Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ
20 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GÓÐIR gestir frá ,,Hinu húsinu“ í
Reykjavík komu í heimsókn í félags-
miðstöð eldri unglinga í Borgarnesi
nýlega, en það var Markús H. Guð-
mundsson forstöðumaður ásamt
þremur verkefnisstjórum, þeim Ásu
Hauksdóttur, Jóni Ragnari Jónssyni
og Selmu Árnadóttur.
Tilgangurinn var að kynna starf-
semi ,,Hins hússins“ og jafnframt að
veita ungum Borgnesingum inn-
blástur og hugmyndir um starfið
hér. Reifaðar voru hugmyndir eins
og listasmiðjur, stuttmyndasam-
keppni, vinnumiðlun skólafólks, jafn-
ingjafræðsla, opnun gallerís o.fl. Í
máli gestanna var lögð áhersla á að
hugmyndirnar kæmu frá unga fólk-
inu sjálfu og að verkefnisstjórar að-
stoðuðu við að hrinda þeim í fram-
kvæmd.
Ungmenni í Borgarbyggð hafa
rekið félagsmiðstöðina í tæpt ár og
hafa viðtökur verið góðar. Opið er
tvö kvöld í viku og miðast aldur gesta
við 16 til 25 ára. Þau ungmenni sem
komu og hlýddu á kynninguna voru
áhugasöm og til tals kom að taka
þátt í verkefninu ,,Unglist“ sem er
listahátíð ungs fólks og árviss við-
burður í lok október.
Fulltrúar úr Svannasveitinni Fjól-
um heimsóttu félagsmiðstöðina
sama kvöldið og færðu unga fólkinu
nýja tölvu til eignar. Tölvukaupin
voru fjármögnuð þannig að félagar
bökuðu 2.000 pönnukökur og seldu
til ýmissa fyrirtækja í Borgarnesi í
vor. Þetta framtak er lofsvert og
rausnarlegt að láta félagsmiðstöðina
njóta þess.
Indriði Jósafatsson æskulýðs-
fulltrúi tilkynnti um nafn á félags-
miðstöðina, en átta mánuði tók að
finna nafn sem allir gátu sætt sig við,
bæði unga fólkið og bæjaryfirvöld.
Fyrir valinu varð nafnið ,,Mímir“,
sem þykir vel við hæfi sem nafn á
félagsmiðstöð með fjölbreytta starf-
semi.
Hugmyndir og inn-
blástur úr Hinu húsinu
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Stjórn hússins, Guðmundur Skúli Halldórsson, Drífa Mjöll Sigurbergs-
dóttir og Huldís Sveinsdóttir, ásamt fulltrúum Svannasveitarinnar sem
eru Kristín Finndís Jónsdóttir og Sigríður Þórisdóttir.
Borgarnes
MIKIL þátttaka var í heilsuátaki
Félags hjartasjúklinga á Austur-
landi, Austurlandsdeildar SÍBS og
starfsfólks heilsugæslustöðvanna á
Eskifirði og Reyðarfirði fyrir
nokkru. Fólk mætti án þess að
panta tíma en bið gat oft orðið löng
og fór svo að takmarka þurfti að-
gang. Alls komu á milli 160 og 170
manns til að fá gerðar mælingar á
blóðfitu, blóðþrýstingi og önd-
unargetu.
Mælingarnar voru gerðar á
heilsugæslustöðvunum og voru
þátttakendum að kostnaðarlausu.
Einnig var fræðsla um áhættuþætti
og forvarnaratriði algengustu
hjartasjúkdóma. Ofangreindir að-
ilar báru kostnað af framkvæmd-
inni.
Álag var afar mikið á starfsfólk
heilsugæslunnar sem sinnti þessum
störfum af stakri prýði, segir í
fréttatilkynningu. Aðsóknin fór
fram úr öllum vonum og fengu
færri en vildu. Allmargir fengu síð-
an ráðleggingar um frekari rann-
sóknir. Þetta er þörf áminning um
að heilsugæsla og forvarnastarf er
mikilvægt til þess að koma í veg
fyrir alvarlega sjúkdóma sem oft
eru einkennalausir fyrstu árin sem
fólk gengur með þá án þess að vita
um tilvist þeirra.
