Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 73 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert gefinn fyrir íþróttir og gefur þig allan í leikinn. Það er lykillinn að vinsæld- um þínum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hlutirnir virðast á fullri ferð í kring um þig og þú átt fullt í fangi með að fylgjast með. Stígðu þá af hlaupabrettinu og áttaðu þig á tilverunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Finnist þér þig skorta vitn- eskju er engin ástæða til að láta hugfallast. Leitaðu til bóka og margmiðlunar, þar finnast svör við flestu nútil- dags. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt það sé freistandi að leggja ýmislegt á sig til þess að komast hjá rifrildi, eru þó takmörk fyrir því sem öðru. Málið er að þekkja takmörk- in. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að gefa tilfinningun- um smáfrí og velta hlutunum fyrir þér af kaldri skynsemi. Nú er tími til að sleppa ýmsu sem þú hefur ríghaldið í. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dragðu nú ekki lengur að byrja á heilsubótinni, sem þú hefur svo lengi horft til. Þú hefur nægt þrek til að sinna henni meðfram öllu hinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú mátt vera stoltur af verk- um þínum, en betri er innri ánægja en bægslagangur út á við. Gefðu þér góðan tíma til þess að sinna þínum nánustu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þeir erfiðleikar sem þú átt í eru að miklu leyti þér sjálfum að kenna. Þeir eru því þitt mál og þú vinnur þig út úr þeim þegjandi og hljóðalaust. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að hafa augun hjá þér og gæta að hverju því, sem gæti orðið til vandræða síðar meir. Með lítilli fyrir- höfn gerir þú þér lífið mun léttara. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Græddur er geymdur eyrir og horfinn eyddur. Veltu vandlega fyrir þér þeim fjár- festingarkostum, sem freista þín og gerðu ekkert að óat- huguðu máli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þú hafir náð ákveðnum áfanga í starfi er hreint ekk- ert tækifæri til þess að slappa af, heldur áttu að nota með- byrinn til frekari afreka. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að venja þig af því að fleyta aðeins ofan af hlutun- um. Það endar bara með ósköpum og enginn vill þá vinna með þér eða kaupa starf þitt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú skalt setja þér ákveðin takmörk og stefna svo að þeim af ábyrgð og festu. Láttu ekki freistast af tilboð- um um skjótfenginn stundar- gróða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÚR NÚMARÍMUM Akker vindast upp úr sjá, ægir tautar viður; seglin bindast húnum hjá, hleypt er skautum niður. Skeið á boða bökin þá bólgin upp sig vegur; spýtir froðu og öldum á anda þungan dregur. Rengur braka og reynist gnoð, reflar flaka og digna; stengum þjakar þunga voð, þær svo taka að svigna. STAÐAN kom upp á af- mælismóti Kortsnojs sem haldið var fyrir skömmu. Hollendingurinn Jeroen Piket (2628) hafði hvítt gegn Yannick Pelletier (2531). 17.Rxe6! fxe6 18.Dxe6 Re7 19.Rc5! axb5 20.Rxb7 Db6 21.Rd6 Kd8 22.Be3 Da6 23.Had1 Hg8 24.Hfe1 g5 25.Df7 Hg6 26.Re4 og svartur gafst upp enda ræður hann ekki við margvíslegar hótanir hvíts. Skákin tefld- ist í heild sinni: 1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rc3 Rf6 4.e3 e6 5.Rf3 Rbd7 6.Bd3 dxc4 7.Bxc4 b5 8.Bd3 Bb7 9.e4 b4 10.Ra4 c5 11.e5 Rd5 12.O-O cxd4 13.Rxd4 Rxe5 14.Bb5 Rd7 15.Dh5 g6 16.De2 a6 o.s.frv. Lokastaðan í B-riðli varð þessi: 1. Vladimir Kramnik 3 ½ vinning af 5 mögulegum 2. Boris Spassky 3 v. 3. Peter Svidl- er 2 ½ v. 4. Viktor Kortsnoj 2 v. 5.-6. Werner Hug og Florian Jenni 1 ½ v. At- kvöld Skákfélags Akureyr- ar fer fram í kvöld, 11. maí. