Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 40
FJÖLMIÐLUN 40 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ METRO, ókeypis dagblað, sem dreift er á fjölförnum stöðum, til dæmis umferðarmiðstöðvum, hóf göngu sína í Boston í Bandaríkjun- um í síðustu viku. Eru blöð með þessu nafni nú gefin út í 14 löndum en það fyrsta kom út í Svíþjóð 1995. Dagblaðalestur hefur heldur minnkað vestan hafs og raunar víða á síðustu árum og Boston er nú ein fárra borga í Bandaríkjunum þar sem er samkeppni milli tveggja stórra dagblaða. Hvort þar er pláss fyrir það þriðja á svo eftir að koma í ljós en forsvarsmenn Metros vona, að jafnvel á tímum efnahagslegs samdráttar sé grundvöllur fyrir út- gáfunni og þá ekki síst meðal ungs fólks, sem ekki er fastur áskrifandi að dagblaði. Að því er fram kemur í Boston Globe er fyrirhugað að gefa Metro út í 175.000 eintökum dag- lega. Russel Pergament, útgefandi blaðsins, lýsir blaðinu þannig, að það sé „með mörgum (og þá líklega smáum) fréttum og hugsað sem 20 mínútna lestur á leið í vinnuna“. Seg- ir hann, að efnahagssamdrátturinn sé raunar ágætistími fyrir svona blað því það gefi fyrirtækjum kost á að ná til stórs hóps ungs fólks. Aðeins í Fíladelfíu og Boston Metro-blöðunum hefur vegnað misjafnlega en víða vel og útgefend- ur þeirra halda því fram, að þau séu „fimmta víðlesnasta dagblað í heimi“. Í Bandaríkjunum er það að- eins gefið út í tveimur borgum, Bo- ston og Fíladelfíu, en í síðarnefndu borginni var samið um dreifinguna við yfirvöld samgöngumála þar. Það leiddi hins vegar til þess, að aðrir dagblaðaeigendur, þar á meðal New York Times Company, sem á The Boston Globe, fóru í mál á þeirri for- sendu, að um mismunun væri að ræða. Metro hefur ekki gert neinn slíkan samning í Boston og raunar hefur eigendum þess verið gert að fjar- lægja blaðagrindur, sem settar hafa verið upp án leyfis á opinberum sam- göngumiðstöðvum. Innihaldið rýrt en nær kannski til nýs hóps David Cole, sem gefur út frétta- bréf um fjölmiðlun, gefur ekki mikið fyrir innihaldið og efnistökin í Metro-blaðinu og segir, að mörg miðlungsblöð og tímarit séu eins og hreinar gullaldarbókmenntir í sam- anburði við það. Hann telur þó, að auglýsingar í því geti náð til fólks, sem lítur annars sjaldan í blað. Stephen Mindich, eigandi dag- blaðsins Boston Phoenix, segist hafa litlar áhyggjur af Metro. Blaðamark- aðurinn í Boston sé mettur og þar sem ekki sé leyfilegt að dreifa blaðinu í lestum og öðrum opinber- um samgöngutækjum, muni það ná til tiltölulega fárra. Þá segir Richard P. Gulla, talsmaður Boston Globe, að þar á bæ séu menn sannfærðir um, að auglýsendur og lesendur vilji vandað og innihaldsríkt blað á borð við Globe. Engar skoðanir Metro er 24 síður daglega og við það starfa 45 blaðamenn í fullu starfi. Notar það fréttaþjónustu Reuters hvað varðar innlendar og erlendar fréttir en auk þess verða í blaðinu staðbundnar íþróttafréttir og kvikmyndagagnrýni. Blaðið hefur enga stefnu í þjóðmálum, ekki frem- ur en önnur Metro-blöð, en þó verð- ur í því dálkur eftir stjórnmálaskýr- anda. Dan Caccavaro, aðalritstjóri Boston Metro, segir, að stefna blaðs- ins sé að koma á framfæri miklu af fréttatengdu efni en ekki fréttaskýr- ingum. Segir hann, að fyrirmynd þess sé skyndibitinn eins og hann sé hjá McDonald́s. Vitað er, að Metro er mikið lesið í lestunum í Fíladelfíu en Pamela Browner, talsmaður The Phila- delphia Inquirer, segir, að það hafi ekki komið niður á auglýsinga- tekjum