Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 1
109. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. MAÍ 2001 TIL mikilla átaka kom í gær á Vest- urbakkanum og Gaza er Palestínu- menn minntust „útlegðarinnar“, stofnunar Ísraels 1948, sem leiddi til þess, að hundruð þúsunda manna hröktust frá heimilum sínum. Skutu ísraelskir hermenn fjóra Palestínu- menn til bana og meira en 130 manns slösuðust. Ísraelsk kona féll fyrir byssukúlum Palestínumanna. Tugir þúsunda manna komu saman til að minnast „útlegðarinnar“, sem Palestínumenn kalla svo, í Ramallah á Vesturbakkanum. Í ræðu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sem þar var flutt og hafði verið tekin upp áður þar sem hann er í Egypta- landi, sagði hann, að leiðin til friðar væri auðfarin. Ísraelar yrðu að kalla burt herinn og það fólk, sem lagt hefði undir sig palestínskt land, og hverfa aftur til landamæranna eins og þau voru 1967. Síðan yrði að semja um stöðu flóttamannanna. Sagði hann, að Palestínumenn myndu aldrei gefast upp fyrir ísraelska herveldinu. Lofað rannsókn á framferði hersins Mikil spenna er meðal Palestínu- manna eftir átökin í fyrradag en þá skutu Ísraelar sjö Palestínumenn til bana, þar af fimm lögreglumenn. Hafa ísraelskir fjölmiðlar gagnrýnt herinn harðlega fyrir manndrápin og segja, að ísraelsku hermennirnir hafi ruðst inn á lögreglustöð og skotið mennina, þar af fjóra, sem voru sof- andi. Hefur yfirmaður hersins lofað rannsókn á málinu. Uzi Landau, sem fer með almannaöryggi í Ísraels- stjórn, sagði í gær, að Ísraelsher hefði beitt meiri hörku undanfarið „en þó alls ekki jafnmikilli og þörf er á“. Ísraelsk kona í einni af byggðum gyðinga á Vesturbakkanum féll í gær fyrir byssukúlum Palestínumanna og faðir hennar særðist. Þá varð fransk- ur fréttamaður fyrir byssukúlum Ísraela en það varð honum til lífs, að hann var í skotheldu vesti. Ísraelar og Palestínumenn afhentu í gær svör sín við Mitchell-skýrslunni svokölluðu en Palestínumenn hafa fagnað niðurstöðum hennar. Ísraelar aftur á móti vísa því á bug, að þeir hafi beitt of mikilli hörku, og segjast ekki munu hætta uppbyggingu gyðinga- byggða á palestínsku landi. Þar búa nú um 200.000 Ísraelar. Fjórir Palestínumenn og ísraelsk kona féllu á Vesturbakka og Gaza Mikil átök er „útlegð- arinnar“ var minnst AP Palestínumenn minntust „útlegðarinnar“, flóttans frá Ísrael við stofnun ríkisins 1948, með ýmsum hætti. Hér horfir stúlka með fána á listamann á Gaza koma fyrir myndum, sem eiga að sýna hlutskipti Palestínumanna. Ramallah. AP, AFP, Reuters. EIGANDI kunnasta gyðinga- veitingastaðarins í París var dæmdur í gær í þriggja mán- aða fangelsi skilorðsbundið og til að greiða 1,9 milljónir íslenskra króna í sekt fyrir sóðaskap. Rétturinn fann eigandann, Jo Goldenberg, sekan um að vera með úldinn mat, grútskítugt eldhús og vöru, sem löngu var útrunnin. Kom þetta í ljós er starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins skoðuðu veitingastaðinn, sem er í Marais-hverfinu, í júní og september 1999, en þeir lýstu honum þá sem „viðbjóðslega skítugum“. Lögðu þeir hald á 221 kíló af vatnakarfa, sem geymdur var í ruslapokum, í fyrri heimsókninni og á 105 kíló af úldnu kjöti og öðrum matvælum í þeirri seinni. Tóku þeir allt þetta góðgæti frá músunum og flugnagerinu á staðnum. Engar kvartanir Goldenberg varði sig með því, að aldrei hefði neinn við- skiptavinur kvartað við sig, og hann vakti sérstaka at- hygli á því, að ekki hefðu ver- ið gerðar neinar prófanir á útrunnu matvælunum. Veitingastaður Golden- bergs komst í heimsfréttirnar 1982 er hryðjuverkamenn gerðu árás á hann með