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HÉR er þriðja spilið frá keppni sænsku og pólsku landsliðshópanna. Nú fær lesandinn undarlega spurningu í byrjun. Suður spilar sex spaða (eftir mjög dulúðlegar sagnir, sem óþarfi er að birta) og það er augljóst eftir skamma skoðun að slemm- an er vonlaus. Og hún fór líka niður. En spurningin er þessi: Hvaða tvo slagi fékk vörnin? Norður ♠ D42 ♥ 83 ♦ Á976532 ♣ Á Vestur Austur ♠ K9 ♠ 108 ♥ ÁDG975 ♥ 10642 ♦ DG4 ♦ 108 ♣ 75 ♣ KD863 Suður ♠ ÁG7653 ♥ K ♦ K ♣ G10942 Fyrsta ágiskun og sú eðlilegasta er þessi: Spaða- kóng og hjartaás. En ekki aldeilis. Vörnin fékk hvorki slag á tromp né hjarta!!! Spilið gekk þannig fyrir sig: Vestur kom út með lauf, en makker hans hafði meldað litinn á fyrri stig- um og sýnt stuðning við hjarta um leið. Sagnhafi sá sér þá leik á borði. Hann fór heim á tígulkóng, trompaði lauf, henti hjartakóng niður í tígulás og trompaði tígulinn frían. Nú var staðan þessi: Norður ♠ D4 ♥ 83 ♦ 9765 ♣ -- Vestur Austur ♠ K9 ♠ 108 ♥ ÁDG975 ♥ 1064 ♦ -- ♦ -- ♣ -- ♣ KD8 Suður ♠ ÁG765 ♥ -- ♦ -- ♣G109 Í suðursætinu var Mart- en Gustawsson, en Pól- verjinn í vestur var Zdzis- ilaw Laszczak. Gustawsson spilaði smáum spaða að drottningunni í blindum. Ef vestur tekur með kóng á hann ekkert nema hjarta til að spila, sem suður trompar heima, spilar blindum inn á spaðadrottn- ingu þar sem fríslagirnir á tígul bíða. En Laszczak fann réttu vörnina – hann dúkkaði! Blindur átti slag- inn á drottninguna og nú ákvað Gustawsson að tak- marka tapið – hann spilaði spaða á ásinn og gaf austri tvo slagi á KD í laufi. Og það voru sem sagt slagir varnarinnar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 85 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. maí, verður 85 ára Kristín Ingi- mundardóttir til heimilis að Reynistað í Garði. Kristín er að heiman. 75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. maí, er 75 ára Bjarni Jón Gott- skálksson, fyrrv. bifreiða- stjóri Stjórnarráðsins, Gaukshólum 2, Reykjavík. Bjarni verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. maí, verður fimmtugur Jóhann V. Sveinbjörnsson, banka- starfsmaður, Grashaga 16, Selfossi. Eiginkona hans er Ólöf Bergsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. maí, verður fimmtugur Þor- steinn Jóhannesson, yfir- læknir Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði. Í tilefni þess taka hann og kona hans, Friðný Jóhannesdótt- ir, á móti gestum í sal frí- múrara á afmælisdaginn frá kl. 18-21. 10, 12 og 14 tommu Verð frá kr. 1.500 Wokpanna, gæði í gegn Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Laugavegi 54 — sími 552 5201 Hörskyrtur frá 2.990 Hörskokkar frá 2.990 Hörbuxur frá 3.990 Stærðir 36-46               FRÉTTIR GK Reykjavík og Örn Arnarson sundmaður hafa gert með sér samning um að Örn sé klæddur í fatnað frá GK Reykjavík næsta árið. Hug- myndin er að Örn þurfi ekki að hafa áhyggjur af útliti sínu, aðeins ár- angri. Morgunblaðið/Golli Gera með sér samning ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson sendi- herra hefur afhent Thomas Klestil, forseta Austurríkis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Aust- urríki. Húsnæði sendiráðsins er á sama stað og fastanefnd Íslands gagnvart ÖSE: Naglergasse 2/8, 1010 Vín/ Vienna Austurríki/Austria. Sími sendiráðsins: + 43 1 533- 2771, Telefax: + 43 1 533-2774. Net- fang: icedel.vienna@utn.stjr.is. Ís- lenskir starfsmenn sendiráðsins eru Emil Breki Hreggviðsson sendi- ráðsritari og Sigrún Andrésdóttir ritari. Afgreiðslutími sendiráðsins er mánud.–föstud. kl. 8.30–16.30. Sendiráð opnað í Austurríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.