blaðsins. Segir hún, að hins vegar sé 3% fækkun áskrifenda að síðdegisblaðinu Daily News rakin til útkomu Metros. Lækka lausasöluverð Ekki er ljóst hvort eða hvaða áhrif Metro mun hafa á gengi annarra blaða en að sjálfsögðu hefur sam- keppnin aukist. Hefur Boston Globe brugðist við henni með því að lækka um helming lausasöluverðið og blaðasölum hefur verið fjölgað á þeim stöðum þar sem Metro lætur mest að sér kveða. Metro, ókeypis fréttablað, hefur göngu sína í Boston AP Metro dreift á einni lestarstöðinni í Boston. Eigendur þess reyndu að tryggja sér einkarétt á dreifingu í lestum og lestarstöðvum en það gekk ekki. Með skyndibitann hjá McDonald’s sem fyrirmynd FRÉTTAMENN sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum segja að þeim verði minna úr verki en ella vegna þess að stöðvarnar ætlist til að þeir vinni fréttir í beinni útsend- ingu, jafnvel þótt ekkert sé lengur um að vera þar sem þeir og kvik- myndatökumenn eru sendir. Stöðvarnar skikki þá hins vegar til að „vera á staðnum“, en það hindri þá að sjálfsögðu í að afla frekari upplýsinga og vinna betri fréttir. Þar að auki segja margir sjón- varpsfréttamenn að tæknin sé far- in að stjórna fréttavinnslunni. Sjónvarpsbílar elti uppi efni, sem þyki fréttnæmt á einhvern hátt, í stað þess að stöðvarnar noti bílana þegar og ef tilefni gefst til. Í nýjasta eintaki tímaritsins Col- umbia Journalism Review, sem gefið er út af blaðamannaháskól- anum við Columbia-háskóla, er grein eftir C.A. Tuggle, aðstoð- arprófessor í blaðamennsku og fjölmiðlun við Norður-Karólínuhá- skóla. Í greininni skýrir Tuggle frá skoðanakönnun, sem hann og tveir kollegar hans gerðu meðal bandarískra sjónvarpsfrétta- manna. Hann bendir á, að í frétta- tímum sjónvarps sé oft lögð mikil áhersla á að fréttirnar séu í beinni útsendingu. Oftar en ekki komi svo í ljós að fréttamennirnir standi einfaldlega fyrir framan hús þar sem einhver atburður gerðist fyrr um daginn, myrkur sé jafnvel skollið á og enginn á ferli nema fréttamaðurinn og tökulið hans. Tuggle segir að margir hafi áhyggjur af þeirri tilhneigingu sjónvarpsstöðvanna að flytja frétt- ir í beinni útsendingu þegar engin þörf sé á slíku. Fréttamenn eyði dýrmætum tíma í akstur út um all- ar trissur til að taka upp mynd- skeið „á staðnum“, í stað þess að afla sér heimilda. Og oft fái frétt óeðlilega mikið vægi í fréttatím- um, bara vegna þess að möguleiki á beinni útsendingu sé til staðar og þá hafi fréttastjórar tilhneigingu til að nýta hann sem best, þ.e. fá sem mest efni frá viðkomandi fréttamanni. Oftar í beinni en á bandi Í skoðanakönnun Tuggles og félaga hans kemur fram að frétta- menn sjást miklu oftar í þessum beinu útsendingum en í fréttum sem unnar eru á myndband fyr- irfram. Beinu útsendingarnar tóku einnig töluvert lengri tíma en fréttirnar á myndbandi, sem þýðir að sjónvarpsstöðvar, sem leggja mikla áherslu á beinar útsend- ingar, ná ekki að flytja jafn marg- ar fréttir og þær gætu gert ef fréttirnar væru forunnar. Í samantekt Tuggles og starfs- bræðra hans á beinum útsend- ingum kom í ljós, að í undantekn- ingartilfellum voru sjónvarpsstöðvarnar að fjalla um atburð sem ástæða var til að hafa í beinni útsendingu, þ.e. af því að hann væri að gerast um leið og út- sendingin fór fram. Í langflestum tilvikum var engin ástæða til að hafa fréttamann á staðnum, því at- burðurinn var um garð genginn fyrir mörgum klukkstundum, jafn- vel dögum, og engar nýjar upplýs- ingar bættust við. Tuggle hefur