Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 61
SLFÍ sitt eigið skrifstofuhúsnæði, sumarbústað og íbúð í Reykjavík og erum við sjúkraliðar stoltir af eigum okkar. En ekki koma hlutirnir af sjálfu sér og framgangi félagsins má þakka óeigingjörnu starfi sjúkraliða í þágu síns félags. Án þátttöku þeirra og áhuga yrði markmiðunum ekki náð. Menntun Hér hefur stórt stökk verið tekið fram á við. Grunnmenntun sjúkra- liða er sífellt í endurmati, enda á svo að vera fyrir metnaðarfulla stétt. Stór áfangi náðist í kjarsamningum þegar kjaratengd námskeið náðust inn í samninga sjúkraliða. Mikið starf fór í gang við skipulag og framkvæmd á námskeiðum og lögðu svæðisdeildir félagsins sitt á vogarskálina til að fræða sjúkraliða. Í ljós kom að stéttin í heild sinni var orðin mjög þyrst í viðbótarþekkingu og nýttu sjúkraliðar sér námskeiðs- framboðið að fullu. Annarnámi var komið á og hafa fjölmargir nýtt sér þann kost. Síðan og ekki síst fer árs- nám í gang fyrir sjúkraliða sem eyk- ur þekkingu og starfssvið þeirra. Langþráður draumur sjúkraliða að rætast og leiðin út úr öngstræti menntunarinnar að opnast. Án góðs vilja fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefði stéttin þurft að bíða mun leng- ur. Kjaramál Barátta, barátta og endalaus bar- átta er það sem sjúkraliðum dettur í hug þegar kjaramál ber á góma. Þrautaganga hefur þetta verið á þessum áratug og hefur verkfall sjúkraliða ’96 markað dýpstu sporin í þessari baráttu. Verkfall er og verður neyðarúrræði og því varð að beita á þessum tíma. Mikilvægir samningar náðust en mikil bylting varð þegar sjúkraliðar fengu inn í samningana að þeir geti starfað við annað og meira en hefðbundin sjúkraliðastörf og vil ég þar nefna: t.d. sem verkstjórar, hópstjórar og deildarstjórar innan heilbrigðis- og félagsgeirans. Löngu tímabær þró- un. Enn heldur baráttan um brauðið áfram og voru samningar félagsins lausir í október í fyrra og ekkert hef- ur gerst í samningaviðræðum, hvort heldur sem við nefnum ríkið, launa- nefnd sveitarfélaganna, Reykjavík- urborg eða sjálfseignastofnanir. Sjúkraliðar eru þolinmóðir og um- hyggjusamir, enda starfa þeir við slík störf að þessara kosta er þörf, en þolinmæði þeirra getur brostið, þó sérstaklega þegar áhugaleysi af ann- arra hálfu er algert, eins og hjá við- semjendum okkar. Skortur á sjúkraliðum Kannanir hafa sýnt fram á að mik- ill skortur er á sjúkraliðum og mætti bæta við nokkrum hundruðum án þess að metta markaðinn. Hvað þarf að gera til að ungt fólk fáist til að snúa sér að sjúkraliðastörfum, þykja í þau varið og velja þau fremur en annað? Hér mætti nefna betri laun og bætt starfsumhverfi, aukna ábyrgð, víðara og sjálfstæðara starfssvið og meiri möguleika á auk- inni menntun þó svo að nú glitti í þann möguleika. Heilbrigðis- og félagsgeirarnir standa í ströngu við að halda í þá sjúkraliða sem nú eru starfandi en þeir hafa mikla mögu- leika á öðrum og launahærri störfum og biðlund þeirra er ekki óþrjótandi. Hvað hafa ráðamenn í hyggju til að fjölga í stéttinni og halda í þá sjúkra- liða sem nú eru við störf? Svari nú hver sem getur. Höfundur er sjúkraliði á Dalvík. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 61 Aðalfundur 2001Aðalfundur 2001 Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Íslands hf. verður haldinn á Fosshótel KEA föstudaginn 18. maí og hefst kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál löglega fram borin Á fundinum verður m.a. lögð fyrir tillaga um lækkun hlutafjár. Ársreikningur, tillögur og endanleg dagskrá liggja frammi á skrifstofu Íslenskra verðbréfa hf. á Skipagötu 9, Akureyri. Stjórn Hlutabréfasjóðs Íslands hf. Breiðholtsblóm FYRIR þrjátíu ár- um hafði Landsvirkjun uppi áform um risa- stórt miðlunarlón í Þjórsárverum. Þá voru hugmyndir um nátt- úruvernd skammt á veg komnar. Þjórsár- ver voru lítt kunn. Mjög fáir höfðu komið þangað. Þjóðin vissi ekki að þar átti hún einhverja dýrmætustu náttúruperlu sína. En nokkrir innlendir og erlendir náttúrufræð- ingar vissu hvað var í húfi. Þeir skáru upp herör. Brátt mögnuðust upp deilur um Þjórsárver. Þau urðu á allra vörum. Mótmælum rigndi yfir rík- isstjórnina. Í fyrsta sinn í sögunni kom fram skýlaus krafa um að Ís- lendingar öxluðu þá alþjóðlegu ábyrgð sem felst í því að eiga nátt- úruvin á heimsvísu. Tæpitungulaust Mestur hluti Þjórsárvera er á af- rétti Gnúpverja. Þeir fylgdust grannt með þessum deilum. Fyrir- hugaðar virkjunarframkvæmdir í Þjórsárverum fólu í sér hagnaðar- von fyrir sveitarfélagið. En Gnúp- verjar létu ekki villa sér sýn. Árið 1972 var haldinn almennur sveitar- fundur og lýst yfir eindreginni and- stöðu við „rafvæðingaráætlanir, þar sem gert er ráð fyrir myndun uppi- stöðulóns í Þjórsárverum.“ – Í ályktuninni sagði einnig: „Verði Þjórsárver sett undir vatn, er gróðri og gróðurfari landsins unnið óbætanlegt tjón. Auk þess eru mikl- ar líkur á því að mismunandi hæð yfirborðs vatnsins í fyrirhuguðu lóni í Þjórsárverum orsaki uppblástur ... andmælir fundurinn hverskonar röskun á náttúru Þjórsárvera og skorar á almenning í landinu að sameinast um að varðveita þessa einstæðu perlu íslenzkra öræfa.“ Hér er talað tæpitungulaust: Enga röskun í Þjórsárverum. Ekk- ert lón. Þjórsárver voru friðlýst árið 1981. Síðar voru þau tekin inn á Ramsarskrá, en svo nefnist sáttmáli um verndun votlendissvæða sem hafa alþjóðlegt mikilvægi. Trúðu þá margir að öll náttúruspjöll í ver- unum væru úr sögunni. En Lands- virkjun hafði tekist að þvinga inn í friðlýsinguna undanþáguákvæði sem fól í sér heimild fyrir miðlunarlóni í allt að 581 m yfir sjávar- máli. En þó því aðeins að rannsóknir sýndu „að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruvernd- argildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndar- ráðs (nú Náttúruvernd ríkisins).“ Í skjóli ofangreinds ákvæðis hefur Lands- virkjun með svonefnd- um Kvíslaveitum sökkt um 6 ferkílómetrum af algrónu landi í Þjórsárverum. Fyr- irtækið hefur auk þess tekið 25-30 ferkílómetra landsvæði undir veitu- skurði og vatn. Við Norðlingaöldu hefur meðalrennsli Þjórsár minnk- að um 40%. Talið er að lækkun vatnsstöðu sé nú þegar farin að valda rofi á bökkum Þjórsár. Landsvirkjun leggur ofuráherslu á að fá leyfi fyrir miðlunarlóni við Norðlingaöldu í Þjórsárverum. Fyr- irtækið á fulltrúa í Þjórsárvera- nefnd en hún á að skila áliti til Nátt- úruverndar ríkisins um það hvort náttúruverndargildi veranna „rýrni óhæfilega“ við slíka framkvæmd. Uppblástur Viðamiklar rannsóknir og ítarleg skýrsla dr. Þóru Ellenar Þórhalls- dóttur frá árinu 1994 um áhrif lóns í 581 m.y.s. sýndi hve afdrifarík slík framkvæmd gæti orðið. Fyrir utan gróðurlendið sem færi á kaf telur Þóra „verulega hættu á að upp- blástur geti farið af stað við strend- ur lónsins. Fari slíkur uppblástur af stað yrði