Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 27
FORYSTUMENN beggja pólitísku
fylkinganna, sem keppast um að fá
umboð ítalskra kjósenda í þing-
kosningum nú um helgina til að
mynda næstu ríkisstjórn Ítalíu,
hafa heitið því að binda enda á þann
óstöðugleika sem einkennt hafa
stjórnmál landsins frá því ítalska
lýðveldið var stofnað eftir síðari
heimsstyrjöld. Á þessari ríflega
hálfu öld hafa 58 ríkisstjórnir verið
myndaðar.
Francesco Rutelli, forsætisráð-
herraefni „ólífutrés“-bandalags
miðju- og vinstriflokka, hefur verið
í sókn á endaspretti kosningabar-
áttunnar með harðri gagnrýni á
kosningastefnuskrá keppinautsins,
kosningabandalagi miðju- og
hægriflokka sem Silvio Berlusconi
fer fyrir. Hafa þeir báðir sagzt eiga
sigurinn vísan þegar Ítalir ganga að
kjörborðinu á sunnudaginn.
Berlusconi sýndi sigurvissu sína í
verki í gær með því að hafna enn á
ný að eiga kappræður við Rutelli,
jafnvel þótt ekki væri nema óbeint,
með þeim rökum að Rutelli væri
einfaldlega ekki nógu mikill þunga-
vigtarmaður til þess að það tæki því
að eiga við hann kappræður.
Deilt um kosningastefnuskrá
hægriflokkanna
Rutelli hét því að koma á betri
aga í „ólífutrés“-bandalagi miðju-
og vinstriflokkanna, en innbyrðis
ágreiningur hefur valdið því að þótt
þeir hafi haft þingmeirihluta allt
undanfarið kjörtímabil hafa þessi
fjögur ár setið þrír forsætisráð-
herrar yfir fjórum ríkisstjórnum.
Berlusconi er í mun að slá á fyr-
irvara sem kjósendur hafa gegn því
að hann fari fyrir ríkisstjórn með
tilliti til þess hve mikilla persónu-
legra viðskiptalegra hagsmuna
hann hefur að gæta sem einn rík-
asti maður landsins. Hefur hann
meðal annars heitið sérstakri lög-
gjöf til lausnar hagsmunaárekstr-
um af þessu tagi, en meðal helztu
kosningaloforðanna eru annars
miklar skattalækkanir og hert lög-
gæzla.
Á miðvikudag tilkynnti Berlusc-
oni hverjir myndu skipa nokkur
helztu ráðherraembættin í ríkis-
stjórninni sem hann hyggst fá um-
boð kjósenda til að mynda. Athygli
vakti að þar á meðal er Luca di
Montezemolo, forstjóri Ferrari-
sportbílaverksmiðjunnar.
Rutelli gagnrýndi harðlega kosn-
ingastefnuskrá „Húss frelsisins“,
eins og miðju-hægri-bandalag Berl-
usconis nefnir sig. „Með stefnuskrá
Berlusconis myndum við úthýsa
okkur úr Evrópusamstarfinu á hálf-
tíma,“ sagði Rutelli. Það sem Ítalía
þarfnaðist mest í efnahagsmálum
væri að halda stefnu núverandi
stjórnar áfram, ekki þá „ævintýra-
mennsku“ sem boðuð væri í stefnu-
skrá hægrimanna.
Og talsmenn fjármálaráðuneytis-
ins sögðu að fullyrðingar sem fram
kæmu í kosningastefnuskrá hægri-
flokkanna um efnahagsþróun Ítalíu
á kjörtímabilinu sem er að ljúka
væru vísvitandi rangar, í pólitísku
áróðursskyni fyrir Berlusconi.
Umberto Bossi, hinn umdeildi
leiðtogi Norðurbandalagsins sem
gegnir lykilhlutverki í „Húsi frels-
isins“, sór í fyrradag að endurtaka
ekki sama leik og árið 1994, þegar
hann hætti stuðningi við þáverandi
ríkisstjórn Berlusconis, aðeins sjö
mánuðum eftir að hún tók við
stjórnartaumunum.
Rithöfundurinn Umberto Eco
hvatti Ítali til að hafna Berlusconi.
Sagði hann Berlusconi vera með
svo öflug tök á fjölmiðlum að menn
þyrftu að vera „dýrlingar“ til að
standast þá freistingu að misnota
þau ekki.
Lofa að binda
enda á óstöð-
ugleikann
AP
Silvio Berlusconi í viðtali á ríkissjónvarpsstöðinni RAI.
Framherjar fylkinganna á Ítalíu segjast sigurvissir á endasprettinum
Róm. Reuters, AFP, AP.
