Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 71
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 71  Þorgerður Einarsdóttir fyrrv. húsfreyja í Þórisholti, nú búsett á Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík, vill þakka öllum þeim sem sóttu hana heim og glöddu á hundrað ára afmæli sínu þann 28. mars sl. Fjölskyldu sinni, ættingjum, vinum og kunn- ingjum færir hún bestu þakkir fyrir ævivarandi tryggð og hlýhug og fyrir að gera þennan afmælisdag henni ógleymanlegan. Þorgerður tók á móti gestum á Hótel Höfða- brekku í tilefni dagsins. Kveðja, Þorgerður Einarsdóttir. Bronx kr. 9975,- Litir: Beige, camel Bronx kr. 7475,- Mamüt kr. 9590,- Litur: Svartir Escaleno kr. 7900,- Litir: Svartir, bone Litir: Svartur, hvítur, camel Pam kr. 6200,- Litir: Bleikur, camel Mikið úrval af fallegum dömu- og herraskóm Kringlunni sími 5532888 HVERNIG getur nokkur drepið sel? Hvernig getur nokkur drepið hval? Spurningar sem þessar virðast eðli- legar fólki sem hefur allt sitt líf búið í stórborgum vestursins. En fólki á Vestur-Norðurlöndum finnst þær jafnóvenjulegar og að spyrja hvernig maður getur slátrað svíni eða kú. Á Vestur-Norðurlöndum, þ.e. á Ís- landi, í Færeyjum og á Grænlandi, er hefð fyrir veiðum á sjávarspen- dýrum. Hval- eða selkjöt er jafn venjulegur matur fyrir okkur og svína-, nauta- eða fuglakjöt er fyrir öðrum. Að klæðast hinu fagra skinni selsins er jafnsjálfsagt og að nota kálfaskinn og nautshúð í fatnað. Veiðimennska er hluti af menning- ararfi okkar. Hún hefur mótað mat- arhefðir okkar, sögu og sjálfsmynd. Í gegnum tíðina hefur veiðimennskan verið ein af undirstöðum tilveru okk- ar. Þegar veiðarnar brugðust var matarskortur á heimilinu. Veiðar eru mörgum okkar enn þá nauðsyn- leg forsenda þess að lifa. Veiðin er sá atburður sem bindur saman fortíð og nútíð. Við munum hvernig feður okkar og afar sneru heim með fugla af fjalli, seli úr firði eða aðra bráð. Við munum sjálf fyrsta skiptið sem við vorum tekin með í veiðiferð, munum með stolti eftir því þegar við sjálf veiddum dýr í fyrsta skiptið og færðum björg í bú. Veiðin bindur einnig íbúa hinna smáu vestnorrænu samfélaga saman í menningar- og áhugamannafélags- skap. Frá gamalli tíð hefur hvalkjöti verið deilt milli íbúa þorpsins og enn þann dag í dag fá gamlir jafnt sem ungir glampa í augun þegar fréttin af hvalahjörð í firðinum berst á milli manna. Veiðimennskan er í augum Vest- ur-Norðurlandabúa spurning um að komast af, auk þess að byggjast á gömlum menningararfi. Þennan menningararf viljum við vernda og varðveita. Margar hættur ógna þó hinni vestnorrænu veiðimenningu. Hætta á rányrkju mun ætíð vera dulin ógn gegn varðveislu á veiði- stofni okkar. Verði veiðum ekki stjórnað á grundvelli sjálfbærrar þróunar verður stofninum útrýmt og komandi kynslóðir glata mögu- leikanum til að veiða. Virðing fyrir náttúrunni hefur erfst milli kynslóða og einkennir vestnorræna veiðimenningu. Vestur- Norðurlönd og íbúar þeirra eru mjög háðir náttúrunni. Skammsýn græðgi er freisting sem íbúar Vestur-Norð- urlanda hafa ekki efni á að falla fyrir. Hættan á útrýmingu veiðistofns- ins með rányrkju er þó ekki mesta hættan sem steðjar að vestnorrænni veiðimenningu. Veiðistofninum á Vestur-Norðurlöndum er stjórnað af líffræði og ákvörðunum um friðunar- tíma. Ákvarðanir um kvóta o.fl. eru teknar á grundvelli sérfræðiráðgjaf- ar og með það að markmiði að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins. Mengun er á margan hátt meiri ógn fyrir vestnorræna veiðimenningu. Þungmálmar og önnur eiturefni safnast upp í dýrunum og geta gert þau óhæf til matar. Möguleikum dýranna til að fjölga sér og lifa er einnig ógnað með