Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Brúðarsýn- ing í Toyota- húsinu Vorhátíð Síðuskóla VORHÁTÍÐ Síðuskóla verður laugardaginn 12. maí og hefst hún með andlitsmálun kl. 12.30. Skrúðganga verður kl. 14 og eru þátttakendur hvattir til að taka fram furðufötin, fána og blöðrur. Farið verður í leiki, krafta- krakkakeppni, hjólaskoðun verð- ur á svæðinu og hjólaþrautir, tölvuleikjakeppni og tombóla. Þá verða veitingar í boði. Tónleikar í Ís- landsbænum HELGI og hljóðfæraleikararnir verða með tónleika í Íslandsbæn- um í Eyjafirði laugardagskvöldið 12. maí og hefjast þeir kl. 22. Auk hljómsveitarinnar munu alþýðu- tónlistarmenn sjá um upphitanir og niðurkælingar eftir þörfum. Glæný afurð hljómsveitarinn- ar, smáskífan Græni fuglinn, verður til sölu á staðnum en á henni eru þrjú lög. Sama dag kl. 18 opnar myndlistarmaðurinn Gamli-Elgur sýningu á forynju- verkum sínum í Vín. Aftansöngur AUKINNAR bjartsýni gætir nú meðal Hrís- eyinga á framtíð byggðalagsins og þar hefur síðustu mánuði verið nokkur gróska á fast- eignamarkaði að sögn Péturs Bolla Jóhann- essonar, sveitarstjóra í Hrísey. Allar líkur eru á að nokkrar fjölskyldur væru að flytjast þangað búferlum og þá hafa borist fyrirspurnir um möguleika á húsnæðiskaupum, m.a. frá íbúum höfuðborgarsvæðisins. „Hrísey virðist vera í tísku um þessar mundir. Við verðum vör við áhuga fólks fyrir sunnan á að komast í rólegra umhverfi og af einhverjum ástæðum er Hrísey vinsæl núna.“ Pétur Bolli sagði að síðustu vikur hefðu nokk- ur hús í eynni verið seld og hann gerði sér von- ir um að byggðalagið væri að rétta úr kútnum eftir hið erfiða áfall þegar Snæfell lokaði pökk- unarstöð félagins og flutti hana yfir til Dalvíkur um áramótin 1999/2000. „Mér finnst vera ákveðinn vendipunktur núna og þróunin að snúast við,“ sagði Pétur Bolli. Þróunin að snúast við Íbúum fækkaði umtalsvert á síðasta ári, eða um 30, en í kjölfar lokunar Snæfells, þar sem 35 manns misstu atvinnuna fluttu margir burtu. Íbúar voru 188 talsins 1. desember í fyrra en sveitarstjórinn telur að botninum séð náð. „Það bendir margt til þess að þróunin séu að snúast við,“ sagði hann, m.a. eru nýir kennarar á leið- inni til eyjarinnar með fjölskyldur. Pétur Bolli sagði töluvert spurt um hús í Hrísey um þessar mundir og væru nokkur slík til sölu nú auk þess sem félagslegar íbúðir í eigu hreppsins væru falar vildi einhver kaupa. Þær væru hins vegar dýrari en hús á almenn- um markaði í eynni. Skipuleggja orlofshúsabyggð Pétur Bolli benti einnig á að töluvert hefði færst í vöxt á síðustu árum að fólk á meginland- inu keypti hús í eynni og hefði sem sumarhús auk þess að nýta þau að vetrinum þegar tóm gæfist til. „Það er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá, helst vildum við að fólkið hefði hér fasta búsetu,“ sagði hann. Áætlað er að hefja vinnu við gerð deiliskipulags vegna orlofs- húsabyggðar en gert er ráð fyrir samkvæmt að- alskipulagi að 10 til 15 lóðir komi til með að standa einstaklingum og félagasamtökum til boða. Teikn á lofti um að íbúaþróun sé að snúast við í Hrísey Morgunblaðið/Kristján Vorhugur er kominn í unga fólkið sem hefur tekið fram bæði reiðhjól og hlaupahjól. Þá virðist aukin bjartsýni ríkja eftir nokkur áföll í atvinnulífinu. Aukin bjartsýni og gróska á fasteignamarkaði Hrísey 95 OKTANA bensín fékkst á þremur stöðum á Akureyri á 91,40 krónur síðdegis í gær. Olís ákvað í gær- morgun að bjóða sama verð á einni sjálfsafgreiðsludælu félagsins við Tryggvabraut og Orkan býður. Verðið var því lækkað þegar bens- ínstöðin var opnuð í gærmorgun. Verðið hjá Orkunni hélst það sama og sagði Páll Baldursson útibússtjóri hjá Olís á Akureyri að það verð hefði haldist yfir daginn. Hann sagði við- brögðin hafa verið mjög góð og greinilegt að fólk hefði tekið við sér þegar lækkunin fór að spyrjast út. Á Esso-stöðinni við Tryggvabraut var verð einnig lækkað á 95 oktana bensíni og það boðið á sama verði og hjá Orkunni og sjálfsafgreiðsludælu Olís. Þorsteinn Eiríksson á Esso- stöðinni við Tryggvabraut sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa, en þar á bæ hefðu menn séð marga nýja viðskiptavini. Hann sagði fólk sem fyllti tanka sína geta sparað 500 krónur með því að dæla sjálft og það væri upphæð sem fólk vildi gjarnan spara sér. Viðbrögðin létu ekki á sér standa Síðasta sýningarhelgi SÍÐASTA sýningarhelgi á sýn- ingu Sigurðar Árna Sigurðsson- ar sem staðið hefur frá opnun Ketilhússins á sumardaginn fyrsta er nú um helgina. Sýning- in er opin frá kl. 16 – 18 virka daga, en frá kl. 14-18 um helgar. STUTT Lokahóf yngri flokka KA LOKAHÓF yngri flokka KA í handbolta verður haldið í KA- heimilinu laugardaginn 12. maí kl. 13. Á hófinu verða veitt verðlaun fyrir árangur vetrarins, farið í leiki og grillað ofan í mannskap- inn. Hjá KA er unnið öflugt ung- lingastarf og á dögunum fékk félagið unglingabikar HSÍ fyrir frábært starf í yngri flokkum. Allir áhugasamir eru velkomnir á lokahófið. GUÐRÚN Kristín Björgvinsdóttir garðyrkjunemi á Akureyri var að setja fyrstu sumarblómin í ker í blíðunni í fyrradag. Jóhann Thor- arensen verkstjóri í umhverf- isdeild Akureyrarbæjar sagði að byrjað væri óvenjusnemma þetta árið að setja niður sumarblómin. Einhver bið verður hins vegar á að blómin verði sett niður í beð út í bæ þar sem alltaf má búast við vorhreti. Morgunblaðið/Kristján Guðrún Kristín Björgvinsdóttir garðyrkjunemi hjá umhverfisdeild Ak- ureyrarbæjar setur sumarblóm í potta í blíðunni. Sumarblómin eru snemma á ferðinni í ár VEGNA fjölda áskorana verður ráð- stefnan Tilfinningagreind – undir- staða árangurs á vegum Þekkingar- smiðju IMG haldin á Akureyri miðvikudaginn 16. maí frá kl. 9–12. Á ráðstefnunni verður fjallað um hlut- verk tilfinninga í árangri. Ráðstefnan verður haldin á Foss- hóteli KEA. Rannsóknir sýna að það er tilfinningagreind sem aðgreinir framúrskarandi einstaklinga frá hin- um. Tilfinningagreind fjallar um getu til að skilja sjálfan sig, stjórna eigin tilfinningum og færni í að skilja og vinna með öðru fólki. Tilfinningaleg meðvitund, sjálfstraust, samkennd og heiðarleiki eru meðal þeirra atriða sem einkenna þá sem ná langt, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesari er Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, stjórnendaþjálf- ari og ráðgjafi hjá Þekkingarsmiðju IMG. Þátttökugjald er kr. 14.900. Innifalið er morgunkaffi. Hægt er að fá nýjustu bók Daníels Golemans Working with Emotional Intelligence á staðnum og kostar hún kr. 3.000. Skráning fer fram á www.simey.is. Ráðstefna um tilfinningagreind BRÚÐARSÝNING verður hald- in á morgun, laugardaginn 12. maí í Toyota-húsinu á Akureyri. Þar mun verða sýnt það nýjasta í brúðarvöndum, -skreytingum og -kjólum, hárgreiðslu og förðun jafnframt því sem nýjustu brúð- arbílarnir verða sýndir frá Toyota. Sýningin stendur yfir frá kl.12–18. Kl. 15 og 16.30 munu sýningarbrúðhjón ganga um sali og sýna sig og fylgihluti. Býflugan og blómið verður með brúðhjónapott í sumar þar sem viku ferð til Portúgal fyrir tvo með Úrval-Útsýn verður í boði. AFTANSÖNGUR verður í Ak- ureyrarkirkju kl. 18 í dag, föstu- dag. Kammerkór Akureyrar- kirkju, undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar, flytur tónlist eftir Friedrich Kiel, Jón Áskel Hlöðversson og Andrew Carter. Aftansöngur eða Vesper er ein hinna klassísku tíðagjörða og er sunginn um miðjan aftan eða klukkan sex. Vesper hefur verið sunginn á Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju frá því að hún var fyrst haldin árið 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.