Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 55
Á TÓNLEIKUNUM í kvöld verða leikin lög af þessari áðurnefndu skífu. Kallast hún AlasNoAxis en það er einnig nafnið á sveitinni sem á henni leikur. Hún er skipuð, auk Black, þeim Hilmari Jenssyni rafgítarleik- ara, Skúla Sverrissyni rafbassaleik- ara og Chris Speed saxófónleikara. Black semur öll lögin á plötunni enda er hann tónlistarmaður að mennt, með gráðu frá Berklee-skólanum í Boston hvar hann kenndi um stund á níunda áratugnum. Ferill Blacks er nokkuð tilkomu- mikill og umsvifin í meira lagi. Hann hefur verið virkur þátttakandi í því sem mætti kalla framúrstefnudjass eða avant-garde djass þó það nái eng- an veginn að lýsa þeim fjölda áhrifa og stefna sem hann hefur komið að. Og þó að AlasNoAxis sé hans fyrsta einleiksverk hefur hann komið að fjölda platna og spilað með fjölda hljómsveita, þar sem helstar fara Pachora, Human Feel , Bloodcount (leidd af Tim Berne), Tiny Bell Trio (leitt af Dave Douglas), Tríó Ellery Eskelin og Yeah No (leidd af Chris Speed). Tónlist þessara sveita er allt frá hefðbundnum djassi til kolbrjál- aðs spuna og bræðslu austurevr- ópskrar þjóðlagatónlistar við vest- ræna strauma. Tæki til að miðla Jim var í miðjum upptökum í Þýskalandi að taka upp aðra plötu AlasNoAxis ásamt þeim Skúla, Hilm- ari og Chris er ég heyrði í honum. Hann heilsaði mér með virktum og sagðist hlakka til komunnar hingað. Spurði meira að segja um veðrið sem var alveg ágætt að ég held, maður sér nú samt ekkert inni á skrifstofunni eðlilega. Það kemur svo fljótlega upp krafsinu að hann hefur verið tíður gestur hérlendis. „Ég hljóðritaði með Hilmari og Skúla fyrir ca. tíu árum. Ég varð heill- aður af landi og þjóð en einnig af tón- listinni sem við tókum upp daginn þann. Ég er mjög ánægður að vera að vinna með þeim aftur núna því að það sem við tókum upp á sínum tíma kom aldrei út, sem er synd og skömm. Við Hilmar vorum herbergisfélagar í New York á sínum tíma og ég saknaði þess að vinna með honum. Þannig að ég er mjög ánægður með að hafa þá Skúla inn í þessa sveit.“ Black segir áhrifavalda sína í tón- list ekki endilega einskorðast við þá tegund listar. „Tónlist fyrir mér er endurspeglun á hvernig lífið leikur við mig hverju sinni. Áhrifin geta komið frá myndlist, ljóðum og lögum og hinu pólitíska ástandi hverju sinni. Eyrun mín eru opin fyrir hverju sem er – fegurðin felst í því að hafa opinn huga fyrir öllu, leyfa því að leika þar um og finna svo leið til að vinna úr því og skila því svo aftur út í umhverfið. AlasNoAxis er tæki til að miðla því hvað „lagasmíðar“ og „áferðir“ eru mér hverju sinni.“ Skipulag er málið Aðspurður um hvort umburðar- lyndi gagnvart ólíkum tónlistar- stefnum ríki fyrst og fremst í neð- anjarðartónlist segir hann það ekki endilega vera málið. „Þetta er meira tengt kynslóðabili. Nútíminn er einfaldlega þannig að það er ekki hægt að þykjast vera blindur fyrir öllu því sem er að gerast. Tónlist Bjarkar hefur t.d. breytt lífi mínu. Fyrir 15 árum síðan hefði ég ekki tekið eftir tónlist hennar vegna þess að hún var ekki í þeim (með sjálfshæðinni röddu) „stíl“ sem ég var að hlusta á þá. Nú reyni ég að forðast stíla og stefnur. Ég vil bara heyra góða tónlist!“ Black hafnar því öllum skilgrein- ingum, segist ekki vera djassleikari. „Ég myndi segja að ég væri spuna- tónlistarmaður fyrst og fremst. Hvað stílinn varðar....ég veit það ekki. Þetta er bara tónlist. Ég tel að fólk eigi að hugsa út fyrir þessar endalausu skil- greiningar; þannig koma Radiohead t.d. að sinni tónlist. Og einnig Björk.“ Ég mátti til með að spyrja manninn hvernig hann færi að því að vinna með öllum þessum mörgu og mismunandi sveitum. Hvar finnur hann tíma? „Skipulag. Það er aðalmálið,“ svar- ar hann. „Að plana árið vel og vand- lega, sjá út hver er að fara hvert og hvenær. Það er það eina. Tónlistin sjálf er minnsta málið. Þar þarftu bara að hlusta og bregðast við. Það er nú það sem spunamenn gera.