Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKI átti ég von á því að greinarstúfur sem ég skrifaði í Morg- unblaðið fyrir páska um einsemd karla og sjálfsvíg myndi vekja jafn sterk viðbrögð og raun hefur orðið. Spurningarnar sem mér bárust voru marg- ar og persónulegar og mun ég ekki gera grein fyrir þeim hér, enda trúnaðarmál. En þær spurningar sem brunnu á mörgum voru: Hvernig brýst maður út úr skelinni og hvar getur maður feng- ið hjálp? Að brjótast út úr skelinni Það er engin ein allsherjar lausn á þessu og í raun er best að ræða slíkt persónulega við hvern og einn. Ein möguleg leið fyrir suma er að taka þátt í hópum þar sem markmiðið er að ræða opið um tilfinningar sínar, að þora að opna sig tilfinningalega gagnvart öðrum körlum. Athuganir sem ég hef gert á innra starfi slíkra hópa í Svíþjóð benda til þess að best- ur árangur náist ef hópurinn er stofnaður kringum eitthvað sérstakt vandamál t.d. áfengisnotkun (AA- hópur), ástvinamissi eða skilnað (sorgarhópar), krabbamein (sjúk- lingahópar) o.s.frv. Vandamálið verður þá eins konar löggild afsökun fyrir að mæta á staðinn. Tjáning og vinnsla með tilfinningar kemur síðan í kjölfarið ef vel tekst til. Þó hafa hóp- ar karla verið settir á laggirnar sérstaklega til að treysta tilfinn- ingaleg vináttubönd. Oft hafa menn fyrir- fram ákveðið fundar- efni fyrir hvern fund til að opna umræðuna. Síðan reynir á að ein- hver eða einhverjir í hópnum þori að leiða spjallið inn á persónu- legra plan. Hvað um yngri karlmenn? Ýmislegt bendir til þess að fleiri yngri karl- menn séu tilfinninga- lega opnir en þeir sem eldri eru. Rannsóknir sýna m.a. að það er beint samband milli tilfinningalegrar ein- angrunar (að geta ekki treyst nein- um fyrir tilfinningalegri vanlíðan) og aldurs. Ástæðan er líklega sú að því eldri sem maðurinn er því líklegra er að hann hafi misst maka sinn af ein- hverjum ástæðum. Það eru þó ekki til neinar faraldsfræðilegar rann- sóknir sem sýna að karlmenn um tví- tugt eigi fleiri trúnaðarvini en karl- menn um fimmtugt. Ýmsir fræðimenn telja samt að viðhorfsbreytinga gæti a.m.k. í viss- um þjóðfélagshópum, sem auðveldi yngri karlmönnum að vera tilfinn- ingalega opnir. Hins vegar þarf það ekki að þýða að strákur á tvítugsaldri í dag verði ekki orðinn nákvæmlega sama skeldýrið og pabbi hans eftir þrjátíu ár. Um þetta vitum við einfaldlega ekki nógu mikið. Tískusveiflur í við- horfum þurfa ekki að leiða til viðvar- andi breytinga í hegðun nema menn sjái til þess að rækta þau tilfinninga- sambönd sem eru til staðar og skapi sér aðstöðu til þess. Annars er hætt við að skelin harðni með árunum. Fjögurra manna borð fyrir einn Einu sinni um jólaleytið fyrir nokkrum árum gekk ég framhjá gömlum rótgrónum matsölustað í Reykjavík. Ég nam staðar í nýfölln- um snjónum og horfði inn um óhrein- an gluggann. Ég renndi augunum yf- ir salinn sem var hálffullur af gömlum og miðaldra karlmönnum, sem sátu einir við fjögurra manna borð og sötruðu kaffi eða mauluðu jólaköku. Þeir sátu þarna allir saman í hóp en samt svo einir. Við fjögurra manna borð fyrir einn. Þessi mynd festist svo sterkt í huga mér að hún kemur upp aftur og aftur þegar ég hugsa um einsemd karla. Meðan konur eru markvisst að brjóta af sér þá efnahagshlekki, sem hafa gert þær háðar eiginmönnum sínum, sitja alltof margir karlar eftir í tilfinninga- fjötrum. Háðir þeirri konu sem þeir búa með, jafnvel þó allar forsendur fyrir sambandinu séu löngu brostn- ar. Dæmdir til þess, ef hún hverfur, að hlaupa inn í nýtt samband eins fljótt og auðið er eða sitja einir í hópi við fjögurra manna borð, fyrir einn. Líflínan og Ný dögun Nokkrir höfðu samband við mig sem áttu um sárt að binda eftir að ná- kominn hafði svipt sig lífi. Þó ég reyni að svara öllum persónulega eft- ir bestu getu, vil ég samt benda á þann möguleika að taka þátt í starfi Nýrrar dögunar (sorgarsamtak- anna). Þar er fólk með svipaða reynslu og þar hafa margir fundið styrk. Allir sem eiga við þunglyndi að stríða ættu að leita aðstoðar hjá geð- lækni og ekki að hika við að nota þau lyf sem standa til boða. En ekki er síður mikilvægt að koma sér upp ein- hverjum trúnaðaraðila sem hægt er að treysta fyrir erfiðum tilfinningum. Það geta verið vinir, fólk í samtökum með svipaða reynslu eða sérfræðing- ar sem bundnir eru þagnarskyldu. Ýmsir geðlæknar og sálfræðingar hafa sérhæft sig í slíkum stuðningi og eins búa margir prestar yfir mik- illi reynslu og þekkingu á svona mál- um. Fyrir nokkru voru stofnuð sam- tökin Sókn gegn sjálfsvígum. Þau samtök reka símaþjónustu allan sól- arhringinn „Líflínuna“, í