Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 55 um sé upp talin sú notkun sem verið hefur á aðstöðunni á Vindheimamel- um. Hinn almenni hestamaður hefur í engu notið þeirrar aðstöðu sem upp var byggð og með orðum nútímans mundi þetta teljast mjög vondur fjárfestingarkostur – jafnvel verri en deCODE! Árið 1998 var haldið á Melgerðis- melum glæsilegt landsmót sem í mörgu má minnast – meira að segja ég mætti á svæðið en telst þó veru- lega mikill Skagfirðingur og sæki ekki slíkar samkomur um langan veg! Þar var lagt í óhemju kostnað við uppbyggingu – tugi milljóna eða enn meira og vissulega var mótið gott. Hins vegar er spurning hvort hestamenn í Eyjafirði – ekki síst Ak- ureyri mundu ekki gjarna vilja hafa svæðið svolítið nær sér svo auðveld- ara væri að nýta aðstöðuna! Við hér í Skagafirði erum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa Hóla í Hjaltadal með hinn nú orðið veglega Hólaskóla! Þar hefur verið lyft grett- istaki – og kannski fleirum en einu – í uppbyggingu á aðstöðu til kennslu í hestamennsku og sennilega er hvergi á landinu glæsilegri aðstaða fyrir hesta og menn! Því er sá kostur sem Valdimar Kristinsson nefnir í grein í Morgun- blaðinu að halda Landsmót 2002 á Hólum fremur en á Vindheimamel- um nokkuð augljós! Þó verður að segjast eins og er að við hinir almennu hestamenn í ná- grenninu verðum afar lítið varir við Hóla sem miðstöð hestamennsku enda sennilega ekki til þess ætlast, því þarna fer fram kennsla sem ekki á að vera beinlínis fyrir allra augum. Með breyttu viðhorfi Hólamanna væri staðurinn þó sá kostur sem ég held að flestir Norðlendingar gætu sameinast um – auk þess að hafa þann frábæra kost að þar er nánast alltaf gott veður þegar á þarf að halda – sennilega Heilagur andi eða þeir félagar í nágrenninu! Til að halda þar Landsmót þarf þó að vinna mikið og kosta miklu til en þar er framtíðarstaðurinn fyrir Landsmót- in á Norðurlandi! Hins vegar er annar kostur í stöð- unni sem að flestu leyti tekur hinum fram – að halda Landsmót 2002 á Sauðárkróki! Frá náttúrunnar hendi er senni- lega hvergi á landinu jafngóð að- staða til uppbyggingar og á því svæði sem hestamannafélaginu Léttfeta hefur verið úthlutað til uppbygging- ar. Víðáttumikið flatlendi í útjaðri bæjarins er eins og sniðið til upp- byggingar á reiðvöllum af öllum stærðum og gerðum. Búið er að byggja stórhýsi mikið sem kallast Reiðhöllin „Svaðastaðir“ (nafnið öll- um til ama nema byggingarnefnd- inni sem tók sér sjálfdæmi um það og verður það alltaf að vera innan gæsa- lappa af augljósum ástæðum!) og í næsta nágrenni er hesthúsahverfi bæjarins. Hvergi í Skagafirði er riðið jafnmikið út og frá þessu hesthúsa- hverfi og hvergi í Skagafirði mundi uppbygging valla og annarrar að- stöðu koma jafnmörgum hestamönn- um til góða. Þá má ekki gleyma að nefna að í minna en kílómetra fjarlægð – til samanburðar eru 22 km til Hóla og 30 km á Vindheimamela – er einn af betri flugvöllum landsins og hótel- rými er allnokkuð á Sauðárkróki yfir sumarið og tjaldstæði ríkuleg. Ef verið er að hugsa um hag og vellíðan landsmótsgesta, íslenskra sem er- lendra, um kostnað og um nýtingu þá er engin spurning að Sauðárkrókur er langbesti staðurinn til að byggja upp aðstöðu fyrir Landsmót 2002!! Það var óskað eftir því við stjórn LH að fá að halda landsmótið annars staðar en á Vindheimamelum og var því synjað og sagt „Vindheimamelar eða ekki í Skagafirði“. Nú hefur Sveitarfélagið