Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 37
KÓR Menntaskólans við Hamra-
hlíð heldur þrenna tónleika á Suð-
urlandi nk. laugardag og sunnu-
dag. Fyrstu tónleikarnir verða á
Kirkjubæjarklaustri á Síðu í
Kirkjuhvoli á laugardag kl. 16 og á
sunnudag syngur kórinn við messu
í Prestbakkakirkju kl. 14. Þá held-
ur kórinn tónleika í Skálholts-
kirkju kl. 21 á sunnudagskvöld.
Stjórnandi er Þorgerður Ingólfs-
dóttir.
Kór MH á
Suðurlandi
Á efnisskránni eru m.a. verk eft-
ir J.S. Bach, G.F. Händel, Carl
Orff, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjörnsson, Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson og Pál Ísólfsson
auk þjóðlaga, bæði íslenskra og er-
lendra. Í sumum verkanna leika
kórfélagar með á hljóðfæri, m.a.
fiðlur, selló, flautu, klarinett og
slaghljóðfæri.
Frá haustinu 1982 hafa tveir
kórar starfað sem kenna sig við
Hamrahlíð, Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn.
Allir kórfélagar eru nemendur við
samnefndan skóla.
Aðgangur á báða tónleikana er
ókeypis.
NÚ stendur yfir í Listhúsinu í Laug-
ardal sýning Elínborgar Kjartans-
dóttur málmlistakonu. Hún hefur
unnið við málmlist og hönnun frá
árinu 1989, hannað messing og kop-
arskartgripi, skúlptúra, veggverk,
nytjahluti s.s. hnífapör og kerta-
stjaka.
Elínborg starfaði á tímabili fyrir
Oasis í Bretlandi og hannaði messing
og koparskartgripi fyrir þá kunnu
verslunarkeðju.
Hún hefur tekið þátt í tveimur al-
þjóðlegum sýningum í Bretlandi.
Sýningin stendur til 31. maí og er
opin alla daga frá kl. 9–19, sunnu-
daga kl. 12–17.
Málmverk í
Listhúsinu
NÚ STENDUR yfir í Eden í
Hveragerði sýning myndlistar-
klúbbsins Málunar og teiknunar í
Hvassaleiti. Myndirnar eru flestar
unnar með vatnslitum og akríl og
eru til sölu. Klúbburinn hefur starf-
að undanfarin ár í Hvassaleitis-
skóla. Síðastliðinn vetur voru um 20
félagar í klúbbnum. Leiðbeinandi er
Sveinbjörn Þór Einarsson. Félags-
menn innan klúbbsins hafa áður
tekið þátt í samsýningum sem
haldnar hafa verið í Hvassaleitis-
skóla.
Myndlistar-
klúbbur
sýnir í Eden
ÚTHLUTAÐ hefur verið úr
Menningarsjóði fyrir árið 2001.
115 umsóknir bárust að þessu
sinni með beiðni um styrki að
fjárhæð 102 milljónir kr. Stjórn
Menningarsjóðs samþykkti að
veita 44 styrki, samtals að fjár-
hæð 13,2 milljónir kr., til eftirtal-
inna verkefna: 750.000 kr.: Sögu-
félag Íslandssaga tuttugustu
aldar eftir Helga Skúla Kjart-
ansson. 500.000 kr.: Mál og mynd
ehf. Æðarfugl og æðarrækt á Ís-
landi. Ritstjóri Jónas Jónsson
(viðbótarstyrkur); Kjartan Egg-
ertsson Passíusálmasöngvar;
Baldur Hafstað og Haraldur
Bessason, Úr manna minnum;
JPV útgáfa, Björg C. Þorláksson
eftir dr. Sigríði Dúnu Krist-
mundsdóttur; Bókaútgáfan Iðunn,
Jón Sigurðsson – ævisaga. 1.
bindi, eftir Guðjón Friðriksson;
Ormstunga ehf., Leikrit Guð-
mundar Steinssonar, Heildar-
útgáfa. Ritstjórn Jón Viðar Jóns-
son. 400.000 kr.: Fósturmold ehf.,
Ferð um Ísland 1809. William
Jackson Hooker. Þýðandi Arn-
grímur Thorlacius. 300.000 kr.:
Minningarsjóður Jóhanns
Guðmundssonar, Réttarstaða fatl-
aðra á Íslandi eftir Brynhildi G.
