Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 9 15% afsláttur af öllum frúarkjólum út þessa viku Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Lagersala á Bíldshöfða 14 Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19, laugardaga milli kl. 12 og 16. www.sokkar.is oroblu@.sokkar.is Nýjar vörur Frábært tilboð á Tom Jones með pöntunum úr Kays listanum: 1 diskur kr. 390 eða 3 diskar kr. 990 öll bestu lögin hans Pantið strax- takmarkað magn á þessu verði! Austurhrauni 3, Gbæ, Hf., s. 555 2866 Póstsendum. Selena undirfataverslun, 1. hæð, Kringlunni - Sími 553 7355. Litir: Hvítt, svart, kremað, fjólublátt. Skálastærðir: B-C-DDD-E-F-FF. Sumarfötin sem krakkarnir viljal LAUGAVEGI 95 - KRINGLUNNI BRUNAMÁLASTOFNUN hyggst kanna tvo fjallaskála á Lónsöræfum í sumar ásamt 15 öðrum skálum á hálendinu með tilliti til þess hvort þeir standast kröfur um brunavarn- ir. Skýrsla um ástand fjallaskálanna á svo að vera tilbúin síðar í haust. Brunamálastofnun gerði sam- bærilega könnun árið 1996 og skoð- aði þá 24 fjallaskála á hálendinu þar sem boðið er upp á gistingu gegn gjaldi. Niðurstaða þeirrar könnunar var að tíu skálar fengu einkunnina slæmt og tveir voru með óviðunandi brunavarnir. Tveir skálar höfðu góð- ar brunavarnir og 10 sæmilegar. Eftirlit með skálum er mismunandi og talið að það sé mjög lítið í ein- hverjum tilvikum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegu svari Brunamálastofn- unar við bréfi Áskels Þórissonar, blaðamanns og áhugamanns um ferðalög, sem hann sendi stofnun- inni fyrr á árinu. Þar beindi Áskell nokkrum spurningum til Bruna- málastofnunar í tilefni ferðar sinnar sl. sumar um Lónsöræfi á vegum Ferðafélags Íslands þar sem gist var í nokkrum skálum. Áskell telur að sumir fjallaskálar geti beinlínis verið hættulegir fólki á neyðarstund. „Ég held því fram að kvikni í á neðri hæð sé ástæða til að ætla að þeir sem uppi sofa vakni ekki til þessa lífs. Ástæðan? Meðal annars sú að dæmi eru um svo þrönga glugga að íturvaxinn nútíma- maður getur engan veginn komið sér út,“ segir Áskell m.a. í bréfinu til Brunamálastofnunar. Hann spurði hvort sömu kröfur væru gerðar til brunavarna í kofum á hálendinu og í sambærilegum gististöðum í þéttbýli og sveitum landsins. Í svari Brunamálastofnun- ar kemur fram að svo er, hvort sem gististaðurinn er á hálendi eða í byggð. Farið er eftir sömu grein byggingareglugerðar. „Alltaf eiga að vera tvær gagn- stæðar og óháðar leiðir til rýmingar. Slökkvitæki eiga að vera til staðar. Viðvörun skal vera fyrir hendi, í minni gistingum reykskynjarar en í stærri gistingum sjálfvirk brunavið- vörunarkerfi. Rýmingarleiðir eiga að vera merktar. Klæðningar og brunamótstaða veggja fer eftir stærð gistingar,“ segir í svari Brunamálastofnunar. Lítið eftirlit með sumum fjallaskálum Áskell spurði hvort byggingar- nefnd í einstökum héruðum þyrfti að veita samþykki sitt fyrir kofum sem reistir eru utan alfaraleiðar og segir Brunamálastofnun að byggingaryf- irvöld þurfi að fara yfir teikningar og samþykkja öll mannvirki innan síns svæðis. Sýslumenn þurfi síðan að veita rekstrarleyfi að fengnu áliti frá viðkomandi eldvarnaeftirliti og heilbrigðiseftirliti. Þá spurði Áskell Brunamálstofn- un hvernig eftirliti með ástandi brunavarna í fjallakofum væri hátt- að, t.d. hvort þeir væru skoðaðir ár- lega. Í svarinu kemur fram að eft- irlitið er mismunandi eftir svæðum. Sumir slökkviliðsstjórar eða eld- varnaeftirlitsmenn fara árlega en aðrir sjaldnar. Síðan segir í svarinu: „Líkur eru leiddar að því að eftirlit sé mjög lítið með einhverjum fjalla- skálum.“ Brunamálastofnun bendir á að samkvæmt reglugerð um eldvarna- eftirlit sveitarfélaga með atvinnu- húsnæði eigi að skoða gistihúsnæði fyrir færri en tíu manns a.m.k. einu sinni á þriggja ára fresti. Gistingu fyrir 10 til 50 manns eigi að skoða a.m.k. einu sinni annað hvert ár og aðrar gistingar eigi að skoða árlega hið minnsta. Ferðaþjónustan fagnar fyrirhugaðri úttekt Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna því ef Brunamálastofnun ætl- aði að kanna brunavarnir í fjalla- skálum. Öryggismál væru mikilvæg- ur þáttur í ferðaþjónustunni og brunavarnir og eldvarnaeftirlit ekki síst. Hún benti á að enginn gæti selt gistingu neins staðar öðruvísi en að hafa leyfi að fenginni úttekt eld- varna- og heilbrigðiseftirlits. Það sama ætti að sjálfsögðu að gilda um skála á hálendinu sem bjóða upp á gistingu. „Ef þessi mál eru í ólestri á há- lendinu er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af því. Við höfum lagt mikla áherslu á að allir gististaðir séu með leyfi, en brestur hefur verið á eftirlitinu með því. Við höfum beint því til sýslumanna og lögreglustjóra- embætta ef við höfum orðið vör við leyfislausa staði og oftast er það vegna öryggismála. Þetta gildir jafnt um gististaði á hálendinu og í Reykjavík,“ sagði Erna. Garðar K. Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskra ævintýra- ferða, tók undir með Ernu og fagn- aði fyrirhugaðri úttekt Brunamálastofnunar. Hann sagðist í sínu starfi ekki hafa orðið var við mikið eftirlit með brunavörnum í skálum á hálendinu. Ef til stæði að auka það væri það fagnaðarefni. „Það er mikilvægt fyrir gæði ferðaþjónustunnar að svona hlutir séu í lagi. Eflaust eru til einhverjar reglur en þeim er ekki haldið mikið á lofti. Ekki minnist maður þess að kviknað hafi í svona skála en það er frekar spurning um hvenær það ger- ist en hvort. Þá er skemmtilegra að hafa málin í því horfi að fylgst sé vel með,“ sagði Garðar. Brunamálastofnun skoðar í sumar hvort nokkrir gistiskálar á hálendinu standist kröfur um brunavarnir Vörnum og eftirliti víða talið ábótavant Morgunblaðið/Árni Sæberg Hálendisferðir hafa færst í vöxt á síðustu árum með aukinni jeppaeign landsmanna og fjallaskálar eru oft þéttsetnir. Tekið skal fram að þessi skáli, sem er á Hveravöllum, tengist ekki fréttinni með beinum hætti. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.