Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 63

Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 63
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 63 krabbameinslækningadeild Land- spítala við Hringbraut sé sagt upp starfi en slíkt er sögð óhjákvæmi- leg afleiðing sameiningar tveggja áður sjálfstæðra stofnana. Það sem aftur á móti kemur á óvart er sú skipulagsbreyting sem framkvæmdastjórn hefur í hyggju að innleiða á deild krabbameins- lækninga. Forstöðulæknisstaðan er lögð niður og deildin klofin í tvær sjálfstæðar einingar lyf- og geislameðferðar hvor með sínum yfirlækni sem eru undir stjórn sviðsstjóra lyflækningasviðs II og framkvæmdastjóra lækninga. Í ný- legu viðtali í Dagblaðinu segir framkvæmdastjóri lækninga „Það taka þessu ekki allir vel enda er um leið verið að taka afstöðu til framtíðaruppbyggingar deildarinn- ar en í þessum fræðum takast á tvær stefnur“ og gefur þannig til kynna að hugmyndafræðileg stefnubreyting liggi að baki þess- ari skipulagsbreytingu. Það gefur því tilefni til að kryfja þessar stefnur til mergjar. Meðferð krabbameina Þessi meðferð byggir aðallega á skurðlækningum, lyflækningum og geislalækningum. Það hefur þótt kostur að hafa menntun á öllum þessum sviðum, þar sem einn og sami læknirinn hefur þá heildar- sýn yfir dreifingu sjúkdómsins og gerir sér því betur grein fyrir hvaða viðbótarmeðferð er best í hverju tilfelli. Sem dæmi má nefna að illkynja kvensjúkdómar hafa víða á Norðurlöndum verið á hendi lækna sem hafa sérmenntað sig í heildarmeðferð þessara sjúkdóma. Í flestum öðrum tilvikum hafa ver- ið mynduð teymi skurðlækna og almennra krabbameinslækna sem hafa á hendi meðferð krabbameina þar sem beita þarf sameiginlegri meðferð skurð-, geisla- og lyflækn- inga. Í meðferð vissra krabbameina þarf ekki að beita skurðlækningum og er þar beitt lyfjum eða geisla- meðferð eða hvoru tveggja, allt eftir því hvað talið er best henta í hverju tilfelli. Slík meðferð er þá á hendi almennra krabbameins- lækna sem á Norðurlöndum hafa menntun bæði á sviði lyf- og geislalækninga. Starfsemi krabba- meinslækningadeildar hefur byggt á þessari norrænu fyrirmynd og reynst ágætlega. Hvað á fram- kvæmdastjóri lækninga þá við með eftirfarandi athugasemd „í þessum fræðum takast á tvær stefnur“. Getur verið að hann eigi við að á Sjúkrahúsi Reykjavíkur starfi lyflæknar sem að bandarískri fyr- irmynd hafa lyfjameðferð krabba- meina sem undirgrein en hafa aft- ur á móti enga þjálfun í geislalækningum. Spurningin er því sú hvort hér sé í reynd verið að taka afstöðu til framtíðarupp- byggingar krabbameinslækninga- deildar sem byggir á fræðilegri ígrundun. Lokaorð Magnús Pétursson forstjóri hvatti í nýlegri grein í Morgun- blaðinu til umræðu um stefnu- mörkun hins nýja háskólasjúkra- húss. Framkvæmdastjórn er því beðin um að upplýsa eftirfarandi: Byggist þessi nýja stefnumörkun á samanburði hagkvæmnisrann- sókna á skipulagningu krabba- meinsmeðferðar að norrænni fyr- irmynd annars vegar og banda- rískri fyrirmynd hins vegar? Er breytingunni ætlað að leiða til hnitmiðaðri og betri þjónustu við sjúklingana? Eru fyrirhugaðar svipaðar skipulagsbreytingar á öðrum sviðum sjúkrahússins, t.d. aðskilnaði fæðinga- og vökudeilda frá deildum kvenlækninga og barnalækninga? Hagræðing Byggist þessi nýja stefnumörkun á sam- anburði hagkvæmn- isrannsókna á skipu- lagningu krabba- meinsmeðferðar, spyr Kristján Sigurðsson, að norrænni fyrirmynd annars vegar og banda- rískri fyrirmynd hins vegar? Höfundur er læknir og hefur starfað sem sérfræðingur í illkynja kven- sjúkdómum á kvenlækningasviði Landspítalans. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.