þeim afleiðingum, að sex menn létu lífið og 22 særðust. Í fangelsi fyrir sóðaskap París. AFP. UMBERTO Bossi, leiðtogi Norð- urbandalagsins á Ítalíu, krafðist þess í gær að flokkur sinn fengi mikilvæg emb- ætti í stjórn sem búist er við að auðkýf- ingurinn Silvio Berlusconi myndi eftir sigur banda- lags mið- og hægriflokk- anna í þing- kosningunum á sunnudag. Talið er þó að Berlusconi þurfi ekki að reiða sig á stuðning flokks Bossis til að ná meirihluta í báðum deild- um þingsins. Bandalag Berlusconis, að flokki Bossis meðtöldum, fékk 368 þing- sæti af 630 í neðri deild þingsins og þurfti að fá 316 til að ná meiri- hluta. Flokkur Bossis fékk aðeins 31 sæti í deildinni, þannig að bandalag Berlusconis er þar með 21 sætis meirihluta án Norður- bandalagsins. Staðan er hins vegar flóknari í efri deildinni þar sem bandalag mið- og hægriflokkanna fékk 177 þingsæti af 324. Meirihluti banda- lagsins er þar 14 þingsæti að flokki Bossis meðtöldum, en hann fékk 17 sæti. Bandalag Berluscon- is gæti því hugsanlega þurft að tryggja sér stuðning þriggja af níu ókjörnum lífstíðarþingmönn- um í efri deildinni. Þrír þessara þingmanna hafa reyndar ekki greitt atkvæði í deildinni í mörg ár og þrír hafa verið hallir undir hægriflokkana. Vill innanríkisráðuneytið Þótt ekki sé útlit fyrir að Berl- usconi þurfi að reiða sig á stuðn- ing Norðurbandalagsins krafðist Bossi þess í gær að flokkur sinn fengi nokkur „valdamikil og mik- ilvæg ráðuneyti“. Hann nefndi m.a. innanríkisráðuneytið, sem fer með lögreglumál, en flokkur- inn hefur barist fyrir hertum að- gerðum gegn innflytjendum sem hann kennir um fjölgun glæpa. Róm. AP, AFP.  Boðar „byltingu“/23 Umberto Bossi Bossi vill mikil ítök í stjórn FERÐAMÖNNUM, sem koma til Noregs til að renna fyrir fisk við strendur landsins, hefur fjölgað svo mikið, að samtök sjómanna krefjast þess, að hið opinbera grípi í taum- ana. Segja þau, að ferðamannaafl- inn hafi verið um 15.000 tonn á síð- asta ári. Veiðar á stöng eða á handfæri í norsku fjörðunum hafa slegið í gegn í ferðaþjónustunni. Erlendir ferða- menn, sem greiddu fyrir veiðar af þessu tagi, voru 35.000 1995 en 224.000 á síðasta ári. Samtök sjó- manna krefjast þess nú, að veið- arnar verði takmarkaðar og vísa í nýja skýrslu frá háskólanum í Tromsø en í henni er áætlað, að er- lendir ferðamenn veiði um 15.000 tonn af þorski, ufsa og öðrum fiski árlega. Oddmund Bye, formaður sjó- mannasamtakanna, segir, að verði ekki gripið í taumana, geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir stað- bundna stofna og hann segir, að á sama tíma og verið sé að binda báta við bryggju vegna kvótaleysis, sé útlendum ferðamönnum leyft að veiða eins og þá lystir. Með nýjustu fiskleitartæki Í skýrslu háskólans í Tromsø kemur fram, að ferðamönnunum sé aðeins leyft að veiða á stöng og handfæri en hins vegar séu margir bátanna búnir nýjustu fiskleitar- tækjum. Þá sé hægt að kaupa í Þýskalandi norsk kort sem bestu miðin eru merkt inn á. Talsmaður norska ferðamálaráðs- ins segist skilja áhyggjur sjómanna en telur, að ferðamannaaflinn sé ekki jafnmikill og fram hefur komið. Að hans sögn bjóða nú um 1.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu upp á þessar veiðar. Norskir sjómenn vilja grípa til aðgerða Ferðamenn veiða um 15.000 tonn Ósló. Morgunblaðið. SKAKKI turninn í Pisa á Ítalíu verður opnaður almenningi í haust en í þrjú ár hefur verið unnið að því að treysta undirstöður hans. Hér er verið að fjarlægja mikla stálvíra, sem notaðir voru til að styrkja hann meðan á verkinu stóð. AP Turninn treystur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.