Þórey Baldursdóttir ljósmóðir mælir blóðþrýsting.
Biðröð í heilsuátaki
Eskifjörður
Á MEISTARAMÓTI Íslands í dansi
sem haldið var í Laugardalshöllinni
5. maí sl. kepptu níu pör frá Bolung-
arvík á aldrinum 8 til 13 ára kepptu í
B-flokki í grunnsporum í latín- og
standard-dönsum.
Byrjuðu í haust
Í keppninni lentu þrjú paranna í
flokki 10 til 11 ára í þremur efstu
sætunum og eitt par í fjórða sæti í
aldursflokki 12 til 13 ára þetta verð-
ur að teljast mjög góður árangur,
ekki síst þar sem þetta unga fólk er
að keppa í fyrsta sinn á Íslands-
meistaramóti.
Laddawan Dagbjartsson sem
kennir nemendum í Grunnskóla Bol-
ungarvíkur dans byrjaði síðastliðið
haust að æfa hóp nemenda í dansi
með það að markmiði að taka þátt í
Íslandsmeistaramótinu.
Góð frammistaða eftir
skamman undirbúning
Í allan vetur hafa þau æft einu
sinni í viku auk þess sem þau sækja
danstíma í skólanum. Þessi góði ár-
angur þeirra á Íslandsmeistara-
mótinu er sérstaklega góður miðað
við tiltölulega skamman undirbún-
ing.
Laddawan Dagbjartsson er frá
Taílandi en flutti til Bolungarvíkur
fyrir um þremur árum. Hún er með
BS próf í íþróttafræðum frá Rajab-
hat Institute chachoengsao í Taí-
landi og hefur undanfarna tvo vetur
starfað sem íþróttakennari við
Grunnskólann í Bolungarvík.
Ljósmynd/Gunnar Hallsson
Bolvísku danspörin sem unnu til verðlauna á Íslandsmeistaramótinu í
Laugardalshöll ásamt kennara sínum Laddawan Dagbjartsson.
Góður árangur
ungra dansara
Bolungarvík
BRÚÐKAUPSDAGUR var
haldinn á laugardag hjá
Sjafnarblómum á Selfossi.
Fyrir utan verslunina var
komið fyrir tjaldi þar sem
til sýnis voru brúðarvendir
og myndir af brúðhjónum.
Þá sat þar um tíma upp-
ábúin brúður og beið brúð-
gumans. Guðnabakarí var
með kynningu á ýmsum
gerðum brúðarterta og
fengu gestir í brúðartjald-
inu að smakka. Fyrir utan
tjaldið og verslunina var
síðan búið að koma fyrir
blóma- og trjáskreytingu
en þar voru komnar
plöntur sem Sjöfn blóma-
kona hafði verið með í
geymslu yfir veturinn. Með
þessari skreytingu er lögð
áhersla á vorkomuna og þá
nauðsyn að fegra umhverf-
ið með trjám og blómum.
Bergur Sigurjónsson bakari og Sjöfn Halldórsdóttir með brúðarterturnar.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Starfsfólk í Sjafnarblómum með grænu skreytinguna fyrir utan verslunina.
Brúð-
kaups-
dagur og
vorkoma
Selfoss
SLÖKKVILIÐ Húsavíkur tók í
notkun nýjan slökkvibíl fyrir
skömmu. Þetta er framdrifsbíll af
gerðinni MAN 19-302 árgerð 1992.
Hann er allur nýupptekinn og í
toppstandi.
Í bílnum er 7.300 lítra vatnstank-
ur og fasttengd dæla. Allar breyt-
ingar sem gerðar voru á bílnum
sem og ísetning dælunnar voru
unnar af Almennu vörusölunnihf. á
Ólafsfirði.
Grímur Kárason, einn af stjórn-
endum slökkviliðsins, sagðist vera
mjög ánægður með bílinn og þann
búnað sem í honum væri. Slökkvi-
liðið hefur nú yfir þremur bílum að
ráða.
Þriðji bíllinn
bætist við
hjá slökkvi-
liðinu
Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson