Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 13
ATVINNUÞÁTTTAKA Íslendinga
á aldrinum 65 til 74 ára er óvenju-
lega mikil og meiri en meðal íbúa
annarra Evrópuþjóða sem eru á
aldrinum 55-64 ára. Vakin er at-
hygli á að mikil atvinnuþáttaka
eldra fólks á Íslandi eigi sér ekki
hliðstæður meðal annarra iðn-
væddra þjóða, í skýrslu vinnuhóps
forsætisráðherra sem vann að end-
urskoðun almannatrygginga.
Skýrslan var m.a. unnin í sam-
vinnu við sérfræðinga Þjóðhags-
stofnunar sem lögðu til efni um kjör
og hagi aldraðra og öryrkja.
76% töldu fram
fjármagnstekjur
Fram kemur að þriðjungur ellilíf-
eyrisþega njóti atvinnutekna og
61% þeirra ellilífeyrisþega sem eru
undir sjötugu. Árið 1999 töldu 76%
ellilífeyrisþega fram fjármagns-
tekjur sem námu að meðaltali um
19 þús. kr. á mánuði en breytileiki
þeirra var þó mjög mikill. Þannig
var sá fimmtungur allra einhleypra
ellilífeyrisþega sem var með lægst-
ar heildartekjur á árinu 1999 með
39 þús. kr. fjármagnstekur á öllu
árinu og og næst tekjulægsti hóp-
urinn var með 42 þús. kr. fjár-
magnstekjur á árinu. Tekjuhæsti
hópur einhleypra ellilífeyrisþega
(20% alls hópsins) var hins vegar
með 748 þús. kr. fjármagnstekjur á
árinu 1999.
Hlutfall fjármagnstekna af heild-
artekjum ellilífeyrisþega var frá
13,1% í 17,4% árið 1999 en hlutfall
fjármagnstekna af tekjum örorku-
lífeyrisþega var 3,1–5,3% sama ár.
Fjármagnstekjur hjóna sem bæði
nutu ellilífeyris voru að meðaltali
479 þúsund kr. á árinu 1999 en þeg-
ar hjónunum var skipt í fimm hópa
eftir tekjum voru fjármagnstekjur
hjónanna í tekjuhæsta hópnum að
jafnaði 1,7 milljónir króna þetta ár,
samanborið við 64 þús. kr. fjár-
magnstekjur í tekjulægsta hópnum.
Voru fjármagnstekjur hjóna þar
sem annað var ellilífeyrisþegi að
jafnaði 457 þúsund krónur árið 1999
en í tekjuhæsta hópnum voru fjár-
magnstekjur slíkra hjóna að með-
altali 1.654.000 krónur.
Fjórfaldur tekjumunur milli
einstakra hópa aldraðra
Fram kemur í töflum sem fylgja
skýrslunni að mikill munur er á
tekjum lífeyrisþega. 65% einhleypra
ellilífeyrisþega voru með árstekjur
á bilinu 900–1.400 þús. árið 1999 og
árstekjur um 60% hjóna, sem bæði
eru ellilífeyrisþegar voru á bilinu
1,5 til 2,5 millj. kr.
Athugun leiðir í ljós að meðal-
tekjur tekjuhæsta hóps einhleypra
ellilífeyrisþega voru nær 3,5 falt
hærri en tekjulægsta hópsins.
Þegar litið er á tekjur hjóna, sem
bæði eru lífeyrisþegar, kemur í ljós
að tekjuhæsti hópur þeirra (20%
alls hópsins) er með mun hærri
tekjur en aðrir. Þannig voru með-
altekjur 20% tekjuhæstu hjónanna
ríflega tvöfaldar á við næsta hóp
þar fyrir neðan og fjórfalt hærri en
meðaltekjur tekjulægsta hóps aldr-
aðra. Heildartekjur 20% tekju-
hæstu hjónanna námu um 5,7 millj.
kr. en heildartekjur tekjulægsta
hópsins voru um 1,4 millj. kr. árið
1999.
Atvinnuþátttaka aldr-
aðra án hliðstæðna
!
!
"#
$
%
!"#$
!"#$
% & ' (
#)"
*
#)"
EINGÖNGU þeir sem höfðu iðn-
meistararéttindi eða áttu rétt á þeim
fyrir 1. janúar 1989, geta sótt nám-
skeið til löggildingar iðnmeistara
skv.skipulags- og byggingarlögum
og starfað sem byggingastjórar, skv.
upplýsingum umhverfisráðuneytis-
ins, en Meistarafélag húsasmiða hef-
ur gagnrýnt að hægt sé að fá löggild-
ingu eftir 45 stunda námskeið þegar
til slíkrar löggildingar þurfi 1.768
stunda nám í meistaraskólanum.
