Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 63
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 63
krabbameinslækningadeild Land-
spítala við Hringbraut sé sagt upp
starfi en slíkt er sögð óhjákvæmi-
leg afleiðing sameiningar tveggja
áður sjálfstæðra stofnana.
Það sem aftur á móti kemur á
óvart er sú skipulagsbreyting sem
framkvæmdastjórn hefur í hyggju
að innleiða á deild krabbameins-
lækninga. Forstöðulæknisstaðan
er lögð niður og deildin klofin í
tvær sjálfstæðar einingar lyf- og
geislameðferðar hvor með sínum
yfirlækni sem eru undir stjórn
sviðsstjóra lyflækningasviðs II og
framkvæmdastjóra lækninga. Í ný-
legu viðtali í Dagblaðinu segir
framkvæmdastjóri lækninga „Það
taka þessu ekki allir vel enda er
um leið verið að taka afstöðu til
framtíðaruppbyggingar deildarinn-
ar en í þessum fræðum takast á
tvær stefnur“ og gefur þannig til
kynna að hugmyndafræðileg
stefnubreyting liggi að baki þess-
ari skipulagsbreytingu. Það gefur
því tilefni til að kryfja þessar
stefnur til mergjar.
Meðferð krabbameina
Þessi meðferð byggir aðallega á
skurðlækningum, lyflækningum og
geislalækningum. Það hefur þótt
kostur að hafa menntun á öllum
þessum sviðum, þar sem einn og
sami læknirinn hefur þá heildar-
sýn yfir dreifingu sjúkdómsins og
gerir sér því betur grein fyrir
hvaða viðbótarmeðferð er best í
hverju tilfelli. Sem dæmi má nefna
að illkynja kvensjúkdómar hafa
víða á Norðurlöndum verið á hendi
lækna sem hafa sérmenntað sig í
heildarmeðferð þessara sjúkdóma.
Í flestum öðrum tilvikum hafa ver-
ið mynduð teymi skurðlækna og
almennra krabbameinslækna sem
hafa á hendi meðferð krabbameina
þar sem beita þarf sameiginlegri
meðferð skurð-, geisla- og lyflækn-
inga.
Í meðferð vissra krabbameina
þarf ekki að beita skurðlækningum
og er þar beitt lyfjum eða geisla-
meðferð eða hvoru tveggja, allt
eftir því hvað talið er best henta í
hverju tilfelli. Slík meðferð er þá á
hendi almennra krabbameins-
lækna sem á Norðurlöndum hafa
menntun bæði á sviði lyf- og
geislalækninga. Starfsemi krabba-
meinslækningadeildar hefur byggt
á þessari norrænu fyrirmynd og
reynst ágætlega. Hvað á fram-
kvæmdastjóri lækninga þá við með
eftirfarandi athugasemd „í þessum
fræðum takast á tvær stefnur“.
Getur verið að hann eigi við að á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur starfi
lyflæknar sem að bandarískri fyr-
irmynd hafa lyfjameðferð krabba-
meina sem undirgrein en hafa aft-
ur á móti enga þjálfun í
geislalækningum. Spurningin er
því sú hvort hér sé í reynd verið
að taka afstöðu til framtíðarupp-
byggingar krabbameinslækninga-
deildar sem byggir á fræðilegri
ígrundun.
Lokaorð
Magnús Pétursson forstjóri
hvatti í nýlegri grein í Morgun-
blaðinu til umræðu um stefnu-
mörkun hins nýja háskólasjúkra-
húss. Framkvæmdastjórn er því
beðin um að upplýsa eftirfarandi:
Byggist þessi nýja stefnumörkun á
samanburði hagkvæmnisrann-
sókna á skipulagningu krabba-
meinsmeðferðar að norrænni fyr-
irmynd annars vegar og banda-
rískri fyrirmynd hins vegar? Er
breytingunni ætlað að leiða til
hnitmiðaðri og betri þjónustu við
sjúklingana? Eru fyrirhugaðar
svipaðar skipulagsbreytingar á
öðrum sviðum sjúkrahússins, t.d.
aðskilnaði fæðinga- og vökudeilda
frá deildum kvenlækninga og
barnalækninga?
Hagræðing
Byggist þessi nýja
stefnumörkun á sam-
anburði hagkvæmn-
isrannsókna á skipu-
lagningu krabba-
meinsmeðferðar, spyr
Kristján Sigurðsson, að
norrænni fyrirmynd
annars vegar og banda-
rískri fyrirmynd
hins vegar?
Höfundur er læknir og hefur starfað
sem sérfræðingur í illkynja kven-
sjúkdómum á kvenlækningasviði
Landspítalans.
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
hú
sg
ög
n
Sérpantanir
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.
mbl.is