Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 39 ✝ Sigrún Valdi-marsdóttir fædd- ist í Vík í Mýrdal 9. janúar 1936. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 6. maí. For- eldrar Sigrúnar voru Valdimar Jónsson frá Hemru í Skaftár- tungu, skólastjóri í Vík, f. 7. október l892, d. 2. september 1948, og kona hans Sigurveig Guð- brandsdóttir frá Loftsölum. f. 13. apríl l898, d. 4. mars 1988. Tvíburasystir Sigrúnar er Halla Valdimarsdóttir kennari, maki Örn Ævarr Markússon lyfjafræð- ingur. Hálfsystur Sigrúnar eru Margrét Þorsteinsdóttir, búsett í Bandaríkjunum, og Elín Þor- steinsdóttir, maki Sæmundur Nikulásson rafvirki. Sigrún ólst upp í Vík, en á sumrin dvaldi fjöl- skyldan í Hemru. Sigrún giftist skólabróður sínum, Sigurði Ing- varssyni 1955. Þau skildu. Dóttir þeirra er Sigurveig Huld Sigurð- ardóttir félagsráðgjafi, f. 1. sept- ember 1954, maki Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur. Börn þeirra eru Hjörtur Friðrik, f. 1973, Valdimar Gunnar, f. 1982, og Sigrún Huld, f. 1987. Árið 1966 gift- ist Sigrún Birni Dag- bjartssyni verkfræð- ingi, f. 19. janúar 1937. Foreldrar hans voru Dagbjart- ur Sigurðsson bóndi í Álftagerði í Mý- vatnssveit og k.h., Kristjana Ásbjörns- dóttir. Dóttir Björns og Sigrúnar er Brynhildur, f. 27.apríl 1970, bók- menntafræðingur og leikari. Sigrún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955. Hún tók leiðsögumannapróf 1975 og lauk BA-prófi í þýsku frá HÍ 1990. Fljótlega að loknu stúd- entsprófi hóf hún störf í Lands- banka Íslands og starfaði þar með nokkrum hléum til 1999. Hún vann í eitt ár á skrifstofu ræðis- manns Íslands í Hamborg og dvaldi í Bandaríkjunum í tvö ár við nám og störf. Á sumrin starf- aði hún sem leiðsögumaður ferða- manna, erlendra sem innlendra, um Ísland. Útför hennar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Sigrún tengdamóðir mín lést á líknardeild Landspítalans eftir stutta og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Í þessari baráttu sýndi hún mikið æðruleysi og innri styrk. Með hetjulund sinni og útgeislun hjálpaði hún okkur að horfast í augu við þau örlög sem urðu ekki umflúin. Fyrir sjúkdómsleguna hafði Sig- rún ekki kennt sér nokkurs meins. Hún vann að undirbúningi brott- flutnings til Mosambík með eigin- manni sínum Birni Dagbjartssyni, nýráðnum sendiherra Íslands í Afr- íku. Framundan var spennandi æv- intýri og fjölskyldan hlakkaði til að heimsækja þau í þetta fjarlæga land. Kynni okkar Sigrúnar ná yfir þrjá áratugi. Þau hófust þegar ég var 18 ára strákur úr Kópavoginum en hún kona ekki fertug nýkomin frá tveggja ára dvöl í Bandaríkjunum. Samskiptin voru af beggja hálfu var- færnisleg í fyrstu svona eins og við er að búast þegar einkadóttir í sex- tán ár er farin að slá sér upp. Við náðum fljótt saman og urðum góðir vinir. Við Sirrý stofnuðum fyrsta heimili okkar í kjallaranum hjá Sig- rúnu og Birni. Umhyggja hennar fyrir fjölskyldu okkar hefur verið takmarkalaus; allt það sem góð móð- ir, tengdamóðir og amma getur gefið sínum. Fyrir það vil ég nú þakka. Sigrún var Skaftfellingur, ættuð frá Hemru í Skaftártungu og Loft- sölum í Mýrdal. Hún ólst upp í Vík í Mýrdal, en dvaldi á sumrin í Hemru ásamt foreldrum sínum. Þegar hún var tólf ára lést faðir hennar og flutt- ist hún þá til Reykjavíkur með móð- ur sinni og tvíburasystur. Alla tíð bar Sigrún hlýjar tilfinningar til Mýr- dalsins og Skaftártungu. Þangað voru farnar ótal fjölskylduferðir á liðnum árum. Fyrir um tveimur ára- tugum byggðu Sigrún og Björn sum- arbústað í Skaftártungu og þar hefur fjölskyldan oft komið