Ingimar Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði
að menntunarkröfum hefði verið
breytt 1. janúar 1989 í þessum efn-
um, samkvæmt ákvörðun mennta-
málaráðuneytisins. Eftir það hefði
ekki verið nóg að vera meistari til
þess að fá meistarabréf heldur þurfti
einnig meistaraskóla til. Síðan þegar
ný lög um skipulags- og byggingar-
mál hefðu tekið gildi 1. janúar árið
1998, sem m.a. hefðu falið í sér kröf-
ur um byggingarstjóra, hefðu Sam-
tök iðnaðarins gert kröfu um að ein-
staklingar sem væru innan þeirra
vébanda og hefðu meistararéttindi
eða ættu rétt á þeim 1. janúar 1989,
fengju þessi réttindi án frekari skil-
mála, en þá hefðu fyrst verið gerðar
kröfur um byggingastjóra í löggjöf.
Umhverfisráðuneytið hefði ekki fall-
ist á það, en hefði hins vegar stutt
lagabreytingu sem hefði falið það í
sér að hægt yrði að veita þessum að-
ilum slík réttindi með því að fara á
námskeið.
Ingimar sagði að með þessu hefðu
þeir verið að virða þær reglur sem
almennt hefðu gilt í þjóðfélaginu um
að taka ekki réttindi af mönnum sem
þeir í raun og veru hefðu haft áður.
Það væru fjölmörg dæmi, til dæmis
meðal heilbrigðisstétta, um það að
fólk hefði haldið réttindum sem það
hefði haft þó menntunarkröfur hefðu
aukist mjög mikið til starfsins og
væru komnar á háskólastig í mörg-
um tilvikum. Þannig væri t.a.m. hátt-
að um ljósmæður, hjúkrunarfræð-
inga og þroskaþjálfa.
Ingimar sagði að fyrst og fremst
hefði verið hugsað um iðnmeistara af
landsbyggðinni í þessum efnum og
reiknað með 150-200 manns á nám-
skeiðin. Hins vegar reyndust ýmsir
fleiri hafa haft þessi réttindi og viljað
nýta sér námskeiðin til að geta hugs-
anlega starfað sem byggingastjórar.
Í frétt frá Samtökum iðnaðarins
vegna námskeiðs til löggildingar iðn-
meistara kemur fram að með skipu-
lags- og byggingarlögum sem tóku
gildi 1. janúar 1998, voru sett skilyrði
fyrir því hvaða iðnmeistarar gætu
borið ábyrgð á einstökum verkþátt-
um við byggingarframkvæmdir.
Hafi þeir þurft leyfi ráðherra og það
var veitt þeim aðilum einum sem
höfðu fullgilt meistarabréf og höfðu
lokið prófi frá meistaraskóla enda
væru þeir starfandi sem meistarar í
iðn sinni.
„Þegar þetta ákvæði var skoðað
nánar kom í ljós að ekki var settur á
meistaraskóli á landsvísu fyrr en 1.
janúar 1989. Þannig að fyrir þann
tíma höfðu fjölmargir iðnaðarmenn
fengið meistarabréf án meistara-
skóla, enda var það í samræmi við
menntunarkröfur þess tíma. Hins
vegar var lagaákvæðið sett fram
með þeim hætti að þessir einstak-
lingar glötuðu í raun starfsréttind-
um sínum. Oftast er það svo að þeir
sem hafa starfsréttindi við setningu
nýrra laga sem hafa í för með sér
strangari ákvæði halda þeim réttind-
um án nokkurra takmarkana. Þrátt
fyrir það ákvað umhverfisráðuneytið
í þessu tilviki að gera að skilyrði að
þessir aðilar yrðu að sækja námskeið
til þess að halda starfsréttindum sín-
um,“ segir síðan.
Fram kemur að það skjóti skökku
við að Meistarafélag húsasmiða lýsi
yfir áhyggjum sínum vegna þessara
námskeiða þegar ljóst sé að það hafi
haft mest áhrif á reglugerðina um
námskeiðin og eigi jafnframt aðila í
verkefnastjórn þeirra. Þá sé ljóst að
fátt hafi orðið til þess að auglýsa
námskeiðið eins mikið og framganga
Meistarafélags húsasmiða í málinu.