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 27
MIKILL meirihluti danska þings-
ins lýsti á miðvikudag yfir stuðn-
ingi við stefnu Pouls Nyrup Rasm-
ussens forsætisráðherra í
Færeyjamálinu, en hann vill ekki
ganga til viðræðna við Færeyinga
fyrr en ljóst er hvort þær eigi að
snúast um sjálfstæði eða eingöngu
breytingar á sjálfsstjórn þeirra.
Færeyski þingmaðurinn Óli
Breckmann lýsti vonbrigðum sín-
um með þessa afstöðu, sagði annað
ekki þurfa að útiloka hitt.
Rasmussen kynnti stefnu stjórn-
arinnar í þinginu og sagðist þar
reiðubúinn að virða óskir Færey-
inga, þegar þær yrðu lagðar fram.
„Það verður að vera ljóst hvort við
erum að semja um stofnun fær-
eysks ríkis eða umbætur á samb-
andinu við Danmörku,“ sagði
hann. Hann hafði áður hlotið
stuðning meirihlutans við því að
semja héðan í frá aðeins til eins
árs í senn um fjárframlög til Fær-
eyinga í stað þriggja áður. Allir
flokkar nema Kristilegi þjóðar-
flokkurinn og Einingarlistinn
styðja stefnu Rasmussens í mál-
efnum Færeyja svo engra breyt-
inga er að vænta þótt ný ríkis-
stjórn myndi taka við að loknum
kosningum sem haldnar verða í
síðasta lagi í mars á næsta ári.
Enginn tók hins vegar undir kröfu
Franks Dahlgaards, sem er utan
flokka, en hann krafðist þess að
Færeyingar yrðu reknir úr danska
ríkinu þegar í stað.
Vonbrigði Færeyinga
Óli Breckmann úr færeyska
Þjóðarflokknum kvaðst hafa orðið
fyrir vonbrigðum með að forsætis-
ráðherrann hefði kosið að sýna
Færeyingum hörku, réttara hefði
verið að hann færi að koma fram
við þá eins og heiðursmaður. Sagði
Breckmann að síðasta tillaga lög-
manns Færeyinga, Anfinns Kalls-
bergs, um að hefja viðræður um
yfirtöku Færeyinga á einstökum
málaflokkum gæti bæði leitt til
umbóta á sambandi landanna og
fulls sjálfstæðis. Annað þyrfti ekki
að útiloka hitt og að viðræðurnar
ættu að hefjast þegar í stað.
Meirihluti þingmanna staðfesti
ennfremur samninginn sem þáver-
andi forsætisráðherra Danmerkur,
Poul Schlüter, gerði árið 1992 og
tryggði Færeyingum rétt til þeirr-
ar olíu sem kann að finnast í land-
grunni eyjanna. Aðeins Danski
þjóðarflokkurinn telur að semja
eigi um þetta atriði að nýju.
Vilja harða
stefnu gegn
Færeyjum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
FUNDIST hafa í Bretlandi leifar
risaeðlu sem sögð er frændi eða
frænka grameðlunnar, tyr-
annosaurus rex, risavaxinnar rá-
neðlu sem uppi var á krítartíma.
Var ekki vitað um þennan ætt-
legg áður en eðlan hefur fengið
fræðiheitið eotyrannus lengi og
heitir að hálfu í höfuðið á Gavin
Leng sem fann fyrstu beinin á
Wight-eyju.
Eotyrannus var 4,5 metra löng
kjötæta sem uppi var fyrir 120 til
125 milljónum ára. Hún hefur því
líklega verið einn af forfeðrum
grameðlunnar sem var á ferðinni
fyrir 60 til 70 milljónum ára.
Martin Munt, forstöðumaður
Jarðfræðisafnsins á Wight, segir
að eotyrannus sé einn af týndu
hlekkjunum í þróunarsögu gram-
eðlunnar en fyrstu beinin fundust
uppi á hömrum skammt frá bæn-
um Brighstone. Alla tíð síðan hef-
ur verið unnið að uppgrefti á
staðnum. Vísindamenn segja að
þótt ekki hafi fundist nema 40%
allrar beinagrindarinnar sé auð-
velt að sjá að um ókunna tegund
er að ræða. Þá gefi fundurinn
upplýsingar um fjölbreytileika
risaeðlutegundanna í Evrópu en
grameðlurnar, sem síðar reikuðu
um Norður-Ameríku og Asíu,
voru 11,5 metra langar. Eotyr-
annus var smærri eins og fyrr
segir en byggingarlagið samt
líkt.
Forfaðir gram-
eðlunnar fundinn
London. AP.