menguninni. Það er erfitt fyrir Vestur-Norðurlönd að verjast slíkri ógn. Mengun virðir engin landamæri og við verðum að fá iðnaðarþjóðir til að sýna ábyrgð og reyna stöðugt að draga úr losun um- hverfisskaðlegra efna út í náttúruna. Misskilningur og skortur á þekk- ingu á aðstæðum og veiðum á Vest- ur-Norðurlöndum hefur einnig ógn- að vestnorrænni veiðimenningu. Herferðir gegn selveiðum á Græn- landi, það að sökkva íslenskum hval- veiðibátum og aðgerðir gegn grind- hvalaveiðum Færeyinga eru sorgleg dæmi um þetta. Dæmin sýna glöggt að mikilvægt er að hafa samráð milli umhverfis- og dýraverndunarsamtaka. Við verðum að forðast að uppspuni og þekkingarleysi móti umræðuna. Verndun veiðistofns okkar, vernd- un hafsins, er sameiginlegt markmið allra, ekki síst Vestur-Norðurlanda- búa sem byggja lífsviðurværi sitt á náttúrunni. Umhverfissamtök eru bandamenn okkar. Sameiginlegur áhugi okkar er að stöðugt sé unnið að því að koma á framfæri nauðsyn- legri þekkingu um veiðistofn okkar og þær hættur sem ógna honum. Vestnorræna ráðið hefur helgað árið 2001 vestnorrænni veiðimenn- ingu. Ráðið leggur áherslu á að nýta árið til að beina athyglinni að vest- norrænni veiðimenningu og þar með leggja sitt af mörkum til að upplýsa og auka skilning á þessari gömlu hefð þjóðanna, að nýta náttúruauð- lindirnar á sjálfbæran hátt. Jafn- framt óskum við þess að athyglin beinist að þeim hættum sem steðja að þessari hefð. Já, við drepum sel og við drepum hval – við lifum líka á náttúrunni. Nákvæmlega þess vegna óskar þess enginn heitar en við að vernda náttúruna. Verndum náttúruna Frá Vestnorræna ráðinu: Að trúa á eilífan anda og allt, sem er fagurt og gott og hugsanir vel að vanda, er vörn fyrir háð og spott. Að gefa fátækum fæði og fegurstu blóm á jörð og dýrustu konungsklæði er kærast, við þakkargjörð. Að umvefja aðra gleði er yndislegt mönnum þeim, sem liggja á banabeði og berjast við annan heim. Að miðla börnunum blíðu, svo blundi þau sæl og rótt og öllum, er standa í stríðu, að styrkja þá dag og nótt. Að veita þeim von og hlýju, sem villast af réttri leið og gera þeim gott að nýju, sem ganga við skort og neyð. Að sýna oft lítillæti, að lofsyngja Jesú Krist og bregða ei bróður fæti, er bráðum fær himnavist. Að láta sér ætíð lynda sín litlu og bágu kjör og segja alltaf til synda með sannleikans orð á vör. Að reyna að miðla málum og miða jafnan að því, að bjarga þeim sjúku sálum, er sollinum lenda í. Að fara snemma á fætur og fylgjast gjörla með því, að íslenskar „daladætur“ ei „dópinu“ lendi í. Að biðja fyrir þeim börnum, sem búa við ærinn skort og einnig þeim efagjörnum, sem afskræma frelsi vort! (Ort í maí 2001.) SIGURGEIR ÞORVALDSSON, Keflavík. Góðverk Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: ÆTLA sjómenn virkilega að halda þessu áfram nú þegar vélstjórar eru búnir að semja? Ég trúi varla að okkar forysta sé svo algerlega skyni skroppin að hún sjái ekki að betri samninga fái hún ekki. Þær gagnrýnisraddir sem heyrast nú um Helga Laxdal meðal sjómanna eiga engan rétt á sér. Helgi er búinn að gera það ótrúlega: hann samdi við LÍÚ án afskipta rík- isins. En hinir tveir standa enn og steyta hnefann og kalla „meira meira“. Hvenær ætlið þið að átta ykkur á því að stundum fæst ekki meira. Í samningi vélstjóra er tekið á öll- um málum: Kauptrygging hækkuð um 50%, 25% markaðstenging og 4% lífeyrissparnaður. Þetta er býsna góð lending og ég myndi þiggja hann alveg um leið, fengi ég að velja. Á móti var aðeins tekið á mönn- unarmálunum sem hlýtur að teljast viðunandi fórn fyrir þennan ávinn- ing. Það er kominn tími til að menn fari að hugsa um að samningar þeir sem við vinnum eftir eiga eftir að breytast, með