„Að lokum er vert að nefna að 66%
þátttakenda á námskeiðum þessum
hafa verið eldri en 41 árs miðað við
könnun sem gerð var á námskeiðum
á Akureyri, í Borgarnesi, á Reykja-
nesi, í Reykjavík og á Selfossi. Þessir
einstaklingar hafa væntanlega mikla
reynslu í sínum störfum og varla
dettur nokkrum í hug að kasta rýrð á
þeirra störf sem iðnaðarmenn frá því
að þeir luku formlegu námi í sam-
ræmi við þær kröfur sem gerðar
voru er þeir voru í iðnnámi.“
Námskeið til löggildingar iðnmeistara samkvæmt skipulags- og byggingarlögum
Eingöngu iðnmeistar-
ar geta sótt námskeið
NÚ liggja fyrir tölur um afkomu rík-
issjóðs eftir fyrsta ársfjórðung, sem
sýna að handbært fé frá rekstri var
neikvætt um 1,5 milljarða kr.fyrstu
þrjá mánuði ársins en 4,5 milljarða
jákvæð staða var í fyrra. Þessi nið-
urstaða er 800 milljónum kr. hag-
stæðari en gert hafði verið ráð fyrir.
Bæði tekjur og gjöld eru umfram
áætlanir, tekjurnar og 1,7 milljarða
kr. og gjöldin um 900 milljónir.
Heildartekjur ríkissjóðs námu 54
milljörðum króna á fyrstu þremur
mánuðum ársins og hækkuðu um 4,3
milljarða frá fyrra ári sem er tæpum
1,7 milljörðum umfram áætlun eins
og áður sagði. Aukningin samsvarar
um 8,7% aukningu milli ára sem er
þriðjungur þess sem var á sama
tíma árið 1999 og þriðjungi lægri en
í fyrra. Sömu þróunar gætir í skatt-
tekjum sem er til marks um minnk-
andi eftirspurn í hagkerfinu.
Skattar á tekjur og hagnað aukast
þó enn töluvert milli ára, um tæp-
lega 20%. Það stafar einkum af mik-
illi aukningu í innheimtu á tekju-
skatti lögaðila og fjármagnstekju-
skatti. Innheimta á tekjuskatti
einstaklinga eykst mun minna, eða
um 13,5%.
Heildargreiðslur ríkissjóðs námu
um 55,5 milljörðum króna á fyrsta
fjórðungi ársins og hækka um 10,3
milljarða. Greiðslurnar eru 900
milljónum króna umfram ramma
áætlunar fjárlaga, eins og áður
sagði.
Sá þáttur sem hafði hvað mest
áhrif á hækkun gjalda var vaxta-
greiðslur en þær hækkuðu um 2,6
milljarða. Einnig má nefna að sér-
stakar greiðslur til öryrkja námu 1,3
milljörðum; 1,1 milljarður skýrist af
bættri greiðslustöðu Trygginga-
stofnunar ríkisins vegna sjúkra-
trygginga, uppkaup á fullvirðisrétti
bænda námu 800 milljónum og sér-
stök hækkun framlaga til Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga 700 milljónum.
Greiðslur fjármunahreyfinga voru
2,3 milljarðar en á sama tíma í fyrra
námu innborganir 2,3 milljörðum.
Skýring á þessum mun kemur eink-
um fram í því að í janúar í fyrra voru
innborganir vegna sölu á hlutabréf-
um í ríkisbönkunum 5,5 milljarðar.
Afborganir lána ríkissjóðs námu
6,4 milljörðum króna og eru nær
eingöngu vegna spariskírteina. Lán-
tökur ríkisins námu um 13,1 millj-
arði króna. Um helmings þess fjár-
magns var aflað með sölu ríkisvíxla
og stækkaði með því stofn víxla um
6,8 milljarða króna.
Athuga ber að uppgjörið, sem
fjallað er um að ofan, sýnir sjóðs-
hreyfingar og er sambærilegt við al-
menn sjóðsstreymisyfirlit. Tölurnar
eru því ekki sambærilegar við rík-
isreikning eða fjárlög ársins sem eru
sett fram á rekstrargrunni.
Greiðsluafkoma ríkissjóðs
Handbært fé nei-
kvætt um 1,5
milljarða króna
ÞVOTTUR er sjálfsagt og eðlilegt
viðhald á bílnum enda auðveldara
um vik nú þegar tjörusull er hætt á
götum og tími nagladekkja liðinn.
Spurning er því bara hvort ekki
liggur næst fyrir að bóna.
Morgunblaðið/Kristinn
Þvottur og bón