saman og átt margar ánægjulegar samverustund- ir. Sigrún hafði mikla ánægju af því að ferðast og átti þess kost að koma til margra landa. Enginn staður jafn- aðist þó á við Ísland í huga hennar. Á hverju ári var ferðast vítt og breitt um landið með fjölskyldunni eða sem leiðsögumaður með erlenda og inn- lenda ferðamenn. Þekking hennar á íslenskum staðháttum, menningu og málefnum var einstök. Það fór ekki framhjá neinum sem kynntist Sig- rúnu að þar fór glæsileg kona, menntuð og vel greind. Allt sem hún tók sér fyrir hendur lék í höndum hennar. Hún var hinsvegar ekki mik- ið fyrir að láta á því bera. Það er óhætt að fullyrða að hún hafi verið of hlédræg af konu sem var prýdd jafn- mörgum hæfileikum. Það væri ekki í hennar anda að fara mikið fleiri orð- um um mannkosti hennar og læt ég því staðar numið. Ég vil að lokum þakka tengdamóður minni fyrir sam- fylgdina og allt það sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu á liðnum áratugum. Sveinn Hjörtur Hjartarson. Í dag kveðjum við ömmu okkar, sem lést eftir skamma en erfiða sjúkralegu. Veikindi hennar komu okkur í opna skjöldu. Það er erfitt að átta sig á því að hún sé farin frá okk- ur. Að hún sé farin fyrir fullt og allt en ekki bara í eina utanlandsferðina og komi til baka sæl og glöð. Það er því ekki auðvelt að setjast niður og skrifa minningargrein, þegar við hálfpartinn bíðum og vonum að hún komi heim með næsta flugi. Gagga eins og við systkinin kölluðum hana, var virkur þátttakandi í uppeldi okk- ar og góður leiðbeinandi. Hún var alltaf til staðar og hægt var að reiða sig á hennar stuðning ef á þurfti að halda. Hún bar hag okkar fyrir brjósti og hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd, hvort heldur sem var í námi eða þeirri lífsleikni sem hún sjálf hafði tileinkað sér. Hún var öðr- um fyrri til að sjá björtu hliðarnar á lífinu þegar eitthvað bjátaði á og allt- af var stutt í bros. Við minnumst hennar fyrir alla þá þekkingu sem hún miðlaði til okkar af viskubrunni sínum, en þar var af nægu að taka. Hún var vel að sér í sögu lands og þjóðar og þekkti hverja þúfu á land- inu sem hún unni. Ferðalög undir hennar leiðsögn urðu aldrei leiðin- leg, hvort sem um var að ræða ferðir „austur í bústað“ eða skipulagðar rútuferðir um hálendi Íslands. Hún ferðaðist einnig mikið um heiminn og kom oft til baka færandi hendi og kunni magnaðar sögur af ferðum sín- um. Hún var mikið fyrir það að fegra umhverfi sitt og safnaði að sér alls konar munum til að prýða heimili sitt. Enginn stóð henni framar í há- tíðahöldum. Hún lagði sig fram við að gera jól og páska sem ánægjuleg- ust og hafði gaman af því að gleðja okkur. Hvíl í friði, elsku Gagga okkar, við söknum þín meir en orð fá lýst. Hjörtur, Valdimar og Sigrún Huld. Ég man vel þegar ég sá hana Sig- rúnu mágkonu mína fyrst. Hún var einkar glæsileg og hrífandi kona og ég var feimin í návist hennar til að byrja með. Feimnin hvarf þó fljótt og með okkur tókst vinátta sem varað hefur alla tíð. Vegna búsetu okkar fjölskyldna, minnar á norðaustur- horni landsins og hennar á suðvest- urhorninu voru samfundir allt of fáir en þeir sem gáfust hafa ætíð verið góðir og gefandi. Sigrún var mjög vel upplýst og fróð um hin ýmsu málefni. Gilti þá einu hvort um var að ræða sögu lands og þjóðar, menningu, list- ir eða málefni samtímans. Hún var hógvær en skoðanaföst og velti gjarnan upp ýmsum öðrum hliðum á umræðuefnum en þeim sem við blöstu. Áreiðanleiki var og ríkur þáttur í fari hennar og man ég vel orð foreldra minna þar um. Ég mun þó best muna kankvísi hennar, hýra brosið og mildu