meiri sjálfvirkni mun störfum fækka til sjós. Að reyna að streitast á móti þessari þróun er al- veg út í hött Þetta hefur verið staðreynd í öðr- um greinum síðan í iðnbyltinguni og hlaut að fara að gerast hjá okkur líka. Þráhyggja forystumannanna um að standa uppi sem sigurvegarar á ekki heima í kjarabaráttu árið 2001. Í svona deilu eru engir sigur- vegarar, menn tapa bara mis miklu. Við erum nú búnir að vera í verkfalli vel á annan mánuð og enn gaspra þeir um að ríkið megi ekki koma ná- lægt deilunni. En óneitanlega læðist að manni sá grunur að þeir vilji laga- setningu til að bjarga andlitinu og geta kennt öðrum um vanhæfni sína til að semja. Það ætti að vera að- almarkmið forystu að ná sem bestum samningum með sem minnstum fórnum, en þessi þráhyggja síðasta áratugar hefur aðeins fært okkur aftur á bak og ekki áfram eins og vera ber. Árangur Helga er ágætur og við fáum ekki meira í bili það hljóta allir skynsamir menn að sjá. Nú er kominn tími til að kyngja stoltinu og semja áður en tjónið verður meira en orðið er, því þó að halda mætti annað, þá er þeirra hlut- verk að semja sjálfir en ekki að láta það í hendur ríkisvaldsins eins og þeir eru vanir. JÓNAS SIGMARSSON, Sólbrekku 5, Húsavík. Hvað nú, sjómenn? Frá Jónasi Sigmarssyni: ÞÓTT það sé orðuveitandi bjartsýni að reyna að ná athygli ykkar á svo fjarlægri bylgjulengd er ég ákveðinn að reyna. Það er svo mikið í húfi að fá ykkur aftur inn í samfélag fólks að allt er á sig leggjandi. Flestum er nú orð- ið ljóst að þeir sem fá ykkur til að nota og selja eitur lifa sjálfir í vellysting- um. Þetta eru samviskulausir siðleys- ingjar sem hafa yfirleitt vit á að nota ekki eitrið sjálfir og eru illska og græðgi þeirra förunautar. Þeir ánetja alla sem þeir fá færi á og gera þá að þrælum sínum. Ómanneskjulegur hugsunarháttur þessa ömurlega fólks er svo rotinn og úr tengslum við allt sem fólki er eðlilegt og heilagt að það svífst einskis og finnst það tilheyra. Það skilur hvorki né hugsar um skelf- inguna, eyðilegginguna og sorgina sem það veldur. Hugrenningar þessa illþýðis eru óútreiknanlegar og getur hver af því sem er verið annað en sýn- ist og leynt ísköldu miskunnarleysi og mannfyrirlitningu undir grímu. Því er það að meinvættirnar gætu verið háttskrifaðir einstaklingar í þjófélag- inu og notið virðingar á meðan þið eit- urfíklarnir, þrælar þeirra, safnið glóðum elds að eigin höfði og annarra. Ég veit að mörg ykkar eru ungmenni, næstum börn sem ættuð að eiga bjarta framtíð í stað ömurleikans og kvalanna sem eru á næsta leiti ef þið snúið ekki strax við. Þið, sem farið á skólalóðirnar til að fjármagna vesaldóminn, hugsið hvað þið eruð að láta hafa ykkur út í. Álítið ekki að ef þið ekki eyðileggið geri það bara aðrir. Ég vil fá ykkur til að skilja hvað margt er að varast og falsið er mikið og hvað rætur meinsins liggja víða. Gráðugir einstaklingar hafa í skjóli einkavæðingarfrelsis komið upp klámbúllum sem hafa fullkomnað kvenfyrirlitninguna svo skelfilega að jafnvel bókstafstrúar múslímum gæti ofboðið. Víða erlendis eru slíkir staðir gróðrarstía lægstu hvata og skjól eit- ursala og annars glæpalýðs og blekk- ing að trúa að það sé öðruvísi hér. Þessir staðir niðurlægja ekki bara stúlkurnar sem strita berar við súlur, það setur alla sem sækja þá á lægsta plan og fólkið sem rekur þá líka. Ég bið ykkur sem byrlið börnum eitur að hætta strax og muna að jafnvel verstu úrhrökin þvo hendur sínar að hætti Pontíusar og koma sök á ykkar enda um hræðilegan glæp að ræða sem erf- itt er að búa við. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Til eitursala Frá Alberti Jensen: verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.