áreiðanlega erfitt og hugs- anlega nær ómögulegt að stöðva hann,“ segir í skýrslunni. Fram- haldsrannsóknir á lóni með lægri vatnsstöðu hafa í engu breytt meg- inniðurstöðum þessarar skýrslu. Nýlega hafnaði Þjórsárveranefnd áformum Landsvirkjunar um 6. áfanga Kvíslaveitu og öllum hug- myndum um lón sem væru hærra en 575 m yfir sjávarmáli. Tveir fulltrúar í nefndinni – annar þeirra fulltrúi Landsvirkjunar – báðu um frest til að skoða nánar áhrif þeirrar vatnsstöðu og fengu hann. Fullvíst er að engin eðlisbreyting verður á afdrifaríkum áhrifum fyr- irhugaðs lóns þótt yfirborðið lækki í 575 m.y.s. Ásýnd og landslagsheild Þjórsárvera skaddast, rúmlega 7 ferkílómetrar gróins lands fara á kaf og um 350 þekkt gæsahreiður. Hætta á uppblæstri verður áfram fyrir hendi. Um lón í þessari hæð segir Gísli Már Gíslason prófessor, formaður Þjórsárveranefndar, í Morgunblaðinu 18.4. síðastliðinn: „Það yrði samt sem áður vatn á stærð við Mývatn ... og menn geta ímyndað sér áhrif slíks vatns á sitt nánasta umhverfi. Það myndi ein- faldlega gjörbreyta þeirri mynd sem við nú höfum af Þjórsárverum.“ Ennfremur segir hann: „Það er ein- faldlega nú þegar búið að nýta þá orkumöguleika sem rýra hvað minnst náttúruverndargildi Þjórs- árvera.“ Hann leggst eindregið gegn frekari framkvæmdum og í sama streng taka Már Haraldsson, fulltrúi Gnúpverja í Þjórsárvera- nefnd og Sveinn Ingvarsson, fulltrúi Afréttarmálafélags Flóa- og Skeiða- manna (Mbl. 18.4.). Fagnaðarefni Í ályktun sem átta náttúruvernd- ar- og umhverfissamtök sendu frá sér nýverið segir að þessar fram- kvæmdir „muni valda óbætanlegum skaða á lífríki Þjórsárvera“. Og Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagði fyrir skemmstu í viðtali við Morgunblaðið: „Þessari perlu eigum við ekki að raska eða skapa ófrið um hana“. Sami ráðherra sagði um Þjórsárver í viðtali við Sjónvarpið 8.2. sl: „Þau eru mér heilög. Ekki fermetri af þeim undir vatn.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra tók af skarið 3. febrúar sl. í Ríkisútvarpinu: „Það er jákvætt að Landsvirkjun hefur leitað leiða til að lækka í hugsanlegu lóni en ég tel að það sé ekki ásættanlegt að skerða hið friðaða svæði með lóni ... Það er alveg ljóst að Þjórsárverin hafa gífurlegt náttúruverndargildi og það er ákveðið svæði í Þjórs- árverum sem er friðað og ég tel að við eigum ekki að skerða hið friðaða svæði.“ Þessi eindregna afstaða gegn miðlunarlóni í Þjórsárverum er fagnaðarefni. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar hefur látið svo um mælt (í Mbl. 5. maí sl.) að lón í 575 m.y.s. „rýri ekki verulega náttúru- verndargildi Þjórsárvera“. Í ljósi rannsókna og álits virtra vísinda- manna um áhættuna sem fylgdi slíku lóni eru þessi orð forstjórans fullkomlega ábyrgðarlaus. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjun- ar sagði nýlega að yrði ekki af þessu lóni við Norðlingaöldu seinkaði það afhendingu rafmagns til Norðuráls, auk þess leiddi það til dýrari virkj- unarkosts. Og má nú spyrja: Hve dýr yrðu náttúruspjöllin í Þjórsár- verum? Hversu dýrt yrði það ef þessi víðfræga náttúruvin blési upp? Örlagastund í Þjórsárverum Birgir Sigurðsson Höfundur er rithöfundur. Náttúruvernd Fullvíst er, segir Birgir Sigurðsson, að engin eðlisbreyting verður á afdrifaríkum áhrifum fyrirhugaðs lóns þótt yfirborðið lækki í 575 m yfir sjávarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.