Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 11
Iðntæknistofnun hefur undirritað samning við Höfn í Hornafirði þar sem kveðið er á um að Iðntækni- stofnun sendi einn sérfræðing í mánuði til Hafnar í Hornafirði í því augnamiði að veita þar ráðgjöf og miðla þekkingu. Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Höfn, segir það mikilsvert fyrir sveitarfélagið að vera komið í gott samstarf við Iðntæknistofnun. „Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fjár- festa í tækifærum framtíðarinnar og skapa samkeppnishæft umhverfi fyrir ungt og skapandi fólk. Það er eina raunhæfa leiðin til að halda fólki í byggðalaginu sem aftur er forsenda uppbyggingar.“ Fumkvæði og áræðni Að sögn Alberts er afar mikilvægt að landsbyggðin sýni frumkvæði og áræðni. „Það er því miður allt of al- gengt að landsbyggðin hafi einblínt á grunnatvinnuvegina og það hefur oftar en ekki verið fjötur um fót byggðarlögunum. Þetta viljum við laga og leggjum áherslu á að unga fólkið okkar hugsi eins og frum- kvöðlar, bíði ekki eftir atvinnutæki- færunum heldur búi þau til. Þessu ætlum við meðal annars að ná fram með þessu samstarfi við Iðntækni- stofnun,“ segir Albert. Nýheimar Samstarf Hafnar og Iðntæknistofn- unar er hins vegar ekki það eina sem Höfn í Hornafirði stefnir að því þar eru markmiðin háleit. Haustið 2002 verður tekið í notkun nýtt hús, Nýheimar. Þar verða aðsetur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), Há- skóla Íslands, Nýherjabúða, upplýs- ingamiðstöðvar og fleiri aðila. Áhersla verður lögð á að inn- leiða nýja hugsun, tækni og vinnu- brögð svo að efla megi menntun og þróunarstarf og styrkja atvinnulíf á svæðinu. Þannig verður byggt á þverfaglegum vinnubrögðum, notk- un upplýsingatækni og sveigjanlegu rými sem auðvelt verður að laga að breyttum kröfum tímans. Hver heild fyrir sig mun hafa rými til sinna einkaafnota en lögð verður áhersla á að nýta rými sam- eiginlega eftir því sem framast er kostur. Þá verður stefnt að því að þeir aðilar, sem „búa í Nýheimum,“ styðji hver annan í starfsemi sinni og að hæfileikar og geta hvers um sig nýtist heildinni. augl‡sing 1. tbl. 1. árg. 2001 Austurland á nýrri öld Jarðgöngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar eru einfaldlega for- senda þess að byggð og mannlíf á sunnanverðum Austfjörðum þrosk- ist og dafni á komandi árum. Göngin, sem verða um 5,8 km löng, stytta leiðina milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar um 31 km, úr 52 km í 21 km. Steinþór Pétursson, sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, segir að verslun, viðskipti og þjónusta eigi erfitt uppdráttar á svæðinu, „en göngin gera Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fá- skrúðsfjörð, Reyðarfjörð og Eski- fjörð að einu atvinnusvæði. Um leið stækkar markaðssvæðið og upp kemur forsenda fyrir þróun og auk- inni sérhæfingu í verslun og þjón- ustu auk þess sem til verður eitt at- vinnusvæði, stærra og fjölbreyttara en við þekkjum nú.“ Vegurinn milli Reyðarfjarðar og Stöðvarfjarðar hefur hamlað sam- göngum við suðurfirðina. Bæði vegalengdin sjálf auk þess sem fólk veigrar sér við að fara þessa leið að óþörfu, því vegurinn er beinlínis hættulegur. Þar eru þrengsli, blind- hæðir og heilmikil hrunhætta í Vattarnesskriðunum. „Um þær er varla ekið án þess að menn verði varir við grjóthnullunga á vegin- um,“ segir Steinþór. „Eftir að göng- in koma verða suðurfirðirnir „mið- svæðis“ í fjórðungnum, samgöngur greiðari, bæði innan fjórðungsins og við landið allt. Og svo má ekki gleyma því að framkvæmdir við væntanlegt álver við Reyðarfjörð eru óhugsandi án ganganna.