Flóvens; Sögusteinn, Kaupmenn
og verslun á Íslandi 1. bindi. Lýð-
ur Björnsson, Þorsteinn Jónsson,
Gylfi F. Gröndal; Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands,
Gísli Brynjúlfsson, ljóð. Sveinn
Yngvi Egilsson annast útgáfuna;
Fósturmold ehf., Völuspá, Sona-
torrek og 12 lausavísur Egils með
skýringum eftir Þráin Löve; Fjöl-
menning ehf., Hér er íslenska,
um íslensku, frá íslensku, til not-
hæfrar íslensku eftir Ingibjörgu
Hafstað og Birnu Arnbjörns-
dóttur; Ólafur Elímundarson,
Kirkjur undir Jökli; Mál og
menning, til þriggja verka: Sögur
úr Njálu fyrir börn og unglinga
eftir Brynhildi Þórarinsdóttur og
Sigþrúði Gunnarsdóttur, Reisu-
bók Guðríðar Símonardóttur eftir
Steinunni Jóhannesdóttur og
Sjálfsævisögur kvenna eftir
Ragnhildi Richter; Hið íslenska
bókmenntafélag, Annálar 1400–
1800. Lykilbók II eftir Einar Arn-
alds, (viðbótarstyrkur); Sögu-
félag, Sýslu- og sóknalýsingar
Dalasýslu 1839–1843. Ritstj. Ein-
ar Gunnar Pétursson og Svavar
Sigmundsson; Jón Ma. Ásgeirs-
son, Tómasarguðspjall. Fimmta
guðspjallið; Orðanefnd RVFÍ,
Raftækniorðasafn 9. Ritstjóri
Bergur Jónsson; Skjaldborg ehf.
bókaútgáfa, Alfræðibókin um golf
eftir Ingimar Jónsson; Sögufélag,
Saga og minni eftir Einar Lax-
ness; Almenna bókafélagið –
Edda miðlun og útgáfa, Sálfræði
einkalífsins eftir Guðfinnu Eydal
og Álfheiði Steinþórsdóttur;
Kristín R. Thorlacius, Hvað er
maðurinn eftir Rögnvald Finn-
bogason; Starfshópur fyrrverandi
kennara við Æfingaskólann, Þró-
unarstarf í Æfingaskóla Kenn-
araháskóla Íslands. Guðmundur
Kristmundsson, Ólafur Jóhanns-
son og Ragnhildur Helgadóttir.
250.000 kr.: Bjarni Harðarson
Þjóðsögur og örnefni í Árnes-
þingi; Pétur Pétursson, Trúar-
legar hreyfingar á Íslandi fyrstu
áratugi 20. aldar; Körfuknatt-
leikssamband Íslands, Leikni
framar líkamsburðum. Saga
körfuknattleiks á Íslandi í hálfa
öld. 200.000 kr.: Mál og mynd
ehf., Holdsveiki á Íslandi eftir
Erlu D. Halldórsdóttur; Erlendur
Jónsson, Bókin og bakröddin;
Franz Gíslason Danskt-íslenskt,
íslenskt-danskt sjómennsku- og
tækniorðasafn; Andri Steinþór
Björnsson, Undirstöður eðlis-
fræði. Merkustu kenningar eðl-
isfræði í sögulegu ljósi; Forlagið,
Rokk á síðustu öld eftir Gunnar
Lárus Hjálmarsson; Mál og menn-
ing, tvö verkefni: Veðurbókin eft-
ir Trausta Jónsson og Þingvalla-
vatn. Ritstjórar Pétur M.
Jónasson og Páll Hersteinsson;
Voces Thules, Þorlákstíðir í þýð-
ingu Þórarins Eldjárns; Hið ís-
lenska þjóðvinafélag, Andvari.
Ritstjóri Gunnar Stefánsson; Jón
Viðar Jónsson, Safn til sögu ís-
lenskrar leiklistar og leik-
bókmennta 2. og 3. bindi, (við-
bótarstyrkur); Héraðsskjalasafn
og Byggðasafn Skagfirðinga,
Sturlungaöld í Skagafirði eftir
Árna Daníel Júlíusson; Hugvís-
indastofnun, Virðing í þjóðveld-
inu eftir Helga Þorláksson; El-
ísabet Indra Ragnarsdóttir,
Íslenski tónlistararfurinn.
150.000 kr.: Kristján Baldursson,
Hið fagra land vonanna; Jón R.
Hjálmarsson Íslendingasögur við
þjóðveginn.
44 styrkir úr
Menningarsjóði
ÆFINGAR eru hafnar á Vatni
lífsins sem verður fyrsta frumsýn-
ingin á Stóra sviði Þjóðleikhússins
í haust. Höfundur er Benóný Æg-
isson en fyrir verkið hlaut hann 2.
verðlaun í leikritasamkeppni Þjóð-
leikhússins sumarið 1999, ásamt
Þórarni Eyfjörð.
Vatn lífsins segir frá ungum
hugsjónamanni sem berst fyrir
framförum í íhaldssömu samfélagi
um aldamótin 1900. Leikrit um
hugsjónir, framfaravilja og sam-
stöðu, andspænis íhaldssemi, svik-
um og svo því óviðráðanlega og
brothætta í manninum.