lundina, eiginleika sem ég sé skýrt í fari dætra hennar og afkomenda. Við hjónin kviðum þeirri stund mjög þegar við þyrftum að senda börn okkar að heiman, ef þau ættu að fá tækifæri til að afla sér menntunar að loknu grunnskóla- námi. Stundin sú rann upp fyrr en varði. Hún varð þó ekki eins erfið og við höfðum kviðið því að Sigrún og Björn bróðir minn buðu elsta drengnum okkar, Dagbjarti Gunn- ari, að vera hjá sér fyrstu árin tvö sem hann stundaði nám í Reykjavík. Þar var gott að vita af honum í skjóli þeirra sem ætíð myndu veita honum þau ráð sem þau teldu best reynast. Veturinn 1976 og sumarið 1977 þurfti ég að dvelja í Reykjavík um tíma þegar ég beið fæðinga yngstu barna minna. Notalegt var að fá að eyða þessum annars ekki allt of skemmtilega biðtíma í rólegheitun- um í Kúrlandinu hjá mágkonu minni og bróður. Það var okkur ánægjuefni að Brynhildur dóttir þeirra dvaldi hjá okkur í Öxarfirðinum tíma og tíma á sumrin á uppvaxtarárum sín- um. Enn á ný var leitað til þeirra hjóna því að undanfarna tvo vetur hefur Davíð Búi, yngsti sonur okkar, búið hjá þeim á neðri hæðinni en hann stundar nú nám í Reykjavík. Svo sem auðséð er, hefur það sem hér hefur verið á minnst styrkt og eflt vináttu og tengsl í tímans rás. Ég og fjölskylda mín verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa átt athvarf og skjól á heimili þeirra hjóna þegar á hefur þurft að halda. Á liðnum vetri var Björn skipaður sendiherra í Afríku og tóku þau hjón- in þá ákvörðun um að flytja til Mós- ambík. Í íslenskri veðráttu eru veðra- brigðin oft snögg og fyrirvaralaus. Svo er einnig í mannlífinu. Hún Sig- rún mín var að búast til ferðar en för hennar varð önnur en við ætluðum. Á þessum blíðu vordögum hvílir skuggi sorgar yfir fjölskyldu og vinum Sig- rúnar Valdemarsdóttur. Hjartans þökk fjölskyldu minnar fyrir vináttu hennar og velgjörðir í okkar garð fylgir henni úr hlaði. Fjölskyldu hennar biðjum við styrks á erfiðum komandi tímum. Björg Dagbjartsdóttir. Stórt skarð er höggvið í frænd- garðinn úr Skaftafellssýslunni þegar Sigrún frænka mín er nú látin eftir snarpa viðureign við illvígan sjúk- dóm. Ekki var að sjá né finna að neitt amaði að minni kæru frænku um jól- in þegar hún og Björn héldu hefð- bundið jólaboð í Kúrlandinu. Tíðind- in um alvarleg veikindi hennar nú í vor, voru heljarmikið högg á hugann ekki síst vegna þess að tími hennar var langt frá því kominn. Það var engin leið að trúa þessum fregnum því enn var svo margt spennandi framundan hjá henni og Birni. Móðir Sigrúnar, Sigurveig Guð- brandsdóttir, var elst 15 systkina frá Loftsölum í Mýrdal. Samheldni þeirra systkinanna var við brugðið þótt flest þeirra hafi hleypt heim- draganum úr Mýrdalnum um miðja öldina. Eftir að raðir þeirra tóku að þynnast höfum við afkomendur þeirra búið að þeim vef sem þau systkinin spunnu sín á milli. Og enn höldum við hópinn þótt fjarlægð sé að verða töluverð milli yngstu sprota ættartrésins. Hefðin er sterk og römm sú skaftfellska taug. Oftar en ekki var Sigrún potturinn og pannan í því sem ættin tók sér fyrir hendur sameiginlega. Hún átti frumkvæðið ásamt systrum sínum að ættarferð- unum ógleymanlegu sem hófust árið 1968 og farnar voru hvert sumar í hartnær 20 ár. Í seinni tíð var hún einnig drifkrafturinn á bak við ætt- armótin í Vík. Sigrún var vel að sér um hvaðeina, hún kunni kvæðin og sönglögin allra manna best og naut sín í margmenninu á ættarsamkom- unum. Hún hafði sterka nærveru, kunni að meta gamanmál og góðan debatt. Mér er einmitt minnisstæð- ast hve gaman það var að eiga sam- ræður við Sigrúnu, eða Jobbu