafi verið góð á tíunda áratugnum og
mikill árangur hafi náðst, bæði hvað
snertir verðbólgu, atvinnuleysi og
erlendar skuldir. Samfellt hagvaxt-
arskeið hafi einkennt tíunda áratug-
inn. „Ég held hins vegar að menn
verði að hafa varann á, það er hættu-
legt að ganga að því gefnu, eins og
svo margir virðast gera, að fyrst mál
hafi verið í góðum farvegi svona
lengi þá hljóti þau að verða það
áfram.“
Niels Kæregård, yfirvísmaður dönsku þjóðhagsstofnunarinnar
Morgunblaðið/Þorkell
Niels Kæregård: „Hálfsársskýrslur ráðsins vega þungt í skoðanamyndun
og ákvarðanatöku um efnahagsmálin í Danmörku.“
Gagnrýni frekar regla
en undantekning NOKKRAR kvartanir hafaborist vegna slælegrar enskuí grein sem birtist á bonds.is
en það er nýr upplýsingavefur
á ensku um íslenska skulda-
bréfamarkaðinn. Markmiðið
með vefnum er að veita er-
lendum fjárfestum aðgang að
upplýsingum um íslenskan
skuldabréfamarkað og efna-
hagsmál. Að honum standa
Lánasýsla ríkisins, Kaupþing,
Sparisjóðabankinn, Verð-
bréfaþing Íslands, Búnaðar-
bankinn, Íbúðalánasjóður, Ís-
landsbanki-FBA og Lands-
bankinn.
Aðeins ein grein
verið gagnrýnd
Brynjar Kristjánsson hjá
Lánasýslu ríkisins segist ein-
ungis hafa fengið ábendingar
vegna málfars á einni grein en
aðspurður segir Brynjar að
hver og einn verði að bera
ábyrgð á þeim greinum sem
hann sendi inn. Þær séu um
leið ímynd hans og jafnvel
fyrirtækisins sem hann starfi
fyrir. „Ég minni líka á að sum
fyrirtæki hafa sent inn mikið
efni en önnur ekki neitt. Um
leið og menn setja inn efni er
alltaf hægt að gagnrýna en
hinir sem ekkert senda inn
hljóta enga gagnrýni. Ég er
hins vegar sammála þeirri
gagnrýni sem hefur komið
fram vegna þessarar einu
greinar.“
Málfar á
bonds.is
gagnrýnt