Í umsögn dómnefndar sam-
keppninnar sem skipuð var eftir-
töldum starfsmönnum Þjóðleik-
hússins, þeim Stefáni Baldurssyni,
Tinnu Gunnlaugsdóttur og Mel-
korku Teklu Ólafsdóttur, segir
m.a.: „Hér er á ferðinni allsérstætt
verk, bæði hvað varðar efnivið og
efnistök, sem býr yfir ljóðrænu
seiðmagni. Höfundur segir átaka-
mikla og viðburðaríka sögu, þar
sem margir örlagaþræðir fléttast
saman. Hér er fjallað um ákveðið
skeið í íslenskri sögu en engu að
síður er verkið skáldskapur um
persónuleg og samfélagsleg átök
sem hefur sig yfir tíma og rúm.
Vatn lífsins er spennandi sviðs-
verk, sem fjallar um íslenskan
veruleika og sögu á skáldlegan hátt
og býður upp á áhugaverða mögu-
leika í uppsetningu.“
Leikendur í Vatni lífsins eru
Stefán Karl Stefánsson, Nanna
Kristín Magnúsdóttir, Atli Rafn
Sigurðarson, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson,
Þórunn Lárusdóttir, Jóhann Sig-
urðarson, Marta Nordal, Tinna
Gunnlaugsdóttir, Valdimar Örn
Flygenring, Hjalti Rögnvaldsson,
Randver Þorláksson, Kjartan Guð-
jónsson, Edda Arnljótsdóttir,
Gunnar Eyjólfsson, Þröstur Leó
Gunnarsson, Valur Freyr Einars-
son, Guðmundur Ingi Þorvaldsson.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs-
son, höfundar leikmyndar Þórunn
Sigríður Þorgrímsdóttir, höfundur
búninga Filippía I. Elísdóttir, lýs-
ingu annast Páll Ragnarsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Leikstjóri ásamt höfundi og leikurum á fyrsta samlestri á Vatni lífsins.
Þjóðleikhúsið farið að huga að næsta leikári
Æfa Vatn lífsins
ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Við-
ars Guðmundssonar píanóleikara og
Halldóru Bjarkar Friðjónsdóttur
sópransöngkonu frá Tónlistarskóla
Borgarfjarðar verða í Borgarnes-
kirkju á sunnudag kl. 17.
Viðar hóf nám í píanóleik við Tón-
listarskóla Borgarfjarðar árið 1991
og hefur verið nemandi Jaceks Tos-
ik-Warszawiak frá hausti 1994. Hall-
dóra stundaði söngnám við Söng-
skólann í Reykjavík, en hefur verið
nemandi Dagrúnar Hjartardóttur
við Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá
árinu 1996. Meðleikari Halldóru er
Zsuzsanna Budai.
Halda tónleika í
Borgarneskirkju
Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Viðar Guðmundsson.
FRANSKI rit-
höfundurinn, há-
skólakennarinn
og fræðimaður-
inn Guy Scarp-
etta heldur fyrir-
lestur í Odda á
mánudag kl. 17
og hjá Alliance
Française nk.
þriðjudagskvöld
kl. 20, auk þess sem hann mun taka
þátt í hringborðsumræðum í
Reykavíkurakademíunni. Í Odda
mun hann fjalla um François Rabe-
lais og verk hans, Gargantúi og
Pantagrúll sem kom út í íslenskri
þýðingu Erlings E. Halldórssonar
fyrir nokkrum árum, en á þriðju-
dagskvöld fjallar hann um strauma
og stefnur í skáldsagnalist samtím-
ans, einkum út frá skáldsögum Mil-
ans Kundera, en nokkrar þeirra hafa
komið út á íslensku. Fyrirlestrarnir
verða báðir fluttir á frönsku en verða
túlkaðir á íslensku jafnóðum.
Guy Scarpetta er einn þekktasti
rithöfundur og bókmenntagagnrýn-
andi Frakka og hefur um árabil verið
áberandi í opinberri umræðu um
bókmenntir og listir þar í landi.
Hann hefur skrifað fjórar skáldsög-
ur sem gefnar eru út af einu stærsta
forlagi Frakklands, Grasset, og
hlaut hann bókmenntaverðlaun
frönsku akademíunnar fyrir eina
þeirra, Ljóðrænu svítuna, árið 1992.
Scarpetta kemur hingað til lands í
boði sendiráðs Frakka á Íslandi í
samstarfi við frönskudeild Háskóla
Íslands, Reykjavíkurakademíuna og
Alliance Française.
Guy Scarpetta
með fyrirlestra
Guy Scarpetta