Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AFHENDING viðurkenninga fyrir úrvalsmjólk fór fram á Breiðumýri sl. fimmtudag í fyrsta sinn í nafni Norðurmjólkur eftir að samlögin á Akureyri og Húsavík sameinuðust. Helgi Jóhannesson framkvæmda- stjóri var með framsögu á undan verðlaunafhendingunni og ræddi hann skipulagsbreytingar eftir sam- eininguna og sölumál hins nýja fyr- irtækis. Þá flutti Bárður Guðmunds- son héraðsdýralæknir erindi um gin- og klaufaveiki. Mikil söluaukning á skyri Í máli Helga kom fram að gífurleg aukning hefur orðið í sölu á skyri eða 63% á fyrstu þremur mánuðum árs- ins og stendur til að bæta við búnaði til þess að geta aukið framleiðsluna enn frekar. Þá má búast við að áframhald verði á skyrsölu til Dan- merkur þar sem Norðurmjólk hefur góðan aðgang að markaði og sagði Helgi að það verkefni væri mjög spennandi að fást við. Norðurmjólk framleiðir einnig mjög mikið magn af ostum og hefur sala á föstum ostum aukist mikið á undanförnum árum, en fyrirtækið leggur mikið í vöruþróun til þess að standast kröfur markaðarins. Sameining samlaganna hefur kall- að á ýmsar skipulagsbreytingar hvað varðar mannahald og verka- skiptingu auk þess sem til stendur að reyna að bæta mjólkursöfnun þannig að kostnaður við flutningana minnki. Í dag eru 6 tankbílar sem sækja mjólk en munu verða fjórir þegar búið verður að endurskipuleggja. Reglur um framleiðslu á úrvalsmjólk hafa verið hertar á undanförnum ár- um og nú hafa þær verið samræmd- ar á milli mjókursamlaga. Þingeyskir bændur hafa verið að ná betri og betri árangri og kom fram á fundinum að ekkert fram- leiðslusvæði á landinu framleiðir eins frumulága mjólk og innleggj- endur á samlagssvæði Húsavíkur. Þá þarf mjólkin alltaf að vera í 1. flokki við flokkun kuldakærra og hitaþolinna gerla og aldrei mega finnast lyfjaleifar eða önnur efni er rýrt geta gæði vörunnar. Helgi Jó- hannesson lauk lofsorði á bændur og fengu allir framleiðendur úrvals- mjólkur afhenta forláta kristalsskál sem búið var að sandblása í nafn og númer búrekanda ásamt merki Norðurmjólkur. Þingeyskir bænd- ur verðlaunaðir Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Þingeyskir bændur ásamt forsvarsmönnum Norðurmjólkur. eigendur væru stoltir af að geta af- hent hótelið á réttum tíma. Kári sagði í ræðu sinni að óneit- anlega opnaði Hótel Hellissandur, sem yrði rekið sem hluti af Hótel Eddu-keðjunni, og fleiri ný hótel sem opnuð hafa verið á Snæfells- nesi á síðustu árum, fyrir aukinn NÝTT hótel sem ber nafnið Hótel Hellissandur var formlega opnað föstudaginn 11. maí við hátíðlega athöfn. Hótelið er í eigu hluta- félags sem samanstendur að mestu af heimamönnum svo og gömlum brottfluttum Söndurum. Stjórn félagsins skipa Skúli Alexand- ersson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Hellissands, og Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri. Þótt hugmynd að hóteli á Hellis- sandi eigi sér nokkurn aðdraganda var fyrsta skóflustungan tekin í nóvember árið 1999 og hefur bygg- ingartíminn því verið rúmt eitt og hálft ár. Loftorka í Borgarnesi sá um að gera húsið fokhelt en síðan tóku verktakar úr Grundarfirði, sem reka Trésmíðaverkstæði Pálmars Einarssonar, við og sáu um allan frágang innanhúss. Hönn- uður hótelsins og eftirlitsmaður með öllum framkvæmdum er Bjarni Vésteinsson, byggingar- tæknifræðingur á Akranesi. Samið við Flugleiðahótel Á Hótel Hellissandi eru tuttugu tveggja manna herbergi sem öll eru með sérbaðherbergi og er eitt herbergið auk þess sérstaklega hannað fyrir fatlaða einstaklinga. Í hótelinu er lyfta svo auðvelt er að komast milli hæða og allt umhverfi innandyra, utan anddyrið, er reyk- laust. Allar innréttingar eru sér- lega vandaðar og herbergin mjög smekkleg og hlýleg. Hlutafélagið sem á hótelið gerði á byggingartímanum leigusamning við Flugleiðahótel sem eru með þetta nýja hótel á leigu yfir sum- artímann næstu fjögur ár. Skúli Alexandersson stjórnarformaður afhenti Kára Kárasyni, yfirmanni Flugleiðahótela, lykla að nýja hót- elinu í opnunarhófinu og sagði að straum ferðamanna inn á svæðið. Taldi hann líklegt að aukið gisti- rými myndi hvetja ferðaskipu- leggjendur til að skipuleggja fleiri ferðir á Snæfellsnes í framtíðinni. Margir kvöddu sér hljóðs við opnunina, m.a. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfells- bæjar. Bæði þeir og aðrir ræðu- menn hrósuðu þessu stórtæka framtaki einstaklinga í fámennri jaðarbyggð og þó sérstaklega Skúla Alexanderssyni sem hefur verið driffjöðurinn á bak við fram- kvæmdina. Hótelstjóri á Hótel Hellissandi/ Hótel Eddu er Hildur Ýr Arnar- dóttir og báru hún og starfsfólk hennar fram ljúffengar og glæsi- legar veitingar fyrir opnunargesti. Hildur Ýr hefur áður starfað sem hótelstjóri á Hótel Eddu Nesja- skóla og á Laugarbakka í Miðfirði. Hún á að baki langa reynslu við hótelstörf og hefur auk þess lagt stund á nám í ferðamálafræðum í Bandaríkjunum. Hildur Ýr segir að við hótelið muni starfa sjö manns þegar mest verður, bæði úr heima- byggð og eins starfsfólk sem kem- ur úr Reykjavík. Nýtt hótel til að mæta fjölgun ferðamanna Hellissandur Skúli Alexandersson afhendir Kára Kárasyni lykla að hótelinu. Morgunblaðið/Guðrún S. Bergmann Hluthafahópurinn sem stendur að Hótel Hellissandi. FYRIRTÆKIÐ Pappaás er að hefja starfsemi á Egilsstöðum. Fyrirtækið er sett upp utan um tilraunaverkefni sem Sorpeyðing Miðhéraðs stendur fyrir. Endurnýta á pappír og pappa, með það að markmiði að minnka um- hverfisálag og endurnýta það hrá- efni sem nú er hent eða sent með miklum tilkostnaði til Reykjavíkur. Ásta Sigfúsdóttir, formaður stjórnar Sorpeyðingar Miðhéraðs, sagði að hugmyndin hefði kviknað þegar hún kynnti sér vinnustað á Selfossi sem tætir dagblaðapappír og selur við vægu verði. Hugmyndina um Pappa- ás mótaði Ásta svo í samvinnu við ýmsa aðila og þegar hentugt hús- næði losnaði á Egilsstöðum var ákveðið að hefjast handa. Pappírskurl notað undir stór- gripi og til gróðurverndar Pappaás mun taka við öllum dag- blaðapappír og pappa sem til fellur. Hefur Sorpeyðing Miðhéraðs í því skyni látið setja upp gáma á nokkr- um stöðum á Egilsstöðum og Fella- bæ, til að auðvelda fólki að koma pappír og pappa frá sér. Fyrirtækið hefur jafnframt keypt öflugan papp- írstætara. Fljótlega verður einnig tekið við svokölluðum glanspappír en verið er að þróa betur aðferðir til að vinna með hann. Glanspappírinn verður því eitt- hvað áfram sendur Reykjavíkur til endurvinnslu. Þá eru tómar mjólk- urfernur sendar til Svíþjóðar til end- urvinnslu, þar sem ekki er í landinu búnaður til að vinna þær. Búnar eru til nýjar mjólkurumbúðir úr þeim. Nýta á pappírskurl úr bylgju- pappa sem undirlag undir skepnur en dagblaðapappírskurl verður not- að í plötur sem Héraðsskógar og Landgræðslan munu nota til gróð- urverndar og landgræðslu. Þá er dagblaðapappírskurl mjög gott stoð- efni í jarðgerð. Glanspappír úr tíma- ritum o.þ.h. verður væntanlega pressaður í plötur til að nota undir gangstéttarhellur og sem undirlag í göngustíga. Sóknarfæri í framleiðslunni Fyrst um sinn verður pappírskurl- ið gefið þeim sem áhuga hafa á að nýta sér það. Í framhaldinu verður svo metið hvort markaður er fyrir framleiðslu fyrirtækisins en talið er að eftirspurn muni verða næg þegar menn hafa kynnst henni. Ásta segir mörg sóknarfæri í vinnslu Pappaáss og nefnir í því sambandi m.a. endurvinnslu á papp- ír til nýtingar í undirlag undir gælu- dýr og í sáningarbakka fyrir jurtir. Þá stendur til að í Pappaási verði tekið við notuðum fatnaði fyrir Rauða krossinn og jafnvel brúkleg- um nytjahlutum sem á að henda. Við Pappaás munu vinna þrír starfsmenn að jafnaði. Sótt var um styrk til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs um starfskraft og hefur sjóð- urinn samþykkt umsóknina. Fyrir- tækið er við Tjarnarás á Egils- stöðum. Pappaás endurnýtir pappa og pappír Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ásta Sigfúsdóttir, formaður stjórnar Sorpeyðingar Miðhéraðs, hefur komið á fót pappírsendurvinnslunni Pappási á Egilsstöðum. KLAUFSKURÐARMEISTARINN Gunnar Berg Haraldsson hefur að undanförnu ferðast um Suður- Þingeyjarsýslu og lagað klaufir á kúm á þeim bæjum þar sem þess er óskað. Þetta er í fyrsta sinn sem þjón- usta sem þessi er formlega aug- lýst í héraðinu og hafa margir bændur nýtt sér þetta tækifæri. Oft eru kýr með ofvaxnar klaufir eftir að hafa staðið á bás allan veturinn og almennt er talið að kýr með vel snyrtar klaufir mjólki betur. Klaufnaheilsa er betri í fjósum þar sem kýr fá að hreyfa sig en alltaf eru einhverjir gripir sem þarf að líta á. Gunnar Berg fór á sérstakt námskeið í klaufskurði og að hans sögn er mjög mikil þörf á að sinna þessum þætti í bú- skapnum. Hann ferðast á milli með sérstakan klaufskurðarbás sem kýrnar eru síðan settar á meðan klaufsnyrtingin fer fram og geta þær ekki hreyft sig mikið í honum. Átak í klaufna- hirðingu Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gunnar Berg Haraldsson klaufskurðarmeistari að störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.