eins og hún var gjarna kölluð. Einhver lengstu símtöl sem undirritaður hef- ur átt voru við hana um landsins gagn og nauðsynjar og ýmsa per- sónulega hagi. Þau samtöl voru und- antekningalaust gefandi og skemmtileg þótt við værum ekki allt- af sammála. Sigrún átti alltaf mjög gott samband við móður mína. Ég fann snemma að á milli þessara kvenna var vinátta og hlýja sem átti sér djúpar rætur. Sjálfur hefi ég not- ið ylsins af þeirri vináttu. Ég vil hér kveðja mína kæru frænku og þakka henni samfylgdina. Sérstaklega vil ég þakka fyrir hönd móður minnar vináttuna og ræktar- semina sem Sigrún sýndi henni alla tíð. Við munum sakna hennar sár- lega. Hlýjar kveðjur sendi ég fjöl- skyldu Sigrúnar, Birni, Sirrý og Brynhildi og ekki síður Höllu systur hennar. Þeirra söknuður er mestur. Blessuð sé minning Sigrúnar Valdi- marsdóttur. Björn Guðbrandur Jónsson. „Allra daga kemur kvöld.“ Þetta var eitt af orðatiltækjunum hennar Sigurveigar, ömmu okkar, sem gjarnan var með orðatiltæki á vörum sem hentaði tilefninu. Að þessu sinni kvöldar of snemma, og við sitjum í rökkrinu, skilnings- vana og slegin. Við systkinin kveðjum nú kæra frænku okkar Sigrúnu, sem látin er eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Hið ótímabæra fráfall hennar varð okk- ur, sem og öðrum, mikið áfall. Ein- hvern veginn fannst okkur að hún myndi alltaf verða til, svo sjálfsagður og mikilvægur hluti var hún af til- veru okkar. Þannig er erfitt að minn- ast nokkurs tímabils ævi okkar, án þess að Sigrún komi við sögu. Hún var móðursystir okkar og raunar gott betur, þær systur voru eineggja tvíburar. Samband þeirra var alla tíð mjög náið og þær iðulega nefndar í sömu andrá. Þær höfðu dagleg sam- skipti sín á milli, jafnvel þótt heims- álfur skildu á milli. Það er því óhætt að segja að Sigrún hafi haft veruleg áhrif á líf okkar. Sigrún var glæsileg kona með óvenju fjölþættan „sjarma“, ef svo má að orði komast, sterkur persónu- leiki sem ekki gleymist þeim sem mættu henni á lífsins leið. Hún var mikil stemmningarmann- eskja, söngelsk og kunni manna best að „gleðjast með glöðum“. Hún var frændrækin, og víst er að henni má að miklu leyti þakka hve mikil sam- kennd og samheldni hefur verið meðal afkomenda heiðurshjónanna Guðbrands og Elínar á Loftsölum í Mýrdal. Hún var ein aðaldriffjöðrin í árlegum ættarferðum og ættarmót- um móðurfjölskyldu sinnar, þar sem stórfjölskyldunni var safnað saman og ekið á vit íslenskrar náttúru. Það segir meira en mörg orð um hennar stöðu innan fjölskyldunnar að ef halda átti upp á einhver tímamót ell- egar halda mannfagnað, var fyrsta verk viðkomandi að ganga úr skugga um að Sigrún gæti mætt. Væri hún erlendis eða vant við látin, var við- burðinum jafnvel frestað! Sigrún var vel ritfær, orðheppin og hagmælt. Eftirminnilegar eru margar tæki- færisvísurnar sem hún lét flakka á ferðalögum, eða fylgdu blómvendi eða öðrum glaðningi, á hátíðarstund- um. Hún var manna gjafmildust og við minnumst frumlegra og persónu- legra gjafa sem oftar en ekki höfðu verið keyptar á ferðum hennar er- lendis. Í æsku þótti okkur sem staf- aði ævintýraljóma af Sigrúnu frænku. Hún var í okkar augum mik- il heimskona. Hún hafði enda víða farið og dvalið langdvölum erlendis. Í seinni tíð ferðaðist hún oft til Afr- íku með Birni, eiginmanni sínum, vegna starfa hans þar og heillaðist hún af þeirri heimsálfu. Þegar kallið kom voru þau hjónin að undirbúa bú- ferlaflutninga sína til Mósambík. Ferðalög um Ísland voru einnig snar þáttur í lífi hennar. Hún unni ís- lenskri náttúru, var manna fróðust um sögu og menningu landsins og