Skaga- fjörður að því er ég best veit sam- þykkt að leggja 8–10 milljónir í undirbúning/uppbyggingu á Vind- heimamelum vegna landsmótsins en hestamannafélögin hér verða senni- lega í ábyrgð fyrir öðrum kostnaði! Á sama tíma tala Sunnlendingar um að leggja 200 milljónir króna í uppbygg- ingu landsmótsstaðar á Gaddstaða- flötum. Eftir þennan langa inngang vil ég spyrja sveitarstjórnarmenn í Skaga- firði og stjórn Landssambands hestamanna: Ætlið þið virkilega að láta henda tugum milljóna í uppbyggingu á Vindheimamelum – uppbyggingu sem aldrei stendur undir vænting- um, fáir njóta og sjaldan og sem ef til vill þarf að afskrifa eftir rúman ára- tug? Þeir verða sennilega álútir stjórn- armenn hestamannafélaganna hér með skuldaklafann eftir landsmótið 2002! Það er enn tími til að taka skyn- samlegar ákvarðanir – með nútíma- tækni og við þær góðu aðstæður sem eru hér á Sauðárkróki væri hægt að byggja upp alla þá velli og annað sem þarf til að halda veglegt Landsmót á Sauðárkróki 2002 – öll önnur aðstaða er fyrir hendi – hesthúsahverfið er tómt á þessum tíma árs og hægur vandinn að fá afnot af því, reiðhöllin komin og önnur aðstaða að mestu fyrir hendi, enda staðurinn innan bæjarmarka Sauðárkróks sem er þó 2700 manna byggðarlag. Höfundur er fv. verzlunarmaður. FYRIR um ári týndust 200 þúsund tonn af þorski sem hafa verðmætið 50 milljarðar. Nú eru ráðgjafar að reikna út niðurstöður úr togara- rallinu í vetur og verið er að gefa í skyn að meira hafi týnst af þorski. Fréttir eru á Mbl.is þegar þetta er skrifað þar sem haft er eftir ráðgjöfum að um „ofmat“ hafi verið að ræða á mælingunni frá í fyrra. Í fyrra hét frávik „breytilegur veiðanleiki“. Eru þetta ekki fullléttvægar skýringar á hvarfi verðmæta fyrir allt að 100 milljarða? Nýjan tommustokk ef peysan minnkar? Gæði mælingaraðferða Hafrann- sóknastofnunar milli ára tel ég trú- verðugri en svo að ný mæling ár- lega slái fyrri mælingar út með órökstuddum tilgátum um „ofmat“ eða „breytilegum veiðanleika“. Við getum ekki kvarðað tommu- stokkinn upp á nýtt ef peysan minnkar í þvottavélinni og gert 80 cm að 100 með minni millímetrum vegna „breytilegs mælanleika“ eða „ofmati“ á áreiðanleika tommu- stokksins sem notaður var í fyrra. Ef mælingar Hafrannsóknastofn- unar er eiga að teljast trúverðug vísindi hljóta gæði mælinga að telj- ast sambærileg árlega þar sem sami gagnagrunnur er notaður á grundvelli margra mánaða rann- sókna sem kosta tugi eða hundruð milljóna. Ef við gerum ráð fyrir að gæði mælinga séu sambærileg milli ára þurfum við að leita að öðrum skýr- ingum fráviki milli mælinga en „of- mati“ eða „breytilegum veiðan- leika“, – þar sem þessar skýringar rýra gæði fyrri mælinga. Hver er önnur líkleg skýring? Höfundur hefur oft gagnrýnt veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnun- ar – stundum óvægilega – og biðst ég velvirðingar á því. Skýring á óvægilegri gagnrýni er að ráðgjafar hafa hundsað að rökræða með ábyrgum hætti vel rökstudd sjón- armið. Í svona afdrifa- ríku málefni verður að rökræða alla vel rök- studda möguleika með yfirveguðum hætti. Efst á blaði er að rökræða hvort nátt- úrulegur dánarstuðull sé ekki í mörgum til- fellum mun hærri en Hafrannsóknastofnun hefur gert ráð fyrir. Sé svo er hækkun náttúrulegs dánar- stuðuls rökréttari skýring en að mæling á stofnstærð árin á undan hafi verið röng. Sérstaklega þarf að skoða dánarstuðul kynþroska þorsks sem virðist hafa horfið