síma 577 5777, fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðing- um. Eitt samtal getur skilið milli lífs og dauða. Einsemd karla og sjálfsvíg Ásgeir R. Helgason Höfundur er sálfræðingur og doktor í læknavísindum. Þunglyndi Allir sem eiga við þunglyndi að stríða, segir Ásgeir R. Helga- son í síðari grein sinni, ættu að leita aðstoðar hjá geðlækni. NÝLEGA var aug- lýst eftir tveimur yf- irlæknum í krabba- meinslækningum á lyflækningasvið II hins nýja háskóla- sjúkrahúss og á annar að hafa sérþekkingu í geislameðferð krabba- meina og hinn í lyf- lækningum krabba- meina (Morgunblaðið 29. apríl). Slíkar aug- lýsingar vekja al- mennt litla athygli nema meðal þeirra lækna sem eru í at- vinnuleit eða á frama- braut innan kerfisins. Hér liggur þó meira að baki og endurspeglast það af orðalagi áð- urnefndrar auglýsingar og nýleg- um blaðaummælum framkvæmda- stjóra lækninga hins nýja háskólasjúkrahúss Landspítala við Hringbraut, Fossvogi og víðar (DV 4. maí). Forsaga málsins Á undanförnum árum hefur ver- ið stefnt að hagræðingu innan heil- brigðisþjónustunnar m.a. með sameiningu sjúkrahúsa í Reykja- vík. Fyrst var Landakotsspítali sameinaður Borgarspítala sem þá hét Sjúkrahús Reykjavíkur. Á árinu 2000 var Sjúkrahús Reykja- víkur síðan sameinað Landspítal- anum og hið nýja sjúkrahús fékk nafnið Landspítalinn háskóla- sjúkrahús (LSH) sem á að end- urspegla tengsl sjúkrahússins við Háskóla Íslands. Þessu sameining- arferli var stjórnað frá ráðuneyti heilbrigðismála og var fyrrum ráðuneytisstjóra úr fjármálaráðu- neytinu, Magnúsi Péturssyni, falið að veita þessu ferli forstöðu og endurspeglar það fjárhagslega hlið málsins. Framkvæmdastjórn LSH Frá upphafi var ljóst að end- urskilgreina yrði hlutverk háskóla- sjúkahússins með tilliti til ýmiss konar þjónustu og kom það m.a fram í skipan framkvæmdastjórn- ar sjúkrahússins, en hana skipa auk forstjóra fimm framkvæmda- stjórar sem eru yfirmenn fjár- reiðu/upplýsinga, tækni/eigna, hjúkrunar, lækninga og kennslu/ fræða. Það sem hér vekur athygli er að starfssviði fyrrum lækninga- forstjóra er nú skipt milli tveggja aðila þar sem annar stjórnar lækn- isfræðilegri þjónustu og hinn kennslu og fræðum. Tilgangur þessarar breytingar er að undir- strika tvíþætt hlutverk sjúkra- hússins með tilliti til þjónustu og vísinda. Hagræðing Öllum má vera ljóst að sameining þessara tveggja sjúkrahúsa myndi ekki leiða til sparnaðar nema hag- rætt yrði í mannafla og tækjabúnaði þeirra. Starfsemi af svipuðum toga er rek- in á báðum sjúkrahús- unum og var vandi hinnar nýju fram- kvæmdastjórnar m.a. að ákveða hvaða starf- semi yrði flutt á milli stofnana og sameinuð á einum stað. Hefur þegar verið rætt í fjöl- miðlum um vandamál tengd sam- einingu þvagfæraskurðlækninga á Landspítala við Hringbraut. Nú hefur verið ákveðið að sameina krabbameinslækningar á sama stað. Vandamál sem skapast við slíka sameiningu eru að hluta tengd hagræðingu í mannafla og stjórn- un þessara deilda, sem óhjákvæmi- lega falla aðallega á herðar fram- kvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Þessum aðilum er því sá vandi á höndum að standa að þess- ari sameiningu á þann veg að ímynd hins nýja háskólasjúkrahúss skaðist ekki og torveldi ekki sam- einingu annarra sjúkradeilda sem óhjákvæmilega er í farvatninu. Ætla mætti að framkvæmdastjórn myndi því draga lærdóm af þeim stjórnunarlegu vandamálum sem komu fram við sameiningu deilda þvagfæraskurðlækninga, en svo virðist í fljótu bragði ekki vera. Krabbameinslækningar Uppbygging þessarar meðferðar hefur verið ör hér á landi síðustu 20 árin. Frá upphafi hefur með- ferðinni verið ætlaður staður á Landspítala við Hringbraut. Þar hafa starfað þeir sérfræðingar sem hafa haft veg og vanda af þessari uppbyggingu og þar er að finna allan þann tækjabúnað sem nauð- synlegur er til geislameðferðar krabbameinssjúkra. Krabbameins- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur er lítil meðferðareining sem var stofnuð eftir sameiningu Landa- kots og Borgarspítala, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda að sameina ætti alla meðferð þessara sjúklinga á Landspítalanum. Því virðist einkennilegt að sameining Sjúkrahúss Reykjavíkur og Land- spítala skuli leiða til þess að for- stöðulækni og yfirlæknum við HÁSKÓLASJÚKRA- HÚSIÐ OG KRABBA- MEINSLÆKNINGAR Kristján Sigurðsson SKOÐUN Veistu að nú fást líka Diesel b arna- föt í Krílinu? Já og þ au eru í stærðum 2-14 Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur 24 stunda dag- og næturkrem BIODROGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.