“ Hann notar tækifærið og útskýrir af hverju hann vinni með svona mörgum ólík- um listamönnum. „Þetta er mjög hollt fyrir mig. Þegar ég fer á túr með einu bandinu, nýbúinn að ljúka spila- mennsku með öðru, hefur sú reynsla áhrif á það hvernig ég leik. Þetta heldur manni við, sýnir manni eitt- hvað nýtt. Þannig er maður alltaf að læra – þetta opnar huga minn, heldur mér ungum einhvern veginn.“ Aðspurður segir Black að sú staða sem hann er í í dag sé það sem hann hafi alltaf viljað. „Mig langaði bara til að spila á trommur,“ segir hann. „Ég er mjög lánsamur að eiga kost á því og geta lifað af því um leið. Þegar það er mögulegt að komast af fjárhags- lega af jafnfallegum hlut og listinni er það stórkostlegt. Það er eitthvað mjög sérstakt við það. Og mjög dýr- mætt.“ Yndisleg óhljóð Platan sem verður kynnt í kvöld er um margt nokkuð merkileg; ekkert sérstaklega djössuð, þó nokkuð rokk- uð, með heilmiklu af melódískum óhljóðum og sveimkenndum áferðum. Eitt lagið minnir t.a.m. glettilega mikið á bandarísku jaðarrokksveitina Sonic Youth. „Já, já, Sonic Youth, Blonde Redhead sem ég held mikið upp á; Unwound, My Bloody Valent- ine, ég dýrka Radiohead. Þetta er allt í hausnum á mér,“ svarar Black að bragði. „Og óhljóðin...þú mátt kalla það óhljóð, tónlist...þetta eru bara hljóð. Fólk er svo vant því að taka „óhljóðum“ eingöngu sem slíkum og missir því af melódíum, áferð og litum sem þau geta búið yfir. Því meira sem ég vinn með raftónlist, tölvur og trommusett – því æstari verða eyrun á mér. Það er til svo mikið af alls kyns frábærum hljóðum, alls staðar. Óhljóð geta komið af stað alls kyns til- finningum og skynbreytingum, þau geta verið hávær og lágvær og mér finnst mjög gaman að vinna með þess öfga.“ Og þar með kvöddumst við, með virktum sem fyrr, og Black sneri sér að störfum aftur. Tónleikar AlasNoAxis hefjast stundvíslega kl. 21.00 í kvöld og eru í Tjarnarbíói eins og áður hefur komið fram. Forsala er í 12 tónum og er miðaverð 1.500 kr. Sveit Jims Black, AlasNoAxis, heldur tónleika í Tjarnarbíói í kvöld Með eyrun opin Bandaríski trommuleik- arinn Jim Black gaf út sinn fyrsta einherjadisk á dögunum en samleik- arar hans þar eru m.a. þeir Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Black um tónlist, tónlist og meiri tónlist. Ljósmynd/Erna Björt ÁrnadóttirAlasNoAxis: Chris Speed, Jim Black, Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson. arnart@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 55 Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10.. B.i.16. Vit nr. 223 Sýnd kl. 6 Vit nr. 231 Forsalan er hafin á Mummy Returns Hún þurfti bara mánuð til að breyta lífi hans að eilífu Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 233 Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Forsalan er hafin á Mummy Returns Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10.15. betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur byggð á sannsögulegum heimildum Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. JUDE LAW JOSEPH FIENNES  Hugleikur  KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5.45. Sýnd kl. 8 og 10.10. 1/2 Hausverk.is Hugleikur.Ó.T.H. Rás2.  ÓJ Bylgjan MAGNAÐ BÍÓ Cherry Falls er sýnd í Regnboganum HROLLUR Frá Wes Craven, meistara hrollvekjunnar kemur blóðug og sexí spennumynd sem kemur adrenalíninu af stað! Eftir 100 ár er Dracula laus og hann er hungraður. Engin kona stenst hann og enginn er óhultur! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 ára Morðin voru ólýsanleg. tilgangurin með þeim var Hulin ráðgáta. Frumsýning: Blóðrauðu fljótin Ath. ekki fyrir viðkvæma gagnrýnendur  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. B.i.16 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. JUDE LAW JOSEPH FIENNES RACKEL WEISZ BOB HOSKINS OG ED HARRIS Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Hugleikur  KVIKMYNDIR.IS byggð á sannsögulegum heimildum Hann var maðurinn sem hóf partýið. En öll partý taka enda. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Forsalan er hafin á Mummy Returns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.