það eftir frétta- stjóra nokkrum að ef stöðvarnar gæti þess ekki að hafa beinar út- sendingar af þessu tagi muni áhorfendur einfaldlega flytja sig til keppinautanna. Tuggle er þessu ekki sammála, heldur segir áhorf- endur átta sig á því hvenær sé ver- ið að nýta sér tækni beinnar út- sendingar að ástæðulausu, bara tækninnar sjálfrar vegna. Hann getur þar enn vísað í eigin rann- sóknir, þar sem fram kom að áhorfendur vilja vissulega beinar útsendingar á sumum fréttum, t.d. veðurfréttum og að þeir telja að beinar útsendingar geti verið mik- ils virði. Hins vegar er meirihluti áhorfenda á þeirri skoðun að beinu útsendingarnar séu oft einskis virði. Sjónvarpsstöðvarnar séu að laða áhorfendur að með því að lofa beinum útsendingum, þar sem áhorfendur haldi þá að um nýjar og merkar fréttir sé að ræða. Annað komi hins vegar á daginn. Vilja gæði fremur en tækni Helsta umkvörtunarefni áhorf- enda vegna beinna útsendinga var að slíkar útsendingar gætu raskað friðhelgi einkalífsins. Útsending, þar sem fréttamaðurinn stillir sér upp fyrir framan hús þar sem glæpur hefur verið framinn, væri Beinar útsendingar af litlu tilefni Kaliforníu. Morgunblaðið. Í FRÉTT af samkomum, þar sem tí- undað er hversu margir voru saman komnir, ættu blaðamenn að upplýsa lesendur um hvaðan sú tala er feng- in, hvort blaðamaðurinn sjálfur taldi hópinn og hvort upplýsingar frá þeim sem halda fundinn eða sam- komuna eru á annan veg. Þetta er niðurstaða Mikes Clarks, umboðsmanns lesenda hjá dag- blaðinu Times-Union í Jacksonville í Flórída, eftir að hann skoðaði kvört- un lesanda vegna frásagnar blaðsins af kröfugöngu í Lake City 17. mars. Gangan var á vegum samtaka blökkumanna, sem voru að mótmæla skjaldarmerki borgarinnar, en það skartar m.a. Suðurríkjafánanum sem margir telja aðeins minna á þrælahald og kynþáttahatur. Frásagnir dagblaða af kröfugöng- unni voru misjafnar. Eitt blað sagði um 30 félaga í samtökum blökku- manna hafa gengið, annað blað sagði að þeir hefðu verið um 40. Times- Union sagði að göngumenn hefðu verið um 70 og safnast hefðu saman um 100 manns til að mótmæla þeim. Mike Clark, umboðsmaður les- enda, segir það ekkert nýtt að menn greini á um fjölda á samkomum þar sem tekist er á um hitamál, en hann telur líka að í þessu tilviki mætti ætla að verkefnið væri auðvelt, enda ljóst að aðeins var um nokkra tugi að ræða, hvort sem það var nær 30 eða 70. Hann vísar því hins vegar á bug, sem samtök sem kalla sig Afkomend- ur Suðurríkjahermanna halda fram, að blað hans hafi vísvitandi minnkað muninn á milli fylkinga, þegar hið rétta hafi verið að blökkumennirnir hafi verið 24 og andstæðingar þeirra um 250! Umboðsmaður lesenda spurði lög- reglu Lake City hve margir göngu- menn hefðu verið og fékk þau svör að þeir hefðu verið um 30. Lögreglan kvaðst hins vegar ekki vita hversu margir hefðu safnast saman til að mótmæla kröfugöngunni. Þessu næst hafði umboðsmaður- inn samband við samtök blökku- manna, sem héldu því fram að um 70–80 manns á þeirra vegum hefðu tekið þátt í mótmælunum. Umboðsmaðurinn hefur eftir blaðamanni Times-Union að hann hafi byggt frétt sína á eigin mati. Blaðamaðurinn sagði að vel gæti ver- ið að Suðurríkjamennirnir hefðu ver- ið hátt í 200 en mjög erfitt hefði verið að meta stærðir hópanna, enda hefði almenningur blandast mótmælenda- hópunum og stundum vandséð hverja átti að telja með hvorum hópi. Hversu margir komu saman? Kaliforníu. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.