“ Í núgildandi áætlun er miðað við að framkvæmdir við göngin geti hafist vorið 2002. Heildarverktími er áætlaður tvö og hálft ár. Kostnað- ur við framkvæmdina hefur verið áætlaður 3,1 milljarður króna. Göngin munu liggja milli Hrúteyrar í Reyðarfirði og bæjarins Dala í Fá- skrúðsfirði. Jarðgöngin forsenda framfara – stytta leiðina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um 31 km Svona kemur gangamunninn til með að líta út, Reyðarfjarðarmegin. Á ráðstefnu um stefnumótun í menningarmálum á landsbyggð- inni sem haldinn verður á Seyðis- firði 14. og 15. maí næstkomandi verður undirritaður tímamóta- samningur um Menningarráð Austurlands. Aldrei áður hefur viðlíka samningur verið gerður hér á landi, að sögn Smára Geirssonar formanns Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Samningur- inn felur í sér fjárframlag frá hinu opinber næstu þrjú árin. Ennfremur verður á ráðstefn- unni undirrituð viljayfirlýsing þar sem gert er ráð fyrir að komið verði á fót 4 menningarmiðstöðv- um í kjördæminu, á Höfn, á Aust- ur-Héraði, í Seyðisfirði og Fjarða- byggð. Menningarlandið Austurland Sérfræð- ingur í Höfn! Á sama tíma og fiskeldismenn umland allt einbeita sér að laxeldi íauknum mæli horfa Norðfirð- ingar hýru auga til hlýrans, „enda er hlýrinn gæfur fiskur og stressast mun síður en laxinn. Að þeim sökum hentar hann afar vel til eldis,“ segir Sindri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlýra ehf. „En það eru ekki eingöngu hin góða skapgerð sem gerir hlýrann kjörin til eldis, heldur hitt að hann þrífst vel við náttúrulegar aðstæður eins þær sem við búum við. Honum líð- ur til að mynda illa ef hitastig sjáv- ar fer mikið yfir 10 gráður en dafn- ar vel við tveggja til fjögurra gráðu hita,“ segir Sindri og bætir við að ýmislegt bendi til þess að hlýrinn sé ódýrari á fóðrum en laxinn. Hvað markað fyrir hlýra segir Sindri að ekki sé runnið blint í sjó- inn. „Við erum þegar með ákveðn- ar hugmyndir sem ég tel ekki rétt að tíunda að svo stöddu.“ Fyrst um sinn mun fyrirtækið einbeita sér að seiðaeldi. „Við mun- um strax í haust veiða villtan hlýra í klak og rækta upp seiði. Seiðaeldið fer fram í landi en við fylgjumst spenntir með þróuninni erlendis þar sem farið er að gera tilraunir með sérstakar eldiskvíar fyrir botn- læga fiska eins og hlýra, sem eðli sínu samkvæmt þurfa annars konar kvíar en laxinn.“ Hlýraeldi er nýjung hér á landi en Norðmenn hafa verið að gera til- raunir, bæði með að rækta steinbít og hlýra auk þess sem Kanadamenn eru í startholunum með að hefja eldi á hlýra. Hafrannsóknastofnun hefur einnig verið með vísi að hlýraeldi í tilraunaskyni og í fram- haldi af ágætu gengi þar var ákveðið að hefja eldið í Nes- kaupstað. Hluthafar í Hlýra ehf. eru Síldarvinnslan, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Eignarhaldsfélag Austurlands, Hönnun hf. og Fram- takssjóður Austurlands. Áhyggjufullir ferðamenn hafa haft samband við verslunareigendur á Austurlandi undanfarna daga til að tryggja að nægur ís verði til í söluturnum í allt sumar. Þessar áhyggjur eru eðlilegar í ljósi þess að hitabylgja sumarsins er þegar komin og sýnilegt að hún verður þar í allt sumar. Hitinn í gær fór víða í fjórðungnum yfir 20 stig. Gömul berdreymin kona, ættuð af Jökuldal, hefur látið hafa það eftir sér að komandi sumar verði það veðursælasta í langan tíma. Þessi kona er þekkt fyrir spádóma sína sem eiga það sameiginlegt að rætast alltaf. Nægur ís í allt sumar! Hlýraeldi í Neskaupstað Samningurinn undirritaður. Gísli Sverrir Árnason og Albert Eymundsson frá Höfn og Hallgrímur Jónasson og Karl Friðriksson frá Iðntæknistofnun. www.athygli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.