Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐIR gestir frá ,,Hinu húsinu“ í Reykjavík komu í heimsókn í félags- miðstöð eldri unglinga í Borgarnesi nýlega, en það var Markús H. Guð- mundsson forstöðumaður ásamt þremur verkefnisstjórum, þeim Ásu Hauksdóttur, Jóni Ragnari Jónssyni og Selmu Árnadóttur. Tilgangurinn var að kynna starf- semi ,,Hins hússins“ og jafnframt að veita ungum Borgnesingum inn- blástur og hugmyndir um starfið hér. Reifaðar voru hugmyndir eins og listasmiðjur, stuttmyndasam- keppni, vinnumiðlun skólafólks, jafn- ingjafræðsla, opnun gallerís o.fl. Í máli gestanna var lögð áhersla á að hugmyndirnar kæmu frá unga fólk- inu sjálfu og að verkefnisstjórar að- stoðuðu við að hrinda þeim í fram- kvæmd. Ungmenni í Borgarbyggð hafa rekið félagsmiðstöðina í tæpt ár og hafa viðtökur verið góðar. Opið er tvö kvöld í viku og miðast aldur gesta við 16 til 25 ára. Þau ungmenni sem komu og hlýddu á kynninguna voru áhugasöm og til tals kom að taka þátt í verkefninu ,,Unglist“ sem er listahátíð ungs fólks og árviss við- burður í lok október. Fulltrúar úr Svannasveitinni Fjól- um heimsóttu félagsmiðstöðina sama kvöldið og færðu unga fólkinu nýja tölvu til eignar. Tölvukaupin voru fjármögnuð þannig að félagar bökuðu 2.000 pönnukökur og seldu til ýmissa fyrirtækja í Borgarnesi í vor. Þetta framtak er lofsvert og rausnarlegt að láta félagsmiðstöðina njóta þess. Indriði Jósafatsson æskulýðs- fulltrúi tilkynnti um nafn á félags- miðstöðina, en átta mánuði tók að finna nafn sem allir gátu sætt sig við, bæði unga fólkið og bæjaryfirvöld. Fyrir valinu varð nafnið ,,Mímir“, sem þykir vel við hæfi sem nafn á félagsmiðstöð með fjölbreytta starf- semi. Hugmyndir og inn- blástur úr Hinu húsinu Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Stjórn hússins, Guðmundur Skúli Halldórsson, Drífa Mjöll Sigurbergs- dóttir og Huldís Sveinsdóttir, ásamt fulltrúum Svannasveitarinnar sem eru Kristín Finndís Jónsdóttir og Sigríður Þórisdóttir. Borgarnes MIKIL þátttaka var í heilsuátaki Félags hjartasjúklinga á Austur- landi, Austurlandsdeildar SÍBS og starfsfólks heilsugæslustöðvanna á Eskifirði og Reyðarfirði fyrir nokkru. Fólk mætti án þess að panta tíma en bið gat oft orðið löng og fór svo að takmarka þurfti að- gang. Alls komu á milli 160 og 170 manns til að fá gerðar mælingar á blóðfitu, blóðþrýstingi og önd- unargetu. Mælingarnar voru gerðar á heilsugæslustöðvunum og voru þátttakendum að kostnaðarlausu. Einnig var fræðsla um áhættuþætti og forvarnaratriði algengustu hjartasjúkdóma. Ofangreindir að- ilar báru kostnað af framkvæmd- inni. Álag var afar mikið á starfsfólk heilsugæslunnar sem sinnti þessum störfum af stakri prýði, segir í fréttatilkynningu. Aðsóknin fór fram úr öllum vonum og fengu færri en vildu. Allmargir fengu síð- an ráðleggingar um frekari rann- sóknir. Þetta er þörf áminning um að heilsugæsla og forvarnastarf er mikilvægt til þess að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma sem oft eru einkennalausir fyrstu árin sem fólk gengur með þá án þess að vita um tilvist þeirra. Þórey Baldursdóttir ljósmóðir mælir blóðþrýsting. Biðröð í heilsuátaki Eskifjörður Á MEISTARAMÓTI Íslands í dansi sem haldið var í Laugardalshöllinni 5. maí sl. kepptu níu pör frá Bolung- arvík á aldrinum 8 til 13 ára kepptu í B-flokki í grunnsporum í latín- og standard-dönsum. Byrjuðu í haust Í keppninni lentu þrjú paranna í flokki 10 til 11 ára í þremur efstu sætunum og eitt par í fjórða sæti í aldursflokki 12 til 13 ára þetta verð- ur að teljast mjög góður árangur, ekki síst þar sem þetta unga fólk er að keppa í fyrsta sinn á Íslands- meistaramóti. Laddawan Dagbjartsson sem kennir nemendum í Grunnskóla Bol- ungarvíkur dans byrjaði síðastliðið haust að æfa hóp nemenda í dansi með það að markmiði að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu. Góð frammistaða eftir skamman undirbúning Í allan vetur hafa þau æft einu sinni í viku auk þess sem þau sækja danstíma í skólanum. Þessi góði ár- angur þeirra á Íslandsmeistara- mótinu er sérstaklega góður miðað við tiltölulega skamman undirbún- ing. Laddawan Dagbjartsson er frá Taílandi en flutti til Bolungarvíkur fyrir um þremur árum. Hún er með BS próf í íþróttafræðum frá Rajab- hat Institute chachoengsao í Taí- landi og hefur undanfarna tvo vetur starfað sem íþróttakennari við Grunnskólann í Bolungarvík. Ljósmynd/Gunnar Hallsson Bolvísku danspörin sem unnu til verðlauna á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalshöll ásamt kennara sínum Laddawan Dagbjartsson. Góður árangur ungra dansara Bolungarvík BRÚÐKAUPSDAGUR var haldinn á laugardag hjá Sjafnarblómum á Selfossi. Fyrir utan verslunina var komið fyrir tjaldi þar sem til sýnis voru brúðarvendir og myndir af brúðhjónum. Þá sat þar um tíma upp- ábúin brúður og beið brúð- gumans. Guðnabakarí var með kynningu á ýmsum gerðum brúðarterta og fengu gestir í brúðartjald- inu að smakka. Fyrir utan tjaldið og verslunina var síðan búið að koma fyrir blóma- og trjáskreytingu en þar voru komnar plöntur sem Sjöfn blóma- kona hafði verið með í geymslu yfir veturinn. Með þessari skreytingu er lögð áhersla á vorkomuna og þá nauðsyn að fegra umhverf- ið með trjám og blómum. Bergur Sigurjónsson bakari og Sjöfn Halldórsdóttir með brúðarterturnar. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Starfsfólk í Sjafnarblómum með grænu skreytinguna fyrir utan verslunina. Brúð- kaups- dagur og vorkoma Selfoss SLÖKKVILIÐ Húsavíkur tók í notkun nýjan slökkvibíl fyrir skömmu. Þetta er framdrifsbíll af gerðinni MAN 19-302 árgerð 1992. Hann er allur nýupptekinn og í toppstandi. Í bílnum er 7.300 lítra vatnstank- ur og fasttengd dæla. Allar breyt- ingar sem gerðar voru á bílnum sem og ísetning dælunnar voru unnar af Almennu vörusölunnihf. á Ólafsfirði. Grímur Kárason, einn af stjórn- endum slökkviliðsins, sagðist vera mjög ánægður með bílinn og þann búnað sem í honum væri. Slökkvi- liðið hefur nú yfir þremur bílum að ráða. Þriðji bíllinn bætist við hjá slökkvi- liðinu Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.