úr veiði í langtum meira mæli en ráð- gjafar hafa reiknað með, bæði hér við land, í Barentshafi síðustu ár, og við Labrador fyrir um áratug þegar þorskstofninn þar hrundi eft- ir lægsta veiðiálag (20%) sem reynt hefur verið í N-Atlantshafi. Ef nátt- úrulegur dánarstuðull í kynþroska er t.d. 60–80% í sumum tilfellum en ekki 20% eins og ráðgjafar reikna með þá breytast forsendur mikið. Hvað breytist? Sé náttúrlegur dánarstuðull þorsks hærri en ráðgjafar hafa reiknað með, – og það sé líkleg skýring á mismun á mælingum milli ára, verður niðurstaðan að veiði fiskimanna hafi minni áhrif á stofnstærð þorsks en ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar hafa reikn- að með. Margvíslegar fleiri rök- semdir finnast sem renna einmitt frekari stoðum undir að þetta sé að öllum líkindum með þessum hætti og veiðiálag úr þorskstofninum hafi verið of lítið. Gögn Hafrannsókna- stofnunar hafa í sumum tilfellum einmitt bent til að of lágt veiðiálag geti beinlínis átt þátt í minnkandi afrakstri þorskstofnsins þar sem of lítið veiðiálag getur valdið harðn- andi samkeppni um fæðu, hægt á vaxtarhraða, hækkað dánarstuðul og minnkað þannig afrakstur stofnsins. Sé þetta niðurstaðan, sem mér finnst frekar líklegt, nema það finnst önnur betri, – þá eigum við alls ekki að draga úr veiði þorsks nú, heldur auka veiði á þorski. Hafa veiðistefnu í þorsk- veiðum líkari því sem gert er í loðnu að veiða sem mest af því sem náttúran gefur áður en fiskurinn drepst. Reynsla okkar frá fyrri ár- um bendir einmitt til þess að þetta sé svona þegar við veiddum meira og stofninn var þá eftir sem áður stærri. Meðalafli frá 1950–1983 var 415 þúsund tonn. Meðalafli frá 1990–2000 var hins vegar aðeins 211 þúsund tonn og nú virðist eiga að fara enn neðar. Tölur um meiri afla frá fyrri árum þegar veiðiálag var hærra og möskvar smærri eru enn einn rökstuðningur um að þessi sjónarmið eigi að rökræða betur. Hvað veiða á mikinn þorsk er eitt af mikilvægustu málefnum þjóðar- innar. Vafaatriði verður að ræða opinskátt í langtum meira mæli en gert hefur verið. Það á ekki að hundsa vel rökstudd sjónarmið með þögninni. Nú ættum að sleppa því að blanda Alþjóðahafrannsókna- ráðinu í Kaupmannahöfn í þessa umræðu þar sem það er vitað mál en ekki vísindi að tölvur margfaldi álíka í Kaupmannahöfn og í Reykjavík. Slík „endurskoðun“ með svipuðu forriti á báðum stöðum er ekki bara hallærisleg heldur bein- línis til skammar. Klíka örfárra ráðgjafa í Kaupmannahöfn hefur ekki mér vitanlega fengið neitt um- boð til að ráðskast með aflahámark fisktegunda hér innan 200 mílnanna eða í Atlantshafi yfirleitt þótt þeir láti sem svo sé. Við ættum kannski að segja okkur úr þessu apparati með vísan til reynslunnar af Al- þjóðahvalveiðiráðinu? Eru ekki vít- in til að varast þau? Hver 10 þúsund tonn af þorski skila útflutningsverðmætum fyrir 2,5 milljarða fyrir utan margfeldis- áhrif (3–4föld) á verslun, iðnað, þjónustugreinar og sveitarfélög. Afkoma þúsunda landsmanna og tilveruréttur sjávarþorpa er í húfi að rétt verði brugðist við nú svo ekki sé minnst á viðskiptahalla, gengismál, verðbólgu og atvinnu- stig. Ofmat eða önnur skýring? Kristinn Pétursson Höfundur er framkvæmdastjóri. Fiskveiðistjórn Veiðistefnan í þorsk- veiðum á að vera líkari loðnuveiði, segir Krist- inn Pétursson, það er að veiða sem mest af því sem náttúran gefur áð- ur en fiskurinn drepst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.