naut sín í starfi sínu sem leiðsögu- maður. Sigrún var gestrisin og heim- ili þeirra Björns þótti sjálfsagður vettvangur jólaboða fjölskyldunnar. Þau eru eftirminnileg boðin í Kúr- landinu: Björn með svuntuna og al- vöru kokkahúfu, búinn að sjóða „sveskjugrautinn hennar ömmu“, Sigrún búin að skreyta allt hátt og lágt og húsið fullt af fólki á öllum aldri. Kúrlandið varð líka vettvangur annarra mannamóta, ekki síst þegar ættingjar utan úr heimi áttu erindi við sitt fólk. Ógleymanlegar eru líka heimsóknir í sumarbústað þeirra hjóna í Skaftártungunni. Ásamt eig- inmönnum sínum, létu þær systur langþráðan draum rætast og reistu sér bústaði á æskuslóðum sínum sem voru þeim svo kærar, sinn hvorum megin Tungufljóts. Óvíða gerast kvöldin fegurri en í Skaftártungunni, þegar birkiilmurinn fyllir vitin og allt er hljótt – en nú kvöldar of snemma. Mikill harmur er nú kveðinn að öllum þeim sem stóðu Sigrúnu nærri og víst er að margir eiga um sárt að binda. Við teljum okkur lánsöm að hafa notið samfylgdar elskulegrar frænku okkar. Við munum ætíð minnast hennar með þakklæti og hlýhug. Hennar verður sárt saknað. Við ljúkum þessum kveðjuorðum með erindi úr ljóði eftir afa okkar: Ég vel þér kveðju, sem virði ég mest, von, sem í hjarta geymi. Annist þig drottins englar bezt í öðrum og sælli heimi. (Valdimar Jónsson frá Hemru.) Ragnheiður, Snorri og Halla Sigrún. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Þetta erindi úr Hávamálum kem- ur upp í huga mér þegar ég minnist minnar góðu vinkonu Sigrúnar Valdimarsdóttur. Hún kunni svo sannarlega þá list að rækta vinskap. Hún lagði sig fram við að sinna vin- um sínum, enda vinmörg og vinsæl. Það hefur verið mér mikils virði í líf- inu að hafa átt vináttu hennar og fyr- ir hana er ég óendanlega þakklát. Leiðir okkar Sigrúnar lágu saman í Landsbankanum um 40 ára skeið. Sigrún vann á aðalskrifstofu bank- ans árið 1969 þegar hún fékk náms- styrk til að fara til Bandaríkjanna og vinna þar í banka. Ég átti að leysa hana af á meðan. Sigrún var mín fyr- irmynd, kát, skemmtileg, greind, hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Þannig langaði mig til að vera. Sam- starf okkar Sigrúnar hófst svo fyrir alvöru í ársbyrjun 1973 þegar ný deild, Erlend viðskipti, var stofnuð. Þar unnum við saman hlið við hlið um árabil. Það var skemmtilegur tími. Þá var gaman að vinna í Lands- bankanum, bankinn í örum vexti og mikið að gerast. Sigrún vann síðan á seinni árum í Fræðsludeild bankans. Við Sigrún vorum samstiga í að hætta að vinna í bankanum sumarið 1999. Það má segja að þetta hafi ver- ið sameiginleg ákvörðun hjá okkur. Við hringdumst á og hvöttum hvor aðra til að taka endanlega ákvörðun. Við vorum báðar ákveðnar í að nýta okkur þann rétt sem við höfðum áunnið okkur með hinni svokölluðu 95 ára reglu. Landsbankinn var að ganga í gegnum miklar breytingar sem okkur langaði ekki til að taka þátt í. Sigrún naut þess að vera hætt að vinna. Nú gat hún sinnt sínum mörgu áhugamálum og þá sérstak- lega leiðsögumannsstarfinu, en þar var hún svo sannarlega á heimavelli. Þar nutu sín hinir fjölmörgu hæfi- leikar hennar, mjög góð tungumála- kunnátta, þekking á landi og sögu og einstök frásagnarhæfni. Því miður varð tíminn eftir starfslok allt of stuttur. Hin óvæntu veikindi hennar komu sem reiðarslag yfir fjölskyldu hennar og vini. Ég sakna vinar í stað. Kæri Björn, Sirrý, Brynhildur, Halla og fjölskyldan öll. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við ykkar miklu sorg. Kristín Eiríksdóttir. SIGRÚN VALDIMARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.